c

Pistlar:

24. október 2013 kl. 8:42

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Hvar er tillaga Sjálfstæðismanna?

Ein af betri tillögum í aðdraganda síðustu kosninga var tillaga Sjálfstæðisflokksins um að hvetja til sparnaðar og veita fólki raunhæf tækifæri til lækka íbúðalán um allt að 20% á 5 árum. Gekk tillagan út á það að fólk fengi aukin tækifæri til að greiða niður húsnæðislán og flýta þannig eignamyndun og lækka því vaxtakostnað sinn.

Samkvæmt tillögunni yrði slíkt gert í tveimur skrefum. Í því fyrsta fengi fólk allt að 40 þúsund krónur á mánuði í sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af íbúðaláni, sem kæmi inn á höfuðstól þess til lækkunar. Í öðru lagi gætu þeir sem væru með séreignarsparnað sem tengdist ekki langtímasamningum, eins og hjá tryggingarfélögum, notað sitt framlag til að greiða niður skattfrjálst höfuðstól láns.

Einhverra hluta vegna hefur ekki heyrst neitt um þessa tillögu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Framsókn. Áhugavert væri að vita hvort að búið sé að leggja hana varanlega til hliðar eða hvort þess sé að vænta að útfærsla hennar verði kynnt.

MWM

tillaga xd

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira