280 milljarðar til góðgerðarmála

Elon Musk árið 2020.
Elon Musk árið 2020. AFP/Britta Pedersen/Pool

Elon Musk, forstjóri Tesla, segist hafa gefið hlutabréf sín í fyrirtækinu að andvirði um 1,95 milljarða bandaríkjadala, eða um 280 milljarða króna, til góðgerðarmála á síðasta ári.

Ekki er vitað til hvaða góðgerðarmála peningarnir fara.

Musk hefur áður gefið hlutabréf sín í Tesla til góðgerðarmála, síðast árið 2021 þegar hann lét 5,74 milljarða bandaríkjadala af hendi rakna.

Musk segir einnig að undir lok þessa árs verði „góður tími“ til finna eftirmann hans sem forstjóra Twitter, að því er BBC greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK