8. desember 2014 kl. 9:42

Raforkusamningurinn vegna Straumsvíkur

Í nýlegum fréttum kom fram að Rio Tinto Alcan, eigandi álversins í Straumsvík, og Landsvirkjun hafi samið um tilteknar breytingar á raforkusamningi fyrirtækjanna. Af þessu tilefni er vert að rifja hér upp þennan raforkusamning, sem er frá árinu 2010.

Umræddur samningur Rio Tinto Alcan (RTA) og Landsvirkjunar frá 2010 er merkilegur, því hann er töluvert ólíkur fyrri raforkusamningum við álverin hér. Bæði er raforkuverðið sem Straumsvík greiðir mun hærra en tíðkast hefur og í þessum samningi er raforkuverðið ekki tengt álverði og samningurinn fyrir vikið mun áhættuminni fyrir Landsvirkjun en ella væri.

Tvær stoðir samningsins frá 2010 – samtals 410 MW

Segja má að umræddur raforkusamningur frá 2010 hafi einkum snúist um tvö meginatriði. Í fyrsta lagi var endursamið um sölu á því raforkumagni sem kveðið var á um í eldri samningum milli fyrirtækjanna (Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan). Eins og kunnugt er var álverið í Straumsvík reist á 7. áratugnum og var síðan stækkað í áföngum. Þeir eldri raforkusamningar komu sem sagt þarna til endurskoðunar. 

Í öðru lagi var samið um aukin raforkukaup vegna fyrirhugaðrar stækkunar í Straumsvík. Samkvæmt eldri samningunum náðu samningarnir til afls sem alls nam 335 MW. Um þetta var nú samið á ný og að auki samið um að Landsvirkjun myndi, í nokkrum áföngum, hafa til reiðu 75 MW til viðbótar. Þar með yrði heildaraflið sem nýi raforkusamningurinn næði til samtals 410 MW. Víðbótaraflið skyldi Landsvirkjun útvega á tímabilinu 2012-2014 og af þeim sökum var Búðarhálsvirkjun byggð.

Raforkumagnið allt að 3,6 TWst

Það var sem sagt svo að umræddur raforkusamningur frá 2010 kom annars vegar til vegna fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar hjá álverinu í Straumsvík og hins vegar var samningnum ætlað að leysa af hólmi eldri samninga álfyrirtækisins við Landsvirkjun. Þeir samningar áttu að renna út 2014 (nákvæmlega þann 30. september). Vafalitið hafa bæði Landsvirkjun og Rio Tinto Alcan viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og viljað láta reyna á að ná nýjum samningi með góðum fyrirvara. Viðræður vegna fyrirhugaðrar eða mögulegrar stækkunar í Straumsvík höfðu reyndar byrjað strax 2005. En vegna áherslubreytinga hjá RTA fjöruðu þær út. Það var svo 2008 að viðræður hófust á ný. Og þeim lauk sem sagt með nýjum heildarsamningi árið 2010.

Raforkumagnið sem samningurinn frá 2010 fjallar um nemur samtals 3.590 GWst árlega. Það voru þá um 29% af allri raforkusölu Landsvirkjunar, en þetta magn nemur um 27% af allri núverandi raforkusölu fyrirtækisins. Þessi raforkusamningur skiptir Landsvirkjun því augljóslega mjög miklu máli.

Samkvæmt samningnum skuldbatt Landsvirkjun sig til að afhenda álverinu í Straumsvík, rétt eins og verið hafði, allt að 2.932 GWst af raforku. Þar af var mælt fyrir um afhendingaskyldu á 2.639 GWst árlega, sem er s.k. örugg orka eða firm energy. Að auki var samið um skerðanlega raforku eða secondary energy, þar sem magnið var tilgreint allt að 293 GWst.

Loks var samið um aukna raforkusölu til álfyrirtækisins, þ.e.a.s. viðbót, vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins (framleiðsluaukningar). Í samningnum er nákvæmlega kveðið á um tiltekna raforkusölu árin 2012, 2013 og 2014, en það eru þau ár sem álverið skyldi stækka. Svo er að sjálfsögðu líka í samningnum tekið fram orkumagnið í viðskiptunum frá og með 2015 og út gildistíma samningsins. Þess má geta að í þessu sambandi er ekki einungis raforkumagnið tiltekið heldur líka hversu mikið afl skuli vera til reiðu vegna Rio Tinto Alcan.

Skerðingaheimildir

Í svona samningum merkir skerðanleg raforka það að hvor samningsaðili um sig hefur ákveðið svigrúm eða val um hvort hann kaupir eða selur viðkomandi orkumagn. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að gera samningsaðilum kleift að mæta óvæntum aðstæðum sem upp kunna að koma. Skerðingaheimildir fela sem sagt í sér tiltekinn sveigjanleika.

Í skerðingaheimildum af þessu tagi er mælt fyrir um að tilkynna þurfi fyrirhugaðar skerðingu með ákveðnum lágmarks fyrirvara. Lesendur muna væntanlega eftir fréttum frá því á fyrri hluta þessa árs (2014) þegar óvenju lág staða í miðlunarlónum varð til þess að Landsvirkjun tilkynnti um skerðingar. Svona skerðingaheimildir eru eðlilegur og mikilvægur hluti raforkusamninga.

Viðbótarsamningurinn 2014 – samtals 375 MW

Á árabilinu frá 2010 og fram til 2014 var áætlað að árleg framleiðslugeta álversins í Straumsvík yrði aukin úr um 182 þúsund tonnum af áli og í um 225 þúsund tonn. En eins og kunnugt er varð stækkun álversins á þessu tímabili ekki jafn mikil eins og fyrirhugað var. Því kom upp sú staða að álfyrirtækið hafði skuldbundið sig til að kaupa meiri raforku en það þurfti eða gat notað. Um leið þurfti Landsvirkjun að hafa aflið tiltækt með nægum fyrirvara ef og þegar álfyrirtækið þyrfti raforkuna.

Í þessu fólst eðlilega nokkuð óhagræði og óhagkvæmni fyrir bæði fyrirtækin. Enda fór svo að nú hafa Landsvirkjun og Rio Tinto Alcan gert nýjan samning - eins konar viðaukasamning - til að leysa úr þessu vandamáli. Í þessum nýja viðaukasamningi er áður umsamið afl minnkað um 35 MW. Samtals hljóðar samningur Landsvirkjunar og RTA því nú um afl sem samtals nemur 375 MW. Samkvæmt viðaukasamningnum greiðir álfyrirtækið skaðabætur til Landsvirkjunar upp á 17 milljónir USD. Ég mun sjálfsagt fjalla nánar um þetta bótaákvæði o.fl. tengt þessum viðbótarsamningi síðar, en í dag er áherslan á samninginn frá 2010.

Gildistími og verð

Eins og áður sagði var raforkusamningurinn milli Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gerður árið 2010. Samningurinn var undirritaður 15. júní það ár og gekk í gildi 1. október þá um árið. Gildistíminn er 25 og hálft ár eða til 31. mars 2036. Ekki liggja fyrir ótvíræðar opinberar upplýsingar um raforkuverðið sem þarna var samið um. Þó kemur fram í gögnum frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að umsamið verð sé ≥ 30 USD/MWst. Af þessu má væntanlega ráða að samningsverðið sé ekki undir 30 USD/MWst. En hvort upphafsverðið þarna 2010 var nákvæmlega 30 USD eða hærra verður ekki fullyrt. Þá má geta þess að flutningskostnaður raforkunnar er innifalinn í umræddu raforkuverði.

Miðað við að raforkuverðið skv. samningum sé a.m.k. ekki lægra en 30 USD/MWst, þá er verðið þarna líklega a.m.k. 20% hærra en hin álfyrirtækin hér eru almennt að greiða. Undanfarin ár hefur uppgefið meðalverð Landsvirkjunar til stóriðjunnar verið nálægt 25 USD/MWst. Og það er einmitt raforkuverðið sem stóriðjan var að greiða að meðaltali árið 2010 (árið 2009 var meðalverðið aftur a móti einungis 21 USD/MWst). Raforkuverðið til Straumsvíkur virðist því umtalsvert hærra en það verð sem fæst fyrir raforkuna sem seld er til hinna álveranna hér. Enda ekki óalgengt að raforkuverð hækki þegar raforkusamningar eru endurnýjaðir við álver.

Engin álverðstenging og styttri samningstími

Það er athyglisvert að raforkuverðið skv. samningnum frá 2010 er ekki tengt álverði. Slík tenging við álverð er nokkuð algeng í svona samningum, enda sækjast álfyrirtæki mjög eftir tengingu af þessu tagi. Álverðstengingin dregur jú umtalsvert úr áhættu viðkomandi álfyrirtækis. Af gögnum má reyndar ráða að í undirbúningsviðræðum Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan árið 2008 hafi verið miðað við að álverðstenging yrði í hinum nýja samningi.

Samningaviðræðurnar þá töfðust vegna efnahagshrunsins haustið 2008 og þegar viðræður voru hafnar að nýju 2009 höfðu orðið forstjóraskipti hjá Landsvirkjun. Af fyrirliggjandi gögnum frá ESA sést að að hin nýja yfirstjórn Landsvirkjunar hafi m.a. aflað sér erlendrar sérfræðiráðgjafar og brátt hafi niðurstaðan orðið sú að nauðsynlegt væri að draga úr áhættu Landsvirkjunar. Bæði með meiri hækkun raforkuverðs en áður hafði verið til umræðu - og með minni eða engri tengingu við álverð.

Af gögnum ESA má líka sjá að forstjóri og yfirstjórn Landsvirkjunar var lítt hrifinn af tímalengd samningsins sem rætt hafði verið um 2008, en þá var ráðgert að nýr samningur skyldi gilda til 2038. Og það án mögulegrar endurskoðunar á raforkuverði. Eins og áður sagði varð niðurstaðan í nýja samningnum sú að hann gildir til 2036. Þessi samningur var vel að merkja gerður um tveimur árum síðar en samningsdrögin um gildistíma til 2038 höfðu orðið til. 

Þegar samningurinn var gerður árið 2010 var álverðstengingin úti. Það hefur augljóslega haft jákvæð áhrif á afkomu Landsvirkjunar síðustu árin (lengst af síðan samningurinn var gerður hefur álverð verið lægra en það var þarna í upphafi samningstímans). Það er reyndar svo að algerlega án tillits til þess hvernig álverð mun þróast þá er það bæði skynsamlegt og eðlilegt hjá Landsvirkjun að hafa losað sig við þennan áhættuþátt. Það er annarra en íslenskra raforkufyrirtækja að stunda veðmál með álverð.

Bandarísk neysluverðstenging - áhættuminni viðmiðun

Í stað álverðstengingar miðast raforkuverðið í þessum nýja samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan við breytingar á bandarískri neysluvísitölu, sem kallast US Consumer Price Index (CPI). Sú vísitala hefur hækkað um u.þ.b. 9% síðan samningurinn var gerður árið 2010. Það má því væntanlega leiða líkum að því að raforkuverðið til álversins í Straumsvík hafi hækkað um ámóta hlutfall og sé því að lágmarki nálægt 33 USD/MWst nú um stundir. Þ.e. ef upphafsverðið 2010 var 30 USD/MWst og ef tengingin við CPI er með fullum áhrifum, en ekki liggja fyrir afgerandi opinberar upplýsingar um hvort svo sé. Hér er því um nokkrar getgátur að ræða, en þær eru þó ekki alveg út í loftið. Svo er athyglisvert að umrætt orkuverð, þ.e. 33 USD/MWst, er einmitt ámóta verð eins og stjórnendur Century Aluminum (móðurfélag Norðuráls) hafa sagt að sé viðráðanlegt í bandarískum álverum.

Lokaorð

Það kemur svolítið á óvart að ESA skuli hafa verið heimilað að gefa upp að raforkuverðið í umræddum samningi sé ≥ 30 USD/MWst. Því löngum hafa orkusamningarnir við stóriðjuna hér verið sagðir algert trúnaðarmál (sem er reyndar andstætt því sem oftast gerist t.d. í Bandaríkjunum þar sem raforkuverðið í svona samningum er oft opinbert). Auðvitað væri fróðlegt að vita nákvæmlega hvert verðið er. Og ekki síður væri fróðlegt að vita raforkuverðið í öllum hinum raforkusamningum við álverin og aðra stóriðju hér. En hvað sem því líður þá gefa ofangreind skrif lesendum vonandi þokkalega skýra hugmynd um helstu atriðin í umræddum raforkusamningi risafyrirtækisins Rio Tinto Alcan við Landsvirkjun; þ.e.a.s. í samningi RTA við okkur íslensku þjóðina.

21. nóvember 2014

Sprengisandslína í umhverfismat

Landsnet vinnur nú að undirbúningi að umhverfismati fyrir háspennulínu milli Norður- og Suðurlands. Þ.e. línu frá Þjórsár- og Tungnaársvæðinu um Sprengisand og norður í Bárðardal, sem tengist landsnetinu bæði sunnan heiða og norðan (fyrirhuguð tengivirki yrðu við Langöldu á Landmannaafrétti og við Eyjardalsá vestan Bárðardals). Hér verður athyglinni beint að þessum áætlunum, þ.e. Meira
14. nóvember 2014

Útflutningsbann á bergull?

Bergull er verðmæt náttúruauðlind. Og getur skapað þjóðum sem hana nýta mikil verðmæti og góða arðsemi.  Bergull er að vísu svo til einungis unnt að nýta með einum hætti. Hún hentar mjög vel til orkuframleiðslu en hefur fáa aðra nýtingarmöguleika. Þessir orkueiginleikar bergullarinnar eru ýmist nýttir til að framleiða raforku eða hita.  Gul og blá bergull Bergull er þekkt í Meira
31. október 2014

Kapalviðræður í frosti

„Áróðurinn fyrir rafmagnskapli til Bretlands fer vaxandi. Áherslan er einhliða á að skapa væntingar um gróða en lítið rætt um áhættuna sem fylgir því að hengja 2.000 MW raforku á einn viðskiptavin, einn kapal sem getur bilað og hvað þá? Sölumenn hjá Landsvirkjun eru komnir langt fram úr umboði sínu þegar þeir áforma að hefja viðræður við bresk stjórnvöld um kapal til Íslands."Þannig Meira
14. október 2014

Norðmenn auka verðmætasköpun orkuauðlindanna

Í gærmorgun (mánudaginn 13. okt) tilkynnti norska olíu- og orkumálaráðuneytið að það hafi heimilað Statnett að ráðast í lagningu tveggja nýrra háspennukapla neðansjávar; annars vegar milli Noregs og Þýskalands og hins vegar milli Noregs og Bretlands. Þessar nýju tengingar gefa kost á að nýta sveigjanleika og stýranleika norska vatnsaflsins í enn ríkari mæli og þannig auka arðsemi þess. Þarna Meira
11. september 2014

Einangruðu raforkukerfi fylgir áhætta og óhagkvæmni

Nú fyrr í vikunni fór fram fundur á vegum VÍB undir yfirskriftinni arðsemi orkuútflutnings. Þar flutti Ola Borten Moe áhugavert erindi, þar sem hann lýsti reynslu Norðmanna af raforkuviðskiptum við önnur lönd. Ola Borten Moe var olíu- og orkumálaráðherra í norsku ríkisstjórninni 2011-2013 og er varaformaður norska Miðflokksins (Senterpartiet). Flokkurinn sá hefur löngum verið tortryggin gagnvart Meira
21. ágúst 2014

Áfangasigur í erfiðu umhverfi

Gjaldeyrishöft, lítill vöxtur í efnahagslífi Vesturlanda og minnkandi uppsveifla í Kína er allt til þess fallið að halda aftur af erlendri fjárfestingu á Íslandi. Það er því jákvætt að undanfarin misseri hafa nokkur iðnfyrirtæki tekið þá ákvörðun að byggja upp framleiðslu hér á landi. Sú fjárfesting mun bæði skapa gjaldeyrisinnflæði og ný störf. Einnig stuðlar þetta að meiri fjölbreytni í hópi Meira
14. júlí 2014

Eðlileg orkuskerðing - enginn orkuskortur

Lág staða í miðlunarlónum vegna óhagstæðs veðurfars í vetur olli því að síðla vetrar og í vor þurfti Landsvirkjun að skerða möguleika viðskiptavina sinna á að kaupa raforku sem er umfram það sem fyrirtækinu er skylt að afhenda (í þessu sambandi er ýmist talað um ótrygga orku, umframorku eða afgangsorku, en hugtakið ótrygg orka lýsir þessu sennilega best). Vegna þessara skerðinga spannst Meira
23. júní 2014

Vannýttir eiginleikar íslenska vatnsaflsins

Meðal efnis í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmála er áhugaverð grein þar sem útskýrt er hvernig íslenska orkan býr yfir mjög sérstökum eiginleika, sem gerir hana afar eftirsótta og gæti skapað okkur áður óþekkt viðskiptatækifæri. Höfundur umræddrar greinar er Björgvin Skúli Sigurðsson, sem er með doktorspróf í verkfræði frá Stanfordháskóla í Bandaríkjunum og gegnir nú starfi Meira
4. júní 2014

Raforkuverð mun hækka

Hátt raforkuverð víða í Evrópu veldur því að það væri mjög áhugavert að geta selt íslenska raforku inn á evrópskan markað. En á sama tíma og raforkuverð víða í Evrópu hefur haldist hátt, hefur raforkuverð víða í Bandaríkjunum verið nokkuð lágt og sumstaðar hreint ótrúlega lágt. Þessi mismunur hefur orðið til þess að sumir freistast til að halda að raforkuverðið vestra eigi eftir að haldast lágt Meira
21. maí 2014

Draumórar yfirtóku veruleikann í álbransanum

Í gær fór fram aðalfundur Samáls. Þar flutti m.a. Kelly nokkur Driscoll frá ráðgjafa- og greiningafyrirtækinu CRU erindi um horfurnar á álmarkaði. Í hnotskurn spáir Driscoll því að áliðnaðurinn eigi enn eftir að upplifa nokkur erfið ár uns þokkalegt jafnvægi kemst á framleiðslu og eftirspurn á álmarkaði. Og að lítill sem enginn hvati verði til að reisa ný álver utan Kína fyrr en í fyrsta lagi 2017 Meira
28. apríl 2014

Nýtum tækifærin í orkustefnu Bretlands

Milljarðar punda streyma nú í ný raforkuverkefni í Bretlandi. Þær fjárfestingar koma til vegna nýsamþykktrar orkustefnu Bretlands. Fyrir okkur Íslendinga er sérstaklega athyglisvert að sjá hvernig þessi nýja orkustefna Bretlands getur nýst íslenskri orkuþekkingu og orkuframleiðslu. Í liðinni viku var tilkynnt um fyrstu lotu orkufjárfestinga vegna hinnar nýju orkustefnu. Þar var um að ræða 12 Meira
18. mars 2014

Grunsamlegir viðskiptahættir á álmörkuðum

Eru fjárfestingabankinn Goldman Sachs og hrávörurisinn Glencore Xstrata (sem er aðaleigandi Norðuráls) að reyna að króa álmarkaðinn af? Er alþjóðlegi álmarkaðurinn í London jafnvel með í slíku samsæri? Það er a.m.k. staðreynd að grunur er uppi um að nokkur af særstu fjármálafyrirtækjum í Bandaríkjunum og fyrirtæki sem tengjast áliðnaðinum, stundi ólögmæta viðskiptahætti í því skyni að takmarka Meira
23. febrúar 2014

Stærsta efnahagstækifæri Íslands

Undafarið hafa nokkrir þekktir fjölmiðlar fjallað um þá hugmynd að leggja raforkukapal milli Íslands og Bretlands. Sú umfjöllun hefur verið á jákvæðum nótum. Bæði Economist og Finacial Times telja þetta athyglisverðan möguleika. Þessir fjölmiðlar benda á að slíkur kapall myndi bæði skapa Íslandi auknar útflutningstekjur og um leið veita Bretum aðgang að orku sem væri mun Meira
27. janúar 2014

Orkustefna Bretlands verður sífellt áhugaverðari

Orkustefna breskra stjórnvalda er að verða sífellt áhugaverðari fyrir okkur Íslendinga. Í desember sem leið (2013) birti breska orkumálaráðuneytið uppfærða tillögur sínar um orkustefnu, sem ráðgert er að taki gildi nú síðar á árinu (2014). Þar er m.a. er að finna endurskoðuð viðmiðunarverð á raforku vegna nýrra orkuverkefna. Þessar nýju tillögur gefa sterkar vísbendingar um Meira
12. desember 2013

Century vill koma áhættunni yfir á Landsvirkjun

Í fréttum í dag hefur komið fram að Michel Bless, forstjóri Century Aluminium, telji litlar líkur á að álver rísi í Helguvík nema betra orkuverð bjóðist. Og að fátt bendi til þess að það gerist á næstunni.Í frétt Viðskiptablaðsins um þetta segir að Bless „segist tilbúinn að líta á fjárfestingu fyrirtækisins í álveri í Helguvík sem sokkinn kostnað.“ Og að málflutningur hans á Meira
24. nóvember 2013

Notalegur Sunnudagsmorgunn

Þennan Sunnudagsmorgunn spjallaði Gísli Marteinn Baldursson við iðnaðarráðherra. Viðtalið snerist að verulegu leyti um álver í Helguvík. Því miður urðu þær umræður þokukenndari en búast hefði mátt við af hinum skelegga og fríska stjórnanda.Staðan er ekkert óskýrVið þetta tækifæri sagði ráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, að biðstaðan með Helguvíkurverkefnið væri slæm. Betra væri að Meira
31. október 2013

Sæstrengurinn

Í Fréttablaðinu í dag birtist grein þar sem fjallað er um þá hugmynd að leggja rafstreng milli Bretlands og Íslands. Höfundar greinarinnar eru þeir Skúli Jóhannsson og Valdimar K. Jónsson. Greinin einkennist mjög af varnaðarorðum og áherslu á það sem illa gæti farið í tengslum við slíka framkvæmd. Niðurstaða greinarhöfunda er að málið hafi ekki verið nálgast af nægilegu raunsæi. Og þeir telja að Meira
27. september 2013

Snjallir snúningar móðurfélags Norðuráls

Álverð er lágt um þessar mundir og fjölmörg álver í heiminum eru rekin með tapi. En þó svo lágt álverð sé víða að valda áliðnaðinum verulegum vandræðum, þá er greinilegt að sum álfyrirtæki eru lagin við að nýta aðstæður sér í hag. Century eykur álframleiðslu sína á tímum offramboðs Hér verður fjallað um það hvernig bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum, sem að stærstu leyti er í eigu Meira
14. september 2013

Svört skýrsla Boston Consulting Group

Vestræni áliðnaðurinn er líkt og staddur á hnífsegg. Upp virðist vera komin afar viðkvæm staða, sem skapar mikla óvissu. Um þessar ógöngur, sem áliðnaðurinn hefur reyndar fyrst og fremst sjálfur komið sér í, er fjallað í nýlegri skýrslu Boston Consulting Group. Skýrslan sú er til umfjöllunar hér:InngangurNú í vikunni birtist viðtal við forstjóra álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Þar lýsir Meira