Fida endurkjörin formaður Samtaka sprotafyrirtækja

Frida Abu Libdeh er formaður Samtaka sprotafyrirtækja.
Frida Abu Libdeh er formaður Samtaka sprotafyrirtækja. Ljósmynd/Aðsend

Fida Abu Libdeh hefur verið endurkjörin formaður Samtaka sprotafyrirtækja á aðalfundi samtakanna sem fór fram í Húsi atvinnulífsins í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Fida er stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica, sem er fyrirtæki sem framleiðir náttúruleg fæðubótarefni, einkum úr kísil.

Ný stjórn SSP, talið frá vinstri, Ellen María Bergsveinsdóttir, framkvæmdastjóri …
Ný stjórn SSP, talið frá vinstri, Ellen María Bergsveinsdóttir, framkvæmdastjóri Mink Campers, Róbert Helgason, framkvæmdastjóri KOT, Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ALOR, Alexander Jóhönnuson, stofnandi Ignas, Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi Florealis, Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica, og Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia. Ljósmynd/Aðsend

Ásamt Fidu voru Alexander Jóhönnuson, stofnandi Ignas, Ellen María Bergsveinsdóttir, framkvæmdastjóri Mink Campers, Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia og Róbert Helgason, framkvæmdastjóri KOT, kjörin í stjórn.

Samtök sprotafyrirtækja starfa sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Þau vinna að hagsmunum og stefnumálum sprotafyrirtækja á Íslandi.

Í samtökunum eru yfir 50 fyrirtæki í ólíkri starfsemi og á ólíkum vaxtarstigum. Öll fyrirtækin eiga það þó sameiginlegt að vera með veltu undir milljarði íslenskra króna og verja stórum hluta sinnar veltu í rannsóknir og þróun, að því er segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK