Velja Kerecis umfram líkhúð og fóstursekki

Guðmundur segir að áætluð velta í ár sé allt að …
Guðmundur segir að áætluð velta í ár sé allt að 22 ma.kr, samanborið við 12,5 ma.kr. í fyrra. Sáraroðið er m.a. notað á brunasár og skotáverka. Eggert Jóhannesson

Um tvö hundruð læknar og aðrir gestir mættu á ráðstefnu líftæknifyrirtækisins Kerecis í Kaldalóni í Hörpu í síðustu viku. Læknarnir eiga það sameiginlegt að nota Kerecis og komu til landsins til að fjalla um notkun sína á vörum félagsins, kynnast öðrum notendum og ræða þróun á vörunum. Fyrirtækið býr til sáraroð úr fiskroði. Starfsmenn eru 500.

Um 200 læknar og aðrir gestir mættu á ráðstefnuna í …
Um 200 læknar og aðrir gestir mættu á ráðstefnuna í Hörpu. Eggert Jóhannesson

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri, sagði í samtali við ViðskiptaMoggann að bestu sölumennirnir ef svo mætti að orði komast væru læknar sem mæltu með vörunni við aðra lækna.

Gestir ræddu þróun á vörum Kerecis.
Gestir ræddu þróun á vörum Kerecis. Eggert Jóhannesson

Hagstæðara verð

Guðmundur segir að helstu samkeppnisvörur Kerecis í Bandaríkjunum væru líkhúð og fóstursekkir. Þau efni þyrftu hins vegar meiri meðhöndlun en Kerecis. Því gæti Kerecis selt vörur sínar á hagstæðara verði. Markaðshlutdeild Kerecis í landinu er nú 5%.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri og stofnandi Kerecis hélt opnunarerindi.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri og stofnandi Kerecis hélt opnunarerindi. Eggert Jóhannesson

Karl R. Stark, yfirmaður sáradeildar sjúkrahússins í North Kansas, sagði að einu vörurnar sem hann hefði notað síðustu sjö ár í meðhöndlun sára væru frá Kerecis. Ástæðan væri einföld; þær virkuðu. „Kerecis fór fram úr væntingum. Þetta er einstök vara,“ sagði Stark og bætti við að Kerecis líkti meira eftir mannshúð en aðrar vörur.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK