21. júlí 2014 kl. 14:50

Einkaframtakið og ferðaþjónustan

Þó vissulega sé ástæða til að hafa áhyggjur af þróun mála í ferðamannaiðnaði landsins er ekki annað hægt en að dáðst að þeim krafti sem einkennir ferðaþjónustuna og það einkaframtak sem hún hefur leyst úr læðingi. Þannig verður ekki annað séð en að tekist hafi að veita öllum þeim gistingu sem hingað koma þrátt fyrir að fjölgun ferðamanna sé gríðarleg milli ára. Að það skuli ekki hafa komið upp meiri skortur á gistirými en raun bera vitni sýnir glögglega að einkaframtakið hefur leyst málið. Horfur eru á að hingað komi 200 til 250 þúsund fleiri gestir en á síðasta ári en samt heyrist ekki annað en að allir fái gistingu. Annað hvort í nýjum hótelum eða íbúðagistingu sem hugvitssamir einstaklingar keppast nú við að koma upp. Vissulega heyrast umkvörtunarraddir um að verðlag sé hátt og að skatturinn sé sniðgenginn - verðum við ekki að kalla það vaxtarverki?

Þá sést að landsmenn eru hugmyndaríkir við að bjóða upp á afþreyingu og þjónustu og í sumum tilvikum ótrúlega fljótir að bregðast við. Margt snjallt hefur þar verið gert. Undirrituðum fannst til dæmis ótrúlegt að menn væru að bjóða upp á brimbrettasiglingar í fjörunni við Þorlákshöfn og kajaksiglingar í skurðum og tjörnum við Stokkseyri. Þetta og svo margt annað ber þess merki að hugmyndaauðgi er mikið og einkaframtakið er miklu fljótara að taka við sér en hið opinbera. Helsti flöskuhálsinn inn í landi er einmitt þar sem hið opinbera kemur að rekstri, nefnilega í Leifsstöð. Þar lengjast biðraðirnar stöðugt. Og það gerist reyndar víðar.

Um helgina var pistlahöfundur að ferðalagi um Suðurland. Ferðahópurinn hugðist koma við á Geysi og Gullfossi enda langt síðan margir í hópnum höfðu komið þangað. Mannfjöldinn við Geysi var slíkur að við treystum okkur ekki til að stoppa þar. Gullfoss reyndist heppilegri, mikil og góð bílastæði og mikil uppbygging á allri aðstöðu þar. Nú er auðvelt að komast að fossinum að ofanverðu frá nýjum útsýnisstöðum. Frekari bæting á aðstöðu bíður. Ekki veitir af því mannfjöldinn streymdi að. Við töldum 12 stórar rútur á bílastæðinu, margar minni og fjölda einkabíla. Þjónustan á staðnum vex hratt en salernisaðstaðan virðist strax sprunginn. Þrátt fyrir góðan vilja ræður eingin við fjölgunina.

2014-07-19 12.15.09

Spárnar fjarri sanni

Vissulega sjá allir að fjölgun ferðamanna er of hröð og langt umfram spár.  Í skýrslu sinni frá 2009 taldi Ferðamálastofa að ef gert væri ráð fyrir 8,3% árlegri aukningu ferðamanna að jafnaði líkt og verið hafði á Íslandi tíu ár á undan mætti gera ráð fyrir 1,2 milljónum ferðamanna til Íslands árið 2020. Í pistli hér fyrir stuttu var bent á að nú er enn eitt metárið í uppsiglingu en fjölgun erlendra ferðamanna varð tæplega 32% á fyrstu fimm mánuðum ársins. Það slær út metið frá því í fyrra þegar 30% aukning varð á komum ferðamanna fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við árið á undan. Svona hröð aukning kallar á vandamál. Sumir sáu þetta fyrir.

„Innan fárra ára munu 2 milljónir ferðamanna koma hingað til lands. Við þurfum að sameinast um þjóðaráætlun til að taka vel á móti þeim, en að vera okkur sjálfum líka til hagsbóta. Tilviljun má ekki ráða för og ekki heldur deilur okkar á milli eða skak." Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í inngangsræðu sinni á 75 ára afmælisráðstefnu Icelandair Group sem haldin var 25. september 2012. Þar áréttaði forsetinn þessi orð sín með því að segjast vera sannfærður um að þetta væri sá raunveruleiki sem koma skuli og að hann væri alls ekki of fjarlægur.

Miðað við núverandi aukningu náum við 2 milljóna ferðamannamarkinu 2017 eða 2018. Þá munu koma ferðamenn til landsins sem nema tæplega 7 sinnum fjölda landsmanna. Til samanburðar má nefna að Grikkir eru um 10 milljónir talsins og þangað koma á milli 10 og 12 milljónir ferðamanna á ári. Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af einkaframtakinu, við verðum hins vegar að ná að marka okkur stefnu og viðeigandi lagaumgjörð til að geta tekið við þessum fjölda.  

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð. 

  

mynd
18. júlí 2014

Skipulagssaga Reykjavíkur: Kringlumýrin verður að Kringlunni

Ef skipulag höfuðborgarsvæðisins er skoðað í áratugum sjást betur þær miklu breytingar sem eru að verða. Á fyrsta áratug þessarar aldar var það uppbyggingin í Borgartúninu og úthverfum borgarinnar sem var hvað mest áberandi. Um leið og Borgartúnið hlóðst upp og varð smám saman að því fjármála- og skrifstofuhverfi sem þar má nú finna þá dreifðist byggðin og leitaði upp í Grafarholt, Úlfarsfell og Meira
mynd
6. júlí 2014

Metfjölgun ferðamanna og hvað svo?

Við Íslendingar erum líklega orðnir svo vanir því að sjá tölur um metfjölgun ferðamanna að við erum hættir að kippa okkur upp við slíkt. Nú er enn eitt metárið í uppsiglingu en fjölgun erlendra ferðamanna varð tæplega 32% á fyrstu fimm mánuðum ársins. Það slær út metið frá því í fyrra þegar 30% aukning varð á komum ferðamanna fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við árið á undan. Ef miðað er við Meira
mynd
23. júní 2014

Ísland - land tækifæranna eða hvað?

Ein helsta röksemd fyrir aðild að Evrópusambandinu er sú að þá verði viðskiptaumhverfið miklu auðveldara hér á landi. Fyrirtækjum verði auðveldara að komast á legg, sækja sér fjármagn og almennt muni áhætta minnka og þá um leið fleirum farnast vel. Vegna slíkra vangaveltna er áhugavert að skoða hvað er að gerast í viðskiptalífinu á hverjum tíma og hlusta á orð stjórnendanna sjálfra. Hvernig gengur Meira
mynd
15. júní 2014

Heimsveldi fótboltans

Heimurinn er dálítið upptekinn af knattspyrnu þessa daganna, það fer líklega ekki framhjá neinum. Vissulega má deila um allt, en fáir bera brigður á að knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er næst stærsti íþróttaviðburður heims, næst á eftir sjálfum Ólympíuleikunum. Sú staða gerir það að verkum að knattspyrnan hefur efnahagsleg og pólitísk áhrif sem engin Meira
mynd
6. júní 2014

Maðurinn í höndum náttúrunnar

,,Ísland er það land í heiminum sem breytist örast,” sagði Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur og sérfræðingur á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands, í nýlegu viðtali við Morgunblaðið. Oddur benti á þá augljósu staðreynd að Ísland er öðruvísi en flest önnur lönd. Hann skýrði það meðal annars með því að landið er hluti af sjávarbotni en ekki meginlandi. Það eru afar fá lönd í heiminum, og Meira
mynd
29. maí 2014

Uppgjörið við hrunið - saga Promens

Á næsta ári er von á plastframleiðslufyrirtækinu Promens í skráningu í Kauphöllina hér á landi. Tímabært segja margir en félagið var einmitt í miðjum undirbúningi að kauphallarskráningu þegar bankahrunið dundi yfir árið 2008. Þá var Promens að stærstum hluta í eigu fjárfestingafélagsins Atorku sem hafði unnið að uppbyggingu og endurskipulagningu þess í kjölfar mikilla fyrirtækjakaupa. Á þeim tíma Meira
18. maí 2014

Breytingar og byggðaþróun

Líklega var það gríski heimsspekingurinn Herakleitosi sem orðaði fyrst með skýrum hætti þá hugsun að allt sé breytingum undirorpið; maður stígur aldrei tvisvar í sömu ánna, benti hann á. En þó að hin augljósa lexía lífsins sé, að aðeins er víst, að allt breytist þá er eins og mannskepnunni sé áskapað að snúast gegn breytingum. Sérstaklega virðist stjórnmálaöflunum vera mikilvægt að reyna að Meira
mynd
3. maí 2014

Með vindinn í fangið

Fyrir stuttu ók pistlaskrifari í gegnum norðurhéruð Bretlands. Það sem vakti mesta athygli voru vindmyllur þær sem búið var að reisa nánast upp á öllum hæðum á leiðinni á milli Glasgow og Manchester. Nú er það reyndar svo að vindmyllur eru oftast við sjó því þar þykir vindur hvað stöðugastur en engu að síður virðast allar hæðir í Bretlandi vera þaktar þeim í dag. Landslagið hefur fyrir vikið tekið Meira
mynd
21. apríl 2014

Frumkvöðlar og tækifæri á Íslandi

Fyrir rúmu ári síðan tók ég viðtal við fjárfestirinn og frumkvöðulinn Bala Kamallakharan fyrir tímaritið Frjálsa verslun. Viðtalið var eftirminnilegt þó ekki væri það langt. Ekki síst vegna þess krafts og áhuga sem geislaði frá Bala sem óhætt er að segja að hafi tekið íslenskan nýsköpunariðnað með trompi. Bala hafði þá um nokkurt skeið byggt upp samstarfsvettvanginn Startup Iceland og var með Meira
mynd
17. apríl 2014

Skuldaeftirgjöf í Bandaríkjunum

Þó margir gætu haldið það af umræðunni þá er Ísland ekki eina landið í heiminum sem reynt hefur að koma til móts við skulduga íbúðaeigendur. Líklega er á fá hallað þó bent sé á framtak Kamala D. Harris, ríkissaksóknara Kaliforníu. Undanfarin ár hefur hún hefur beitt sér mjög fyrir lækkun skulda hjá íbúðaeigendum og um leið reynt að fá lánafyrirtæki til að milda aðgerðir sínar gagnvart skuldugu Meira
mynd
8. apríl 2014

Umræða um sjávarútveg

Lengst af virtust flestir landsmenn hafa sterk tengsl við sjávarútveginn, með þeim hætti að skilja út á hvað atvinnugreinin gekk og um leið mikilvægi hennar fyrir efnahag landsins. Meira að segja landkrabbar frá Selfossi, eins og sá er þetta ritar, fengu tækifæri til að spreyta sig í fiskvinnslu sumarlangt. Mikil vinna og uppgrip á þeim tíma hentuðu skólafólki vel. Að ekki sé horft fram hjá þeim Meira
mynd
30. mars 2014

Stöðugleiki án hagsældar

Á síðasta stýrivaxtafundi evrópska seðlabankans (ECB) sagði Mario Draghi seðlabankastjóri að evran væri eyja stöðugleikans (e. island of stability). Síðari tímar ættu hins vegar eftir að leiða í ljós hvort hún væri jafnframt eyja hagsældar og atvinnusköpunar. Svarið lýsir ágætlega þeirri stöðugleikahugsun sem evrópski seðlabankinn hefur unnið út frá, væntanlega þýskum bankamönnum til ánægju. Á Meira
mynd
16. mars 2014

Bylting að ofan

Það verður að játast að það var titill bókarinnar sem dró pistlaskrifara að verki Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur; Bylting að ofan. Stjórnskipunarsaga 16. aldar. Bókin kom út á síðasta ári hjá Hinu íslenska bókmenntafélag og byggir á doktorsritgerð Auðar með síðari viðauka. Hér er um að ræða yfirgripsmikið verk sem fjallar í stuttu máli um siðaskiptin og þær breytingar sem áttu sér stað á háttum Meira
mynd
6. mars 2014

Að afloknu Iðnþingi

Það er alltaf áhugavert að fylgjast með störfum Iðnþings en að þessu sinni fögnuðu þingfulltrúar 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins. Að það skuli ekki vera meira en 20 ár síðan samtökin voru sett á laggirnar vekur furðu en ekki síður sú fjölbreytni sem finna má innan þeirra. Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda í landinu. Þar má nú finna rúmlega 1200 fyrirtæki og Meira
mynd
27. febrúar 2014

Nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík

Skrifað var undir nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík við hátíðlega athöfn í Höfða í byrjun vikunnar. Það kemur í kjölfar þess að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 26. nóvember 2013, tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ásamt umhverfisskýrslu. Allt kemur þetta í kjölfar endurskoðunar á aðalskipulaginu 2001-2024 sem hefur staðið yfir undanfarin ár Meira
18. febrúar 2014

Saga SPRON

Saga sparisjóðanna er líklega táknrænni um sögu íslensks fjármálamarkaðar en margir hyggja. Sjóðirnir þróuðust frá því að sýsla með nokkrar krónur yfir gjaldkeraborðið í að verða leiksoppar á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði og vera þannig þátttakendur í einhverju áhugaverðasta fjármálahruni sem sagan þekkir, og með því að nota orðið áhugavert er ekki verið að gera lítið úr þeim persónulegu Meira
mynd
10. febrúar 2014

Mæjorka norðursins

Engum dylst að ótrúlegir hlutir eru að gerast í íslenskri ferðaþjónustu og þó margir óttist offjárfestingu í greininni virðist ekkert lát vera á ferðamannastraumnum hingað til lands. Er nú svo komið að Ísland er að verða heilsársland, ferðamenn koma á öllum tímum ársins og munurinn milli sumar- og vetrardvalar ferðamanna minnkar stöðugt. Í desember síðastliðnum fóru 41,7 þúsund erlendir gestir frá Meira
mynd
30. janúar 2014

Fátækt útrýmt árið 2035?

Hugsanlega myndu flestir í sporum Bill Gates vera nokkuð bjartsýnir á tilveruna. Maður sem hefur vanist þeirri hugsun að vera ríkastur manna á jörðinni og er í aðstöðu til að gera nokkurn veginn það sem hann vill ætti bara að vera nokkuð ánægður.  Og sannast að segja er Bill Gates bjartsýn og nánast sjálfsumglaður, svo mjög að manni dettur í hug kvæði Sigurðar Péturssonar sýslumanns sem er að Meira
mynd
21. janúar 2014

Landbúnaður á tímamótum

Undanfarin ár höfum við séð að eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum hér á landi hefur verið að  aukast um leið og hún hefur breyst. Við höfum verið upptekin af því að neyslubreyting hafi aukið þörfina fyrir smjör og rjóma tímabundið en við sjáum einnig að eftirspurn eftir öðrum vörum er að aukast. Vitað er að innlendir framleiðendur hafa átt erfitt með að sinna eftirspurn eftir nautakjöti og Meira