Pistlar:

17. maí 2013 kl. 13:31

Sigmar Guðbjörnsson (sigmargudbjornsson.blog.is)

Bólgnir lífeyrissjóðir og heimilin

Aðgerðalaust fjármagn hleðst upp hjá lífeyrissjóðum, fjármagn sem ekki er hægt að fjárfesta með skynsamlegum hætti, fjármagn sem jafnvel á eftir að lækka að verðgildi með tímanum. Fjárfestingarkostum hefur stórlega fækkað á Íslandi frá hruni, auk þess sem gjaldeyrishöftin takmarka fjárfestingar erlendis.

Meðal raunávöxtun lífeyrissjóðana undanfarin ár hefur verið nokkuð undir þeirri ávöxtun sem sjóðsfélagar hafa þurft að greiða af húsnæðislánum sínum. Hafa ber í huga að það fjármagn sem lífeyrissjóðirnir hafa til varðveislu og ávöxtunar er eign sjóðsfélaga. Á þessum tímun þarf að spyrja sig hvort það sé skynsamlegt að borga í lífeyrissjóði, sjóði sem eru í efiðleikum með að fjárfesta fjármagninu sem hleðst upp, með ávöxtun sem liggur jafnvel undir þeirri ávöxtun sem sjóðsfélagar sjálfir þurfa að greiða í vexti og verðbætur af húsnæðislánum?

Væri ekki skynsamlegra að gefa sjóðsfélögum val  um að greiða niður húsnæðislánin sín hraðar, frekar en að greiða til lífeyrissjóða, sem þá myndi hraða eignarmyndun í húsnæði sjóðsfélaga og létta á skuldabyrgðinni? Það er til mikils að vinna ef sjóðsfélagar taka út lífeyrissparnað til að  greiða niður húsnæði sitt, þar með helst sparnaðurinn sem slíkur. Stjórnmálaflokkarnir lýstu huga á að koma að lausnum á skuldamálum heimilana, hugsanlega væri hægt að draga úr skattlagningu á því fjármagni sem sjóðsfélagar myndu taka úr lífeyrissjóðunum til að greiða niður sitt eigið húsnæði. Tæknilegar útfærslur á slíku fyrirkomulagi ættu að geta verið einfaldar.
8. mars 2013

Skuldamál heimilana og lausnir

MáliðErt þú einn af fjölmörgum húseigendum sem hefur staðið í skilum á húsnæðislánum, hefur borgað af húsnæðinu í fjöldamörg ár, en sérð enga eignarmyndun verða til? Þú áttar þig á samhenginu, fasteignarmatið hækkar ár frá ári, við það aukast skattar og gjöld af húnsæðinu, sem svo hefur áhrif til hækkunar verðbólgu, við að verðbólgan eykst þá hækka vextirnir á húsnæðislánunum, sem svo aftur hefur meira
29. janúar 2013

Gjaldeyrishöftin – blessun eða bölvun, áhrif og aðgerðir

  Bölvun eða blessun?Íslendingar hafa aflað sér yfir 60 ára reynslu af gjaldeyrishöftum, leitaði ég því fyrri kynslóða til að spyrjast fyrir um þeirra upplifun á áhrif haftana á þjóðlífið. Meðal þess sem kom fram má nefna:Kvótar voru settir á innflutning.Sækja þurfti um gjaldeyri vegna vörukaupa og ferðalaga.Óheppileg samþjöppun ákvarðanatökuvalds átti sér stað.Vina og ættartengls höfðu áhrif meira
22. nóvember 2012

Fjárfestingarmarkaður - tækifæri og aðgerðir

  Þrengt að nýsköpun og atvinnuppbyggingu á ÍslandiÁ Íslandi ríkir fákeppni á meðal fjárfesta þar sem sárafáir aðilar eru að fjárfesta í fyrirtækum. Í eðlilegu ástandi þá ættu margir fjárfestar að slást um bestu verkefnin, sem mundi setja frumkvöðulinn í góða samningsaðstöðu.Vegna þessarar fákeppni þá eru oft á tíðum frumkvöðlum settir afarkostir og eiga þeir nánast ekki kost á öðru en að meira
2. október 2012

Örvum fjárfestingar á Íslandi

Auknar fjárfestingar í atvinnulífinu skila sér fljótt til samfélagsins í formi fjölgunar starfa og þar með aukinna skatttekna, er því eftir miklu að seilast.  Fjárfestingartækifæri á Íslandi mættu vera mun fleiri.  Erlendum aðilum gefst ekki kostur á að fjárfesta í orkuiðnaði, virkjunum né sjávarútvegi. Með tilkomu auðlindagjalds ætti að verða auðveldara að leyfa slíkar fjárfestingar. meira
10. september 2012

Fjármögnunarumhverfi fyrirtækja

Hlutabréf leika lykilhlutverk við stofnun og uppbyggingu fyrirtækja á Íslandi og því mikilvægt aðumhverfið tengt slíkum viðskiptum sé bæði til staðar og aðgengilegt fyrir bæði kaupendur ogseljendur hlutabréfa. Eftir því sem fyrirtækin stækka því mikilvægari verður hlutabréfasala, til þessað standa undir fjármögnun á uppbyggingu fyrirtækja. Þegar um stofnun nýrra og minni fyrirtækjaer að ræða og meira