Ferlum breytt eftir heimsókn til Erdogan

Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.
Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.

Róbert R. Spanó lauk nýverið níu ára skipunartíma sinnum sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Hann hefur nú hafið störf hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni Gibson Dunn & Crutcher.

Meðal annars kemur hann til með að taka að sér alþjóðleg gerðardómsstörf sem og sinna ráðgefandi hlutverki í svokölluðum „pro-bono“ málum þar sem reynir á mannréttindi. Hann kemur til með að nota sérþekkingu sína á mannréttindasviðinu í viðskiptalífinu, en mikil gerjun á sér stað um þessar mundir.

Tímamót

Tímamót hafa orðið í samspili viðskipta og mannréttinda. Fram til þessa hefur verið talað um að mannréttindi séu lóðrétt, þ.e. að ábyrgðin sé á milli einstaklinga og hins opinbera. Breytingar hafa orðið á þessu svo nú þurfa fyrirtæki að gera aukið ráð fyrir mannréttindum og félagslegum þáttum í viðskiptamódeli sínu.

Öllum ferlum breytt

Róbert sætti mikilli gagnrýni eftir að hafa þegið heiðursdoktorsnafnbót frá Háskólanum í Istanbúl, þar sem hann fundaði með Erdogan, forseta Tyrklands. Í kjölfar þessarar gagnrýni var ráðist í umfangsmiklar breytingar, þar sem bæði reglum og ferlum var breytt, svo mál af þessu tagi kæmu ekki upp aftur.

Lestu ítarlegt samtal við Róbert í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK