21. nóvember 2014 kl. 10:20

Sprengisandslína í umhverfismat

Landsnet vinnur nú að undirbúningi að umhverfismati fyrir háspennulínu milli Norður- og Suðurlands. Þ.e. línu frá Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um Sprengisand og norður í Bárðardal, sem tengist landsnetinu bæði sunnan heiða og norðan (fyrirhuguð tengivirki yrðu við Langöldu á Landmannaafrétti og við Eyjardalsá vestan Bárðardals). Hér verður athyglinni beint að þessum áætlunum, þ.e. forsendunum að baki raflínunni og þeim ólíku kostum sem koma til greina og loks stuttlega vikið að ferli umhverfismatsins. Þó svo þessi stutta umfjöllun sé engan veginn tæmandi um það ferli sem Sprengisandslína nú er í, gefur þetta lesendum vonandi vísbendingar um af hverju þessar framkvæmdir eru nú komnar til skoðunar og hvaða ferli er framundan.

Öflugra flutningskerfi

Eftirspurn eftir raforku á Íslandi og raforkuframleiðsla hér hefur vaxið gífurlega frá því núverandi hringtengda byggðalínan var reist á tímabilinu 1972-1984. Á uppbyggingartímabilinu u.þ.b. tvöfaldaðist raforkuframleiðslan og frá því hringtengingin varð að veruleika hefur raforkuframleiðslan fjórfaldast. Það er því kannski ekki að undra að á síðustu árum hafa komið upp ýmis vandamál í raforkukerfinu, eins og aukinn óstöðuleiki og flutningstakmarkanir. Slíkar truflanir geta komið sér illa fyrir fólk og fyrirtæki. Og einnig dregið úr áhuga á uppbyggingu nýrrar starfsemi, hvort sem eru t.d. gagnaver eða önnur þjónusta eða framleiðsla, sem þarf tryggan aðgang að raforku.

Einn helsti tilgangur þess að leggja nýja háspennulínu milli Suður- og Norðurlands er einmitt sá að bæta og efla raforkukerfi landsins; tryggja stöðugleika þess og auka öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku. Um leið er verið að auka flutningsgetu raforkukerfisins. Umræddar framkvæmdir eru sem sagt bæði til að raforkukerfið geti betur sinnt núverandi eftirspurn og að það sé fært um að takast á við aukna raforkuflutninga sem fyrirsjáanlegir eru - eins og t.d. aukna rafvæðingu fiskiðjuvera og raforkuþörf vegna nýrra framkvæmda og atvinnuuppbyggingar víða um land á komandi árum og áratugum.

Grunnkerfið verði 220 kV

Í tengslum við áætlanir um uppbyggingu öflugra flutningskerfis hefur Landsnet áður lagt til þrjá möguleika eða mismunandi kosti, sem lýst er í tíu ára kerfisáætlun fyrirtækisins 2014-2023. Umrædd kerfisáætlun Landnets er m.a. byggð á forsendum sem fram koma í annarri vinnu stjórnvalda, en þar skiptir hvað mestu raforkuspá Orkuspárnefndar og ályktun Alþingis um Rammaáætlun

Allir kostirnir þrír í kerfisáætluninni miða að því að byggja upp sterkari tengingar milli helstu orkuvinnslusvæðanna, að auka stöðugleika í raforkuflutningum og tryggja betur raforkuafhendingu. Í þessum áætlunum er lagt til grundvallar að til framtíðar verði meginflutningskerfið á a.m.k. 220 kV spennu. Í dag ráða háspennulínur flutningskerfisins hér á Íslandi víðast hvar einungis við 132 kV eða 66 kV. Öflugri háspennulínur, þ.e. 220 kV, eru enn sem komið er einungis að finna á suðvesturhluta landsins (þ.e. milli höfuðborgarsvæðisins og virkjananna á Þjórsár og Tungnaársvæðinu) og milli Fljótsdalsstöðvar (Kárahnjúkavirkjunar) og álversins á Reyðarfirði.

Af þeim þremur kostum sem til greina koma, skv. kerfisáætlun Landsnets, gera tveir þeirra ráð fyrir háspennulínu um Sprengisand (þriðji kosturinn er ný hringtenging). Það skref sem Landsnet er núna að gera er að skoða þessa kosti betur svo nálgast megi ákvörðun um hvernig styrkja beri raforkukerfið í samræmi við t.d. raforkuspá og Rammaáætlun. Það er jú augljóst að við uppbyggingu raforkuflutningskerfisins hér á Íslandi, sem og annars staðar, þarf að taka framsýnar ákvarðanir. Og nú er sem sagt komið að því að skoða nánar áhrif af tengingu um Sprengisand og þess vegna eru nú komin fram drög að matsáætlun um Sprengisandslínu.

Fjórir valkostir Sprengisandslínu koma til skoðunar

Samkvæmt umræddum drögum að matsáætlun er gert ráð fyrir að í umhverfismatinu verði fjórir valkostir Sprengisandslínunnar bornir saman (fimmti valkosturinn er s.k. núllkostur, þ.e. engin lína lögð). Lögð er sérstök áhersla á að takmarka sjónræn áhrif línunnar frá Sprengisandsvegi, enda er svæðið að miklu leiti ósnortið (að frátöldum vegslóðunum). Allir umræddir fjórir valkostir eru merktir á kortum í drögum Landsnets að matsáætluninni og eru aðgengileg á netinu.

Af þeim fjórum valkostum um háspennulínu sem skoðaðir verða er einn tilgreindur sem aðalvalkostur (heildarlengd hans er 192 km). Athyglisvert er að einn af hinum valkostunum miðast við að jarðstrengur verði á hluta leiðarinnar. Þarna munu því væntanlega fást fróðlegar upplýsingar um bæði kostnað og rask vegna lagningar háspennujarðstrengja.

Samhliða þessari vinnu mun Vegagerðin skoða kosti fyrir endurgerð Sprengisandsvegar. Enda eru slóða- eða vegaframkvæmdir óhjákvæmilegur fylgifiskur þess þegar háspennulínur eru lagðar. Að auki er vert að nefna að í gildandi svæðisskipulagi fyrir miðhálendi Íslands er gert ráð fyrir bæði raflínu og vegi yfir Sprengisand.

Fyrstu skrefin í nokkuð löngu ferli

Ekki liggur ennþá fyrir ákvörðun um það hvort af þessum framkvæmdum verður um Sprengisand. Ferlið sem nú er komið í gang er undirbúningsferli að umhverfismati vegna línunnar (og vegagerðarinnar). Í fyrstu beinist vinnan að gerð matsáætlunarinnar. Hún er fremur almenn verklýsing sem nýtist bæði framkvæmdaraðila, Skipulagsstofnun, umsagnaraðilum og almenningi til að vinna eftir og átta sig á framkvæmdinni.

Í þeim drögum eða tillögu að matsáætlun sem nú liggur fyrir er að finna lýsingu á fyrirhuguðum framkvæmdum, valkostum og framkvæmdasvæði. Þarna kemur fram hvaða álitamál verða tekin til skoðunar og tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matsvinnuna og hvaða gagnaöflun er yfirstandandi eða fyrirhuguð. Gerð er grein fyrir því hvernig staðið verður að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdanna og hvaða umhverfisþættir kunni að verða fyrir áhrifum, auk ýmissa annarra atriða.

Í framhaldinu kemur svo að því að vinna við sjálft matið á umhverfisáhrifum framkvæmdanna fer fram. Þ.m.t. er nánari könnun á mismunandi kostum um leiðarval og útfærslur. Þá verður skoðað sérstaklega og ítarlega hvaða áhrif mismunandi valkostir hafa á landslag, náttúrufar, minjar og samfélag. Sjálfar framkvæmdirnar, þegar að þeim kæmi, eru svo háðar ýmsum leyfum, m.a. á grundvelli raforkulaga og skipulagslaga.

Matsáætlun, frummatsskýrsla og skýrsla um umhverfismat

Matsáætlunin er háð samþykki Skipulagsstofnunar þar sem m.a. verður fjallað um athugasemdir sem kunna að hafa verið gerðar við drögin. Þegar samþykki Skipulagsstofnunar liggur fyrir - og þar með matsáætlunin í endanlegri mynd - er hún e.k. vegvísir um hvað fjalla beri um og hvaða upplýsingar skuli koma fram í s.k. frummatsskýrslu vegna mats á´umhverfisáhrifum.

Í frummatsskýrslunni er fjallað nánar um framkvæmdirnar, um starfsemi sem þeim fylgja, um valkosti og áhrif á umhverfið. Sú skýrsla fer einnig til Skipulagsstofnunar og þá gefst almenningi aftur kostur á athugasemdum. Frummatsskýrslan er undanfari hinnar eiginlegu skýrslu um mat á umhverfisáhrifum (matsskýrslan), en Skipulagsstofnun þarf að fara yfir allar athugasemdir og gefa álit sitt áður en slíkri skýrslu er lokið.

Ekki reynir á útgáfu framkvæmdaleyfis fyrr en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna liggur fyrir. Kærumeðferð og umfjöllun úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála getur dregið ferlið á langinn. Hvort Sprengisandslína verður lögð á eftir að koma í ljós. Mögulegt er að þess í stað komi öflug ný háspennulína sem hringtenging umhverfis landið. Þessi mál eru í sífelldri skoðun, enda eru öruggir raforkuflutningar meðal mikilvægustu innviða samfélaga.

14. nóvember 2014

Útflutningsbann á bergull?

Bergull er verðmæt náttúruauðlind. Og getur skapað þjóðum sem hana nýta mikil verðmæti og góða arðsemi.  Bergull er að vísu svo til einungis unnt að nýta með einum hætti. Hún hentar mjög vel til orkuframleiðslu en hefur fáa aðra nýtingarmöguleika. Þessir orkueiginleikar bergullarinnar eru ýmist nýttir til að framleiða raforku eða hita.  Gul og blá bergull Bergull er þekkt í Meira
31. október 2014

Kapalviðræður í frosti

„Áróðurinn fyrir rafmagnskapli til Bretlands fer vaxandi. Áherslan er einhliða á að skapa væntingar um gróða en lítið rætt um áhættuna sem fylgir því að hengja 2.000 MW raforku á einn viðskiptavin, einn kapal sem getur bilað og hvað þá? Sölumenn hjá Landsvirkjun eru komnir langt fram úr umboði sínu þegar þeir áforma að hefja viðræður við bresk stjórnvöld um kapal til Íslands."Þannig Meira
14. október 2014

Norðmenn auka verðmætasköpun orkuauðlindanna

Í gærmorgun (mánudaginn 13. okt) tilkynnti norska olíu- og orkumálaráðuneytið að það hafi heimilað Statnett að ráðast í lagningu tveggja nýrra háspennukapla neðansjávar; annars vegar milli Noregs og Þýskalands og hins vegar milli Noregs og Bretlands. Þessar nýju tengingar gefa kost á að nýta sveigjanleika og stýranleika norska vatnsaflsins í enn ríkari mæli og þannig auka arðsemi þess. Þarna Meira
11. september 2014

Einangruðu raforkukerfi fylgir áhætta og óhagkvæmni

Nú fyrr í vikunni fór fram fundur á vegum VÍB undir yfirskriftinni arðsemi orkuútflutnings. Þar flutti Ola Borten Moe áhugavert erindi, þar sem hann lýsti reynslu Norðmanna af raforkuviðskiptum við önnur lönd. Ola Borten Moe var olíu- og orkumálaráðherra í norsku ríkisstjórninni 2011-2013 og er varaformaður norska Miðflokksins (Senterpartiet). Flokkurinn sá hefur löngum verið tortryggin gagnvart Meira
21. ágúst 2014

Áfangasigur í erfiðu umhverfi

Gjaldeyrishöft, lítill vöxtur í efnahagslífi Vesturlanda og minnkandi uppsveifla í Kína er allt til þess fallið að halda aftur af erlendri fjárfestingu á Íslandi. Það er því jákvætt að undanfarin misseri hafa nokkur iðnfyrirtæki tekið þá ákvörðun að byggja upp framleiðslu hér á landi. Sú fjárfesting mun bæði skapa gjaldeyrisinnflæði og ný störf. Einnig stuðlar þetta að meiri fjölbreytni í hópi Meira
14. júlí 2014

Eðlileg orkuskerðing - enginn orkuskortur

Lág staða í miðlunarlónum vegna óhagstæðs veðurfars í vetur olli því að síðla vetrar og í vor þurfti Landsvirkjun að skerða möguleika viðskiptavina sinna á að kaupa raforku sem er umfram það sem fyrirtækinu er skylt að afhenda (í þessu sambandi er ýmist talað um ótrygga orku, umframorku eða afgangsorku, en hugtakið ótrygg orka lýsir þessu sennilega best). Vegna þessara skerðinga spannst Meira
23. júní 2014

Vannýttir eiginleikar íslenska vatnsaflsins

Meðal efnis í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmála er áhugaverð grein þar sem útskýrt er hvernig íslenska orkan býr yfir mjög sérstökum eiginleika, sem gerir hana afar eftirsótta og gæti skapað okkur áður óþekkt viðskiptatækifæri. Höfundur umræddrar greinar er Björgvin Skúli Sigurðsson, sem er með doktorspróf í verkfræði frá Stanfordháskóla í Bandaríkjunum og gegnir nú starfi Meira
4. júní 2014

Raforkuverð mun hækka

Hátt raforkuverð víða í Evrópu veldur því að það væri mjög áhugavert að geta selt íslenska raforku inn á evrópskan markað. En á sama tíma og raforkuverð víða í Evrópu hefur haldist hátt, hefur raforkuverð víða í Bandaríkjunum verið nokkuð lágt og sumstaðar hreint ótrúlega lágt. Þessi mismunur hefur orðið til þess að sumir freistast til að halda að raforkuverðið vestra eigi eftir að haldast lágt Meira
21. maí 2014

Draumórar yfirtóku veruleikann í álbransanum

Í gær fór fram aðalfundur Samáls. Þar flutti m.a. Kelly nokkur Driscoll frá ráðgjafa- og greiningafyrirtækinu CRU erindi um horfurnar á álmarkaði. Í hnotskurn spáir Driscoll því að áliðnaðurinn eigi enn eftir að upplifa nokkur erfið ár uns þokkalegt jafnvægi kemst á framleiðslu og eftirspurn á álmarkaði. Og að lítill sem enginn hvati verði til að reisa ný álver utan Kína fyrr en í fyrsta lagi 2017 Meira
28. apríl 2014

Nýtum tækifærin í orkustefnu Bretlands

Milljarðar punda streyma nú í ný raforkuverkefni í Bretlandi. Þær fjárfestingar koma til vegna nýsamþykktrar orkustefnu Bretlands. Fyrir okkur Íslendinga er sérstaklega athyglisvert að sjá hvernig þessi nýja orkustefna Bretlands getur nýst íslenskri orkuþekkingu og orkuframleiðslu. Í liðinni viku var tilkynnt um fyrstu lotu orkufjárfestinga vegna hinnar nýju orkustefnu. Þar var um að ræða 12 Meira
18. mars 2014

Grunsamlegir viðskiptahættir á álmörkuðum

Eru fjárfestingabankinn Goldman Sachs og hrávörurisinn Glencore Xstrata (sem er aðaleigandi Norðuráls) að reyna að króa álmarkaðinn af? Er alþjóðlegi álmarkaðurinn í London jafnvel með í slíku samsæri? Það er a.m.k. staðreynd að grunur er uppi um að nokkur af særstu fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjunum og fyrirtæki sem tengjast áliðnaðinum, stundi ólögmæta viðskiptahætti í því skyni að takmarka Meira
23. febrúar 2014

Stærsta efnahagstækifæri Íslands

Undafarið hafa nokkrir þekktir fjölmiðlar fjallað um þá hugmynd að leggja raforkukapal milli Íslands og Bretlands. Sú umfjöllun hefur verið á jákvæðum nótum. Bæði Economist og Finacial Times telja þetta athyglisverðan möguleika. Þessir fjölmiðlar benda á að slíkur kapall myndi bæði skapa Íslandi auknar útflutningstekjur og um leið veita Bretum aðgang að orku sem væri mun Meira
27. janúar 2014

Orkustefna Bretlands verður sífellt áhugaverðari

Orkustefna breskra stjórnvalda er að verða sífellt áhugaverðari fyrir okkur Íslendinga. Í desember sem leið (2013) birti breska orkumálaráðuneytið uppfærða tillögur sínar um orkustefnu, sem ráðgert er að taki gildi nú síðar á árinu (2014). Þar er m.a. er að finna endurskoðuð viðmiðunarverð á raforku vegna nýrra orkuverkefna. Þessar nýju tillögur gefa sterkar vísbendingar um Meira
12. desember 2013

Century vill koma áhættunni yfir á Landsvirkjun

Í fréttum í dag hefur komið fram að Michel Bless, forstjóri Century Aluminium, telji litlar líkur á að álver rísi í Helguvík nema betra orkuverð bjóðist. Og að fátt bendi til þess að það gerist á næstunni.Í frétt Viðskiptablaðsins um þetta segir að Bless „segist tilbúinn að líta á fjárfestingu fyrirtækisins í álveri í Helguvík sem sokkinn kostnað.“ Og að málflutningur hans á Meira
24. nóvember 2013

Notalegur Sunnudagsmorgunn

Þennan Sunnudagsmorgunn spjallaði Gísli Marteinn Baldursson við iðnaðarráðherra. Viðtalið snerist að verulegu leyti um álver í Helguvík. Því miður urðu þær umræður þokukenndari en búast hefði mátt við af hinum skelegga og fríska stjórnanda.Staðan er ekkert óskýrVið þetta tækifæri sagði ráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, að biðstaðan með Helguvíkurverkefnið væri slæm. Betra væri að Meira
31. október 2013

Sæstrengurinn

Í Fréttablaðinu í dag birtist grein þar sem fjallað er um þá hugmynd að leggja rafstreng milli Bretlands og Íslands. Höfundar greinarinnar eru þeir Skúli Jóhannsson og Valdimar K. Jónsson. Greinin einkennist mjög af varnaðarorðum og áherslu á það sem illa gæti farið í tengslum við slíka framkvæmd. Niðurstaða greinarhöfunda er að málið hafi ekki verið nálgast af nægilegu raunsæi. Og þeir telja að Meira
27. september 2013

Snjallir snúningar móðurfélags Norðuráls

Álverð er lágt um þessar mundir og fjölmörg álver í heiminum eru rekin með tapi. En þó svo lágt álverð sé víða að valda áliðnaðinum verulegum vandræðum, þá er greinilegt að sum álfyrirtæki eru lagin við að nýta aðstæður sér í hag. Century eykur álframleiðslu sína á tímum offramboðs Hér verður fjallað um það hvernig bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum, sem að stærstu leyti er í eigu Meira
14. september 2013

Svört skýrsla Boston Consulting Group

Vestræni áliðnaðurinn er líkt og staddur á hnífsegg. Upp virðist vera komin afar viðkvæm staða, sem skapar mikla óvissu. Um þessar ógöngur, sem áliðnaðurinn hefur reyndar fyrst og fremst sjálfur komið sér í, er fjallað í nýlegri skýrslu Boston Consulting Group. Skýrslan sú er til umfjöllunar hér:InngangurNú í vikunni birtist viðtal við forstjóra álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Þar lýsir Meira
26. ágúst 2013

Hvaða álver á Íslandi lokar fyrst?

Í kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningarnar nú í vor virtist sem sumir þingframbjóðendur teldu það nánast formsatriði að koma framkvæmdum á fullt við byggingu nýs álvers í Helguvík. Þetta viðhorf var sérstaklega áberandi hjá frambjóðendum í Suðurkjördæmi, en innan kjördæmisins eru bæði Helguvík og margir virkjunarkostir. Umrætt viðhorf stjórnmálamannanna bar ekki vott um mikið raunsæi eða Meira