Pistlar:

8. mars 2013 kl. 8:46

Sigmar Guðbjörnsson (sigmargudbjornsson.blog.is)

Skuldamál heimilana og lausnir

Málið

Ert þú einn af fjölmörgum húseigendum sem hefur staðið í skilum á húsnæðislánum, hefur borgað af húsnæðinu í fjöldamörg ár, en sérð enga eignarmyndun verða til? Þú áttar þig á samhenginu, fasteignarmatið hækkar ár frá ári, við það aukast skattar og gjöld af húnsæðinu, sem svo hefur áhrif til hækkunar verðbólgu, við að verðbólgan eykst þá hækka vextirnir á húsnæðislánunum, sem svo aftur hefur áhrif á fasteingarmatið? Ríkið kriddar svo allann pakkann með því að hækka gjaldtöku hins opinbera, sem virkar eins og eldsneyti á verðbólgubálið.

Ég hef heyrt af fjölda fólks sem hefur reiknað út að ódýrara sé að leigja húnsæði en að eiga og fyrir vikið hefur selt sitt húsnæði og farið út á leigumarkaðinn. Við söluna þá komust þessir sömu einstaklingar að því að límingin við Ísland losnaði, það varð mun auðveldara fyrir þau að taka ákvörðun um að flytja erlendis. Þessi saga á við um fjölda einstaklinga, sérfræðinga, sem við hefðum helst viljað halda á landinu, því þeir skapa störf, einstaklinga sem eiga tiltölulega auðvelt með að fá vinnu erlendis. Fyrirtækin þurfa á þessum starfskröftum að halda m.a. í þeirri flóru af hátæknifyrirtækjum sem eru með hverju árinu að auka hlutdeild sína í verðmætasköpun landsins.

Fyrst ofangreind dæmi eiga sér stað í raunveruleika dagsins í dag, þá erum við að glíma við vandamál sem verður að takast á við! Í sjálfu sér getur það verið af hinu góða að fólk flytji erlendis, safni sér reynslu og komi aftur til landsins. En til þess að fá fólk til að flytja aftur til landsins, þurfa aðstæður að breytast, fólk kemur ekki endilega heim aftur í óbreytt efnahagsástand.

Hvað er svo til ráða?

Umræðan um ágæti og galla íslensku krónunar hefur staðið í áratugi, þeir sem vilja halda krónuni telja hana gefa okkur frelsi til athafna og tækifæri til að leysa fram úr vandamálum íslenska hagkerfisins. Hvernig væri að sýna fram á styrk íslensku krónunar, oft er þörf en nú er nauðsyn! Nýtum okkar litla og lokaða hagkerfi okkar til lausnar á skuldamálum heimilana, margar góðar hugmyndir hafa verið viðraðar, sem má notast við að hluta eða að öllu leyti, lausn á vandamálinu er þjóðþrifamál og á að vera þverpólitískt. Lausnin getur m.a. falist í því að:

Dröga úr áhrifum gengistryggingar og vaxta, ég er þeirrar skoðunar að setja eigi inn vísitölu og vaxtarþak, þannig að ef farið er yfir þakið, þá munu verðbólgan og vextirnir sem eru umfram dreifast jafnt á þrjá aðila, lántakenda, lánveitanda og ríki. Mér finnst það sérstaklega mikilvægt að ríkið taki á sig slíka meðábyrgð, þar sem ríkið er stór áhrifavaldur á verðbólgu og vexti í landinu! Þannig aukast lýkurnar á að eigendur fasteigna sjái eignarmyndum verða til, hvati verður til fyrir unga fólkið okkar til að eignast sitt eigið húsnæði og verðbólguni haldið niðri.

Setjum í lög að hægt verði að skuldbreyta öllum fasteignarlánum í landinu með litlum sem engum tilkostnaði, sem eykur samkleppnina, þannig að lántakendur geti ávalt notið bestu kjara sem bjóðast hverju sinni.