Hagnaður kom ekki í veg fyrir fækkun búa

Búum fækkaði hvað mest í sauðfjárrækt. Myndin er af fjárrekstri …
Búum fækkaði hvað mest í sauðfjárrækt. Myndin er af fjárrekstri við bæinn Holt undir Eyjafjöllum. mbl.is/Sigurður Bogi

Árið 2021 var ár hagnaðar hjá íslenskum landbúnaði og var afkoma loðdýraræktar jákvæð í fyrsta sinn í tæpan áratug eða síðan 2013.

Í nýjum tölum Hagstofu Íslands um afkomu helstu fimm greina íslensks landbúnaðar á árinu 2021 kemur fram að rekstrartekjur hafi aukist um 6 prósent á milli 2020 og 2021 og voru heildarrekstartekjur greinarinnar tæplega 51 milljarður. Vegna lítillar aukningar rekstrargjalda var afkoman jákvæð.

Greinarnar fimm, sauðfjárrækt, ræktun mjólkurkúa, loðdýrarækt, önnur nautgriparækt og garðrækt og plöntufjölgun skiluðu 2,1 milljarða króna hagnaði árið 2021. Það er ríflega þrefalt meiri hagnaður en árið áður en þá nam hagnaðurinn 692 milljónum.

Mikill viðsnúningur varð á rekstri sauðfjárbúa árið 2021 en þau fóru úr 92 milljóna króna tapi í 677 milljóna króna hagnað. Rekstrartekjur sauðfjárbúa jukust einnig úr 12,3 milljörðum í 13,9 milljarða.

Þá skilaði loðdýrarækt 104 milljóna króna hagnaði, það er mikill viðsnúningur miðað við 2020 þar sem tepið var 107 milljónir.

Fækkaði um 80 bú

Þó að reksturinn hafi gengið vel árið 2021 fækkaði búum um þrjú prósent eða 80 bú. Þá varð mesta fækkunin í sauðfjárrækt og hættu 56 bú rekstri sem jafngildir 4 prósenta fækkun. Vert er að nefna að fækkun búa í sauðfjárrækt er 20 prósent síðan 2008.

Frekari tölfræðiupplýsingar má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK