Verða með 420 starfsmenn í sumar

Sigþór Kristinn Skúlason.
Sigþór Kristinn Skúlason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, áætlar að vera með um 420 starfsmenn yfir háannatímann í sumar. Það er rúmlega þriðjungs aukning milli ára og fjórði mesti fjöldinn í sögu fyrirtækisins sem var stofnað haustið 1997.

Fyrirtækið óx mikið með auknum umsvifum WOW air, helsta viðskiptavinar fyrirtækisins á árunum 2012-2019, og umsvifum annarra flugfélaga á þeim tíma, og var árið 2018 metár hjá Airport Associates og í fjölda erlendra ferðamanna. Þá komu hingað til lands 2,3 milljónir erlendra ferðamanna en þeim fækkaði í 2 milljónir árið 2019 eftir fall WOW air. Sigþór Kristinn reiknar aðspurður með að hingað komi allt að 2,2 milljónir erlendra ferðamanna í ár, sem yrði annar mesti fjöldinn frá upphafi.

20 WOW vélar þegar mest var

Þegar mest var þjónustaði Airport Associates 20 flugvélar hjá WOW air en Play verður stærsti viðskiptavinurinn í ár með 10 flugvélar í rekstri. Play hyggst stækka flotann í 15 vélar á næstu árum og mun það birtast í fjölda starfsmanna hjá Airport Associates.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK