Rúrik náði til 3,9 milljarða

Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í fótbolta, hefur byggt …
Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í fótbolta, hefur byggt upp sterkt vörumerki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á tímabilinu mars 2021 til september 2022 náðu (e. reach) netfréttir í Þýskalandi sem fjölluðu um áhrifavaldinn og fyrrverandi atvinnumanninn í fótbolta, Rúrik Gíslason, til 3,9 milljarða lesenda.

Að meðaltali birtist umfjöllun um Rúrik í fimmtíu þýskum netmiðlum á mánuði á tímabilinu. Við þetta bætist umfjöllun í prentmiðlum, sjónvarpi og á samfélagsmiðlum.

„Þetta skapar virði mitt. Ef þessar tölur eru háar getur umboðsskrifstofan mín hækkað verðið ef ég er til dæmis beðinn um að mæta á viðburði þar sem fjölmiðlaáhugi er mikill,“ sagði Rúrik í samtali við Morgunblaðið.

„Ég finn að nafnið mitt stækkar og stækkar í Þýskalandi. Það er mjög ánægjulegt.“

Rúrik hélt erindi á fundi Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins í sýningarsal Mercedes Benz í bílaumboðinu Öskju á Krókhálsi í vikunni þar sem tölurnar voru birtar. Í erindinu, sem bar yfirskriftina „Vörumerkið Rúrik“, gaf áhrifavaldurinn innsýn í uppbyggingu vörumerkisins og hve mikið hann hefur þurft að leggja á sig til að ná á þann stað sem hann er á í dag.

Eins og Gunnar Már Sigurfinnsson, formaður viðskiptaráðsins og framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, kom inn á í inngangi er ekki heiglum hent að skapa sér nafn í Þýskalandi. Árangur Rúriks sé því undraverður.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK