9. febrúar 2016 kl. 22:34

Borgaralaun - útópískur draumur?

Þann fimmta júní næstkomandi ganga Svisslendingar að kjörborðinu til að kjósa um skilyrðislausa grunnframfærslu eða svokölluð borgaralaun. Ef tillagan verður samþykkt yrði Sviss fyrsta ríkið í heiminum til að bjóða upp á borgaralaun. Þjóðaratkvæðagreiðslan myndi tryggja öllum borgurum ákveðna lágmarksframfærslu óháð stöðu. Tillagan sem liggur fyrir er upp á 2.500 svissneska franka framfærslu eða 320 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Þetta er talsvert hærri upphæð en rætt var um t.d. í Finnlandi þar sem talið var að hver borgari fengi sem svaraði 110 þúsund íslenskra króna.

Fyrir Alþingi liggur núna þingsályktunartillaga frá þremur þingmönnum Pírata um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun). Flutningsmenn eru: Halldóra Mogensen, Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir. Þar er lagt til að Alþingi álykti að fela félags- og húsnæðismálaráðherra, í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðherra, að skipa starfshóp til að kortleggja leiðir til að tryggja öllum borgurum landsins skilyrðislausa grunnframfærslu með það að markmiði að styrkja efnahagsleg og félagsleg réttindi fólks og útrýma fátækt.mannfj

Er fátækt afleiðing velferðarstefnunnar?

Í greinargerð með frumvarpinu er að finna eftirfarandi skilgreiningu á fátækt: Fátækt á Íslandi er að miklu leyti afleiðing íslenskrar velferðarstefnu sem byggist á skilyrtri velferðarforsjá í formi lágmarksaðstoðar og áherslu á góðgerðarstarfsemi og ölmusu fyrir þá verst settu. Íslenska ríkið hefur í gegnum árin sett lög og reglugerðir sem veita fólki svo lágar bætur að upphæðirnar eru innan fátæktarmarka.” Í greinargerðinni er einnig vísað til enska heimspekingsins Thomas More sem skrifaði bókina Útópíu árið 1516. Í bókinni lýsir More hugmynd sinni að eins konar fyrirmyndarsamfélagi þar sem áhersla er lögð á að fyrirbyggja glæpi með útrýmingu fátæktar frekar en að notast við refsikerfi í samfélagi þar sem beinlínis er stuðlað að glæpum með gífurlegum ójöfnuði. Það vekur reyndar athygli hve líkar tilvitnanir og röksemdafærslur má finna í greinargerðinni og í útskýringu alfræðivefsins Wikipedia.

Vitaskuld er hægt að gera athugasemd við þá skilgreiningu sem segir að fátækt sé afleiðing velferðarkerfisins (eða stefnunnar í velferðarmálum). Margir myndu fremur halda að velferðarkerfinu hafi mistekist að fást við fátækt fremur en að hægt sé að kenna því um fátækt. Víðast er orsök fátæktar rakin til veikinda, þjóðfélagsstöðu eða annarra þátta sem geta haft áhrif á líf fólks til skemmri eða lengri tíma. Í pistlum hér hefur áður verið bent á að nýtt upphaf hafi orðið í umræðu um fátækt þegar Harpa Njáls félagsfræðingur gaf út bók sína Fá­tækt á Íslandi við upp­haf nýrr­ar ald­ar, árið 2003. Meg­inniðurstaðan er sú að fá­tækt er staðreynd á Íslandi,” var dómur Hörpu við þetta tilefni og fullyrti hún um leið að 7 til 10% landsmanna lifi og búi við fátækt. Niðurstöður hennar voru sláandi en um fjórðung­ur bók­ar­inn­ar var byggður á viðtölum við fólk sem bjó við fá­tækt­araðstæður samkvæmt skilgreiningum Hörpu. Það er al­ger­lega nýtt inn í þessa umræðu að radd­ir þeirra fá að heyr­ast,” sagðir Harpa í samtali við Morgunblaðið við þetta tækifæri. Hún sagði það ný­mæli að hún mæli fá­tækt út frá al­gild­um fá­tækt­ar­mörk­um. Mæl­ing­in felst m.a. í því að rann­saka hvort lág­marks­tekj­ur, sem mótaðar eru af hinu op­in­bera með ákvörðunum um upp­hæðir líf­eyr­is­greiðslna al­manna­trygg­inga, fram­færslu­styrk­ur fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­laga og einnig tekj­ur ófag­lærðra á vinnu­markaði sem í mörg­um til­vik­um vinna hjá ríki og borg, dugi fyr­ir lág­marks­fram­færslu­kostnaði,” eins og skýrt er í bók­inni. Segja má að bók Hörpu og sú umræða sem hún skapaði hafi rammað inn fátækt sem félagslega staðreynd hér á landi.

Hvað kosta borgaralaun?

En víkjum aðeins að skilyrðislausri grunnframfærslu (borgaralaunum). Í fyrstu virðast þau viðbrögð vil flækjustigi bótakerfisins/velferðarkerfisins. Að því leyti gætu þau verið hentug leið til að núllstilla kerfi sem er orðið svo flókið og óskiljanlegt að efast má um að það sé að gera það gagn sem að er stefnt. Stuðningsmenn þess að taka upp borgaralaun ganga út frá því að borgaralaun krefjist engra reiknikúnsta eða eftirlitsiðnaðar. Bótakerfi verða aflögð og þar með sparast vinna opinberra stofnana. Vinnutekjur leggjast ofan á borgaralaun. Ekki er gert ráð fyrir neinum skerðingum. Annað hvort eigi fólk rétt á þeim eða ekki og um sé að ræða sömu upphæð fyrir alla. Því séu borgaralaun plain and simple, gagnsæ og sanngjörn,” eins og einn stuðningsmanna þeirra orðaði það á spjallvef.  

En kostnaðarhliðin. Hvernig skyldi hún koma út? Í þingsályktunartillögunni er engin tilraun gerð til að meta kostnað. Þar er aðeins vísað í að samkvæmt Hagstofu Íslands voru á árinu 2013 rúmlega 42 þúsund manns, eða 13,7% landsmanna, undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun. Hvað þeirri upphæð er ætlað að svara er erfitt að segja en greinargerðin segir lítið um útfærsluna sjálfa. Píratar virðast ætla að láta öðrum eftir það sem gæti virst erfiðast í málinu, að ákveða hve há upphæð verður til skiptanna og hvernig hún verður fjármögnuð. Í stefnuskrá Pírata segir um fjármögnun lágmarksframfærsluviðmiða/borgaralauna: Fjármagna skal áðurtaldar aðgerðir með núverandi fjárveitingum til atvinnu- og menntamála fyrir bótaþega, endurskoðun á bótakerfinu samhliða eflingu á virkni einstaklinga og framtaks hans til sköpunar og atvinnu, endurskoðun á núverandi skattkerfi með það að markmiði að einfalda kerfin og þarafleiðandi minnka yfirbyggingu þeirra (stjórnsýsla), og betri skilvirkni innan velferðar- og heilbrigðiskerfisins.” Það er hins ljóst að margir verða fyrir vonbrigðum ef menn ætla að láta duga að taka þá peninga sem renna núna til velferðarkerfisins og borga það út sem borgaralaun.

Að setja alla Íslendinga á borgaralaun kostar nefnilega sitt. 300 þúsund krónur á mánuði til 250 þúsund manns er um 900 milljarðar króna á ári. Finnska útgáfan myndi kosta um einn þriðja af því eða um 300 milljarða króna. Það er því spurning hvort Íslendingar hafa efni á svissnesku eða finnsku leiðinni eða yfir höfuð að fara þessa leið. Inni á Wikipediu má finna útreikninga sem draga fram 180 þúsund á mánuði en er það ásættanlegt fyrir þá sem þyggja hærri bætur í dag? Jú, vissulega er freistandi að einfalda kerfið svo að þú getir tekið allan kostnað við að reka almannatryggingakerfið og breytt þeim kostnaði í bætur. Það er hins vegar ekki víst að það reynist svo einfalt. Þeir sem styðja borgaralaun eiga því eftir að svara mörgum spurningum, sérstaklega þegar kemur að útfærslunni.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
4. febrúar 2016

Marokkó - þar sem kóngurinn einn ríkir

Í Marokkó búa 33 milljónir manna, heldur færri en í nágranaríkinu Alsír, en landamæri landanna hafa nú verið lokuð í 21 ár. Í Marokkó ríkir þingbundin konungsstjórn þar sem marokkóska þingið er þjóðkjörið en konungurinn, Múhameð VI (Mohammed VI), hefur mikil völd, sérstaklega í málefnum hersins, utanríkismálum og trúmálum. Konungur getur gefið út konunglegar tilskipanir sem hafa lagagildi og hann meira
mynd
30. janúar 2016

Venesúela er að hrynja

Þessa daganna beinast augu margra að ástandi mála í Venesúela. Margra ára óstjórn sósíalista er nú að keyra þetta náttúruauðuga og fallega land í kaf. Í bandaríska stórblaðinu Washington Post er sagt að spurningin sé eingöngu hvort efnahagurinn eða ríkisstjórnin hrynji fyrst. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að samdráttur hagkerfis Venesúela hafi verið 10% á síðasta ári og 6% á þessu meira
mynd
23. janúar 2016

Nokkur orð um hagvöxt og kaupmátt

Ef marka má áhersluþætti umræðunnar undanfarin misseri þá virðast Íslendingar vera farnir að taka efnahagslegri hagsæld sem gefnum hlut. Það sést best á því að í vikunni birtust tölur um að kaupmáttur hefði aukist um 7,6% árið 2015. Þeim upplýsingum var mætt með tómlæti þess sem hefur engar áhyggjur. Og hefði þó ekki síður átt að vekja athygli sú staðreynd að vísitala kaupmáttar launa hefur ekki meira
mynd
16. janúar 2016

Skuldir og vextir lækka og lánshæfið batnar

Stundum er sagt að sá sem skuldar sé ekki frjáls og flest fjármálaráðgjöf snýst um það að kenna fólki að samræma tekjur og útgjöld. Þeir sem taka lán fyrir neyslu sinni finna skjótt að slíkur lífsmáti gengur ekki til lengdar. Að taka langtímalán fyrir einhverju sem notað er í skamman tíma er ekki skynsamlegt. Lántaka hins opinbera er alltaf nokkurskonar uppgjör á milli kynslóða. Ef núverandi meira
mynd
10. janúar 2016

Gríðarleg fjölgun starfa

14 til 15.000 ný störf bættust við íslenskan vinnumarkaði á árunum 2013-2015. Samkvæmt nýrri spá Vinnumálastofnunar eru góð líkindi til þess að störfum geti fjölgað um 8.000 á næstu tveimur árum. Af því glögglega sjá að gríðarleg breyting hefur orðið en líkur eru á að störfum fjölgi um hvorki meira né minna en 22.000 til 23.000 þúsund á kjörtímabilinu. Það jafngildir því að störfum fjölgi um meira
mynd
3. janúar 2016

Haglýsing í upphafi árs

Þráinn Eggertsson hagfræðingur minnti eitt sinn á að hagkerfi séu í eðli sínu háskaleg. Ekki sé hægt að ganga að neinu vísu og því sé erfitt að spá fyrir um hvað er framundan. Það eru orð að sönnu. Margt bendir þó til þess að Íslendingar geti verið bjartsýnir í upphafi árs 2016 en vissulega eru margvíslegar hættur framundan. Að þessu sinni eru þær góðæristengdar. Á slíkum stundum getur hagstjórn meira
mynd
28. desember 2015

Flóttamaðurinn - maður ársins

Líklega munu margir freistast til að nefna flóttamanninn, mann ársins. Ekki einhvern einn mann heldur þann mikla fjölda sem nú er á faraldsfæti og Evrópa hefur fengið að kynnast svo rækilega. Talið er að um 60 milljónir flóttamanna séu í heiminum og um ein milljón þeirra hafi lagt leið sína til Evrópu á þessu ári. Þar hefur ástandið í Sýrlandi haft mest áhrif en stór hluti landsmanna hefur neyðst meira
mynd
19. desember 2015

Það er léttara yfir öllum í Reykjanesbæ

Það er léttara yfir öllum í Reykjanesbæ eftir að atvinnuástandið í bænum batnaði. Þetta sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í fréttum Ríkissjónvarpsins í vikunni. Nú er svo komið að víða vantar fólk til starfa í bænum og húsnæði er af skornum skammti. Þetta er mikil breyting árinu 2010 var atvinnuleysi á Suðurnesjunum komið upp í ríflega 13%. Meðaltal það sem af er þessu meira
mynd
13. desember 2015

Knattspyrnuleikvangar - hin nýju musteri átrúnaðarins

Stór hluti þeirra Íslendinga sem heimsækir erlendar stórborgir gerir það í þeim tilgangi að sjá fótboltaleiki. Sérstakleg á það við um þá sem heimsækja England. Og þar eru knattspyrnuleikvangarnir hin nýju musteri átrúnaðarins. Í dag hafa knattspyrnuleikvangar - og hugsanlega flugvellir - leyst dómkirkjurnar af hólmi sem helstu áfangastaðir ferðamanna. Nýlega átti pistlahöfundur því láni að fagna meira
mynd
5. desember 2015

Vúdútölfræði um sjávarútveginn

Sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin á Íslandi sem borgar sérstakan skatt fyrir aðgang að auðlindum landsins. Aðrar atvinnugreinar borga ekki slíkan skatt og hafa þó margir horft til þess að ferðaþjónustunni bæri að gera það með vísun til raka fyrir auðlindagjaldi sjávarútvegsins. Ekki er langt síðan hér var vitnað í greiningu efnahagssviðs SA þar sem kom fram fram að íslenskur meira
mynd
28. nóvember 2015

Bókadómur - Eftirlýstur í ríki Pútíns

Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, er líklega umdeildasti þjóðarleiðtogi samtímans. Hann stýrir fallandi heimsveldi af mikilli hörku og er af mörgum talin sá sem getur haft mest áhrif á það hvort við á Vesturlöndum lifum í friði eða stríði. Það er fróðlegt að kynnast huga fólks í fyrrum leppríkjum Sovétríkjanna/Rússlands gagnvart þessum risa í austri. Í gegnum tíðina hefur flest sú ógn sem þessar meira
mynd
19. nóvember 2015

Uppgangur í íslenskum sjávarútvegi

Það var áhugvert að koma á Nordica hótel og fá að vera viðstaddur Sjávarútvegsráðstefnuna 2015 sem haldin var þar í dag. Ráðstefnan hefur sótt í sig veðrið og nú voru alls um 800 gestir skráðir til leiks, 300 fleiri en í fyrra. Á ráðstefnunni var upplýst að útlit er fyrir að útflutningsverðmæti íslensks sjávarútvegs aukist um 40 milljarða á þessu ári eins og rakið var ágætlega í RÚV meira
mynd
15. nóvember 2015

Hagfræði og skattar í Downton Abbey

Það er eftirminnilegt atriði í einum Downton Abbey þættinum þegar Robert Grantham lávarður ræðir við Matthew Crawley, tengdason sinn, um rekstur landeignarinnar. Satt best að segja var lávarðurinn ekki að standa sig mjög vel í rekstrinum, standandi annars vegar í fortíð bresku yfirstéttarinnar um leið og nútíminn sótti að með breyttum vinnubrögðum, nýrri tækni, hreyfingu á vinnuafli, sem meira
mynd
8. nóvember 2015

Bókadómur - Barnið sem varð að harðstjóra

Það berst margt skemmtilegt með jólabókaflóðinu eins og endranær og hætt er við að mörg ágætisbókin tínist í hamaganginum. Sagnfræðirit fyrir almenning eru því miður ekki algeng en þessari bók Boga Arasonar blaðamanns og sagnfræðings er ætlað að bæta úr því. Hér er um að ræða fjörlega skrifaða sagnfræði þar sem hlaupið er yfir ævi nokkurra helstu einræðisherra 20. aldarinnar, s.s. Hitler, Stalín meira
mynd
31. október 2015

Að vera frumlegur og framsýnn

Er í senn hægt að vera frumlegur og framsýnn, skynsamur og skapandi? Þetta er ekki sett hér fram vegna þess að undirritaður trúi að um sé að ræða andstæður. Heldur hitt að stundum virðast fleiri sækjast eftir að vera frumlegir og skapandi, fremur en skynsamir og framsýnir. Farsælt væri að þetta færi saman en það er engin trygging fyrir því að svo sé. Með reglulegu millibili hefur umræðan á meira
mynd
25. október 2015

Öfundsverðar skammtímahorfur!

Þeir sem rýna í ástandið í hagkerfinu eru margir á því að sjaldan eða aldrei hafi aðstæður verið eins góðar; rífandi hagvöxtur, umtalsverð kaupmáttaraukning, verðbólgan í ásættanlegu ástandi (samkvæmt tölum Eurostadt er verðhjöðnun), atvinnuleysi í algeru lágmarki, viðskiptajöfnuður hagstæður, gjaldeyrir streymir inn og óskuldsettur gjaldeyrisforði að aukast hröðum skrefum (hver hefði trúað meira
mynd
18. október 2015

Noregur heillar ekki lengur

Í gær var áhugaverð frétt í Morgunblaðinu. Þar sagði frá því að stjórnendur vinnumiðlunarinnar Eures á Íslandi hefðu ákveðið að hætta í bili að kynna laus störf í Nor­egi fyr­ir Íslend­ing­um. Haft er eftir Þóru Ágústs­dóttur, verk­efna­stjóri hjá Eures, að vegna bættr­ar stöðu á ís­lensk­um vinnu­markaði sé ekki leng­ur tal­in vera meira
mynd
11. október 2015

Spilavíti, Uber og tækifærin í Ameríku

Stærð og umfanga bandaríska hagkerfisins ætti flestum að vera ljóst. Það er áhugavert að fá að kynnast því í nálægð en stutt ferð til Washington DC gefur ágæta innsýn í hvernig hlutirnir eru gerðir í landi tækifæranna. Mikill uppgangur einkennir Washington svæðið um þessar mundir. Má sem dæmi taka að flugvöllurinn (Washington Dulles International Airport) er nýuppgerður með miklum viðbótum og meira
mynd
29. september 2015

Icesave - rugl í umræðunni allt til loka

Icesave málinu er lokið. Líklega er óhætt að fullyrða það núna þegar ekki eru eftirlifandi neinar kröfur á íslensk stjórnvöld og íslenskir skattgreiðendur ættu því loksins að getað andað léttar. Og jafnvel þeim örfáu sem leiðist umræðuefnið, ja þeir ættu líka að ná að slaka á, líklega fer að sjá fyrir endann á þessari umræðu. En þessi lokaandtök málsins sýna líka glögglega það sem hefur verið að meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira