Auka hlutafé um tvo milljarða króna

Hér má sjá tölvugerða mynd af miðbænum á Selfossi. Sá …
Hér má sjá tölvugerða mynd af miðbænum á Selfossi. Sá partur miðbæjarins sem er innan bláu línunnar á myndinni hefur nú þegar verið reistur en annað er í bígerð á næstu árum.

Hlutafé Sigtúns Þróunarfélags, sem stendur að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss, hefur verið aukið um tvo milljarða króna. Það eru aðaleigendur félagsins, Leó Árnason og Kristján Vilhelmsson, sem standa að hlutafjáraukningunni í gegnum félag sitt, Austurbær-Fasteignafélag ehf.

Sigtún reisti fyrri áfanga miðbæjarins, 13 byggingar sem eru samtals um 5.000 fm, á árunum 2019-2021 og hefur annast rekstur og útleigu þeirra síðan. Nú er áformað að reisa um 25.000 fm til viðbótar en áætlaður kostnaður við það er um 15 milljarðar króna.

„Við teljum mikilvægt að hefja framkvæmdir á næsta áfanga með sterka lausafjárstöðu. Þessi hlutafjáraukningin nú í upphafi er lýsandi fyrir þá trú sem eigendur félagsins hafa á verkefninu,“ segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns, í samtal við ViðskiptaMoggann.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK