Hagnaðist um 24,5 milljarða króna

Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 12,3 milljarða króna arðgreiðslu við …
Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 12,3 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans. Er það í samræmi við stefnu bankans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 24,5 milljörðum króna árið 2022. Arðsemi eigin fjár var 11,8%. Tekjur bankans jukust um rúm 14% frá fyrra ári og þar af jukust hreinar vaxtatekjur um tæp 27% milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

„Við erum afar ánægð með góðan árangur allra viðskiptaeininga sem eru að skila sterkri arðsemi. Við erum leiðandi meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja og með hæstu markaðshlutdeild hjá 300 stærstu fyrirtækjum landsins.

Þessi árangur skiptir okkur gríðarlega miklu máli þar sem þessi fyrirtæki eru afar mikilvægur hluti íslensks efnahagslífs og hafa veitt kraftmikla viðspyrnu í efnahagslegu umróti síðustu missera,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra í tilkynningunni.

Rúmir tólf milljarðar í arðgreiðslur

Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 12,3 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans. Er það í samræmi við stefnu bankans.

„Á aðalfundi bankans í mars 2023 munum við óska eftir samþykki á arðgreiðslu í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Bankinn mun einnig hefja endurkaup á eigin bréfum. Við erum spennt fyrir árinu 2023 og tækifærunum sem framundan eru með viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum,“ er haft eftir Birnu.

Fara í stefnumótunarvinnu

Bankinn hefur hafið stefnumótunarvinnu með það að markmiði að skilgreina stefnuverkefni bankans til næstu ára.

„Fjögur ár eru liðin síðan slík stefnumótun fór síðast fram og höfum við náð miklum árangri í þeim verkefnum sem við settum okkur. Að þessu sinni höfum við fengið ráðgjafafyrirtækið McKinsey til að leiða stefnumótunarvinnuna,“ er haft eftir Birnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK