14. júlí 2014 kl. 14:09

Eðlileg orkuskerðing - enginn orkuskortur

Lág staða í miðlunarlónum vegna óhagstæðs veðurfars í vetur olli því að síðla vetrar og í vor þurfti Landsvirkjun að skerða möguleika viðskiptavina sinna á að kaupa raforku sem er umfram það sem fyrirtækinu er skylt að afhenda (í þessu sambandi er ýmist talað um ótrygga orku, umframorku eða afgangsorku, en hugtakið ótrygg orka lýsir þessu sennilega best). 

Vegna þessara skerðinga spannst nokkuð sérkennileg umræða, sem virtist endurspeglast af töluverðum misskilningi um íslenska raforkumarkaðinn. Því var m.a. haldið fram að umrædd skerðing sýndi að Landsvirkjun ætti í fullu fangi með að mæta innlendri eftirspurn eftir raforku og allt tal um útflutning á raforku sé út í hött. Staðreyndin er aftur á móti sú að Landsvirkjun stóð að fullu við alla gerða samninga og nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það að viðskiptavinir fyrirtækisins þurfi að sæta skerðingu á möguleikum til að kaupa ótrygga orku (umframorku eða afgangsorku).

Það er reyndar svo að umrædd lág vatnsstaða miðlunarlóna nú í vor er einmitt góð áminning um þá kosti sem myndu fylgja tengingu okkar við annan raforkumarkað. Af einhverjum ástæðum einkenndist umræðan þó fyrst og fremst af því sjónarmiði að ástandið væri til marks um hversu galin hugmynd slík tenging sé. Þetta ber vott um misskilning og það er því tilefni til að staldra aðeins við þetta og skoða hvað þarna var um að ræða.

Eðlilegt ástand í aflokuðu vatnsaflskerfi

Um 71% allrar raforku á Íslandi er framleidd með vatnsaflsvirkjunum. Langstærstu kaupendurnir að þessari orku eru örfá stóriðjufyrirtæki (nánar tiltekið álverin þrjú). Í samningum Landsvirkjunar við þessi fyrirtæki, svo og við aðra helstu viðskiptavini Landsvirkjunar, er eðli málsins samkvæmt kveðið á um kaup og sölu á tilteknu magni af raforku. Til að geta afhent þá orku er nauðsynlegt að tryggja að nægur orkuforði sé til staðar og það er gert með miðlunarlónum. Ef ekki er nóg vatn til staðar til að knýja hverflana í vatnsaflsvirkjununum er jú hvergi unnt að nálgast umtalsvert magn af raforku annarsstaðar frá - því íslenska raforkukerfið er algerlega aflokað. Miðlunarlónin eru því algert lykilatriði í íslenska orkukerfinu.

Það ræðst af úrkomu og afrennsli hversu mikinn orkuforða miðlunarlónin geyma. Þegar horft er til framtíðar er alltaf óvissa fyrir hendi, en raunhæfasta og besta viðmiðunin fæst með því að skoða söguna. Út frá henni er unnt að meta af talsverðri nákvæmni atriði eins og hvaða meðalrennsli megi vænta í lónin og hvert sé líklegt hámarksrennsli og lágmarksrennsli.

Jafnvel lélegt vatnsár þarf að duga til að skila svo miklu vatni í lónin að það nægi til að framleiða umsamda orku. Fyrir vikið eru lónin hönnuð þannig að þar verður oftast mun meiri orkuforði til staðar heldur en það sem raforkusamningar hljóða á um að afhenda - og unnt að að eiga viðskipti með þessa ótryggu orku sem er umfram afhendingarskylduna. Allir sem semja um kaup á slíkri orku eru að sjálfsögðu meðvitaðir um að ekki er víst að hún fáist. Þetta er hefðbundið og skynsamlegt fyrirkomulag í kerfi sem byggist fyrst og fremst á vatnsafli.

Það er sem sagt fullkomlega eðlilegt að af og til sé svo lítið um umrædda ótrygga orku að ekki verði af afhendingu hennar. Þegar sú staða er líkleg eða fyrirsjáanleg tilkynnir orkufyrirtækið viðskiptavinum sínum þar um með tilteknum fyrirvara. Í þessu sambandi er stundum talað um skerðingaheimild orkusalans. Og sú heimild er einfaldlega sjálfsagður hluti viðskiptaumhverfisins og á ekki að koma neinum á óvart.

Orkukaupendur hafa líka skerðingaheimildir

Hafa ber í huga að stórir orkukaupendur njóta einnig tiltekinna skerðingarheimilda og það talsvert rúmra. Af opinberum gögnum má t.d. sjá að þegar Landsvirkjun og Alcoa sömdu um raforkuviðskipti sín var samið um árlega sölu á 4.704 GWst. Alcoa skuldbatt sig þó einungis til að greiða fyrir 85% af því rafmagni (óháð því hvort fyrirtækið noti það rafmagn eður ei). Alcoa á sem sagt rétt á að kaupa allt að 4.704 GWst árlega, en getur skert þau kaup um allt að 15%.

Samningurinn var gerður til 40 ára og umrædd kaupskylda Alcoa auðvitað forsenda þess að unnt væri að fjármagna Kárahnjúkavirkjun (Fljótsdalsstöð). Hér má þó nefna að í svona raforkusölusamningum er ekki kveðið á um bein tengsl milli virkjunar og raforkusamnings; raforkusalinn og -kaupandinn einfaldlega semja um raforkuviðskipti og raforkusalinn ræðst svo í byggingu virkjana ef nauðsynlegt er.

Umræddur mismunur sem er milli kaupskyldu og kaupréttar Alcoa getur kallast skerðingaheimild álversins. Í samningnum eru svo eflaust nákvæm ákvæði um það með hvaða fyrirvara álverið þarf að tilkynna um orkuþörf sína og fyrirhugaða orkuskerðingu af sinni hálfu ef til hennar kemur. Gera má ráð fyrir að hin álverin tvö njóti sambærilegra eða svipaðra orkuskerðingaheimilda. Í því sambandi er reyndar áhugavert að svo virðist sem Rio Tino Alcan í Straumsvík sé nú að nýta sér slíkar skerðingaheimildir - og um leið halda í kaupsamning sinn um nýja orku vegna fyrirhugaðrar stækkunar sem ekki varð af (nema að hluta). Um það áhugaverða mál verður fjallað hér nánar síðar.

Enginn skortur á raforku en óhagkvæm skilyrði fyrir raforkuframleiðendur

Það er ekki orkuskortur á Íslandi. Og ólíklegt að slíkt ástand komi upp. Samt kann þó að vera æskilegt að huga betur að flutningskerfi raforkunnar. Með því að styrkja þá innviði landsins væri unnt að auka t.d. samspilið milli virkjana á Norðurlandi og Suðurlandi og ná betri nýtingu í orkuframleiðslunni. Það mál snýr að Landsneti.

En jafnvel betra flutningskerfi myndi ekki geta útrýmt skerðingum af því tagi sem óhjákvæmilega skapast af og til í hinu aflokaða íslenska vatnsaflskerfi. Ástandið í vor er prýðileg áminning um þennan fylgifisk íslenska vatnsaflskerfisins. Um leið er þetta áminning um það að oftast er orkuforðinn í miðlunarlónunum meiri en unnt er að nýta og þar af leiðandi felur þetta aflokaða kerfi í sér orkusóun. Þetta ætti að beina sjónum allra að kostum sæstrengs, þ.e. tengingar við stærri raforkumarkað.

Sæstrengur myndi gera kleift að nýta virkjanakerfið hér með betri og ábatasamari hætti og auka orkuöryggi. Núverandi skilyrði eru óhagkvæm raforkuframleiðslufyrirtækjunum. Og sökum þess að langstærstur hluti framleiðslunnar er í eigu opinberra fyrirtækja og þar með almennings, ætti að vera breið samstaða meðal þjóðarinnar um slíka sæstrengstengingu. Ef fólk bara opnar augun fyrir raunveruleikanum, en festir sig ekki í misskilningi eða mistúlkunum. 

23. júní 2014

Vannýttir eiginleikar íslenska vatnsaflsins

Meðal efnis í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmála er áhugaverð grein þar sem útskýrt er hvernig íslenska orkan býr yfir mjög sérstökum eiginleika, sem gerir hana afar eftirsótta og gæti skapað okkur áður óþekkt viðskiptatækifæri. Höfundur umræddrar greinar er Björgvin Skúli Sigurðsson, sem er með doktorspróf í verkfræði frá Stanfordháskóla í Bandaríkjunum og gegnir nú starfi Meira
4. júní 2014

Raforkuverð mun hækka

Hátt raforkuverð víða í Evrópu veldur því að það væri mjög áhugavert að geta selt íslenska raforku inn á evrópskan markað. En á sama tíma og raforkuverð víða í Evrópu hefur haldist hátt, hefur raforkuverð víða í Bandaríkjunum verið nokkuð lágt og sumstaðar hreint ótrúlega lágt. Þessi mismunur hefur orðið til þess að sumir freistast til að halda að raforkuverðið vestra eigi eftir að haldast lágt Meira
21. maí 2014

Draumórar yfirtóku veruleikann í álbransanum

Í gær fór fram aðalfundur Samáls. Þar flutti m.a. Kelly nokkur Driscoll frá ráðgjafa- og greiningafyrirtækinu CRU erindi um horfurnar á álmarkaði. Í hnotskurn spáir Driscoll því að áliðnaðurinn eigi enn eftir að upplifa nokkur erfið ár uns þokkalegt jafnvægi kemst á framleiðslu og eftirspurn á álmarkaði. Og að lítill sem enginn hvati verði til að reisa ný álver utan Kína fyrr en í fyrsta lagi 2017 Meira
28. apríl 2014

Nýtum tækifærin í orkustefnu Bretlands

Milljarðar punda streyma nú í ný raforkuverkefni í Bretlandi. Þær fjárfestingar koma til vegna nýsamþykktrar orkustefnu Bretlands. Fyrir okkur Íslendinga er sérstaklega athyglisvert að sjá hvernig þessi nýja orkustefna Bretlands getur nýst íslenskri orkuþekkingu og orkuframleiðslu.Í liðinni viku var tilkynnt um fyrstu lotu orkufjárfestinga vegna hinnar nýju orkustefnu. Þar var um að ræða 12 Meira
18. mars 2014

Grunsamlegir viðskiptahættir á álmörkuðum

Eru fjárfestingabankinn Goldman Sachs og hrávörurisinn Glencore Xstrata (sem er aðaleigandi Norðuráls) að reyna að króa álmarkaðinn af? Er alþjóðlegi álmarkaðurinn í London jafnvel með í slíku samsæri? Það er a.m.k. staðreynd að grunur er uppi um að nokkur af særstu fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjunum og fyrirtæki sem tengjast áliðnaðinum, stundi ólögmæta viðskiptahætti í því skyni að takmarka Meira
23. febrúar 2014

Stærsta efnahagstækifæri Íslands

Undafarið hafa nokkrir þekktir fjölmiðlar fjallað um þá hugmynd að leggja raforkukapal milli Íslands og Bretlands. Sú umfjöllun hefur verið á jákvæðum nótum. Bæði Economist og Finacial Times telja þetta athyglisverðan möguleika. Þessir fjölmiðlar benda á að slíkur kapall myndi bæði skapa Íslandi auknar útflutningstekjur og um leið veita Bretum aðgang að orku sem væri mun Meira
27. janúar 2014

Orkustefna Bretlands verður sífellt áhugaverðari

Orkustefna breskra stjórnvalda er að verða sífellt áhugaverðari fyrir okkur Íslendinga. Í desember sem leið (2013) birti breska orkumálaráðuneytið uppfærða tillögur sínar um orkustefnu, sem ráðgert er að taki gildi nú síðar á árinu (2014). Þar er m.a. er að finna endurskoðuð viðmiðunarverð á raforku vegna nýrra orkuverkefna. Þessar nýju tillögur gefa sterkar vísbendingar um Meira
12. desember 2013

Century vill koma áhættunni yfir á Landsvirkjun

Í fréttum í dag hefur komið fram að Michel Bless, forstjóri Century Aluminium, telji litlar líkur á að álver rísi í Helguvík nema betra orkuverð bjóðist. Og að fátt bendi til þess að það gerist á næstunni.Í frétt Viðskiptablaðsins um þetta segir að Bless „segist tilbúinn að líta á fjárfestingu fyrirtækisins í álveri í Helguvík sem sokkinn kostnað.“ Og að málflutningur hans á Meira
24. nóvember 2013

Notalegur Sunnudagsmorgunn

Þennan Sunnudagsmorgunn spjallaði Gísli Marteinn Baldursson við iðnaðarráðherra. Viðtalið snerist að verulegu leyti um álver í Helguvík. Því miður urðu þær umræður þokukenndari en búast hefði mátt við af hinum skelegga og fríska stjórnanda.Staðan er ekkert óskýrVið þetta tækifæri sagði ráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, að biðstaðan með Helguvíkurverkefnið væri slæm. Betra væri að Meira
31. október 2013

Sæstrengurinn

Í Fréttablaðinu í dag birtist grein þar sem fjallað er um þá hugmynd að leggja rafstreng milli Bretlands og Íslands. Höfundar greinarinnar eru þeir Skúli Jóhannsson og Valdimar K. Jónsson. Greinin einkennist mjög af varnaðarorðum og áherslu á það sem illa gæti farið í tengslum við slíka framkvæmd. Niðurstaða greinarhöfunda er að málið hafi ekki verið nálgast af nægilegu raunsæi. Og þeir telja að Meira
27. september 2013

Snjallir snúningar móðurfélags Norðuráls

Álverð er lágt um þessar mundir og fjölmörg álver í heiminum eru rekin með tapi. En þó svo lágt álverð sé víða að valda áliðnaðinum verulegum vandræðum, þá er greinilegt að sum álfyrirtæki eru lagin við að nýta aðstæður sér í hag. Century eykur álframleiðslu sína á tímum offramboðs Hér verður fjallað um það hvernig bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum, sem að stærstu leyti er í eigu Meira
14. september 2013

Svört skýrsla Boston Consulting Group

Vestræni áliðnaðurinn er líkt og staddur á hnífsegg. Upp virðist vera komin afar viðkvæm staða, sem skapar mikla óvissu. Um þessar ógöngur, sem áliðnaðurinn hefur reyndar fyrst og fremst sjálfur komið sér í, er fjallað í nýlegri skýrslu Boston Consulting Group. Skýrslan sú er til umfjöllunar hér:InngangurNú í vikunni birtist viðtal við forstjóra álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Þar lýsir Meira
26. ágúst 2013

Hvaða álver á Íslandi lokar fyrst?

Í kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningarnar nú í vor virtist sem sumir þingframbjóðendur teldu það nánast formsatriði að koma framkvæmdum á fullt við byggingu nýs álvers í Helguvík. Þetta viðhorf var sérstaklega áberandi hjá frambjóðendum í Suðurkjördæmi, en innan kjördæmisins eru bæði Helguvík og margir virkjunarkostir. Umrætt viðhorf stjórnmálamannanna bar ekki vott um mikið raunsæi eða Meira
2. júlí 2013

Sviptingar í áliðnaðinum

„Seint á síðasta ári (2007) var Alcan keypt af risafyrirtækinu Rio Tinto Group. Fyrir litla 38 milljarða USD, sem mörgum þótti all hressilegt. [...] Spurning hvort Rio Tinto hafi hugsanlega greitt full mikið fyrir bitann? [...] Og sé hugsanlega að lenda í fjárhagskröggum vegna kaupanna?“Versta viðskiptaákvörðun sögunnar Tilvitnunin hér að ofan er af Orkublogginu frá því október Meira
20. maí 2013

Setjum verðmætasköpun í forgang

Í síðustu grein höfundar hér á viðskiptasíðu mbl.is var bent á að með útflutningi á raforku sé unnt að fá a.m.k. 30% hærra verð fyrir íslenska raforku heldur en stóriðjan hér er að greiða. Þetta myndi auka framleiðni í orkugeiranum hér umtalsvert. Þarna var vel að merkja tekið mið af almennu markaðsverði á raforku í Evrópu. Ef við göngum skrefi lengra og reynum að nýta okkur Meira
17. apríl 2013

Rafmagnskapall milli Evrópu og Íslands

Raforkuverð í vestanverðri Evrópu (heildsöluverð án skatta) er almennt miklu hærra en hér á landi. Munurinn er gjarnan tvöfaldur og stundum þrefaldur eða jafnvel ennþá meiri. Þess vegna gætu raforkuframleiðendur á Íslandi hagnast verulega af tengingu við Evrópu. Með slíkri tengingu væri unnt að fullnýta afl vatnsaflsvirkjananna hér þegar raforkuverðið í Evrópu er hátt, en flytja inn rafmagn (og Meira
13. mars 2013

Olíuþjóð 2035?

Það er skammt stórra högga á milli hér á Klakanum góða. Í janúar sem leið vorum við nánast útnefnd olíuþjóð. Og nú er sagt að við séum líka að verða gullþjóð. Svo voru Norðmenn nýverið að birta nýtt álit sitt á Jan Mayen svæðinu og segja að þar kunni að vera milljarðar tunna af vinnanlegri olíu.Norska Olíustofnunin (NPD) tekur að vísu fram að það sé líka mögulegt að enga olíu né gas að finna Meira
25. febrúar 2013

Jarðvarmaráðstefna í heimsklassa

Í næstu viku fer fram stór og metnaðarfull jarðvarmaráðstefna hér í Reykjavík; Iceland Geothermal Conference 2013. Ráðstefnan stendur yfir dagana 5.-7. mars. Meðal fyrirlesaranna er bæði að finna margt af fremsta vísindafólki heims á sviði jarðvarmans og ýmsa aðra mjög áhrifamikla einstaklinga. Í þeim hópi er fólk sem getur haft mikið um það að segja hvernig uppbygging verður í jarðvarmageiranum Meira
3. febrúar 2013

Afsláttur veittur af Landsvirkjun?

Nei - það verður enginn afsláttur veittur af Landsvirkjun. A.m.k. ekki ef marka má fyrirsögn Viðskiptablaðsins, þar sem rætt er við Helga Magnússon, stjórnarformann Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Samkvæmt umræddri frétt í Viðskiptablaðinu segir Helgi að enginn fái að kaupa hluti í Landsvirkjun „nema á fullu verði“. Og að það verði „örugglega hátt verð“.Það er að vísu svo að Meira