Alltaf markmið að hámarka upplifun gesta

Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Bláa lóninu, tók í gær …
Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Bláa lóninu, tók í gær við Menntaverðlaunum atvinnulífsins. Hún er gestur Dagmála í dag. Hallur Már

Íslensk fyrirtæki geta vel mætt kröfum erlendra gesta sem þekkja og hafa reynslu af bestu hótelum og afþreyingarstöðum víða um heim.

Þetta segir Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Bláa lóninu. Hún gestur Dagmála sem sýndur er á mbl.is. Bláa lónið hlaut Menntaverðlaun atvinnulífsins sem veitt voru á á árlegum menntadegi atvinnulífsins í fyrradag. Sigrún rekur í viðtali í Dagmálum áherslu fyrirtækisins við menntun og þjálfun starfsmanna. Hjá Bláa lóninu starfa um 700 manns af um 40 þjóðernum.

Eftirsóttur vinnustaður

Aðspurð segir Sigrún að alla jafna gangi vel að finna og ráða starfsfólk á margar ólíkar starfsstöðvar Bláa lónsins, sem er sem kunnugt er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í ferðaþjónustu og rekur tvö baðlón, tvö hótel, fjórar verslanir, fjóra veitingastaði, lækningamiðstöð og rannsóknar- og þróunarsetur. Þá stendur yfir undirbúningur að nýrri rekstrareiningu í Kerlingarfjöllum þar sem 30 ný störf skapast.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK