Yngst allra til að setjast í nefndina

Núverandi peningastefnunefnd (t.v.). Efri röð: Herdís Steingrímsdóttir, Gylfi Zoëga og …
Núverandi peningastefnunefnd (t.v.). Efri röð: Herdís Steingrímsdóttir, Gylfi Zoëga og Gunnar Jakobsson. Neðri röð: Ásgeir Jónsson formaður, Rannveig Sigurðardóttir staðgengill formanns. Ásgerður Pétursdóttir (t.h.), sem kemur ný inn í nefndina síðar í mánuðinum. Samsett mynd

Ásgerður Pétursdóttir verður yngst allra þeirra sem hafa tekið sæti í peningastefnunefnd þegar skipunartímabil hennar hefst 21. febrúar.

Hún er á fertugasta aldursári og verður þar með um þremur árum yngri en Herdís Steingrímsdóttir sem var 42 ára þegar hún tók sæti í nefndinni. Þar á eftir kemur Þórarinn Gunnar Pétursson, núverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, sem tók sæti í nefndinni 43 ára.

Með komu Ásgerðar í nefndina verður meirihluti nefndarinnar einnig skipaður konum. 

Tilkynnt var um skipun Ásgerðar fyrr í dag en hún er lektor í hag­fræði við Há­skól­ann í Bath á Englandi. Hún er með doktors­próf í hag­fræði frá Uni­versity of New South Wales í Syd­ney, Ástr­al­íu og lauk meist­ara­prófi í hag­fræði frá sama há­skóla.

Hún hef­ur unnið á hag­fræðisviði Seðlabanka Íslands og stundað rann­sókn­ir við rann­sókn­ar­deild Seðlabank­ans í Svíþjóð. Hennar áherslusvið er peningahagfræði, en Ásgerður hefur þróað og unnið með líkön til að greina hag­fræðileg úr­lausn­ar­efni er varða m.a. fjár­mála­markaði, ra­f­ræna seðlabanka­mynt og fram­kvæmd pen­inga­stefnu.

Í svari Seðlabankans við fyrirspurn mbl.is má sjá að síðan núverandi fyrirkomulagi peningastefnunefndar var komið á árið 2009 hafa 12 setið í nefndinni. Meðalaldur þeirra þegar þau settust í nefndina var 49,2 ár, en aldursforsetinn er Rannveig Sigurðardóttir, núverandi varaseðlabankastjóri peningastefnu, sem var 62 ára þegar hún kom í nefndina.

Sjá má lista yfir alla þá sem hafa setið í nefndinni hér fyrir neðan og aldur þeirra þegar þau settust í nefndina. Listanum er raðað í tímaröð, þannig að þeir sem settust fyrst í nefndina eru fyrst í listanum.

  • Svein Harald Øygard- 48 ára
  • Anne Sibert - 57 ára
  • Arnór Sighvatsson - 53 ára
  • Þórarinn Gunnar Pétursson -  43 ára
  • Gylfi Zoëga -  45 ára
  • Már Guðmundsson - 55 ára
  • Katrín Ólafsdóttir - 47 ára
  • Rannveig Sigurðardóttir – 62 ára
  • Ásgeir Jónsson – 49 ára
  • Gunnar Jakobsson – 50 ára
  • Herdís Steingrímsdóttir – 42 ára
  • Ásgerður Ósk Pétursdóttir – 39 ára
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK