Sendiráðið mun framvegis heita Norda

Orri Guðjónsson, framkvæmdastjóri Norda.
Orri Guðjónsson, framkvæmdastjóri Norda. Ljósmynd/Norda

Hugbúnaðarstofan Sendiráðið mun framvegis ganga undir nafninu Norda á alþjóðavísu en í tillkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að breytingin sé skref í átt að nýrri ásýnd og nýjum tækifærum.

Norda hefur starfað í níu ár undir nafni Sendiráðsins og unnið að greiningu, hönnun og hugbúnaðarþróun fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Tæplega 20 sérfræðingar starfa hjá Norda í dag.

„Við erum Norda, sem má þýða “frá Norðurslóðum” eða “from the North.” Við sjáum þetta nýja nafn sem tækifæri til að útvíkka okkar starfsemi og halda áfram að kanna nýjar slóðir bæði hér heima og erlendis. Nafnið er kannski nýtt en kennitalan, gildin og fólkið er það sama. Við hlökkum til að takast á við verkefnin sem framundan eru með sama frábæra teyminu en undir nýju nafni. Ánægjuleg hliðarverkun verður líklega minni misskilningur á okkar starfsemi og færri símtöl sem snúa að týndum vegabréfum“ er haft eftir Orra Guðjónssyni, framkvæmdastjóra Norda í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK