21. janúar 2015 kl. 10:17

Bréfaklemmuspá Goldman Sachs

Olíuverð hefur fallið um meira en helming á innan við hálfu ári. Verðið er nú nálægt 50 USD/tunnu. Greiningafyrirtæki keppast nú við að lækka spár sínar um þróun olíuverðs. Og gefa okkur þessar líka fínu eftiráskýringar um það af hverju olíuverð hefur fallið svo mikið sem raun ber vitni.

Goldman Sachs hikstaði í haust sem leið

Goldman Sachs er eitt þeirra fyrirtækja sem er nýbúið að lækka spá sína. Fyrir einungis rúmlega tveimur mánuðum spáði fjárfestingabankinn því að olíuverð árið 2015 yrði á blinu 70-90 USD/tunnan. Í dag er olíuverð um 30% lægra en lággildið var í þeirri spá Goldman Sachs. Ennþá athyglisverðara er að á sama tíma, þ.e. þarna snemma vetrar, fullyrti Jeffrey Currie, yfirmaður hrávörugreininga hjá Goldman Sachs, að olíuverð færi ekki undir 60 USD/tunnu. Slíkt bara gæti ekki gerst.

Svo virðist sem helstu forsendur Goldman Sachs í þessari spá sinni, þarna í byrjun vetrar, hafi bæði reynst furðuréttar og furðurangar. Í spá fyrirtækisins var t.d. gengið út frá því að Sádarnir myndu ekki draga úr framleiðslu sinni og að lítill vöxtur væri olíueftirspurn i heiminum þessa dagana. Þetta hefur hvort tveggja reynst rétt. Aftur á móti virðist forsenda Goldman Sachs um botnverðið hafa verið alröng.

Goldman klýfur olíuspá sína í herðar niður

Þarna snemma vetrar miðaði Goldman Sachs, eins og áður sagði, við það að verðið gæti ekki farið undir 60 USD/tunnu. Rökin voru þau að þetta sé það sem kosti að sækja tunnu af bandarískri tight oil (sem Goldman Sachs nefnir shale oil). Sú viðmiðun er vafalítið of há; kostnaðurinn við að sækja tunnu af slíkri olíu úr starfandi olíulind er sennilega nær 40 USD.

Þess vegna fer ekki að draga almennilega úr framboði á tight oil þó svo verðið fari niður í "lower 70s", eins og Currie hafði fullyrt. Þetta sést vel í dag. Olíuerð þurfti að fara miklu neðar en í 70-75 USD/tunnu til að það færi að hægja á olíuframboði. Þetta er Goldman Sachs væntanlega farinn að skilja núna. A.m.k. er bankinn nýbúinn að endurskoða spá sína og hefur snarlækkað væntingar sínar um olíuverð vegna 2015.

 spáir Goldman Sachs olíuverðinu 2015 á milli 39-70 USD/tunnu. Lægra verðið er 3ja mánaða spáin og hærra verðið er 12 mánaða spáin (6 mánaða spá þeirra hljóðar nú upp á 40-43 USD). Þar með hefur spá Goldman Sachs um meðalverð olíu yfir 2015 lækkað um hátt í helming á einungis tveimur mánuðum (12 mánaða spáin hefur þó einungis lækkað um 20%). Og gerir bankinn nú ráð fyrir að olíuverð verði mjög lágt næsta hálfa árið, en fari þá að mjakast nokkuð örugglega upp á við og verði sem sagt nálægt 70 USD/tunnu í ársbyrjun 2016. Tekið skal fram að starfsfólk Goldman Sachs getur þess að verðið í lok ársins verði kannski ekki nákvæmlega 70 USD, en á bilinu 60-80 USD.

Ný olíuveröld

Það sem er kannski sérstaklega athyglisvert í nýjustu spám Goldman Sachs er hin nýja sýn þeirra á olíumarkaði. Þar er talað um nýja olíuveröld eða New Oil Order. Þessu er lýst þannig að vatnaskil hafi orðið í olíuveröldinni (Jeffrey Currie talar um new paradigm).

Áður fyrr hafi það haft afgerandi áhrif á þróun olíuverðs að olíuverkefni voru almennt afar umfangsmikil og hvert verkefni skilaði olíuframleiðslu sem erfitt var að minnka eða draga úr. Þar af leiðandi tók nokkuð langan tíma að breyta framleiðslumagninu. Og þeir einu sem réðu við slíkt að einhverju marki voru Sádarnir (og þess vegna kallaðir the swing producer).

Nú sé aftur á móti komin fram ný og sérstök tegund olíuiðnaðar sem minni meira á hefðbundna iðnaðarframleiðslu. Í þeirri vinnslu sé sáraeinfalt að bæta við eða draga úr framleiðslunni með stuttum fyrirvara og þannig bregðast við verðbreytingum á olíumarkaði.

Bréfaklemmuolían

Þarna á Golldman Sachs við framleiðslu á bandarískri tight oil, sem hefur snaraukist á síðustu árum. Þar hafa menn nálgast olíu, sem er mun dýrari í vinnslu en gengur og gerist, en borgar sig engu að síður þegar olíuverð er nokkuð hátt (eins og almennt hefur verið undanfarin ár).

Umræddur Jeff Currie segir afar einfalt að draga úr eða auka við olíuvinnslu úr þessum olíulindum og líkir því við framleiðslu á bréfaklemmum. Og að eðlilegt sé að það séu bandarísku „bréfaklemmuframleiðendurnir“ sem fyrst bregðist við verðbreytingum á olíumarkaði. Þ.e. dragi úr fjárfestingum þegar olíuverð lækki og auki þær þegar verðið fer upp. Niðurstaðan sé sú að Sádarnir gegni ekki lengur því hlutverki að jafna framboð á olíumörkuðum. Þess í stað muni Sádarnir nú almennt halda framleiðslu sinni óbreyttri eða a.m.k. ekki draga umtalsvert úr framleiðslu þó svo verð lækki, fyrr en ljóst sé orðið hverju aðgerðir „bréfaklemmuframleiðendanna“ skila.

Gjörbreytt orkuveröld?

Jeff Currie segir að nýju vinnsluaðferðirnar í Bandaríkjunum hafi gjörbreytt orkumörkuðunum. Ekki aðeins olíumörkuðum, heldur einnig raforkumörkuðum. Ódýrt gas hafi t.d. gert ný kjarnorkuver nánast ómöguleg. Hvað olíuna snertir, þá hafi vinnslan á tight oil snaraukið samkeppni milli olíuframleiðenda heimsins. Það muni halda olíuverði nálægt því sem nemur kostnaðinum við framleiðslu á tight oil. Þá er átt við kostnað heildarfjárfestingarinnar í slikri vinnslu, sem Goldman Sachs álítur nálægt 80 USD/tunnu (þ.e. bæði fastur- og breytilegur kostnaður innifalinn).

Ofangreind sjónarmið Jeff Currie má heyra í nokkuð ítarlegu viðtali við hann á vef Goldman Sachs (viðtalið er frá 15. desember s.l.; 2014). Annað áhugavert viðtal við Currie, frá því fyrir tæpri viku síðan, má sjá á vef Bloomberg. Þarna ítrekar Currie að hann telji líklegt botnverð þessa dagana verða 39 USD/tunnu - með þeim rökum að hann hafi reiknað út að þá fari skuldugustu olíuframleiðendurnir vestra í þrot. Þetta er hljómar reyndar eins og fræðileg fremur en raunsæ röksemd hjá Currie. Því gjaldþrot einhverra fyrirtækja í tight oil mun ekki skrúfa fyrir olíukranann á vinnslu sem búið er að byggja upp. Þvert á móti eru líkur á að þrotabúið myndi skrúfa ennþá meira frá krananum ef unnt er. Þess vegna er mögulegt botnverð mun lægra en umræddir 39 USD. Þó er algjörlega útilokað er að spá hversu langt verðið fer niður; þar ræður sálarástand manna nefnilega oft ansið miklu.

Sjaldgæfari eða tíðari verðsveiflur? 

Currie segir einnig að sveigjanleiki við framleiðslu á tight oil geri það að verkum að líklegt sé að olíuverð verði í framtíðinni mun stöðugra en verið hafi. Það sé einn þáttur í hinni breyttu olíuveröld (New Oil Order). Þetta sjónarmið er algerlega andstætt því sem ég vil halda fram. Ég álít útilokað að tight oil muni verða jafn góð jafnvægisstöng eins og Goldman Sachs heldur fram. Það hversu ný olíuvinnsla er orðin dýr mun að mínu mati sennilega valda því að verulegar verðsveiflur á olíumörkuðum verði tíðari en verið hefur. 

Ég álít það sem sagt ansið langsótt að aukin samkeppni á olíumarkaði milli Sádanna og framleiðenda tight oil í Bandaríkjunum muni stuðla að auknu jafnvægi í olíuverði. Sádarnir munu ekki verða ánægðir fyrr en þeir hafa þrengt svo olíuframleiðendum utan OPEC að offramleiðslan verði úr sögunni og þeir nái að auka markaðshlutdeild sína. Það er m.ö.o. „stríð“ á olíumarkaði og slíkt ástand felur í sér eitthvað allt annað en aukið verðjafnvægi. 

Það er engu að síður rétt hjá Goldman Sachs að olíuveröldin er breytt frá því sem var fyrir nokkrum árum. Ennþá er ófyrirséð hverjar afleiðingarnar verða. Þetta viðurkennir Jeff Currey, því hann segir sjálfur að líklega hafi óvissan á olíumarkaði sjaldan eða aldrei verið meiri en núna. Mér er reyndar hulin ráðgáta hvernig hann getur í einu orðinu sagt að nýja olíuveröldin muni stuðla að meira verðjafnvægi, en í næsta orði sagt að óvissan hafi aldrei verið meiri. Því miður virðist enginn þeirra fjölmörgu fréttamanna sem tala við hann þessa dagana sjá ástæðu til að víkja að þessu atriði. Heldur keppast við að líta gáfulega út og kinka kolli. 

Lokaorð

Að lokum er vert að ítreka að skv. núverandi spá Goldman Sachs verður olíuverð i ársbyrjun 2016 á bilinu 60-80 USD/tunnu. Það má vel vera að þetta rætist. En hversu nærri - eða fjarri - raunveruleikanum þessi verðspá reynist, kemur í ljós eftir tæpa 12 mánuði. Hér má hafa í huga að nýjustu hagtölur frá Kína og Evrópu eru ekki beysnar - og gefa vísbendingar um að eftirspurn eftir olíu verði ansið dauf jafnvel allt þetta ár. En Goldman Sachs þykir sem sagt raunhæft að hráolía nái að hækka um 50-100% á árinu. Vegna þess að „bréfklemmuframleiðendurnir“ muni ná að stilla verðið þannig í harðri samkeppni sinni við Sádana.

2. janúar 2015

Þekking og vanþekking í batnandi veröld

Heimurinn batnandi fer. Og það þó svo margar fréttastofur veraldarinnar kunni að láta ykkur finnast annað. Og þó svo æðstu hershöfðingjar heimsins reyni að láta ykkur finnast annað. Það er staðreynd að heimurinn fer batnandi Sá sem kynnir sér málið kemst brátt að því að nánast sama hvert litið er þá hefur ástand heimsins farið sífellt batnandi síðustu árin og áratugina. Meira
8. desember 2014

Raforkusamningurinn vegna Straumsvíkur

Í nýlegum fréttum kom fram að Rio Tinto Alcan, eigandi álversins í Straumsvík, og Landsvirkjun hafi samið um tilteknar breytingar á raforkusamningi fyrirtækjanna. Af þessu tilefni er vert að rifja hér upp þennan raforkusamning, sem er frá árinu 2010. Umræddur samningur Rio Tinto Alcan (RTA) og Landsvirkjunar frá 2010 er merkilegur, því hann er töluvert ólíkur Meira
21. nóvember 2014

Sprengisandslína í umhverfismat

Landsnet vinnur nú að undirbúningi að umhverfismati fyrir háspennulínu milli Norður- og Suðurlands. Þ.e. línu frá Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um Sprengisand og norður í Bárðardal, sem tengist landsnetinu bæði sunnan heiða og norðan (fyrirhuguð tengivirki yrðu við Langöldu á Landmannaafrétti og við Eyjardalsá vestan Bárðardals). Hér verður athyglinni beint að þessum áætlunum, þ.e. Meira
14. nóvember 2014

Útflutningsbann á bergull?

Bergull er verðmæt náttúruauðlind. Og getur skapað þjóðum sem hana nýta mikil verðmæti og góða arðsemi.  Bergull er að vísu svo til einungis unnt að nýta með einum hætti. Hún hentar mjög vel til orkuframleiðslu en hefur fáa aðra nýtingarmöguleika. Þessir orkueiginleikar bergullarinnar eru ýmist nýttir til að framleiða raforku eða hita.  Gul og blá bergull Bergull er þekkt í Meira
31. október 2014

Kapalviðræður í frosti

„Áróðurinn fyrir rafmagnskapli til Bretlands fer vaxandi. Áherslan er einhliða á að skapa væntingar um gróða en lítið rætt um áhættuna sem fylgir því að hengja 2.000 MW raforku á einn viðskiptavin, einn kapal sem getur bilað og hvað þá? Sölumenn hjá Landsvirkjun eru komnir langt fram úr umboði sínu þegar þeir áforma að hefja viðræður við bresk stjórnvöld um kapal til Íslands."Þannig Meira
14. október 2014

Norðmenn auka verðmætasköpun orkuauðlindanna

Í gærmorgun (mánudaginn 13. okt) tilkynnti norska olíu- og orkumálaráðuneytið að það hafi heimilað Statnett að ráðast í lagningu tveggja nýrra háspennukapla neðansjávar; annars vegar milli Noregs og Þýskalands og hins vegar milli Noregs og Bretlands. Þessar nýju tengingar gefa kost á að nýta sveigjanleika og stýranleika norska vatnsaflsins í enn ríkari mæli og þannig auka arðsemi þess. Þarna Meira
11. september 2014

Einangruðu raforkukerfi fylgir áhætta og óhagkvæmni

Nú fyrr í vikunni fór fram fundur á vegum VÍB undir yfirskriftinni arðsemi orkuútflutnings. Þar flutti Ola Borten Moe áhugavert erindi, þar sem hann lýsti reynslu Norðmanna af raforkuviðskiptum við önnur lönd. Ola Borten Moe var olíu- og orkumálaráðherra í norsku ríkisstjórninni 2011-2013 og er varaformaður norska Miðflokksins (Senterpartiet). Flokkurinn sá hefur löngum verið tortryggin gagnvart Meira
21. ágúst 2014

Áfangasigur í erfiðu umhverfi

Gjaldeyrishöft, lítill vöxtur í efnahagslífi Vesturlanda og minnkandi uppsveifla í Kína er allt til þess fallið að halda aftur af erlendri fjárfestingu á Íslandi. Það er því jákvætt að undanfarin misseri hafa nokkur iðnfyrirtæki tekið þá ákvörðun að byggja upp framleiðslu hér á landi. Sú fjárfesting mun bæði skapa gjaldeyrisinnflæði og ný störf. Einnig stuðlar þetta að meiri fjölbreytni í hópi Meira
14. júlí 2014

Eðlileg orkuskerðing - enginn orkuskortur

Lág staða í miðlunarlónum vegna óhagstæðs veðurfars í vetur olli því að síðla vetrar og í vor þurfti Landsvirkjun að skerða möguleika viðskiptavina sinna á að kaupa raforku sem er umfram það sem fyrirtækinu er skylt að afhenda (í þessu sambandi er ýmist talað um ótrygga orku, umframorku eða afgangsorku, en hugtakið ótrygg orka lýsir þessu sennilega best). Vegna þessara skerðinga spannst Meira
23. júní 2014

Vannýttir eiginleikar íslenska vatnsaflsins

Meðal efnis í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmála er áhugaverð grein þar sem útskýrt er hvernig íslenska orkan býr yfir mjög sérstökum eiginleika, sem gerir hana afar eftirsótta og gæti skapað okkur áður óþekkt viðskiptatækifæri. Höfundur umræddrar greinar er Björgvin Skúli Sigurðsson, sem er með doktorspróf í verkfræði frá Stanfordháskóla í Bandaríkjunum og gegnir nú starfi Meira
4. júní 2014

Raforkuverð mun hækka

Hátt raforkuverð víða í Evrópu veldur því að það væri mjög áhugavert að geta selt íslenska raforku inn á evrópskan markað. En á sama tíma og raforkuverð víða í Evrópu hefur haldist hátt, hefur raforkuverð víða í Bandaríkjunum verið nokkuð lágt og sumstaðar hreint ótrúlega lágt. Þessi mismunur hefur orðið til þess að sumir freistast til að halda að raforkuverðið vestra eigi eftir að haldast lágt Meira
21. maí 2014

Draumórar yfirtóku veruleikann í álbransanum

Í gær fór fram aðalfundur Samáls. Þar flutti m.a. Kelly nokkur Driscoll frá ráðgjafa- og greiningafyrirtækinu CRU erindi um horfurnar á álmarkaði. Í hnotskurn spáir Driscoll því að áliðnaðurinn eigi enn eftir að upplifa nokkur erfið ár uns þokkalegt jafnvægi kemst á framleiðslu og eftirspurn á álmarkaði. Og að lítill sem enginn hvati verði til að reisa ný álver utan Kína fyrr en í fyrsta lagi 2017 Meira
28. apríl 2014

Nýtum tækifærin í orkustefnu Bretlands

Milljarðar punda streyma nú í ný raforkuverkefni í Bretlandi. Þær fjárfestingar koma til vegna nýsamþykktrar orkustefnu Bretlands. Fyrir okkur Íslendinga er sérstaklega athyglisvert að sjá hvernig þessi nýja orkustefna Bretlands getur nýst íslenskri orkuþekkingu og orkuframleiðslu. Í liðinni viku var tilkynnt um fyrstu lotu orkufjárfestinga vegna hinnar nýju orkustefnu. Þar var um að ræða 12 Meira
18. mars 2014

Grunsamlegir viðskiptahættir á álmörkuðum

Eru fjárfestingabankinn Goldman Sachs og hrávörurisinn Glencore Xstrata (sem er aðaleigandi Norðuráls) að reyna að króa álmarkaðinn af? Er alþjóðlegi álmarkaðurinn í London jafnvel með í slíku samsæri? Það er a.m.k. staðreynd að grunur er uppi um að nokkur af særstu fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjunum og fyrirtæki sem tengjast áliðnaðinum, stundi ólögmæta viðskiptahætti í því skyni að takmarka Meira
23. febrúar 2014

Stærsta efnahagstækifæri Íslands

Undafarið hafa nokkrir þekktir fjölmiðlar fjallað um þá hugmynd að leggja raforkukapal milli Íslands og Bretlands. Sú umfjöllun hefur verið á jákvæðum nótum. Bæði Economist og Finacial Times telja þetta athyglisverðan möguleika. Þessir fjölmiðlar benda á að slíkur kapall myndi bæði skapa Íslandi auknar útflutningstekjur og um leið veita Bretum aðgang að orku sem væri mun Meira
27. janúar 2014

Orkustefna Bretlands verður sífellt áhugaverðari

Orkustefna breskra stjórnvalda er að verða sífellt áhugaverðari fyrir okkur Íslendinga. Í desember sem leið (2013) birti breska orkumálaráðuneytið uppfærða tillögur sínar um orkustefnu, sem ráðgert er að taki gildi nú síðar á árinu (2014). Þar er m.a. er að finna endurskoðuð viðmiðunarverð á raforku vegna nýrra orkuverkefna. Þessar nýju tillögur gefa sterkar vísbendingar um Meira
12. desember 2013

Century vill koma áhættunni yfir á Landsvirkjun

Í fréttum í dag hefur komið fram að Michel Bless, forstjóri Century Aluminium, telji litlar líkur á að álver rísi í Helguvík nema betra orkuverð bjóðist. Og að fátt bendi til þess að það gerist á næstunni.Í frétt Viðskiptablaðsins um þetta segir að Bless „segist tilbúinn að líta á fjárfestingu fyrirtækisins í álveri í Helguvík sem sokkinn kostnað.“ Og að málflutningur hans á Meira
24. nóvember 2013

Notalegur Sunnudagsmorgunn

Þennan Sunnudagsmorgunn spjallaði Gísli Marteinn Baldursson við iðnaðarráðherra. Viðtalið snerist að verulegu leyti um álver í Helguvík. Því miður urðu þær umræður þokukenndari en búast hefði mátt við af hinum skelegga og fríska stjórnanda.Staðan er ekkert óskýrVið þetta tækifæri sagði ráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, að biðstaðan með Helguvíkurverkefnið væri slæm. Betra væri að Meira
31. október 2013

Sæstrengurinn

Í Fréttablaðinu í dag birtist grein þar sem fjallað er um þá hugmynd að leggja rafstreng milli Bretlands og Íslands. Höfundar greinarinnar eru þeir Skúli Jóhannsson og Valdimar K. Jónsson. Greinin einkennist mjög af varnaðarorðum og áherslu á það sem illa gæti farið í tengslum við slíka framkvæmd. Niðurstaða greinarhöfunda er að málið hafi ekki verið nálgast af nægilegu raunsæi. Og þeir telja að Meira