Sjálfsmark vinnumarkaðarins og hins opinbera

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi eftir fund peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að vinnumarkaðurinn og hið opinbera hefðu skorað sjálfsmark.

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti bank­ans um 0,5 pró­sentu­stig. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 6,5%.

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, hætti sér út á fótboltavöllinn í samlíkingu sinni í dag. Hún sagði alla þurfa að spila saman.

Minna aðhald og dýrir samningar

Hún sagði bankann ekki hafa gert ráð fyrir því í október, þegar seðlabankastjóri hafi gefið boltann til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera, að þeir tækju upp á því að spila „solo“ í allt önnur mörk.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir skaut þá inn í að þeir aðilar hafi öllu heldur skorað sjálfsmark.

Rannveig sagði minna aðhald frá hinu opinbera og dýra kjarasamninga benda til að það sé ekki hægt að biðla til þessara aðila að spila með því þeir séu greinilega í allt öðrum veruleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK