Afkoma Icelandair batnar á milli ára

Tekjur félagsins á síðasta ári námu tæplega 1,3 milljörðum dala.
Tekjur félagsins á síðasta ári námu tæplega 1,3 milljörðum dala. Ljósmynd/Icelandair

Tap Icelandair á siðasta ári nam um 5,8 milljónum bandaríkjadala, tæplega 820 milljónum króna, samanborðið við tap upp á 105 milljónir dala árið áður.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði­ nam um 19 millj­ón­um dala, eða um 2,6 millj­örðum króna, fyr­ir árið í heild, sam­an­borið við tap upp á 136 millj­ón­ir dala árið áður.

Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs, sem er þá um leið uppgjör fyrir árið í heild. Í uppgjörinu kemur fram að fjórði ársfjórðungur síðasta árs hafi verið besti fjórði ársfjórðungur félagsins frá árinu 2015.

45,4 milljarðar í lausafé

Tekjur félagsins á síðasta ári námu tæplega 1,3 milljörðum dala, samanborið við rúmar 580 milljónir dala árið 2021. Kostnaður félagsins nam rúmlega 1,1 milljarði dala, samanborið við 608 milljónir dala árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir og skatta nam um 138 milljónum dala, samanborið við tap upp á 23 milljónir dala árið áður.

Lausafjárstaða félagsins um áramót var um 318 milljónir dala, eða um 45,4 milljarðar króna.

Náð vopnum sínum

Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra að árið hafi markað mikinn viðsnúning í rekstri Icelandair.

„Sterk tekjumyndum með met farþegatekjum á seinni hluta ársins og stórbætt EBIT hlutfall sýnir að viðskiptalíkan félagsins hefur enn og aftur sannað gildi sitt,“ segir Bogi.

„Við höfum náð vopnum okkar og höldum ótrauð áfram, sterkari en nokkru sinni fyrr, með stærstu flugáætlun í sögu félagsins á þessu ári þegar kemur að tíðni og fjölda áfangastaða.“

Uppfært: Í upprunalegri fyrirsögn var miðað við hagnað fyrir fjármagnsliði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK