Indó og Lucinity taka höndum saman

Guðmundur Kristjánsson, stofnandi og forstjóri Lucinity, ásamt Hauki Skúlasyni, forstjóra …
Guðmundur Kristjánsson, stofnandi og forstjóri Lucinity, ásamt Hauki Skúlasyni, forstjóra indó. Ljósmynd/Aðsend

Fjártæknifyrirtækið indó hefur innleitt hugbúnaðarlausn frá Lucinity til að tryggja varnir gegn peningaþvætti. 

Hugbúnaðurinn nýtir gervigreind til að einfalda verkefni regluvörslu fjármálafyrirtækja og auka við árangur þeirra.

„Við erum að skora hefðbundna bankakerfið á hólm og við þurfum nútímalegt varnarkerfi gegn peningaþvætti sem stendur undir metnaði okkar og vaxtaráformum, ” segir Haukur Skúlason, forstjóri indó, í tilkynningu.

„Lucinity er ekki einungis söluaðili heldur samstarfsaðili með tæknistrúktúr og hreyfigetu sem er okkur nauðsynleg. Við hjá indó höfum skýra og afdráttarlausa stefnu gegn peningaþvætti og ætlum okkur að verða leiðandi í vörnum gegn þeim á heimsvísu.”

Guðmundur Kristjánsson, stofnandi og forstjóri Lucinity, bætir við: „Við erum hæstánægð með að tilkynna samstarf okkar og indó. Það er okkur hjartans mál að styðja við vegferð þeirra að traustara og gagnsærri fjármálakerfi á Íslandi og víðar.“

Indó er fyrsti nýi sparisjóðurinn frá árinu 1991.
Indó er fyrsti nýi sparisjóðurinn frá árinu 1991. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK