5. júlí 2015 kl. 21:11

Ungt fólk með vinnu á Íslandi

Deila má um hvort vinnu skuli flokka með ástæðum hamingju eða með ástæðum óhamingju. Því verður ekki neitað að mörg störf eru ákaflega þreytandi og þegar vinnan er of mikil, eða of erfið, þá verður hún að kvöl. En sé álagið ekki óhóflegt þá er jafnvel leiðinlegasta vinna minni kvöl en iðjuleysi.

Þannig komst heimspekingurinn Bertrand Russell að orð í bók sinni Að höndla hamingjuna (The Conquest of Happines) sem kom út 1930.

Líklega verður seint gert of mikið úr afleiðingum atvinnuleysis sem er líklega það form iðjuleysis sem við óttumst hvað mest. Sérstaklega bitnar það hart á ungu fólki sem er reyna að feta sig inn á vinnumarkaðinn. Það er hörmulegt að svipta það tækifæri til vinnu. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er um 20% í Evrópusambandinu. Það er há tala, um það þarf ekki að deila. Ástandið er sérstaklega dökkt í þeim löndum sem gengið hafa í gegnum mestan efnahagsvanda. Í Grikklandi var atvinnuleysi ungs fólks rúmlega 50% í apríl, rétt undir 50% á Spáni og rúm 40% á Ítalíu.

Morgunblaðið greindi frá því í stuttri fréttaskýringu í vikunni að atvinnuþátttaka var á síðasta ári sú mesta meðal fólks á Íslandi á aldrinum 15-74 ára af löndum Evrópska efnahagssvæðisins, EES. Upplýsingar um þetta koma fram í tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat. Mældist atvinnuþátttakan um 80% á síðasta ári, sem er um fjórum prósentustigum meiri en í Sviss og um níu prósentustigum meiri en í Svíþjóð og Noregi, sem koma í næstu sætum á eftir. Þegar atvinnuþátttaka er skilgreind er um að ræða alla sem eru starfandi auk þeirra sem eru atvinnulausir og í atvinnuleit. Þeir sem standa þar fyrir utan eru t.d. heimavinnandi, veikir eða námsmenn sem eru ekki í vinnu með námi eða í atvinnuleit. Í grein hér fyrir stuttu - undir heitinu Allir vinna! - var rakið hve gott atvinnuástandið er á Íslandi um þessar mundir og þessar tölur staðfesta það.

Hvað það er nákvæmlega sem gerir það að verkum að ástandið hér er betra en víðast í Evrópu er erfitt að segja. Það er þó ekki hægt að horfa framhjá  þætti gjaldmiðilsins og aðlögun í gegnum hann. Við sjáum það best í Grikklandi sem hefur ekki tekist að vinna sig út úr langvarandi efnahagsvanda og hefur nú kosið að taka örlagarík skref til að tryggja eigin framtíð. Um langt skeið þótti  fínt að tala niður til krónunnar en þó á hún án efa sinn þátt í litlu atvinnuleysi hér á landi. Forvitnilegt verður að sjá hvernig henni farnast í því ferli sem er framundan við afnám fjármagnshafta. Hjá okkur hefur krónan veitt sveigjanleika sem evran gerir ekki í Grikklandi. Með því að hafa mynt sem sveiflast í takti við íslenskan efnahag fremur en að stjórnast af fjarlægum hagsmunum var auðveldara að takast á við efnahagsvandann og koma í veg fyrir að eitur atvinnuleysis flæddi um æðar atvinnulífsins svo vitnað sé til skorinorðs orðalags leiðarahöfundar Morgunblaðsins.

Ástæður mikillar atvinnuþátttöku

En af hverju er atvinnuþátttaka svona mikil á Íslandi? Margs er að gæta en miklu skiptir hærri þátttaka kvenna á vinnumarkaði en víðast í Evrópu. Í Suður-Evrópu er t.a.m. ekki jafn sterk hefð fyrir atvinnuþátttöku kvenna. Þá skiptir eftirspurn eftir vinnuafli einnig miklu máli og á Íslandi er aðgangur að störfum mun meiri en víðast annars staðar. Í áðurnefndri fréttaskýringu Morgunblaðsins var bent á að meðalatvinnuþátttaka í löndum EES-svæðisins er aðeins um 64% og kann það að hluta til að skýrast af því að stór hópur fólks hafi gefist upp á því að reyna að fá vinnu og teljist því utan vinnumarkaðar. Könnun Eurostat gengur út á að skoða hvort viðkomandi hafi leitað að starfi á undanförnum vikum og sé tilbúinn að hefja störf innan tveggja vikna. Ef fólk segir nei við þessu telst það utan vinnumarkaðar. Þessi hópur hefur stækkað innan EES-svæðisins á undanförnum árum.

Gríðarlegur munur á atvinnuþátttöku

En skoðum aftur hina miklu atvinnuþátttöku ungs fólks.  Það er mikill munur á atvinnuþátttöku ungs fólks á Íslandi og í öðrum löndum innan EES svæðisins. Þannig voru 70-74% fólks á aldrinum 15-24 ára með atvinnu árið 2014 og enn hærra hlutfall þegar horft er til sumarmánaðanna. Fór atvinnuþátttaka ungs fólks upp í 84% yfir sumarmánuðina. Þá blasir við að það er einstakt hve margir eru í vinnu með námi á Íslandi.ungt

Ef undan er skilin atvinnuþátttaka í Hollandi og Sviss, þar sem hún fór hæst í um 70% árið 2014, og Danmörku, þar sem hún fór hæst rétt yfir 60% í aldurshópnum, er atvinnuþátttaka Íslendinga að jafnaði nokkrum tugum prósentustiga meiri en í öðrum löndum á EES-svæðinu. Þannig var meðaltalatvinnuþátttaka um 43% meðal fólks 15-24 ára á EES-svæðinu árið 2014. Fólk í þessum aldurshópi vinnur allt að 30 klukkustundir á viku hér á landi. Það er mun meiri atvinnuþátttaka en annars staðar í Evrópu bendir Lárus Blöndal, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands, á í áðurnefndri fréttaskýringu.

Þá er eftirtektarvert að atvinnuþátttaka minnkar minna á Íslandi í aldurshópnum 65-74 ára en í öðrum löndum. Það er okkur án efa styrkur þegar mörg önnur lönd standa frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að færa tökualdur ellilífeyris upp.

Niðurstaðan er að atvinnuþátttaka er meiri í öllum aldurshópum á Íslandi. Það er staða sem við getum verið stolt af.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
28. júní 2015

Grísk atkvæðagreiðsla um skuldir

Gríska þingið hefur ákveðið þjóðar­at­kvæðagreiðslu í Grikklandi eft­ir viku, sunnu­dag­inn 5. júlí. Þar veður gengið til atkvæða um þær aðhaldstil­lög­ur sem lán­ar­drottn­ar lands­ins setja sem skil­yrði fyr­ir frek­ari lán­veit­ing­um. Þetta er eitt skrefið enn í þeirri harmrænu vegferð sem Grikkland hefur verið í undanfarin meira
mynd
21. júní 2015

Tvö frábær fyrirtæki

Nú með skömmu millibili höfum við fengið ánægjulegar fréttir af tveimur frábærum fyrirtækjum. Annars vegar er það fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið VHE sem er orðið þekkt inn­an áliðnaðar­ins en það þróar, fram­leiðir og smíðar vél­búnað í húsa­kynn­um fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði og sel­ur til ál­vera víðs veg­ar um meira
mynd
13. júní 2015

Allir vinna!

Nú þegar sumarið er að hefjast gæti athygli fólks beinst að því að eina tegund frétta vantar. Fréttir af því að ungt fólk fái ekki sumarstörf. Það eru engar fréttir um slíkt, sem betur fer. 1. maí var líka áberandi að engin skilti voru að krefjast þess að störf yrðu sköpuð eða eitthvað væri gert til að taka á atvinnuleysinu. Líklega mætti ætla að 1. maí kröfugerðin hefði verið undirlögð undir meira
mynd
28. maí 2015

Samkeppni um samkeppnishæfni

Tveir fundir voru haldnir um samkeppnishæfni Íslands í dag. Annars vegar hélt Viðskiptaráð Íslands fund í morgun í Hörpunni um úttekt viðskiptaháskólans IMD í Sviss sem starfrækir rannsóknarsetur sem gerir árlega úttekt á samkeppnishæfni 61 þjóðar. Viðskiptaráð er samstarfsaðili IMD og sér um gagnavinnslu hér á landi. Hins vegar var að um að ræða svokallaðan Social Progress Index sem settur meira
mynd
21. maí 2015

Fylgir Chicago í fótspor Detroit?

Chicago er ein af glæsilegri borgum Bandaríkjanna og sú þriðja fjölmennasta, næst á eftir New York og Los Angeles og það þrátt fyrir að hún hafi misst íbúa síðan hún var fjölmennust upp úr 1950. Þar búa nú um 2,7 milljónir manna sem hafa meðal annars orðið að þola um 10.000 skotbardaga á síðustu fjórum árum. Ofbeldi hefur gengt stóru hlutverki í sögu borgarinnar en síðustu áratugi hefur verið meira
mynd
12. maí 2015

Sameiginlegur vinnumarkaður eða fólksflótti?

Allt frá árinu 1954 hefur samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað gert norrænum borgurum kleift að starfa og setjast að í norrænum nágrannaríkjum. Norrænn vinnumarkaður er einn samþættasti svæðisbundni vinnumarkaður í heimi og margar viðbætur hafa verið gerðar við samninginn frá 1954. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að tilflutningur sé á vinnuafli á milli þessara landa þar sem meira
mynd
3. maí 2015

Orkan, álið og verðmætasköpun

Nú á þriðjudaginn heldur Landsvirkjun ársfund sinn um leið og fyrirtækið fagnar 50 ára afmæli sínu. Í síðustu viku hélt Samál, samtök álframleiðenda, aðalfund sinn en vegir þessara aðila skarast með eftirtektarverðum hætti. Ekki nóg með að stóriðjan kaupi hátt í 80% af þeirri orku sem framleidd er hér á landi heldur er hún einnig ein af þremur meginstoðum útflutningsiðnaðar landsmanna en alls námu meira
26. apríl 2015

Ísland best í heimi - svona næstum því!

Þetta getur bara ekki verið, sagði fréttakonan unga í morgunútvarpi Bylgjunnar síðastliðin föstudag. Tilefni undrunar fréttakonunnar voru upplýsingar um að íslenska þjóðin hefði færst úr ní­unda sæti upp í annað sætið yfir ham­ingju­söm­ustu þjóðir heims. Þetta kemur fram í ár­legri sam­an­tekt Sustaina­ble Develop­ment Soluti­ons Network fyr­ir meira
mynd
19. apríl 2015

Af hverju eru sumar þjóðir ríkari en aðrar?

Margar kenningar má finna sem reyna að svara þessari spurningu, sumar eru um leið að reyna að svara spurningum um ójafna skiptingu auðsins fremur en af hverju sumir verða ríkari en aðrir. Í síðasta pistli mínum um Nígeríu spunnust umræður um hvernig Nígeríu hefði tekist að vinna úr þeim mikla olíuauði sem landið býr yfir. Og jafnvel gerður samanburður við Noreg en olíuævintýri landanna meira
mynd
12. apríl 2015

Nígería: Íslenskur viðskiptavinur á tímamótum

Nígería er fjölmennasta land Afríku og býr yfir gríðarlegum náttúruauðævum. Landið skiptir okkur Íslendinga talsverðu máli þar sem þangað eru fluttar út fiskafurðir fyrir 12 til 14 milljarða króna á ári. Þar voru fyrir skömmu forsetakosningar sem geta markað þáttaskil í lýðræðisþróun þar og hugsanlega víða í álfunni. Niðurstaða kosningarinnar hefur í för með sér að nýr forseti tekur við völdum meira
mynd
6. apríl 2015

Kýpur afléttir höftum

Stjórn­völd á Kýp­ur hafa aflétt öll­um gjald­eyr­is­höft­um sem sett voru í land­inu í fjár­málakrepp­unni sem dundi yfir landið í upphafi árs 2013. Þá var bönkum á Kýpur lokað í einni svipan og greiðslukerfi landsins lamaðist í framhaldinu. Eðlilega er þetta tengt við ástandið hér á landi en hafa verður í huga að aldrei gerðist neitt slíkt hér enda tókst meira
mynd
1. apríl 2015

Deilt um kreppur og krónur

Fjármálakreppan á Íslandi árið 2008 var gríðarlega umfangsmikil og hafði mikil efnahagsleg áhrif. Um það þarf ekki að deila en orsakir, afleiðingar og úrlausn hennar skapa hins vegar miklar deilur. Nánast daglega ber á borð okkar Íslendingar nýjar útlistanir á því hver gerði hvað, hvenær og hvernig. Um leið getum við velt því fyrir okkur af hverju einhver gerði ekki eitthvað allt annað og þá með meira
mynd
25. mars 2015

Stafræna byltingin og vinnumarkaðurinn

Í upphafi 20. aldar unnu 38% allra starfandi manna í Bandaríkjunum í landbúnað. Í upphafi 21. aldar var þetta hlutfall komið niður í 2%. Fyrir 100 árum hefði engin geta sagt til um í hvaða störf þessi 36% sem færðu sig til færu, hvað þá að benda á fyrirbæri eins og hugbúnaðariðnað eða þjónustu eða annað það sem tekur störfin til sín í dag. Eða ferðaþjónustu sem gleypir flest ný störf á meira
mynd
14. mars 2015

Baráttan um störfin

Um allan heim er lögð mikil áhersla á að skapa ný störf. Í samfélögum þar sem atvinnuleysi er landlægt er það skiljanlegt en meira að segja lönd með gott atvinnuástand freista þess að fá til sín öflug og stór fyrirtæki með nýja starfsemi. Þannig hafa komið hingað stór alþjóðleg iðnfyrirtæki á sviði álvinnslu sem skapa ný og eftirsótt störf. Við þau hafa verið gerðir sérstakir fjárfestingasamningar meira
mynd
7. mars 2015

Ferðamannaeyjar

Sá mikli vöxtur sem verið hefur í ferðaþjónustunni síðustu ár skýrir stóran hluta af þeim hagvexti sem mælst hefur hér á landi síðan hagkerfið byrjaði að taka við sér árið 2010. Það er áætlun Greiningar Íslandsbanka að a.m.k. þriðjung hagvaxtarins frá árinu 2010 megi rekja til ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan hefur þannig átt stóran þátt í því endurreisnarstarfi sem átt hefur sér stað á meira
mynd
21. febrúar 2015

Bjór, mafía og lyf - saga viðskiptamógúls

Valt er veraldargengið og svo er auður sem augabragð! Það má hafa uppi margvísleg spakmæli sem minna okkur á að allt er breytingum undirorpið. Þannig gerast nú kaupin á eyrinni. Flestum er kunnugt að í heimi viðskipta vegast á áhætta og ávinningur, græðgi og hræðsla. Þeir sem enga áhættu taka uppskera væntanlega áhyggjulaust líf en án mikils efnahagslegs ávinnings. Að sjálfsögðu er efnahagslegur meira
mynd
11. febrúar 2015

Hagavatn: Lítil virkjun en miklar rannsóknir

„Rannsókn mannfræðinga þarf að liggja fyrir á því hvers vegna sumir segjast vera  náttúruverndarmenn á Íslandi og eigi með því köllun að vera, fyrst og síðast, gegn nýtingu endurnýjanlegrar orku. Ekki er það rányrkja! Skyldi það vera vegna þess að hún færir þjóðinni grundvallarauðæfi? Skyldi það vera vegna þess að orkuiðnaðurinn er verðugur andstæðingur og hagkvæmt er að hafa við hann meira
mynd
6. febrúar 2015

Áhugaverð framkvæmd við Hagavatn

Stundum er eins og búið sé að reisa þvílíkar girðingar í kringum framkvæmdir í landinu að menn eru hættir að sjá hið augljósa. Eitt slíkt tilfelli er Hagavatnsvirkjun, sunnan Langjökuls, sem hefur verið í alllangan tíma á teikniborðinu en virðist þokast lítt áleiðis. Og það þrátt fyrir að margir telji framkvæmdina hið mesta þarfaþing. Hún hefur umhverfisbætandi áhrif og er arðsöm í alla staði. Með meira
mynd
31. janúar 2015

Merk bók um horfna atvinnuhætti

Fyrir stuttu var hér umsögn um bók Óskars Jóhannssonar, Kaupmaðurinn á horninu, en hún kom út fyrir síðustu jól. Árið áður kom út æskuminningabók Óskars, Bernskudagar, sem greinir frá uppvaxtarárum hans í Bolungarvík og í Ísafjarðardjúpi. Í lokin er sagt stuttlega frá því er hann kom til Reykjavíkur 1940 þegar hernámið var að taka á sig mynd. Bók Óskars um kaupmannsárin var meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira