Fjárfesta fyrir fimm milljarða króna

Ardian er með um 140 ma. dala í stýringu. Calcine …
Ardian er með um 140 ma. dala í stýringu. Calcine segir að fimm milljarðar fari í fjarskiptainnviði hér 2023. Kristinn Magnússon

Marion Calcine, fjárfestingarstjóri franska fjárfestingarsjóðsins Ardian Infrastructure, eiganda fjarskiptafélagsins Mílu, sagði í erindi sem hún hélt á ráðstefnu Landssamtaka lífeyrissjóða og innviðaráðuneytisins, „Fjárfest í þágu þjóðar“ á Grand hóteli í síðustu viku, að Ardian hygðist fjárfesta fyrir 5 ma. kr. í fjarskiptainnviðum hér á þessu ári. Stefnan er að fjárfesta fyrir samtals 30 ma. kr. á næstu fimm árum.

Í samtali við ViðskiptaMoggann sagði Calcine að Míla gæti nú stækkað hraðar og meira en félaginu var mögulegt áður.

Treystu böndin

Kaupin á Mílu tóku langan tíma. Þau gengu í gegn eftir sjö mánaða yfirferð Samkeppniseftirlitsins. Calcine segir að þessi tími hafi tekið á, en hann hafi þó gert félaginu kleift að treysta böndin við samfélagið.

„Nú, þegar við höfum tekið við félaginu, erum við stolt af því að Míla sé í fremstu röð. Við viljum þróa fyrirtækið sem hlutlausan aðila á markaði, sem var ekki raunin þegar félagið var í eigu Símans. Númer eitt er að halda lykilviðskiptavini okkar, Símanum, ánægðum en vera opin fyrir nýjum viðskiptum. Við viljum bjóða öðrum sömu gæðaþjónustuna og við veitum Símanum.“

Spurð að því hvernig gangi að laða nýja viðskiptavini að félaginu segir Calcine það ganga vel og sé í ferli.

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum sem fylgdi Morgunblaðinu á miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK