Helgi hættir sem forstjóri Regins

Helgi Gunnarsson forstjóri Regins.
Helgi Gunnarsson forstjóri Regins. mbl.is/​Hari

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, hefur óskað þess við stjórn félagsins að láta af störfum á næstu mánuðum, en hann hefur verið forstjóri félagsins frá árinu 2009. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Helgi mun áfram sinna starfinu þar til ráðið hefur verið í stöðuna og mun einnig sitja áfram í stjórn Klasa fyrir hönd Regins.

Í tilkynningunni er haft eftir Helga að hann sé stoltur af vexti félagsins síðustu 14 ár. „Við höfum unnið markvisst að uppbyggingu félagsins frá byrjun og höfum náð frábærum árangri. Reginn stendur traustum fótum og fyrst og fremst þakka ég þann árangur mikilli samheldni og stefnufestu stjórnar, stjórnenda og starfsmanna félagsins. Ég er ákaflega stoltur og ánægður yfir því að hafa fengið tækifæri til að vinna að þróun og vexti Regins síðastliðin fjórtán ár,“ er haft eftir honum.

Þá segir að framundan séu nýjar áskoranir og mikilvæg verkefni fyrir félagið, sem það sé vel í stakk búið að takast á við. Byggt verði á þeim grunni sem nú þegar sé til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK