15. maí 2015 kl. 22:23

Spurningar um sæstreng

Í grein á vef mbl.is er í fyrirsögn spurt hvort sæstrengur sé glapræði eða gróðamylla? Í greininni eru að auki settar fram a.m.k. fimm aðrar spurningar af hálfu höfundarins, Sveins Valfells. Sveinn gerir aftur á móti lítið í því að reyna að svara spurningunum og er því væntanlega að beina þeim til lesenda. Sjálfum þykir mér spurningarnar  athyglisverðar og vil því beina athygli að þeim.

Hvert skal haldið?

Undir millifyrirsögninni „Hvert skal haldið?“ fjallar greinarhöfundur um það að sæstrengur milli Íslands og Bretlands sé „stórverkefni“ sem kalli á að „stórauka“ þurfi hér orkuframleiðslu og efla þurfi „dreifinet“ (þarna á greinarhöfundur væntanlega við raforkuflutningskerfið fremur en dreifinguna til notenda). Og að þetta muni valda „náttúruspjöllum“, valda „ruðningsáhrifum“ í hagkerfinu, og að raforkukerfið myndi „soga“ til sín fjármagn og mannafla „á kostnað annarra atvinnugreina“.

Ég skil framsetningu greinarhöfundar þannig að hann álíti afar varhugavert fyrir íslenskt atvinnulíf að fara úti sæstrengsframkvæmdir ásamt tilheyrandi virkjunum. M.ö.o. að hann sé að vara við því að halda út á þá braut. Þetta eru kannski skynsamleg viðvörunarorð. A.m.k. hljóta allir að vera sammála um að það er afar mikilvægt að greina hvaða áhrif slíkar framkvæmdir myndu hafa á íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Enda er slík vinna nú í gangi af hálfu atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

Sjálfum þykir mér augljóst að við Íslendingar munum ekki ákveða hvert skal haldið með hugmyndina um sæstreng fyrr en búið verður að greina öll þess atriði. Það að við Íslendingar þurfum og eigum að leggjast i þessa vinnu er þó vel að merkja alls engin röksemd gegn sæstreng - það er niðurstaða umræddrar vinnu sem mun færa okkur rök með og móti því að ráðast í slíkt verkefni. Í framhaldi af þeirri vinnu munum við hafa gögn í höndum til að geta tekið afstöðu til þess hvert við viljum halda. Það kann að vera eðlilegt að sá efasemdarfræjum, en það hlýtur þó að vera mikilvægara að hvetja til þess að umrædd greiningarvinna eigi sér stað og að til hennar verði vandað.

Tvær nýjar Kárahnjúkavirkjanir?

Í umræddri grein Sveins er í millifyrirsögn spurt hvort sæstrengur kalli á „tvær nýjar Kárahnjúkavirkjanir“. Í greininni segir svo að orkan vegna strengsins „þyrfti að koma frá nýjum virkjunum“ og að við „sæjum líklega fram á tvær stórvirkjanir á borð við Kárahnjúka með tilheyrandi náttúruraski og brambolti“.

Það er augljóst að sæstrengur af þessu tagi, sem yrði sennilega með flutningsgetu sem samsvarar 700-1.200 MW, myndi kalla á aukna þörf á afli. Það er þó ekki unnt að fullyrða af neinni nákvæmni um þörfina á nýjum virkjunum, fyrr en menn hafa greint betur hverskonar viðskiptamódel þarna myndi henta Íslendingum best.

Ein hugmyndin er sú að strengurinn hafi aðgang að miklu grunnafli (base-load); jafnvel nálægt 700 MW. Önnur hugmynd er sú að strengurinn yrði fyrst og fremst nýttur til að selja annars vegar umframorku og hins vegar uppsafnað næturvatnsafl miðlunarlóna. Fyrri hugmyndin myndi kalla á mjög aukna þörf á virkjunum (nema ef til þess kæmi að hér myndi stóriðjuver af einhverjum ástæðum vilja draga verulega úr framleiðslu sinni, sem er möguleiki sem ekki ber að útiloka; t.d. rennur senn út stór raforkusamningur við Century Aluminum vegna Norðuráls). Síðari hugmyndin myndi kalla á mjög óverulega virkjanauppbyggingu, enda myndi verkefnið þá byggja á samskonar sjónarmiðum eins og stórar vatnsaflsvirkjanir í Evrópu þar sem hinn einstaki stýranleiki vatnsaflsvirkjana er nýttur til verðmætasköpunar. Þá er vatn látið safnast fyrir í miðlunarlónum (og jafnvel dælt þangað upp) þegar raforkuverð er lágt. Þetta er afar ábatasamur rekstur, sem gæti skapað Íslandi geysilegan hagnað.

Sjálfum þykir mér líklegt að áhugaverðast yrði fyrir Ísland að sæstrengur myndi bæði eiga aðgengi að töluverðu grunnafli (þó langtum minna en 700 MW) og að hann yrði nýttur til að skapa verðmæti með því að nýta umframorku (sem ella fer til spillis) og einnig nýta stýranleika vatnsaflsins eins og áður var lýst. Fyrst og fremst er skynsamlegt að skoða þessa möguleika. Og það er augljóst að sú hugmynd að sæstrengur kalli á tvær nýjar Kárahnjúkavirkjanir er útí hött - nema hjá þeim sem vilja að strengurinn verði einungis nýttur sem útflutningsleið á tryggu grunnafli. Slík útfærsla er vissulega möguleg, en er varla sú sem er áhugaverðust fyrir Ísland.

Er víst að hátt verð á breskum markaði haldist?

Þetta er enn ein spurning sem Sveinn Valfells setur fram í umræddri grein. Sjálfur svarar hann ekki þessari spurningu nákvæmlega, en bendir á að tækniframfarir geti valdið því að orkuverð lækki. Um þetta má segja að það er nú einu sinni svo að það getur verið erfitt að spá - sérstaklega um framtíðina. Kannski munum við senn upplifa einhverja algerlega magnaða nýja orkutækni, sem snarlækki raforkuverð. En kannski verður þróunin fremur sú að  fjölbreytni í raforkuframleiðslu verði smám saman meiri og að þörfin á nýjum kjarnorkuverum og gasorkuverum fari minnkandi. Þetta þarf að sjálfsögðu að taka til ítarlegrar skoðunar áður en menn taka ákvörðun um sæstreng. En eins og staðan er í dag er mikil eftirspurn eftir orku um sæstrengi af þessu tagi í mörgum löndum, sérstaklega í vestanverðri Evrópu. Miðað við áætlanagerð landa eins og Bretlands, Noregs, Belgíu og Þýskalands mun sú eftirspurn haldast sterk á komandi árum.

Í grein sinni minnist Sveinn á lækkandi verð á sólarsellum og nýju rafgeymana eða rafhlöðurnar sem Tesla er að byrja að framleiða. Það er að sjálfsögðu skynsamlegt að hafa í huga - og jafnvel beinlínis gera ráð fyrir því - að ný eða betri tækni muni í framtíðinni lækka raforkuverð. Eins og staðan er í dag er þó fullsnemmt að vænta einhverra vatnaskila í orkugeiranum.

Framtíðin er vissulega alltaf óviss. En aðalatriðið vegna sæstrengsins er að ef samningar vegna sæstrengs myndu tryggja tilteknar skuldbindandi lágmarkstekjur í ákveðinn lágmarkstíma, sem myndu standa undir þeim fjárfestingum sem ráðast þyrfti í vegna verkefnisins, þá væri áhættan orðin lítil sem engin. Þess vegna er skynsamlegt að við skoðum þennan möguleika vel og af alvöru - en köstum honum ekki út af borðinu vegna vangaveltna um að heimurinn kunni að breytast. Þegar það umrædda samningstímabil væri liðið yrði svo bara að koma í ljós hvernig veröldin mun þá líta út - og hvort ennþá væri mikill arður í orkusölu um sæstreng eður ei. Ef það væri ekki lengur áhugavert myndu Íslendingar skoða aðra kosti - og mögulega hætta að selja raforku um strenginn að afloknu umræddi afmörkuðu samningstímabili.

Mér þykir líka vert að minna á að varast ber að einblína á áhættuna af sæstreng. Við eigum að sjálfsögðu að skoða hana vandlega. En við eigum líka að skoða vel hverju við missum af með því að sleppa þeim tækifærum sem sæstrengur býður upp á. Og munum að við Íslendingar  erum langstærsti raforkuframleiðandi heimsins (miðað við stærð þjóða) og vegna þess að raforkukerfið okkar er aflokað er eina leiðin til að koma stærstum hluta þessarar orku í verð sú að selja hana til stóriðju sem greiðir lægsta raforkuverð í heimi (þ.e. áliðnaður en hér fer um 75% allrar raforkunnar til þessa eina iðnaðar). Þetta endurspeglar alþekkt sjónarmið um strandaða orku og er fremur dapurleg staðreynd.

Væru breskir neytendur eða stjórnvöld reiðubúin að taka á sig þær skuldbindingar sem þarf til að gera sæstreng hagstæðan fyrir íslensk orkufyrirtæki?

Þessi spurning Sveins er fullkomlega réttmæt. Það er reyndar svo að gildandi löggjöf í Bretlandi ásamt opinberri orkustefnu breskra stjórnvalda, gefur nokkuð sterkar vísbendingar um að svarið við umræddri spurningu sé játandi. Það er samt ekki víst - og þess vegna væri skynsamlegt að ræða við bresk stjórnvöld um þetta og engin ástæða til að bíða eitthvað með það. Með beinum viðræðum milli íslenskra og breskra stjórnvalda ætti fljótt að fást svar við þessari spurningu.

Er víst að arðurinn myndi skila sér til eigenda Landsvirkjunar?

Þetta er enn ein spurningin sem Sveinn Valfells spyr í grein sinni. Ég ætla að láta vera að fara útí vangaveltur um þennan punkt. En úr því að Sveinn víkur þarna að því sem hann nefnir „framkvæmdagleði stjórnenda“ og „áráttu að búa til verkefni með óvissa arðsemi án þess að skeyta um hagsmuni eigenda“, vil ég nefna að mér hefði þótt áhugavert að sjá þarna efnislega umfjöllun hjá Sveini. Þ.e.a.s. málefnalega efnislega umfjöllun, afstöðu og rökstuðning vegna þeirra atriða sem t.d. Landsvirkjun og fleiri hafa bent á sem áhugaverð vegna hugmyndarinnar um sæstreng. 

Það má vera að sæstrengur sé glapræði - en hann kann reyndar þvert á móti að vera afar áhugavert efnahagslegt tækifæri fyrir Ísland. Vilji menn lýsa slíku tækifæri með hinu gildishlaðna hugtaki „gróðamylla“, er kannski ekki við því að búast að unnt sé að ná fram góðri og skynsamlegri rökræðu við viðkomandi. Ég vil engu að síður trúa því að Sveinn Valfells vilji að hugmyndin um sæstreng verði skoðuð vandlega - þó svo hann virðist afar tortrygginn gagnvart þessu. Sjálfur hef ég reynt að setja mig vel inn í þessi mál - og fæ ekki betur séð en að þetta geti verið afar áhugavert og jákvætt verkefni fyrir Ísland. Og ég myndi gjarnan vilja eiga rökræður um þetta við Svein.

5. maí 2015

Raforkuframleiðsla - viðskipti eða veðmál?

Vegna óvenju mikillar óvissu á álmörkuðum og yfirvofandi aukins útflutnings á áli frá Kína eru mörg álfyrirtæki í heiminum að draga úr framleiðslu sinni. Og jafnvel að breyta viðskiptamódeli sínu og horfa til annarra framleiðslu sem er vænlegri til að skapa meiri arð en álframleiðsla. Ég mun fljótlega fjalla nánar um þá þróun. Hér er umfjöllunarefnið aftur á móti hvernig Landsvirkjun hefur meira
28. apríl 2015

Álflóðið frá Xinjiang

Áliðnaður í Kína hefur byggst upp geysilega hratt og hraðar en kínversk eftirspurn eftir áli. Þetta hefur skapað offramboð af áli innan Kína, álverð þar er lágt og taprekstur mjög útbreiddur í kínverska áliðnaðinum. Nýlega hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að lækka raforkuverð til nokkurra iðngreina og þær lækkanir munu koma kínverska áliðnaðinum til góða. Við þetta meira
20. mars 2015

Grillir í sólkórónu sæstrengs

Iðnaðarráðherra hefur ekki viljað þekkjast boð Breta um að ræða um sæstrengsmálið (mögulegan rafstreng milli Bretlands og Íslands). Hefur sagst vilja skoða málið betur áður en komi til slíkra viðræðna - jafnvel þó svo viðræðurnar yrðu óskuldbindandi og fyrst og fremst í því skyni að upplýsa málið betur. Hér verður athyglinni beint að nýlegu erindi sem varpar ljósi á stefnu iðnaðarráðherra í meira
12. mars 2015

Grunn olíugreining Landsbankans

Landsbankinn stóð nýverið fyrir áhugaverðum fundi í Hörpu undir yfirskriftinni Hvaða tækifæri skapar lægra olíuverð. Þar flutti m.a. forstöðumaður hagfræðideildar bankans erindi með titlinum Lækkun olíuverðs – orsakir og afleiðingar. Í þessari kynningu var rík áhersla lögð á að sú mikla verðlækkun á olíu sem varð á liðnu ári hafi fyrst og fremst komið til vegna aukinnar og meira
23. febrúar 2015

Alvarlegur misskilningur iðnaðarráðherra

Orkumálaráðherra Bretlands ítrekaði nýlega vilja breskra stjórnvalda til að ræða við Íslendinga um möguleikann á sæstreng milli Íslands og Bretlands. Og bauð um leið fram aðstoð við gagna- og upplýsingaöflun. Iðnaðarráðherra hefur sent svarbréf þar sem tillögu breska ráðherrans er svo gott sem hafnað. Sem er með öllu óskiljanlegt. Aðspurð um þetta mál segir ráðherrann: „Við förum meira
9. febrúar 2015

Mótum leikreglur vegna arðsemi orkuauðlindanna

Í skýrslunni Arðsemi Landsvirkjunar af rafmagnssölu til stóriðju 1966-2010, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2012, sagði að „arðsemi af rafmagnssölu Landsvirkjunar til stóriðju mundi tæplega standa undir þeim kröfum um ávöxtun sem [gerðar eru] til orkuframleiðslufyrirtækja á frjálsum markaði úti um heim“. Það var m.ö.o. niðurstaða höfunda þessarar skýrslu að meira
21. janúar 2015

Bréfaklemmuspá Goldman Sachs

Olíuverð hefur fallið um meira en helming á innan við hálfu ári. Verðið er nú nálægt 50 USD/tunnu. Greiningafyrirtæki keppast nú við að lækka spár sínar um þróun olíuverðs. Og gefa okkur þessar líka fínu eftiráskýringar um það af hverju olíuverð hefur fallið svo mikið sem raun ber vitni. Goldman Sachs hikstaði í haust sem leið Goldman Sachs er eitt þeirra fyrirtækja sem er nýbúið að meira
2. janúar 2015

Þekking og vanþekking í batnandi veröld

Heimurinn batnandi fer. Og það þó svo margar fréttastofur veraldarinnar kunni að láta ykkur finnast annað. Og þó svo æðstu hershöfðingjar heimsins reyni að láta ykkur finnast annað. Það er staðreynd að heimurinn fer batnandi Sá sem kynnir sér málið kemst brátt að því að nánast sama hvert litið er þá hefur ástand heimsins farið sífellt batnandi síðustu árin og áratugina. meira
8. desember 2014

Raforkusamningurinn vegna Straumsvíkur

Í nýlegum fréttum kom fram að Rio Tinto Alcan, eigandi álversins í Straumsvík, og Landsvirkjun hafi samið um tilteknar breytingar á raforkusamningi fyrirtækjanna. Af þessu tilefni er vert að rifja hér upp þennan raforkusamning, sem er frá árinu 2010. Umræddur samningur Rio Tinto Alcan (RTA) og Landsvirkjunar frá 2010 er merkilegur, því hann er töluvert ólíkur meira
21. nóvember 2014

Sprengisandslína í umhverfismat

Landsnet vinnur nú að undirbúningi að umhverfismati fyrir háspennulínu milli Norður- og Suðurlands. Þ.e. línu frá Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um Sprengisand og norður í Bárðardal, sem tengist landsnetinu bæði sunnan heiða og norðan (fyrirhuguð tengivirki yrðu við Langöldu á Landmannaafrétti og við Eyjardalsá vestan Bárðardals). Hér verður athyglinni beint að þessum áætlunum, þ.e. meira
14. nóvember 2014

Útflutningsbann á bergull?

Bergull er verðmæt náttúruauðlind. Og getur skapað þjóðum sem hana nýta mikil verðmæti og góða arðsemi.  Bergull er að vísu svo til einungis unnt að nýta með einum hætti. Hún hentar mjög vel til orkuframleiðslu en hefur fáa aðra nýtingarmöguleika. Þessir orkueiginleikar bergullarinnar eru ýmist nýttir til að framleiða raforku eða hita.  Gul og blá bergull Bergull er þekkt í meira
31. október 2014

Kapalviðræður í frosti

„Áróðurinn fyrir rafmagnskapli til Bretlands fer vaxandi. Áherslan er einhliða á að skapa væntingar um gróða en lítið rætt um áhættuna sem fylgir því að hengja 2.000 MW raforku á einn viðskiptavin, einn kapal sem getur bilað og hvað þá? Sölumenn hjá Landsvirkjun eru komnir langt fram úr umboði sínu þegar þeir áforma að hefja viðræður við bresk stjórnvöld um kapal til Íslands."Þannig meira
14. október 2014

Norðmenn auka verðmætasköpun orkuauðlindanna

Í gærmorgun (mánudaginn 13. okt) tilkynnti norska olíu- og orkumálaráðuneytið að það hafi heimilað Statnett að ráðast í lagningu tveggja nýrra háspennukapla neðansjávar; annars vegar milli Noregs og Þýskalands og hins vegar milli Noregs og Bretlands. Þessar nýju tengingar gefa kost á að nýta sveigjanleika og stýranleika norska vatnsaflsins í enn ríkari mæli og þannig auka arðsemi þess. Þarna meira
11. september 2014

Einangruðu raforkukerfi fylgir áhætta og óhagkvæmni

Nú fyrr í vikunni fór fram fundur á vegum VÍB undir yfirskriftinni arðsemi orkuútflutnings. Þar flutti Ola Borten Moe áhugavert erindi, þar sem hann lýsti reynslu Norðmanna af raforkuviðskiptum við önnur lönd. Ola Borten Moe var olíu- og orkumálaráðherra í norsku ríkisstjórninni 2011-2013 og er varaformaður norska Miðflokksins (Senterpartiet). Flokkurinn sá hefur löngum verið tortryggin gagnvart meira
21. ágúst 2014

Áfangasigur í erfiðu umhverfi

Gjaldeyrishöft, lítill vöxtur í efnahagslífi Vesturlanda og minnkandi uppsveifla í Kína er allt til þess fallið að halda aftur af erlendri fjárfestingu á Íslandi. Það er því jákvætt að undanfarin misseri hafa nokkur iðnfyrirtæki tekið þá ákvörðun að byggja upp framleiðslu hér á landi. Sú fjárfesting mun bæði skapa gjaldeyrisinnflæði og ný störf. Einnig stuðlar þetta að meiri fjölbreytni í hópi meira
14. júlí 2014

Eðlileg orkuskerðing - enginn orkuskortur

Lág staða í miðlunarlónum vegna óhagstæðs veðurfars í vetur olli því að síðla vetrar og í vor þurfti Landsvirkjun að skerða möguleika viðskiptavina sinna á að kaupa raforku sem er umfram það sem fyrirtækinu er skylt að afhenda (í þessu sambandi er ýmist talað um ótrygga orku, umframorku eða afgangsorku, en hugtakið ótrygg orka lýsir þessu sennilega best). Vegna þessara skerðinga spannst meira
23. júní 2014

Vannýttir eiginleikar íslenska vatnsaflsins

Meðal efnis í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmála er áhugaverð grein þar sem útskýrt er hvernig íslenska orkan býr yfir mjög sérstökum eiginleika, sem gerir hana afar eftirsótta og gæti skapað okkur áður óþekkt viðskiptatækifæri. Höfundur umræddrar greinar er Björgvin Skúli Sigurðsson, sem er með doktorspróf í verkfræði frá Stanfordháskóla í Bandaríkjunum og gegnir nú starfi meira
4. júní 2014

Raforkuverð mun hækka

Hátt raforkuverð víða í Evrópu veldur því að það væri mjög áhugavert að geta selt íslenska raforku inn á evrópskan markað. En á sama tíma og raforkuverð víða í Evrópu hefur haldist hátt, hefur raforkuverð víða í Bandaríkjunum verið nokkuð lágt og sumstaðar hreint ótrúlega lágt. Þessi mismunur hefur orðið til þess að sumir freistast til að halda að raforkuverðið vestra eigi eftir að haldast lágt meira
21. maí 2014

Draumórar yfirtóku veruleikann í álbransanum

Í gær fór fram aðalfundur Samáls. Þar flutti m.a. Kelly nokkur Driscoll frá ráðgjafa- og greiningafyrirtækinu CRU erindi um horfurnar á álmarkaði. Í hnotskurn spáir Driscoll því að áliðnaðurinn eigi enn eftir að upplifa nokkur erfið ár uns þokkalegt jafnvægi kemst á framleiðslu og eftirspurn á álmarkaði. Og að lítill sem enginn hvati verði til að reisa ný álver utan Kína fyrr en í fyrsta lagi 2017 meira