Skilanefnd skipuð yfir Brú II Ísland hf.

Gísli Hjálmtýsson er stærsti eigandi félagsins og situr í skilanefnd.
Gísli Hjálmtýsson er stærsti eigandi félagsins og situr í skilanefnd. Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík

Samþykkt var á hluthafafundi fjárfestingafélagsins Brú II Ísland hf. um miðjan febrúar að slíta félaginu. Sigurður Jakob Helgason hdl., Einar S. Hálfdánarson hrl. og Gísli Hjálmtýsson hafa verið löggiltir til starfa í skilanefnd fyrir félagið eftir því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Gísli er stærsti eigandi félagsins, í gegnum félag sitt Thule Investments, sem á um 67% hlut.

Styr staðið um félagið

Mikill styr hefur staðið um starfsemi Brúar II um árabil. Félagið var stofnað árið 2008 til að uppfylla þáverandi kröfur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti og tók þá við starfsemi sambærilegs félags sem hafði verið stofnað í Lúxemborg árið 2006. Fimm af stærri lífeyrissjóðum landsins höfðu áður krafist þess að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri beiðni sl. haust. Lífeyrissjóðirnir kröfðust fyrst slita félagsins árið 2020 og töldu að slíta hefði átt félaginu tíu árum eftir að það hóf starfsemi. Um það hefur þó ríkt ágreiningur, sem snýr helst að því hvort slíta hefði átt íslenska félaginu eða ekki.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK