Pistlar:

18. október 2017 kl. 15:05

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Sannleiksskýrslan sem ekki varð

Það er hægt að taka undir með dr. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið hafi verið fróðleg, en hún skýri ekki að fullu bankahrunið. Skýring nefndarinnar er, að bankarnir hafi vaxið of hratt og orðið of stórir. En það er nauðsynlegt skilyrði fyrir hruni þeirra og ekki nægilegt, sagði Hannes á hádegisfyrirlestri Sagnfræðingafélagsins í gær. Segja má að skýrsla Rannsóknarnefndarinnar hafi afmarkast við innlendar skýringar og það er líklega höfuðgalli hennar. Hannes er enda á öndverðum meiði við þá nálgun. Þannig telur hann að fimm ákvarðanir erlendis hafa ráðið úrslitum um, að fyrirsjáanleg kreppa á Íslandi varð að hruni: Erlendir vogunarsjóðir hafi ráðist á veikasta dýrið í hjörðinni; evrópskir seðlabankar hafi stöðvað alla lausafjárfyrirgreiðslu við Ísland vegna gremju yfir íslensku bönkunum; Bandaríkjamenn hafi litið svo á, að Ísland væri ekki lengur á áhrifasvæði þeirra; Breska Verkamannaflokksstjórnin hafi bjargað öllum breskum bönkum nema þeim tveimur, sem voru í eigu Íslendinga, og með því fellt Kaupþing á Íslandi; Breska Verkamannaflokksstjórnin hafi sett hryðjuverkalög á Ísland. Allt eru þetta mikilsverðar skýringar sem voru algerlega sniðgengnar í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Því varð hún aldrei að þeirri sannleiksleit sem margir höfðu vonir um. Landsdómsmálið sýndi þar til viðbótar þær ógöngur sem hið pólitíska vald rataði út í í kjölfar skýrslunnar. rannsókn

Viðbrögð lituðust af pólitík

Á sínum tíma lituðust viðbrögð við Rannsóknarskýrslu Alþingis af pólitík enda má segja að upplegg hennar, aðferðafræði og nálgun hafi kallað á slíkt. Það verður að segjast eins og er að meginstef Rannsóknarskýrslu Alþingis er, að hér á Íslandi hafi skapast ástand án fordæmis. Kreppan á Íslandi hafi verið einstök í fjármála- og bankastarfsemi heimsins og verði því helst skýrð með vísunum í séríslensk áhrifaþætti. Þegar sú niðurstaða er fengin horfir beint við að persónugera vandann með vísun í helstu þátttakendur. Það skýrir þá eftirfylgni sem málið fékk og hefur eitrað andrúmsloftið á Íslandi og við blasir að svo verður áfram enda ljóst að síðustu refsidómarnir munu falla 10 til 15 árum eftir bankahrun. Og þó hefur verið upplýst að íslenskt samfélag tapaði litlu þegar upp er staðið eins og rannsóknir þeirra dr. Ásgeirs Jónssonar og dr. Hersirs Sigurgeirssonar hafa sýnt. Með því er ekki verið að gera lítið úr persónulegum ógöngum sem fólk lenti í sem að mestu má rekja til falls krónunnar, of mikillar skuldsetningar og atvinnumissir.  

Pólitískt uppgjör varð þannig smám saman að hliðarstefi við rannsókn á bankahruninu. Augljóst var að vinstrimenn ætluðu að gera sér sem mest mat úr ástandinu í þeim tilgangi að ná völdum í landsmálunum. Segja má eðlileg niðurstaða þess hafi verið fyrsta hreina vinstristjórn Íslandssögunnar sem hér tók við völdum á vormánuðum 2009. „Hér var gerð dýrkeypt samfélagstilraun þar sem græðgin var gerð að einu megin hreyfiafli þjóðfélagsins,” sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í ræðu sinni þegar skýrslan var kynnt. Hún hnykkti á þessu tveimur dögum seinna þegar formenn allra flokkanna komu saman í Kastljósi Sjónvarpsins. „Hugmyndakerfi frjálshyggjunnar hefur beðið hnekki í þessu öllu saman,” sagði hún og ljóst var að þessari línu ætluðu vinstri menn að fylgja enda hentaði það vel þar sem Samfylkingin var í þeirri ríkisstjórn sem var við völd þegar kerfið hrundi. Einhvern veginn varð að spinna sig frá þeirri staðreynd. Samfylkingin settist strax í nýja ríkisstjórn og skyldi uppgjörið að hluta til eftir hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem hafði látið af formennsku í upphafi árs 2009. Vinstri menn héldu áfram að skrifa sig frá allri sök á hruninu, frjálshyggjan skyldi sitja uppi með reikninginn.

Rómverski sagnritarinn Tacitus sagði forðum, að segja ætti sögur „sine ira et studio“, án reiði og ákafa. Sigurður Nordal benti hins vegar á það í höfuðriti sínu, Íslenskri menningu, að á bak við allar gerðir mannsins stæði ákveðin hugmyndafræði og heimspeki. Sagnfræði yrði þannig aldrei vísindi því þekking á fortíðinni væri í molum og því hægt að skilja hana á ýmsa lund: „Hver kynslóð lítur hana sínum augum, hver stjórnmálaflokkur, trúarflokkur eða einstaklingur getur valið úr henni og stýrt henni eftir vild sinni og dul. Hlutdrægir stjórnmálamenn umskapa fortíðina í eigin mynd í stað þess að læra af henni.” Þessi orð eiga ágætlega við þegar uppgjörið við bankahrunið er skoðað, enn er langt í að raunsönn mynd fáist, til þess er of mikil reiði og ákafi meðal margra á vinstri væng stjórnmálanna. Þannig hefur uppgjörið við íslenska bankahrunið orðið djúpstæðara og tilfinningaríkara en þegar svipaðar kreppur hafa komið upp í bankakerfum hinna Norðurlandanna.

Ótrúleg endurreisn

En margt hefur gerst sem gæti hjálpað að setja bankahrunið og uppgjör þess í samhengi. Skulu hér nefnd ummæli sem geta hjálpað til. Bandaríski lögfræðingurinn Lee C. Buchheit sagði í viðtali við vefritið Kjarnann að Ísland hafa upplifað fordæmalausa tíma frá efnahagshruni og allar stóru ákvarðanirnar sem teknar hafa verið á síðustu tæpu sjö árum hafi reynst réttar. „Þetta hefur verið áreynslumikill tími fyrir Ísland. En ég spái því að eftir tíu ár muni viðskiptadeild Harvard háskóla vera að vinna með dæmi (e. case-study) sem heiti „Ísland frá 2008 til 2015“. Ég man ekki eftir neinu landi sem varð fyrir eins miklum og víðtækum áhrifum vegna efnahagsáfallsins en hefur jafnað sig á jafn ótrúlegan hátt á svona skömmum tíma. Ég er ekki að gera lítið úr þeim sársauka sem þetta ferli hefur valdið mörgum á Íslandi en endurreisnin hefur verið hraðari en flestir töldu mögulegt.“

Endurreisn íslensks efnahagslíf má að talsverðu leyti þakka farsælu afnámi fjármagnshafta og þeim aðgerðum sem gripið var til af hálfu íslenskra stjórnvalda eftir að ný ríkisstjórn tók við 2013. Umfanga aðgerðanna og ábati ríkissjóðs liggur ekki að fullu fyrir fyrr en endurskipulagningu fjármálakerfisins er lokið. Ljóst er að í þessari kosningabaráttur telja margir sig færa til þess að eyða þeim ávinningi sem síðustu tvær ríkisstjórnir hafa skilað í höfn.

Hryðjuverkalögin óþörf

Hannes rakti í fyrirlestri sínum samskipti Íslendinga, Breta og Bandaríkjanna í aldanna rás. Ísland hefði verið hernaðarlega mikilvægt, eins og Lenín hefði einna fyrstur bent á 1920, eftir að ný tækni kom til sögu, kafbátar og flugvélar. Þess vegna hefðu Bandaríkjamenn gerst bakhjarl Íslands 1941–2006. Bretar hefðu aldrei haft áhuga á að leggja Ísland undir sig, en viljað hafa eitthvað um það að segja, hverjir réðu landinu. Upp úr 2007 hefði flokkur þjóðernissinna í Skotlandi tekið að ógna hinu forna vígi Verkamannaflokksins. Hann hefði talað um „velmegunarboga“, sem lægi frá Írlandi um Ísland til Noregs og viljað, að Skotland kæmist undir þennan boga. Gordon Brown og Alistair Darling hefðu talið ógn stafa af skoskum þjóðernissinnum. Þeir hefðu því gripið fegins hendi tækifæri til að sýna hætturnar af sjálfstæði.

Hannes kvað gögn, sem hann hefði aflað, sýna, að fullkominn óþarfi hefði verið að beita hryðjuverkalögunum á Íslendinga en glærur hans af fyrirlestrinum má sjá hér. Segist hann ætla að birta þau gögn í væntanlegri skýrslu sinni til fjármálaráðuneytisins um bankahrunið. Undir þetta er hægt að taka enda ákvörðun breskra stjórnvalda mótsagnakennd og tilviljanakennd. Hannes varpaði fram þeirri spurningu, hvar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði verið, þegar Bretar mismunuðu breskum bönkum eftir þjóðerni með því að loka þeim, sem voru í eigu Íslendinga (Heritable og KSF), og bjarga öllum öðrum breskum bönkum. Hann sagði það raunar lán í óláni, að Íslandi skyldi ekki hafa verið bjargað. Með neyðarlögunum hefðu Íslendingar rutt brautina fyrir nýju fyrirkomulag bankamála í Evrópu, enda hefði Evrópusambandið nýlega tekið upp forgang innstæðueigenda. Þó hefði verið gott, hefðu Íslendingar sloppið við þá heift og angist, sem fylgdu bankahruninu. Undir það tóku fundarmenn. Útvarp allra landsmanna var ekki á svæðinu. Á fundinum komu fram skoðanir sem Ríkisútvarpið telur ekki ástæðu til að segja frá.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
11. október 2017

Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun

  Fyrirsögnin hér er fengin að láni úr inngangserindi Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, á fundi samtakanna fyrir stuttu. Þá var kynnt viðamikil skýrsla sem Samtök iðnaðarins höfðu látið gera um ástand innviða á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem slík skýrsla er tekin saman og að henni komu fjölmargir aðilar innan iðnaðarins, hver á sínu sviði. Það eykur gæði meira
mynd
2. október 2017

Aflvaki breytinga í sjávarútvegi

Aftur og aftur verðum við vitni að sérkennilegum fullyrðingum um íslenskan sjávarútveg í fjölmiðlum landsins þar sem sömu aðilar fara með sömu rangfærslurnar aftur og aftur. Af þessu leiðir að fjölmiðlaumræðan er takmörkuð og lítt upplýsandi fyrir þá sem vilja setja sig inn í mál sjávarútvegsins og skilja hvaða breytingar hafa orðið, hvað veldur þeim og hvaða áhrif hafa þær haft. Á þessu er vakin meira
mynd
26. september 2017

Bókadómur: Ævintýralíf Birkis Baldvinssonar

Líf Birkis Baldvinssonar er um margt ævintýralegt. Það á reyndar við um líf flestra þeirra Íslendinga sem tengdust hinni ótrúlegu útrás íslenska flugheimsins á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Og margir þeir sem þar voru í aðalhlutverki hafa fengi lífshlaup sitt skráð, ýmist í formi ævisögu eða viðtalsbókar. Hér er viljandi gerður greinarmunur á því og sú bók sem hér um ræðir fellur í meira
mynd
23. september 2017

Rafrænir borgarar í Eistlandi

Smáríki eins og Eistland þurfa stöðugt að berjast fyrir tilveru sinni. Baráttan fyrir sjálfstæði varð hluti af sjálfsvitund landsmanna allan tímann sem þeir lifðu undir oki ráðstjórnarríkjanna. Eistar voru einir Eystrasaltsþjóðanna til að setja upp útlagastjórn sem starfaði allt frá 1953 til þess að landið fékk aftur sjálfstæði. Þar sem til dæmis bandarísk stjórnvöld viðurkenndu aldrei innlimun meira
mynd
17. september 2017

Rafmagnsbíllinn stelur senunni í Frankfurt

Stærsta bílasýning heims fer nú fram í Frankfurt (Frankfurt Motor Show) í Þýskalandi. Af fréttum að dæma virðist rafmagnsbíllinn hafa stolið senunni. Og Tesla er umtalaðasti bíllinn þó hann sé ekki einu sinni á svæðinu! Rafmagnsbílar hafa verið teknir misalvarlega til þessa og á sýningunni í Frankfurt fyrir tveimur árum vöktu þeir ekki svo mikla athygli, í það minnsta ekkert í líkingu við það sem meira
mynd
13. september 2017

Sjálfstæðið borgaði sig í Bangladess

Það er harla ólíklegt að margir Íslendingar leggi leið sína til Bangladess við Bengalflóa og samskipti við þetta fjarlæga land í Asíu eru sem gefur að skilja heldur lítil. Við Íslendingar munum sjálfsagt helst eftir landinu vegna tíðra frásagna í eina tíð um hungur og flóð. Það má þó rifja upp þá dapurlegu sögu að þrír íslenskir flugmenn og einn Luxemborgarmaður létu lífíð, þegar Rolls Royce vél meira
mynd
4. september 2017

Sjálfkeyrandi bílar - raunverulegur valkostur?

Hve líklegt er að við sjáum sjálfkeyrandi bíla á vegum innan skamms? Auðvitað er erfitt að segja um slíkt en ljóst er að gríðarlega margir aðilar verja nú háum fjárhæðum í að þróa slíka bíla og búnað fyrir þá. Í nýja Model 3 bílnum frá Tesla er hægt að fá sjálfkeyrandi búnað en hann er hins vegar hvergi leyfður. Því er kannski ekki mikil skynsemi í því að greiða 14 þúsund dollara aukalega fyrir meira
mynd
30. ágúst 2017

Að vera smart í Eistlandi

Eystrasaltsríkið Eistland endurheimti sjálfstæði sitt 1991 en fagnar eigi að síður 100 fullveldi á næsta ári. Eistar fengu fullveldi 1918, sama ár og Íslendingar, en urðu leiksoppur valdamikilla nágranna og enduðu sem hluti af Ráðstjórnarríkjunum sálugu allt þar til sviptingar í heimsmálum gerðu þeim kleift að endurheimta sjálfstæði sitt. Þeir rifja þó gjarnan upp að útlagastjórn starfaði allan meira
mynd
22. ágúst 2017

Samgöngur á leiðinni vestur

Þegar Árni Þórarinsson tók við Mikilholtsprestakalli í Hnappadalssýslu árið 1886 var hann viku að komast á áfangastað - leið sem við nútímamenn værum sjálfsagt ekki nema um einn og hálfan tíma að skjótast. Í ævisögu sinni, sem Þórbergur Þórðarson rithöfundur skráði svo eftirminnilega, segir Árni frá ferðalagi sínu. Hann ákvað að taka sér ferð með póstgufuskipinu Thyru úr Reykjavíkurhöfn en meira
mynd
16. ágúst 2017

Beðið eftir rafmagnsbílnum

Í pistli hér í upphafi árs var því velt upp hvort árið 2017 yrði ár rafmagnsbílsins á Íslandi. Bent var á að Íslendingar séu í einstakri stöðu til að rafbílavæða landið en óhætt er að segja að við eigum nóg af umhverfisvænu rafmagni. Sömuleiðis blasir við að ekki þarf að setja upp nýtt dreifikerfi þó  augljóslega þurfi að styrkja það sem er fyrir. Í upphafi árs lét nærri að um eitt meira
mynd
4. ágúst 2017

Ofurgreindir rífast um gervigreind

Það væri gaman að trúa því að það skipti einhverju máli fyrir þróun mála þegar fulltrúar stærstu iðnríkja heims koma saman - svokallaður G20 hópur. En svo er ekki og að öllum líkindum er árangurinn í öfugu hlutfalli við athygli fjölmiðla. - Og hugsanlega er G20 ekki einu sinni sá hópur sem við ættum að vera að fylgjast með, ef við viljum rýna í þróun mála og reyna að spá fyrir um meira
mynd
26. júlí 2017

Út með sprengihreyfilinn - inn með rafbílinn!

Forsætisráðherra Ítalíu Silvio Berlusconi hafði einu sinni uppi mikil fyrirheit um að laga fjárvana lífeyrissjóðskerfi Ítala. Hann hafði lausnirnar en þær áttu bara ekki að koma til framkvæmda fyrr en löngu eftir daga hans í valdastóli. Það kann að líta út sem heldur ódýr lausn hjá stjórnmálamönnum að koma með lausnir sem þeir sjálfir munu ekki þurfa að hrinda í framkvæmd. Það segir þó ekki alla meira
mynd
19. júlí 2017

Ódýrari orka - minni mengun

Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu hefur eðlilega orðið mikil umræða um loftslagsmál og tengsl þeirra við orkuiðnaðinn en engum dylst að hagsmunir orkuiðnaðarins eru í forgrunni hjá Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar nauðsynlegt að skilja þær miklu breytingar sem eru að verða í orkumálum heimsins og tengslin þeirra við þróun mála í meira
mynd
12. júlí 2017

Eistland - merkilegt land fyrir austan

Eistland og Ísland eiga ýmislegt sameiginlegt. Þau urðu bæði fullvalda ríki árið 1918 og bæði voru þau hernumin 1940. Ekki þarf að deila um að þau eru bæði lítil og um margt háð grönnum sínum en óhætt er að segja að Eistar hafi orðið að þola mun meira harðræði, þar sem landið er staðsett mitt á milli stórveldanna Sovétríkjanna og Þýskalands sem lengst af 20. öldinni skiptust um að ráða yfir meira
mynd
5. júlí 2017

Hverju mun Elon Musk breyta?

Er Elon Musk Tony Stark okkar tíma eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna? Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Tony Stark ofurgáfaður vísindamaður/fjárfestir sem smíðar utan um sig búning og breytist í Járnmanninn í ævintýraheimi Marvel kvikmyndanna. Musk er mikil aðdáandi Marvel og þeirrar veraldar ofurmenna sem þar er lýst. Sjálfur er hann hins vegar af jarðneskum uppruna en áform hans eru með meira
mynd
30. júní 2017

Mýtur um sjávarútveginn

Aðeins er áratugur síðan blikur voru á lofti í sjávarútvegi hér á Íslandi og aflaheimildir voru skertar verulega í þorski og fleiri tegundum. Á þeim tíma urðu stjórnvöld að bregðast við með kröftugum hætti og er óhætt að segja að ákvarðanir þáverandi ríkisstjórnar, undir forsæti Geirs H. Haarde hafi reynst farsælar. Eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar þá var að takast á við þau ótíðindi sem meira
mynd
23. júní 2017

Lokaðasta hagkerfi heims

Hvernig getur maður skilið þjóðfélag eins og það Norður-Kóreska? Landið er eitt lokaðasta ríki jarðar og þaðan berast heldur stopular fréttir, flestar af brjálæðislegu hernaðarkapphlaupi einræðisstjórnarinnar og inn á milli eru síðan sorgarfrásagnir eins og af Otto Warmbier, bandaríska háskólanemanum, sem dæmdur var til fimmtán ára erfiðisvinnu í Norður-Kóreu á síðasta ári fyrir sáralitlar sakir. meira
mynd
15. júní 2017

Efnahagsástandið aldrei verið betra!

  Efnahagsástandið hefur aldrei verið betra að mati seðlabankastjóra, í það minnsta ekki á hans ævi! „Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona,“ sagði Már í viðtali þegar greint var frá vaxtalækkun í vikunni. En ljóst er að í alþjóðlegu samhengi er staða Íslands góð og helstu viðfangsefnin efnahagsstjórnar er að glíma við mikla spennu, frekar en að örva hagvöxt með meira
mynd
8. júní 2017

Heimur Uber bílanna

Pistlahöfundur tók þátt í stuttri umræðu um leigubílaþjónustuna Uber á Facebook fyrir skömmu. Rifjaði þar upp vikudvöl í Washington fyrir rúmu ári síðan þegar þjónusta Uber var nýtt allan tímann (eftir að hafa tekið rándýran leigubíl frá flugvelli á hótelið). Ég er nú ekkert sérlega nýungagjarn en dóttirin benti mér á þennan valkost enda hafði hún notað Uber á meðan á  ársdvöl sinni meira