Pistlar:

15. nóvember 2015 kl. 20:26

Ketill Sigurjónsson (audlind.blog.is)

Tífalt verð er raunhæft

Ýmislegt athyglisvert kom fram á ráðstefnu sem Samtök atvinnulífsins stóðu fyrir í síðustu viku um sæstreng milli Íslands og Evrópu. Hvað áhugaverðast var að hinir erlendu sérfræðingar voru jákvæðir gagnvart þeim möguleika að slík raforkuviðskipti gætu byggst á s.k. Contracts for Difference; sérsamningum þar sem bresk stjórnvöld tryggja mjög hátt verð fyrir raforkuna.

Þetta snýst vel að merkja ekki bara um að fá gott verð fyrir orkuna og þar með auka arðsemina af þessum mikilvægu auðlindum okkar Íslendinga. Þarna skiptir einnig máli betri nýting íslensku virkjananna og aukið orkuöryggi. Það kom einmitt fram í máli fyrirlesara að öll þessi atriði hafi verið lykilatriði að baki sæstrengjum Noregs til annarra landa

Nýlega ákváðu íslensk og bresk stjórnvöld að ganga til formlegra viðræðna um möguleikann á sæstreng milli landanna með tilheyrandi raforkuviðskiptum. Allsendis óvíst er hvað mun koma út úr þeim viðræðum. En það er þó afar líklegt að slík raforkuviðskipti gætu verið mjög hagkvæm fyrir bæði Íslendinga og Breta. Því þar gæti samist um verð sem væri báðum þjóðunum hagstætt.

Í þessu sambandi má nefna að sjálfir eru Bretar komnir langt í undirbúningi á byggingu rándýrra sjávarfallavirkjana, þar sem gert er ráð fyrir raforkuverði sem jafngildir allt að 255 USD/MWst. Áhugavert er að slíkt verð er um tuttugufalt hærra en það verð sem nú fæst fyrir um helming af allri íslenskri raforku - til tveggja erlendra álfyrirtækja.

Þetta er enn ein vísbendingin um að Ísland geti með raforkuviðskiptum um sæstreng fengið allt að tífalt hærra verð en það verð sem umrædd álfyrirtæki eru nú að greiða hér. Umrætt sjávarfallaverkefni hlýtur a.m.k. að vera vísbending um hvaða markmið eðlilegt er að hafa í viðræðunum við Breta. Lesa má meira um þessa þróun HÉR.

PS: Ég hef ákveðið að taka mér hér (ó)tímabundið hlé frá umfjöllun um íslensk orkumál. Þetta verður því síðasti pistillinn á þessum vettvangi. Hvað svo sem síðar verður.

11. nóvember 2015

Þjóðarsátt um hálendið

Björk er heimsfræg. Enda stórkostlegur og einstakur tónlistarmaður. Það hefur því vakið mikla athygli hér innanlands og ekki síður erlendis að hún, ásamt fleira náttúruverndarfólki, leggur nú til að miðhálendi Íslands verði verndað og þar komið á fót þjóðgarði. Sérstaka yfirlýsingu Bjarkar um málefnið má sjá hér á YouTube.  Á liðnum áratugum hefur verið þrengt verulega að því að meira
6. nóvember 2015

Forstjórinn í Straumsvík í slakri samningsstöðu

Undanfarið hefur mátt heyra og lesa fréttir af því að álver Rio Tinto Alcan (RTA) í Straumsvík (ÍSAL) sé í „rekstrarerfiðleikum“. Og að ástandið sé svo alvarlegt að fyrirtækið „berjist í bökkum“. Þessi dramatísku orð eru höfð eftir forstjóra álversins; Rannveigu Rist. Straumsvíkurverið er samkeppnishæft álver Svo dramatískar yfirlýsingar koma á óvart. Nær væri að segja meira
29. október 2015

Jákvætt skref vegna sæstrengs

Loksins er komin almennileg hreyfing á sæstrengsmálið. Íslensk og bresk stjórnvöld hafa ákveðið að setja á laggirnar vinnuhóp til að kanna mögulega tengingu landanna með raforkukapli. Á ensku er vinnuhópurinn nefndur UK-Iceland Energy Task Force. Niðurstaða um verð og magn innan sex mánaða Meðal þess sem vinnuhópurinn á að ræða eru þau efnahagslegu og félagslegu áhrif sem lagning sæstrengs á meira
21. október 2015

Hver eignast Norðurál?

Í nýrri grein á fjármálavefnum Seeking Alpha er nú spáð greiðsluþroti hjá Century Aluminum. Sem er eigandi álvers Norðuráls á Grundartanga. Af þessu tilefni er forvitnilegt að velta fyrir sér hvað þetta myndi þýða fyrir Norðurál. Sem rekur álverið á Grundartanga. Glencore vill losna við óarðbærar einingar Fyrst er rétt að minna á að þessi tiltekna grein á Seeking Alpha byggir á meira
14. október 2015

ON og breytingar á íslenskum raforkumarkaði

Íslenski raforkumarkaðurinn er að breytast. Og það mun meira en flestir virðast gera sér grein fyrir. Það er reyndar mjög einkennilegt að fjölmiðlarnir hér á Íslandi virðast ekki gefa þessu gaum. Ég hef a.m.k. ekki séð fjölmiðla hér vera að fjalla um þessar breytingar af þeirri dýpt og þeim metnaði sem eðlilegt væri. Það er því tilefni til að ég veki athygli lesenda minna á meira
mynd
9. október 2015

Alcoasamningurinn dregur Landsvirkjun niður

Ýmislegt hefur verið sagt og skrifað um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Þ.á m. að arðsemi af virkjuninni sé of lítil. En einnig að gera megi ráð fyrir að arðsemi virkjunarinnar verði með ágætum á næstu árum og áratugum. Arðsemi Kárahnjúkavirkjunar mun ráðast af þróun álverðs og vaxta Kárahnjúkavirkjun var reist vegna álvers Alcoa á Reyðarfirði (Fjarðaáls) og er meira
1. október 2015

Strönduð orka og lítil arðsemi

Í kjölfar nýlegs fundar Bresk-íslenska viðskiptaráðsins um mögulegan sæstreng milli Íslands og Bretlands hafa orðið nokkrar umræður og skrif um ágæti eða ómöguleika slíks verkefnis. Í þessu sambandi er vert að árétta nokkur atriði sem valda því að sæstrengur af þessu tagi er áhugavert tækifæri fyrir Íslendinga.  Þau jákvæðu tækifæri sem sæstrengur býður okkur upp á felast meira
25. september 2015

Jákvæður áhugi á sæstreng

Nú í vikunni fór fram áhugaverður fundur á vegum Bresk-íslenska viðskiptaráðsins um mögulegan sæstreng og raforkuviðskipti milli Bretlands og Íslands. Þar talaði m.a. fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, ásamt Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar og fólki úr breska og bandaríska orkugeiranum. Þeirra á meðal voru Charles Hendry, fyrrum orkumálaráðherra Bretlands, og meira
16. september 2015

Skipulagður áróður gegn aukinni arðsemi Landsvirkjunar og OR

Undanfarið hefur mátt sjá ýmis skrif og ummæli sem endurspegla áhyggjur eða ótta álfyrirtækjanna hér. Áhyggjur af minnkandi hagnaði fyrirtækjanna því Íslandi kunni að opnast tækifæri til að fá hærra verð fyrir raforkuna. Til að sporna gegn þessu tækifæri Íslands hefur m.a. Samál (Samtök álfyrirtækja á Íslandi) verið virkjað til að breiða út villandi upplýsingar. Allt virðist þetta meira
10. september 2015

Upplýsingadeild Samáls breiðir út rangar upplýsingar

Framkvæmdastjóri Samtaka álfyrirtækja á Íslandi, Pétur Blöndal, heldur áfram að bera á borð villandi upplýsingar fyrir lesendur mbl.is. Í nýrri grein Péturs er með ýmsum hætti reynt að láta líta svo út að álverin á Íslandi séu almennt að greiða býsna hátt raforkuverð í alþjóðlegum samanburði. Og þar vísað til upplýsinga frá CRU Group; upplýsinga sem Pétur virðist ekki átta sig á að eru meira
mynd
7. september 2015

Ævintýrið á Drekanum að byrja?

Við bíðum ennþá eftir Drekamyndinni æsilegu frá Arnaldi og Balta. Aftur á móti er olíuleitin loks að byrja á Drekasvæðinu. Með hljóðendurvarpsmælingum sem beinast að leitarsvæði kínverska olíufyrirtækisins CNOOC. Skv. upplýsingum á vef Orkustofnunar er CNOOC með 60% hlut í þessu leitar- og vinnsluleyfi. Og er þar framkvæmdaaðilinn. Íslenska fyrirtækið Eykon Energy á meira
25. ágúst 2015

Hydro Québec hækkar verð til álvera

„Hlutverk Samáls er að miðla almennum upplýsingum um íslenskan áliðnað.“ Þannig segir í grein eftir Pétur Blöndal, framkvæmdastóra Samáls (samtaka álframleiðenda á Íslandi). Þetta er verðugt hlutverk; að miðla almennum upplýsingum um íslenskan áliðnað. En því miður virðist hlutverk Samáls eitthvað hafa skolast til. Það er a.m.k. svo að þegar litið er til málflutnings meira
12. ágúst 2015

Kanada er óraunhæft fordæmi

„Raforkuverð í Kanada hefur einnig lækkað. [...] Nýlega hafa verið gerðir stórir orkusamningar við þrjú álver í Kanada sem framleiða yfir milljón tonn af áli eða meira en sem nemur allri álframleiðslu hér á landi. [...] Meðal orkuverð í þeim samningum er mjög svipað og meðalverð til álvera á Íslandi er í dag samkvæmt CRU eða 28 til 31 USD eftir því við hvaða álverð er miðað.&ldquo meira
mynd
27. júlí 2015

Raforkuverð Landsvirkjunar til álvera á Íslandi 2005-2014

Eftirfarandi graf sýnir hvert raforkuverð Landsvirkjunar til álveranna hér á Íslandi var árin 2005-2014. Öll verð sem hér eru sýnd eru með flutningi. Álverin eru þrjú; rauði liturinn er raforkuverðið til álvers Norðuráls á Grundartanga (Century Aluminum), græni liturinn er raforkuverðið til álversins í Straumsvík (Rio Tinto Alcan; RTA) og ljósblái liturinn er verðið til meira
20. júlí 2015

Er offramboð forsenda sæstrengs?

Er offramboð af íslenskri orku nauðsynleg forsenda sæstrengs milli Íslands og Bretlands? Svo mætti halda þegar lesin er nýleg grein á miðopnu Morgunblaðsins. Greinin sú er eftir Elías Elíasson, sem titlar sig fyrrverandi sérfræðing í orkumálum hjá Landsvirkjun. Umræddri grein Elíasar virðist einkum beint að grein Óla Grétars Blöndal Sveinssonar í Fréttablaðinu, þar sem meira
13. júlí 2015

Upprunavottorð raforku eru áhugaverð tekjulind

Undanfarnar vikur hefur skapast nokkur umræða í fjölmiðlum og víðar um upprunavottorð eða upprunaábyrgðir vegna grænnar raforku. Því miður hefur þessi umræða einkennst af talsverðum misskilningi og vanþekkingu. Og margir þeirra sem hafa tjáð sig um þessi mál hafa bersýnilega lítt reynt að kynna sér efnið áður en þeir fjölluðu um það og ennþá síður löggjöfina sem um þetta fjallar. Hér meira
6. júlí 2015

Hagsmunir Century Aluminum í öndvegi?

Það virðist vinsælt þessa dagana að halda því fram að hugmyndir sem Landsvirkjun hefur sett fram um sæstreng milli Íslands og Bretlands séu lítt raunhæfar. Nú síðast skrifaði Skúla Jóhannsson, verkfræðingur, grein um þessi efni í Morgunblaðið. Skúli hefur ítrekað lýst efasemdum um ágæti sæstrengs og sagt Landsvirkjunar þurfa að nálgast málið af meira raunsæi. Og lagt áherslu á meira
26. júní 2015

Samál á villigötum

Rangfærslur og villandi upplýsingar hafa upp á síðkastið borist frá snyrtilegum skrifstofum framkvæmdastjórnar Norðuráls og Samáls. Þar er því m.a. haldið fram að meðalverð til á álvera á Íslandi sé 29-30 USD/MWst. Sem er augljóslega rangt. Hér verður fjallað um þetta meðalverð og hvernig Norðurál og Samál hafa flækt sig í delluboðskap. Sem felst í því að vitna til talna sem eru gefnar upp í meira
16. júní 2015

Sumarkoma í raforkugeiranum

Eftirfarandi er opið bréf til Péturs Blöndal, framkvæmdastjóra Samáls. Samál eru hagsmunasamtök álframleiðenda á Íslandi og eru félagar samtakanna þrír talsins; fyrirtækin sem reka hér álverin þrjú. Sæll Pétur. Tilefni þessara skrifa er grein sem þú birtir nýlega á viðskiptavef mbl.is. Vegna þeirrar greinar þinnar vil ég benda þér á eftirfarandi atriði. Eplin og appelsínurnar flækjast meira
Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur starfar að ráðgöf og viðskiptaþróun á sviði orkumála. Hann er lögfræðingur frá HÍ, MBA frá Copenhagen Business School (CBS) og er framkvæmdastjóri Askja Energy Partners ehf.

Meira