20. september 2014 kl. 15:10

Bólu-Hjálmar og velferðarkerfið

Ríkur og fátækur


Ríkur búri ef einhver er,

illa máske þveginn,

höfðingjar við síðu sér

setja hann hægra megin.


Fátækur með föla kinn

fær það eftirlæti,

á hlið við einhvern hlandkoppinn

Þannig orti Hjálmar Jónsson, betur þekktur sem Bólu-Hjálmar, (1796-1875). Kvæðið heitir ,,Ríkur og fátækur". Bólu-Hjálmar orti mikið um niðurlæginguna sem fylgdi því að vera fátækur enda stórlindur (og jafnvel grálindur) maður. Wikipedia segir hann frægan fyrir níðkveðskap og að hafa verið óvæginn og illskeyttur. Um það má deila en vissulega var Bólu-Hjálmar hvassyrtur og hlífði ekki samferðamönnum sínum enda taldi hann sig ekki metinn að verðleikum. Það sést ágætlega í kvæði hans ,,Umkvörtun", þar sem hann kvað um heimasveit sína, Akrahrepp í Skagafirð. Hann hóf kvæðið með þessu erindi:

Eftir fimmtíu ára dvöl

í Akrahrepp, ég má nú deyja

úr sulti, nakleika, kröm og kvöl.

Kvein mitt ei heyrist, skal því þegja.

Félagsbræður ei finnast þar,

af frjálsum manngæðum lítið eiga,

eru því flestir aumingjar,

en illgjarnir þeir sem betur mega.

Bolu_hjalmar

Líklega verður að telja þennan kveðskap Bólu-Hjálmars til gagnrýni á fátæktarmál þess tíma. Hann bjó við þröngan kost en líklega er nú ofsagt að hann hafi búið við ,,sult, nakleika, kröm og kvöl." En vissulega var velferðarkerfi þess tíma eitthvað til að kvarta yfir, enda ansi langt frá því kerfi sem við þekkjum núna. Og hlutirnir áttu sannarlega eftir að breytast.

Velferðarkerfið kemur til sögunnar

Með nokkrum einföldunum má segja að velferðarkerfi nútímans eigi rætur að rekja til almannatryggingakerfisins, sem Ottó von Bismarck ,,járnkanslarinn" kom á í Þýskalandi á seinni hluta 19. aldar. Líklega um svipað leyti og Bólu-Hjálmar var að gefa upp öndina, saddur lífdaga.  Það var þó ólíkt því kerfi sem þróaðist á Norðurlöndum á uppgangstímum eftirstríðsáranna. Á þetta var bent í skýrslu sem sænski félagsvísindamaðurinn Joakim Palme vann í lok síðustu aldar. Hann starfaði þá hjá Institut for socialforskning í Stokkhólmi. Skýrslan, "Norræna kerfið og breytingar á félagslegri vernd í Evrópu", var gerð að tilhlutan Norðurlandaráðs og var rækilega sagt frá henni í Morgunblaðinu á þeim tíma. Er hér stuðst við þá frásögn. Skýrsla Palmes er einkum miðuð við Norðurlöndin að Íslandi undanskildu en hann tekur þó dæmi frá Íslandi eftir því sem efni standa til. Af skýrslu hans mátti ráða að íslenska velferðarkerfið var mörgu leyti ólíkt norræna kerfinu.

Palme benti á að framan af hafi ekkert verið við norrænu kerfin sem benti til þess er síðar varð. Norðurlönd voru heldur sein til að koma á víðtæku velferðarkerfi og fram að fyrri heimsstyrjöldinni voru bæturnar lægri en í nágrannalöndunum. Það átti þó eftir að breytast og ekki síst sökum þess það, að áhersla var lögð á að gera konum kleift að taka þátt í atvinnulífinu. Það einkenndi lengi vel  þróunina á Norðurlöndum að þar er einstaklingurinn en ekki fjölskyldan hornsteinn velferðarkerfisins. Segja má að með tekjutengingarbótakerfinu hafi verið horfið frá því og velferðarkerfið meira samofið inn í fjölskyldugerðina. Að mörgu leyti skiljanleg nálgun en hún býður líka þeirri hættu heim að þjóðfélagsmyndunin sé rekin í gegnum velferðarkerfið og hlutverk einstaklingsframtaksins minnki um leið.

Átti að draga úr fátækt

Í rannsókn sinni velti Palme fyrir sér hver væri tilgangurinn með svo víðtæku kerfisbyggingu eins og Norðurlöndin höfðu ráðist í. Jú, eins og annars staðar var tilgangurinn að draga úr fátækt en norræna kerfið lagði (og leggur enn) einnig grundvallaráherslu á að jafna aðstöðu þegnanna og kynjanna. Ekki bara að veita fólki neyðaraðstoð heldur var því smám saman sett ýmis félagsleg markmið. Kerfið var hugsað fyrir hinn breiða fjölda, ekki aðeins fyrir lítinn hóp þurfandi eins og gamals fólks og einstæðra mæðra. Með öðrum orðum, markmiðið var ekki eingöngu að glíma við fátækt eins og þá sem Bólu-Hjálmar upplifið heldur jafna stöðu fólks.

Í niðurstöðum sínum bendir Palme á, að norræna reynslan bendi til, að kerfi, sem miðað sé við allan þorra fólks og ekki aðeins lítinn hóp, sé í raun árangursríkara til að hjálpa þeim sem þess þurfa en kerfi sem eiga eingöngu að vera eins og öryggisnet fyrir þá illa settu. Hann bendir ennfremur á, að þar sem Norðurlöndin standi vel hvað varðar baráttu við fátækt og jafnrétti miðað við nágrannalöndin, þá megi segja, að velferðarkerfin hafi þjónað tilgangi sínum bærilega.

Dregur úr viljanum til að vinna

Það felur þó ekki í sér, að ekki megi koma auga á agnúa í kerfunum og þá verður að ræða en ekki fela, eins og Palme telur að oft hafi verið tilhneiging til og rakið er í áðurnefndri Morgunblaðsgrein. Höfuðgagnrýnin að mati Palmes er, að sökum félagsbóta og hárra skatta hafi velferðarkerfið dregið úr viljanum til að vinna. Hann bendir hins vegar á, að það sé þó erfitt að sjá þess tölfræðilegan stað því þrátt fyrir atvinnuleysi hafi atvinnuþátttaka verið mikil, einkum vegna atvinnuþátttöku kvenna. Nær sé að líta á hvernig opinber útgjöld hafi verið notuð til að bæta forsendur hagvaxtar og hvaða áhrif útgjöld á sviði menntunar, heilsufars, húsnæðismála, umhverfis og skyldra þátta hafi haft á hagvöxt.

Til að gera langa sögu stutta má segja að velferðarkerfið hafi þanist úr þar til það fékk alvarlega gagnrýni frá frjálshyggjumönnum. Sú gagnrýni beindist að óskilvirkni kerfisins sem þeir töldu ekki ná tilgangi sínum. Þvert á móti færi kerfið illa með fé og kæmi í veg fyrir verðmætasköpun. Sagnfræðingurinn Niall Fergusson lýsir þessari gagnrýni ágætlega í bók sinni "Peningarnir sigra heiminn" en þar rekur hann hvernig rausnarlegt velferðarkerfi dregur úr þjóðum. Frjálshyggjumenn töldu að fyrir fullfrískt fólk ætti auðsældin að vera gulrót og fátæktin vöndurinn sem knýr það til sjálfsbjargar. Velferðarkerfið tekur hins vegar vöndinn í burtu.

Á þeim tíma, þegar Palme skrifaði skýrslu sína, var það atvinnuleysi, vaxandi fjöldi ellilaunaþega og vinnandi fólk, sem vék þá æ yngra af vinnumarkaðnum, sá vandi sem Norðurlöndin áttu við að glíma. Og þá engu síður en aðrar Evrópuþjóðir. Palme taldi að þessi vandi orsakaði þrýstingi á velferðarkerfið og gerir uppstokkun og endurskoðun nauðsynlega. Til viðbótar þessari skilgreiningu má segja að sívaxandi fjöldi innflytjenda hafi sett enn nýjar áskoranir á velferðarkerfið og líklega eru þeir helsta uppspretta óánægju kjósenda á Norðurlöndum með þróun mála. Nú sem áður er spurningin hvernig hægt sé að koma því svo fyrir, að velferðarkerfið sé hvetjandi en ekki letjandi þannig að það sökkvi ekki undan eigin þunga.    

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.    

mynd
17. september 2014

Rosling og hið sanna ástand heimsins

Fyrirlestur Hans Rosling í Hörpunni á mánudaginn var einstaklega áhugaverð upplifun. Rosling hefur ekki beinlínis útlit poppstjörnu og enska hans er með þessari hörðu skandinavísku framsögn sem margir hafa gaman af. En upplýsingarnar, framsetningin og persónutöfrarnir vógu þetta allt upp. Rosling hélt salnum föngnum í einn og hálfan tíma og meira að segja uppteknustu menn sátu rólegir. Að lokum Meira
mynd
8. september 2014

Samkeppni og hæfni þjóða

Það er tvennt sem þarf að hafa í huga þegar samkeppnishæfni Íslands er metin. Hvoru tveggja þættir sem landsmenn geta lítið gert við. Annars vegar staðsetning landsins sem gerir flutnings- og samskiptakostnað alltaf dýrari. Hins vegar fámenni þjóðarinnar í til þess að gera stóru landi. Þar af leiðandi verður alltaf kostnaðarsamara að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði og í þéttbýlli löndum. Um Meira
mynd
30. ágúst 2014

Fátækt verður félagsleg staðreynd á Íslandi

Sænski fræðimaðurinn Hans Rosling hefur bent á að engin fátækt sé raunverulegri en sú sem veldur ótta við hungur. Að beina hungurvofunni burt frá fátæku fólki er mikilvægast af öllu og það eigi að vera miðpunktur allrar aðstoðar við það. Óhætt er að segja að baráttan við hungur hafi gengið þokkalega en hér var í pistli fyrir ári síðan bent á að 38 lönd höfðu þá náð markmiðum um útrýmingu Meira
mynd
21. ágúst 2014

Hans Rosling og umræða um fátækt

Það er vel til fundið að fá hinn heimskunna sænska fyrirlesara og fræðimann Hans Rosling hingað til lands en hann heldur erindi í Reykjavík á vegum félagsins Afríka 20:20 í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Hans Rosling er læknir í alþjóðaheilbrigðisvísindum og hefur vakið heimsathygli á síðustu árum fyrir heillandi framsetningu á tölfræðilegum gögnum. Sjálfsagt þekkja margir Rosling Meira
9. ágúst 2014

Ísland - best í heimi?

Einhverra hluta vegna þykir mörgum gaman að raða öllu mögulegu og ómögulegu upp flokka og raðir. Um þetta hefur skapast talsverð iðja hjá mörgum og ein angi þeirrar iðju gengur út á að raða þjóðlöndum í hópa. Væntanlega til fróðleiks og skemmtunar og jafnvel sumum til hvatningar. Oft ratar það í fréttir hvar Ísland stendur í þessum samanburði þó vissulega megi gera athugasemdir við aðferðafræði og Meira
mynd
28. júlí 2014

Ferðamenn að taka yfir íbúðamarkaðinn?

Undanfarið hefur Morgunblaðið birt athyglisverðar fréttaskýringar um þróun ferðaþjónustunnar, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. Framtak blaðsins er því merkilegra þar sem skortur er á góðri upplýsingagjöf um framvindu og breytingar á ferðaþjónustu. Eru meira að segja áhöld um hve nákvæmar og samanburðarhæfar tölur við fáum um það hve margir heimsækja landið. Brýnt er að bætt sé úr Meira
mynd
21. júlí 2014

Einkaframtakið og ferðaþjónustan

Þó vissulega sé ástæða til að hafa áhyggjur af þróun mála í ferðamannaiðnaði landsins er ekki annað hægt en að dáðst að þeim krafti sem einkennir ferðaþjónustuna og það einkaframtak sem hún hefur leyst úr læðingi. Þannig verður ekki annað séð en að tekist hafi að veita öllum þeim gistingu sem hingað koma þrátt fyrir að fjölgun ferðamanna sé gríðarleg milli ára. Að það skuli ekki hafa komið upp Meira
mynd
18. júlí 2014

Skipulagssaga Reykjavíkur: Kringlumýrin verður að Kringlunni

Ef skipulag höfuðborgarsvæðisins er skoðað í áratugum sjást betur þær miklu breytingar sem eru að verða. Á fyrsta áratug þessarar aldar var það uppbyggingin í Borgartúninu og úthverfum borgarinnar sem var hvað mest áberandi. Um leið og Borgartúnið hlóðst upp og varð smám saman að því fjármála- og skrifstofuhverfi sem þar má nú finna þá dreifðist byggðin og leitaði upp í Grafarholt, Úlfarsfell og Meira
mynd
6. júlí 2014

Metfjölgun ferðamanna og hvað svo?

Við Íslendingar erum líklega orðnir svo vanir því að sjá tölur um metfjölgun ferðamanna að við erum hættir að kippa okkur upp við slíkt. Nú er enn eitt metárið í uppsiglingu en fjölgun erlendra ferðamanna varð tæplega 32% á fyrstu fimm mánuðum ársins. Það slær út metið frá því í fyrra þegar 30% aukning varð á komum ferðamanna fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við árið á undan. Ef miðað er við Meira
mynd
23. júní 2014

Ísland - land tækifæranna eða hvað?

Ein helsta röksemd fyrir aðild að Evrópusambandinu er sú að þá verði viðskiptaumhverfið miklu auðveldara hér á landi. Fyrirtækjum verði auðveldara að komast á legg, sækja sér fjármagn og almennt muni áhætta minnka og þá um leið fleirum farnast vel. Vegna slíkra vangaveltna er áhugavert að skoða hvað er að gerast í viðskiptalífinu á hverjum tíma og hlusta á orð stjórnendanna sjálfra. Hvernig gengur Meira
mynd
15. júní 2014

Heimsveldi fótboltans

Heimurinn er dálítið upptekinn af knattspyrnu þessa daganna, það fer líklega ekki framhjá neinum. Vissulega má deila um allt, en fáir bera brigður á að knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er næst stærsti íþróttaviðburður heims, næst á eftir sjálfum Ólympíuleikunum. Sú staða gerir það að verkum að knattspyrnan hefur efnahagsleg og pólitísk áhrif sem engin Meira
mynd
6. júní 2014

Maðurinn í höndum náttúrunnar

,,Ísland er það land í heiminum sem breytist örast,” sagði Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur og sérfræðingur á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands, í nýlegu viðtali við Morgunblaðið. Oddur benti á þá augljósu staðreynd að Ísland er öðruvísi en flest önnur lönd. Hann skýrði það meðal annars með því að landið er hluti af sjávarbotni en ekki meginlandi. Það eru afar fá lönd í heiminum, og Meira
mynd
29. maí 2014

Uppgjörið við hrunið - saga Promens

Á næsta ári er von á plastframleiðslufyrirtækinu Promens í skráningu í Kauphöllina hér á landi. Tímabært segja margir en félagið var einmitt í miðjum undirbúningi að kauphallarskráningu þegar bankahrunið dundi yfir árið 2008. Þá var Promens að stærstum hluta í eigu fjárfestingafélagsins Atorku sem hafði unnið að uppbyggingu og endurskipulagningu þess í kjölfar mikilla fyrirtækjakaupa. Á þeim tíma Meira
18. maí 2014

Breytingar og byggðaþróun

Líklega var það gríski heimsspekingurinn Herakleitosi sem orðaði fyrst með skýrum hætti þá hugsun að allt sé breytingum undirorpið; maður stígur aldrei tvisvar í sömu ánna, benti hann á. En þó að hin augljósa lexía lífsins sé, að aðeins er víst, að allt breytist þá er eins og mannskepnunni sé áskapað að snúast gegn breytingum. Sérstaklega virðist stjórnmálaöflunum vera mikilvægt að reyna að Meira
mynd
3. maí 2014

Með vindinn í fangið

Fyrir stuttu ók pistlaskrifari í gegnum norðurhéruð Bretlands. Það sem vakti mesta athygli voru vindmyllur þær sem búið var að reisa nánast upp á öllum hæðum á leiðinni á milli Glasgow og Manchester. Nú er það reyndar svo að vindmyllur eru oftast við sjó því þar þykir vindur hvað stöðugastur en engu að síður virðast allar hæðir í Bretlandi vera þaktar þeim í dag. Landslagið hefur fyrir vikið tekið Meira
mynd
21. apríl 2014

Frumkvöðlar og tækifæri á Íslandi

Fyrir rúmu ári síðan tók ég viðtal við fjárfestirinn og frumkvöðulinn Bala Kamallakharan fyrir tímaritið Frjálsa verslun. Viðtalið var eftirminnilegt þó ekki væri það langt. Ekki síst vegna þess krafts og áhuga sem geislaði frá Bala sem óhætt er að segja að hafi tekið íslenskan nýsköpunariðnað með trompi. Bala hafði þá um nokkurt skeið byggt upp samstarfsvettvanginn Startup Iceland og var með Meira
mynd
17. apríl 2014

Skuldaeftirgjöf í Bandaríkjunum

Þó margir gætu haldið það af umræðunni þá er Ísland ekki eina landið í heiminum sem reynt hefur að koma til móts við skulduga íbúðaeigendur. Líklega er á fá hallað þó bent sé á framtak Kamala D. Harris, ríkissaksóknara Kaliforníu. Undanfarin ár hefur hún hefur beitt sér mjög fyrir lækkun skulda hjá íbúðaeigendum og um leið reynt að fá lánafyrirtæki til að milda aðgerðir sínar gagnvart skuldugu Meira
mynd
8. apríl 2014

Umræða um sjávarútveg

Lengst af virtust flestir landsmenn hafa sterk tengsl við sjávarútveginn, með þeim hætti að skilja út á hvað atvinnugreinin gekk og um leið mikilvægi hennar fyrir efnahag landsins. Meira að segja landkrabbar frá Selfossi, eins og sá er þetta ritar, fengu tækifæri til að spreyta sig í fiskvinnslu sumarlangt. Mikil vinna og uppgrip á þeim tíma hentuðu skólafólki vel. Að ekki sé horft fram hjá þeim Meira
mynd
30. mars 2014

Stöðugleiki án hagsældar

Á síðasta stýrivaxtafundi evrópska seðlabankans (ECB) sagði Mario Draghi seðlabankastjóri að evran væri eyja stöðugleikans (e. island of stability). Síðari tímar ættu hins vegar eftir að leiða í ljós hvort hún væri jafnframt eyja hagsældar og atvinnusköpunar. Svarið lýsir ágætlega þeirri stöðugleikahugsun sem evrópski seðlabankinn hefur unnið út frá, væntanlega þýskum bankamönnum til ánægju. Á Meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira