c

Pistlar:

25. ágúst 2015 kl. 9:34

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Kínversk bóla

Ég hitti kínverskan hagfræðing árið 2011 í framhaldi af fyrirlestri sem ég hélt í New Jersey varðandi íslenska hrunið. Hann sagði að afar margt sem fram kom í fyrirlestri mínum svipaði til ástandsins í Kína um þær mundir. Fasteignabóla var þá þegar farin að myndast og var hún jafnvel sprungin. Hans helstu áhyggjur voru að hagvöxturinn sem ríkti, og hafði gert í mörg ár, dyggði til að blása enn frekar í þá verðbólu sem var að myndast þar og að slíkt kæmi til með að breiðast yfir í aðrar afurðir fjármálamarkaða.

Áhyggjur hans hafa komið á daginn. Langt er síðan að ljóst var að fasteignabóla hefði í raun myndast og einnig sprungið. Engu að síður héldu kínversk hlutabréf að hækka í virði. Þessi þróun svipar til þess þegar að fasteignabóla sprakk í Bandaríkjunum árið 1925 en nokkrum árum síðar hækkuðu hlutabréf mikið áður en hinn mikli skellur kom. Hækkunin á kínverskum hlutabréfum líktist þó meira þeirri hækkun sem átti sér stað í tæknifyrirtækjum skráð á NASDAQ vísitölunni árin 1998-2000 (byrjun árs 2000). Svona leit NASDAQ hlutabréfavísitalan út frá lok apríl 1999 til sama tíma ársins 2000 (heimild: Google Finance).

NASDAQ 1999-2000

Gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar hefur hækkað með svipuðum hætti síðustu 12 mánuði eins og sést hér að neðan (heimild: Bloomberg.com).

Kína 2015

Því hefur lengi verið spáð að vöxtur efnahagsins í Kína komi til með að dragast saman. Það er ekki þar með sagt að samdráttur væri nauðsynlega í spilunum, einfaldlega minni vöxtur. Þetta virðist ákveðinn hluti almennings í Kína ekki hafa verið meðvitaður um. Sígild einkenni hlutabréfabóla er uppspretta af miklum hagvexti í mörg ár og þrátt fyrir að hættumerki séu til staðar fer almenningur að trúa því að hagvöxturinn verði óendanlegur. Aukið aðgengi fólks í Kína að fjármagni leitaði síðan í hlutabréfamarkaðinn þar sem að hækkun hlutabréfa veitti þá tálmynd að þau væri góð fjárfesting (oft er innstæða fyrir hækkun hlutabréfa) og almenningur þar fór að fjárfesta í bréfum einungis af því að því að vinir og vandamenn höfðu gert slíkt hið sama og hagnast mikið. Skuldsetning almennings þar er í sögulegum hæðum og hefur aukist gríðarlega hratt eins og þessi frétt dregur vel saman. Eins og kínverski hagfræðingurinn sagði fyrir nokkrum árum síðan, margt svipar til ástandins í Kína síðastliðin ár (og fallsins þessa daganna) og á Íslandi 2003-2008.

MWM

Hér er hlekkur af frétt á RÚV sem birtist í morgun varðandi þetta efni. Það var ónákvæmt hjá mér að segja að frekari lækkanir væru líklegar, betra hefði verið að segja að þær kæmu mér ekki á óvart. 

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira