Ásta Sóllilja nýr framkvæmdastjóri Klaks

Ásta er nýr framkvæmdastjóri Klaks.
Ásta er nýr framkvæmdastjóri Klaks. Ljósmynd/Aðsend

Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Klaks - Icelandic Startups. Hún tekur við starfinu af Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem starfar nú hjá Leitar Capital Partners. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Ásta er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, diplóma í stjórnun frá Harvard-háskóla, meistaragráðu í heilbrigðisvísindum og BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands.

Áður starfaði Ásta sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Auðnu tæknitorgi. Í tilkynningunni kemur fram að hún hafi víðtæka reynslu af viðskiptaþróun og nýsköpun, meðal annars í gegnum stjórnarsetu í ýmsum sprotafyrirtækjum.

Spennt fyrir nýja starfinu

„Nýsköpun er lykill að öflugu atvinnulífi, spennandi atvinnutækifærum og verðmætasköpun framtíðarinnar. Starfsemi Klaks hefur skipt sköpum á vegferð fjölmargra sprota sem hafa þroskast yfir í stöndug fyrirtæki. Ég er mjög spennt fyrir því að ganga til liðs við Klak og leiða áframhaldandi uppbyggingu starfseminnar í samstarfi við frábært teymi, sterka stjórn og öfluga bakhjarla,“ er haft eftir Ástu í tilkynningunni.

Klak rekur viðskiptahraðlana Hringiðu og Startup SuperNova og frumkvöðlakeppni Gulleggsins. Einnig býður Klak upp á vinnustofur og mentoraþjónustu fyrir styrkþega Tækniþróunarsjóðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK