Margfölduðu tekjurnar á síðasta ári

Guðmundur Arnar Guðmundsson úr stjórn Hoobla, Kristinn Örn Kristinsson og …
Guðmundur Arnar Guðmundsson úr stjórn Hoobla, Kristinn Örn Kristinsson og Kjartan Örn Bogason frá Kónguló, Harpa, Ingvar Bjarnason úr stjórn Hoobla og Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórnarformaður Hoobla.

Sérfræðingaklasinn Hoobla, sem tók til starfa árið 2021, margfaldaði tekjur sínar á síðasta ári og fer fjöldi viðskiptavina stöðugt vaxandi að sögn Hörpu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda.

Hún segir að fyrirtækið hafi endað árið 2022 á að fá tuttugu milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði til að þróa hugbúnað utan um starfsemina. Fyrsta útgáfa búnaðarins verður tilbúin í apríl nk. að sögn Hörpu en hugbúnaðarfyrirtækið Kónguló sér um smíðina.

Margir þekkja sambærilega erlenda sérfræðingaklasa eins og Upwork eða Fiverr. Harpa segir aðspurð að Hoobla hafi það fram yfir þessi fyrirtæki að einblína á íslenska markaðinn.

Miðað við nærumhverfið

„Þessi heimur er mjög harður á alþjóðavísu og oft þarf fólk á Upwork og Fiverr að gefa mikinn vinnutíma til að verða ofan á í samkeppni um verkefni. Mér hugnaðist það ekki með Hoobla. Við miðum þjónustuna við nærumhverfið og sérfræðingar Hoobla eru því menningarlega nær þeim fyrirtækjum sem þeir vinna fyrir.

Aðlögunarhæfnin er meiri auk þess sem við tökum viðtal við alla sérfræðinga á skrá. Við höfum því forskoðað alla og sannreynt að þeir séu þeir sérfræðingar sem þeir segjast vera,“ segir Harpa.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum sem fylgdi Morgunblaðinu á miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK