19. júlí 2016 kl. 20:24

Athafnamenn og ferðamenn á Siglufirði

Það eru rúmur áratugur ár síðan síðan ég kom í fyrsta sinn til Siglufjarðar í tengslum við pæjumót í knattspyrnu sem heimamenn hafa staðið fyrir af miklum myndarbrag um margra ára skeið. Siglufjörður tók vel á móti manni þá, með einstakri veðurblíðu og það var auðvelt að falla fyrir staðnum. Bærinn var heimsóttur í nokkur skipti í framhaldinu en síðan kom hlé þar til leiðin lá aftur til Siglufjarðar í blíðviðri helgarinnar.

Miklar breytingar hafa átt sér stað á Siglufirði. Fyrir 10 árum skynjaði maður langvarandi hnignun og samdrátt þar sem sveitarfélagið hafði háð baráttu við fólksfækkun og samdrátt í atvinnulífinu. Vitað er að það getur verið erfitt að snúa við þeirri þróun þegar hún er á annað borð hafin og það er ekki séríslenskt fyrirbæri. Það gleymist oft í umræðunni að flest lönd verja háum fjárhæðum í að tryggja byggð sem víðast. Að því leyti er framlag okkar Íslendinga heldur fátæklegt enda fá í stóru landi.2016-07-17 15.29.14

Öryggið tryggt

En nokkrir atburðir hafa snúið við þróuninni fyrir utan að það árar betur í þjóðfélaginu. Um og upp úr 2000 var ákveðið að ráðast í gerð gríðarlegra snjóflóðavarnargarða fyrir ofan Siglufjörð. Þáverandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ákvað að verja umtalsverðum fjármunum í að efla snjóflóðavarnir í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri. Á upplýsingaskilti við garðana fyrir ofan Siglufjörð kom fram að árið 2003 var áætlaður kostnaður við garðana þar 1,5 milljarður króna á þáverandi verðlagi. Garðarnir eru sem gefur að skilja mjög áberandi í fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn og hafa að umbylt landslaginu. Að sumu leyti hefur tekist vel til með hönnun þeirra og gaman að fara í göngu þarna. Líklega eru snjóflóðagarðarnir forsenda þess að ásættanlegt sé að styðja við áframhaldandi búsetu á Siglufirði. Ella væri öryggi íbúanna ekki tryggt. Snjóflóðahætta er víða mikil í firðinum og 1919 fórust 16 manns í tveimur snjóflóðum í Siglufirði.

Sameiningar og samgöngubætur

En í framhaldi þess gerðist annað er til framfara getur talist. Í janúar 2006 samþykktu Siglfirðingar og Ólafsfirðingar í kosningum að sameina bæjarfélögin tvö. Það var framfaraskref ekki síst vegna þess að í kjölfarið var ákveðið að ráðast í miklar samgöngubætur og hafin vinna við gerð Héðinsfjarðargangna. Árið 2010 voru Héðinsfjarðargöng síðan opnuð en þau tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð með viðkomu í Héðinsfirði og er vegalengdin á milli þéttbýlisstaðanna aðeins 15 km. Göngin eru samtals um 10 km. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli og hefur rofið einangrun Siglufjarðar en en lengst af voru nær allir flutningar til Siglufjarðar á sjó. Að sumu leyti velti maður fyrir sér af hverju var þetta ekki gert fyrr en hafa verður í huga að það var ekki fyrr en árið 1930 sem fyrst var kominn akvegur á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Líklega höfðu Íslendingar ekki efni á að ráðast í framkvæmdir sem þessar fyrr. En göngin eru skýrt dæmi um hve samgöngubætur eru mikilvægar fyrir byggð úti á landi.

Þegar allt er talið saman, snjóflóðavarnir og samgöngubætur, lætur líklega nærri að samfélagið hafi fjárfest um 20 milljarða króna að núvirði í byggð á Siglufirði. Það eru miklir fjármunir en bærinn virðist blómstra núna.

Athafnamenn og ferðamenn

En fleiri atriði hafa komið til. Róbert Guðfinnsson athafnamaður flutti aftur heim og hefur staðið fyrir umfangsmikilli uppbyggingu á Siglufirði. Um leið hafa ferðamenn nýtt samgöngubæturnar og streyma inn á svæðið. Nú iðar allt af lífi á Siglufirði. Fljótleg ágiskun sagði manni að unnið sé að endurbótum og viðgerðum á hátt í hundrað húsum í bænum auk ýmissa nýframkvæmda. Við vöknuðum við lætin í einum slíkum viðgerðarhópi á mánudagsmorgni! En augljóslega sjá margir tækifæri í að ráðast í fjárfestingar á Siglufirði og bæjarbragurinn hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Ánægjulegt var að sjá vinnu við að klæðningu suður- og austurhlið Salthússins, nýjustu byggingar Síldarminjasafns Íslands. Þar er verið að ganga frá gluggum, gluggaföldum og þakborðum. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrrverandi for­sæt­is­ráðherra, tók fyrstu skóflu­stung­una að hinum nýja grunni 27. maí 2014 eftir að hafa ákveðið að verka fjármunum til endurbyggingar hússins. Stefnir í að það verði bæjarprýði í framtíðinni en Síldarminjasafnið er stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins.

Við gistum í góðri heimagistinu þar sem húsráðendur voru á þönum við að sinna gestum. Þau höfðu hátt í 10 herbergi í útleigu í tveimur húsum og ferðamannatímabilið nær yfir 5 til 6 mánuði. Yfir vetrartímann kemur síðan nokkuð af fólki sem vill prófa rómað skíðasvæði Siglfirðinga. Þetta veitir fólki góða vinnu og skapar þörf fyrir þjónustu og augljóst að ferðamenn eru að breyta miklu. Við reyndar áttum í erfiðleikum með að panta borð, það var allt upppantað á sunnudagskvöldi á tveimur vinsælustu veitingastöðum bæjarins en fengum að lokum góðan mat á marokkóskum veitingastað á Hótel Siglunesi. Fjölbreytnin greinilega talsverð en í bænum er nú á annan tug staða með vínveitingaleyfi og nýr rekstur víða að spretta upp.

1. janúar 2010 bjuggu ríflega 1200 manns á Siglufirði, sem var mikil fækkun frá blómaskeiði bæjarins á fjórða og fimmta áratugnum. Árið 1950 bjuggu 3100 manns á Siglufirði sem var þá fimmti stærsti kaupstaður landsins. Til viðbótar kom fjöldi aðkomumanna þangað til vinnu um stundarsakir og í brælum þegar ekki gaf til veiða lágu tugir eða jafnvel hundruð skipa á firðinum. Ástæða er til að ætla að nýtt blómaskeið sé að halda innreið sína í þessum nyrsta kaupstað landsins. 

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.


 

mynd
12. júlí 2016

Hagkvæmni virkjanakosta vikið til hliðar?

Allir Íslendingar ættu að hafa skilning á því að nauðsynlegt er að horft sé til hagkvæmnissjónarmiða við mat á virkjunarkostum. Undanfarið hefur verið byggt upp flókið matskerfi sem hefur því miður haft tilhneigingu til þess að horfa framhjá hagkvæmni við mat á  virkjanakostum. Það er ótækt. Það er ekkert leyndarmál að Samorka, samtök orkufyrirtækja, hefur lengi gagnrýnt þetta. Nú hefur meira
mynd
5. júlí 2016

Til móts við óvissuna

Það segir sig sjálft að brúðkaupsdagurinn er heldur gleðiríkari en dagurinn þegar skilnaðarpappírarnir eru staðfestir. Í fyrra tilvikinu er gjarnan boðið til veislu en seinni athöfninni er meira í höndum gleðisnauðra fulltrúa stjórnsýslunnar. Engum dylst að veislan er búin og hver fer í sína átt. Aðskilnaður Breta og Evrópusambandsins er nú á næsta leyti eftir að meirihluti Breta samþykkti útgöngu meira
mynd
29. júní 2016

Betri einkunn, verra sæti

Ísland er í 10. sæti af 133 þjóðum á nýjum alþjóðlegum lista yfir velferð og gæði samfélagsinnviða og hefur lækkað um 6. sæti milli ára. Það þýðir þó ekki að velferð hafi minnkað á þessum tíma, þvert á móti hefur velferðarvísitalan hækkað hér á landi. Á móti kemur að hún hefur hækkað enn meira í öðrum löndum sem skjótast þar með upp fyrir Ísland, sem nú er neðst Norðurlanda á listanum. Finnland meira
mynd
23. júní 2016

Saga Hrunsins að skýrast

Í Morgunblaðinu í dag mátti lesa tvær fréttaskýringar sem verða að teljast mikilvægar fyrir þá sem velta fyrir sér aðdraganda, úrvinnslu og eftirköstum bankahrunsins 2008 en hér leyfir pistlahöfundur sér að tala um Hrunið með stórum staf. Annars vegar eru það upplýsingar um nýja útreikninga á kostnaði ríkissjóðs vegna hrunsins og hins vegar mikilsverðar upplýsingar um það hvernig dansk­ir meira
mynd
12. júní 2016

Betri einkunn og batnandi hagur

Stundum er rætt um punktstöðu, svona til að árétta að staðan sé svona núna en óvíst með framhaldið. Punktstaðan fyrir íslenska hagkerfið hefur verið ansi góð lengi og ekkert lát virðist á. Nú hefur verið upplýst að mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's hef­ur ákveðið að Baa2-láns­hæfis­ein­kunn rík­is­sjóðs Íslands verði end­ur­met­in með hækk­un í huga meira
mynd
5. júní 2016

26 milljarða tékki

Ef Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, hefðu verið samþykktir árið 2009 hefðu eftirstöðvar þeirra í dag, 5. júní, numið tæpum 208 milljörðum króna eða um 8,8% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins 2016. Sú fjárhæð hefði fallið á ríkissjóð og hefði verið til greiðslu í jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum á næstu átta árum, eða um 26 milljarðar á ári ásamt vöxtum. meira
mynd
31. maí 2016

Kjarkur seðlabankastjóra

Síðasta haust kom út ævisaga Ben S. Bernanke fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Bernanke kýs að láta bókina heita Kjarkur til athafna (The Courage to Act: A Memoir of a Crisis and Its Aftermath.) Eins og undirtitillinn gefur til kynna snýst bókin að verulegu leyti um fjármálakreppuna 2008, bæði aðdraganda hennar en ekki síður úrvinnslu og eftirmála. Frásögnin er forvitnilegt vegna þess að meira
mynd
26. maí 2016

Venesúela - land biðraðanna

Flestar stærstu fréttastofur heims flytja okkur nú fréttir af Venesúela eins og þar ríki stríðsástand. Svo er ekki en þó er landið á barmi glötunar. Efnahagur landsins er hruninn og ríkið virðist vera að falla saman. Stjórnarandstaðan er nú í meirihluta á þinginu en ríkisstjórn sósíalistans Nicolás Maduro hundsar þingið og stýrir með tilskipunum og aðstoð hers og lögreglu. Stofnanir samfélagsins meira
mynd
22. maí 2016

Mikilvægi áliðnaðarins - nokkrar tölur

Ársfundur Samáls, samtaka álfyrirtækja, fór fram í vikunni. Að öllu jöfnu er starfsemi áliðnaðarins á Íslandi uppspretta neikvæðra frétta en við þetta tilefni birtust þó margvíslegar tölur sem má hafa í huga. Verða nokkrar þeirra raktar hér. Útflutn­ings­tekj­ur áls námu 237 millj­örðum króna í fyrra. Það eru um 38% af vöru­út­flutn­ingi þjóðar­inn­ar. meira
mynd
16. maí 2016

Kjör og aðstæður ungs fólks

Að undanförnu hefur farið fram töluverð umræða um lífskjör ungs fólks og margir virðast telja að þau hafi dregist aftur úr kjörum annarra á síðustu árum. Umræðan hefur snúist nokkuð um svokallaða Y-kynslóð eða aldamótakynslóðina – fólk sem er fætt á tímabilinu 1980 til 1994. Því hefur verið haldið fram að það sé erfiðara fyrir þessa kynslóð að finna vinnu og húsnæði en áður hefur verið og að meira
mynd
5. maí 2016

Venesúela - fallandi ríki

Í umræðunni er lítið talað um að Venesúela sé stýrt af öfgasósíalistum. Þó er það svo að landinu hefur sannarlega stýrt af sósíalistum og og ástandið er orðið öfgakennt, jafnvel svo að ástæða er til að óttast hvort að samfélagsgerðin þolir ástandið. Í stjórnmálaumræðunni eru andstæðurnar mikilvægar, jafnvel svo að hinar pólitísku skilgreiningar þrífast á því. Hægri - vinstri, stjórnlindi - frelsi meira
mynd
30. apríl 2016

Hvað virkar hjá þjóðum?

  Af hverju vegnar einum betur en öðrum? Við veltum þessu fyrir okkur varðandi einstaklinga en einnig um samfélög, jafnvel heilu þjóðfélögin. Við þekkjum það úr okkar gamla bændasamfélagi að einum búnaðist betur en öðrum, jafnvel á jörðum sem virtust njóta svipaðra landkosta. Sumir voru einfaldlega kallaðir búskussar. Umræðan getur verið grimm en oft skildi á milli lífs og dauða hvernig meira
mynd
21. apríl 2016

Mikilvæg ráðstefna um samkeppnishæfni

Að setja skynsama mælikvarða á samkeppnishæfni þjóða getur verið vandasamt, einfaldlega af því að alltaf má deila um mælinguna sjálfa. Það er hins vegar mikilvægt að geta horft til viðmiða sem hjálpa okkur að skilja eigið þjóðfélag og sjá betur hvar við stöndum og hvað má bæta og laga. Lesendur þessara pistla hafa án efa tekið eftir margvíslegri umfjöllun í gegnum tíðina um samanburð milli meira
mynd
18. apríl 2016

Markaðsborgin Marrakesh

Þegar nýtt land er heimsótt sem ferðamaður þá reynir í sjálfu sér lítið á gestrisni, ferðamaðurinn er greiðandi viðskiptavinur og allt atlæti mótast af því. Sérstaklega þegar hann heimsækir staði sem eru beinlínis að gera út á þjónustu við þá. Ekkert við því að segja, ferðamennska er mest vaxandi starfsemi heims sem þýðir væntanlega að það er bæði framboð og eftirspurn. Lesendur pistla minna meira
mynd
13. apríl 2016

A frá AGS

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) skilaði frá sér stöðuskýrslu í gær sem hefði að margra dómi getað vakið meiri athygli. Þar er bent á að nýlegar breytingar á ríkisstjórn Íslands eigi sér stað þegar ótvíræður árangur hefur náðst í efnahagslífinu. Í fjölmiðlum birtist það mat Ashoks Bhatia, formanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að það væri jákvætt að útkoman eftir pólitískan óstöðugleika meira
mynd
31. mars 2016

Marokkó - land ferðalangsins

Þekking er betri en auður, þú þarft að gæta auðsins en þekkingin gætir þín. Vel að orði komist, en svona hljómar berberskur málsháttur en líklega er óhætt að segja að Berbar séu áberandi í Marokkó og þeir gera sitt besta til að viðhalda sérstöðu sinni. Þeir eru nánast sem sérheimur í hinu að mörgu leyti nútímalega ríki Marokkó. Fyrir stuttu var fjallað um landið á þessu vettvangi en nú meira
mynd
13. mars 2016

Heilbrigður hagvöxtur og horfur góðar

Hagstofan hefur nú birt nýja útreikninga á hagvexti síðustu ára sem varpa athyglisverðu ljósi á hagkerfið. Það er reyndar ástæða til að vekja athygli á því að yfirleitt hækkar Hagstofan hagvaxtartölur sínar eftir því sem lengra líður á. Þannig virðist hún hafa tilhneigingu til að vanmeta hagvöxt til skemmri tíma sem gerir það að verkum að við fáum einstaka sinnum svona leiðara í meira
mynd
7. mars 2016

Ferðaþjónustan: Tækifæri og áskoranir

Vandi fylgir vegsemd hverri. Um þessar mundir njótum við Íslendingar einstakrar velgengni í ferðaiðnaði, hingað streyma ferðamenn og aukningin sem við fáum (án þess að eyða miklum fjármunum í markaðskostnað) er meiri en aðrar þjóðir sjá. Þetta hefur orðið að umtalsefni áður hér í pistlum þar sem meðal annars var vakin athygli á að margt hefði tekist vel til. Upplifun ferðamanna virðist sterk meira
mynd
1. mars 2016

Finnland: Veiki maðurinn í Evrópu?

Þetta er kannski ekki uppbyggileg fyrirsögn en hún er komin frá sjálfum fjármálaráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Nýjar tölur sýna en betur það sem allir vissu, að uppstokkun þarf að eiga sér stað í finnsku efnahagslífi eins og var rakið hér í grein fyrir helgi.   Óhætt er að segja að mikill óróleiki sé á finnskum vinnumarkaði og í finnskum stjórnmálum. Sá er þetta skrifar meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira