Gjörólík staða miðað við önnur lönd

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. mbl.is/Hákon

Þrátt fyrir mikla hækkun nafnlauna hér á landi eru raunlaun byrjuð að lækka og mældist sú lækkun 1% á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar var uppsöfnuð raunhækkun launa árin 2019-2021 um 8%. Þessi staða er gjörólík því sem sjá hefur mátt víða erlendis þar sem raunhækkunin var bæði minni frá 2019-2021 og þá hefur raunlækkunin verið mun meiri á síðasta ári.

Raunlækkunin núna er að hluta tilkomin núna vegna leiðréttingar sem kraftar hagfræðinnar komi í kring. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, þegar hann kynnti ritið Peningamál í morgun.

Raungildi launa haldist betur hér á landi

Þýðir þetta í raun að hér á landi hafi tekist að halda mun betur í raungildi launa heldur en í viðmiðunarlöndunum, en í kynningu sinni miðaði Þórarinn við Bandaríkin, Bretland, miðgildi 17 Evrópuland og svo Norðurlönd án Íslands.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin er úr Peningamálum var raunhækkun launa hæst hér á landi árin 2019-2021 í samanburði við alla þessa hópa. Þegar kom að síðasta ári lækkuðu raunlaun svo lítillega, en í öðrum samanburðarlöndum var lækkunin á bilinu 2,5% til rúmlega 4%, mest á hinum Norðurlöndunum.

Graf/Seðlabankinn


Tók Þórarinn fram að þessi þróun hér á landi væri gjörólík því sem væri að sjást erlendis og að nauðsynlegt væri að hafa þetta í huga þegar rætt væri um launaþróun hér.

Framleiðnin ekki haldið í við launahækkun

Sagði Þórarinn jafnframt að raunlaunahækkun hér hefði verið meiri en sem næmi framleiðniaukningu vinnuafls í landinu. Þannig hafi framleiðnin dregist saman árið 2022 á sama tíma og laun hækkuðu. Sagði hann að „þyngdarafl hagfræðinnar“ kæmi í veg fyrir að sú þróun gæti átt sér stað til lengdar og að leiðréttingin væri oft tekin út í gegnum raunlaunalækkun vegna verðbólgu. Það væri það sem væri að gerast hér á landi að einhverju leyti nú um stundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK