21. ágúst 2016 kl. 13:17

Ísland best í heimi - á margan hátt

Með reglulegu millibili hefur sá er þetta skrifar tekið saman stutt yfirlit sem sýnir hvar við Íslendingar stöndum á heimssviðinu, nokkurskonar uppgjör á samanburðafræðum þjóðanna! Í upphafi var það undir fyrirsögninni „Ísland best í heimi” þar sem hlaupið var vítt yfir sviðið, svona meira til fróðleiks og gamans og ekki tæmandi á nokkurn hátt. Þetta hefur verið endurtekið nokkrum sinnum, síðast í ágúst á síðasta ári.Fagna-515    

Hér verður gerð tilraun til að uppfæra þessa upptalninguna og rakin þau tilvik sem hafa annað hvort bæst í flóruna eða önnur þau sem hafa endurnýjast á einhvern hátt. Samantektinni er ætlað að útlista röðun Íslands eins og hún er í dag og er hér sem áður stuðst við upplýsingar sem hafa birst í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri:

 • Ísland er í 13. sæti yfir þau ríki sem standa fremst hvað varðar ný­sköp­un samkvæmt lista Global Innovati­on Index 2016. Þetta er ní­unda árið í röð sem list­inn er tek­inn sam­an en það er Cornell-há­skól­inn sem ann­ast gagna­söfn­un. Sviss er í fyrsta sæti og Svíþjóð er í öðru sæti. Finn­ar eru í fimmta sæti og Dan­ir eru í átt­unda sæti list­ans. Ísland skipaði einnig 13. sætið á list­an­um í fyrra.
 • Hús­hit­un­ar­kostnaður er lang­lægst­ur á Íslandi og er þre­falt minni en þar sem næ­stó­dýr­ast er að hita. Þetta kem­ur fram í nýrri sam­an­tekt Samorku um hús­hit­un­ar­kostnað á Norður­lönd­um. Stuðst er við töl­ur frá stærstu veitu­fyr­ir­tækj­um í hverri höfuðborg. Þar seg­ir að ár­leg­ur kostnaður við að hita heim­ili á Íslandi sé rúm­ar 85 þúsund krón­ur á ári fyr­ir íbúa á höfuðborg­ar­svæðinu. Íbúi í Hels­inki þarf hins­veg­ar að borga hátt í hálfa millj­ón ár­lega, eða um 428 þúsund krón­ur. Í Stokk­hólmi er næst­dýr­ast að hita húsið sitt, en þar greiða íbú­ar rúm­lega 300 þúsund krón­ur á ári. Íbúar í Kaup­manna­höfn og Osló borga svipað á ári, tæp­lega 300 þúsund krón­ur. Í sam­an­tekt­inni seg­ir að skatt­ar vegi nokkuð þungt á hús­hit­un­ar­reikn­ingi Norður­landa­búa, en auk virðis­auka­skatts er inn­heimt­ur sér­stak­ur orku­skatt­ur. Á Íslandi er hann 2% á heitt vatn. Lang­flest heim­ili lands­ins eru hituð upp með jarðhita, eða 90%. Í Reykja­vík er þetta hlut­fall 100%. Auk þess að vera ódýr kost­ur er jarðhiti að auki end­ur­nýj­an­leg­ur og um­hverf­i­s­vænn orku­gjafi.
 • Það er ekki víst að allir séu uppnumdir yfir því að Ísland þykir vera ákjós­an­leg­ur kost­ur fyr­ir staðsetn­ingu gagna­vera. Í áhættu­grein­ing­ar­skýrslu Cus­hm­an & Wakefield, Data Center Risk Index 2016, fær Ísland hæstu ein­kunn en þar á eftir eru Nor­eg­ur, Sviss, Finn­land og Svíþjóð. Ísland er að fikra sig upp listann en þrjú ár eru frá síðustu skýrslu Cus­hm­an & Wakefield um áhættuþætti tengda gagna­ver­um. Þá sat Ísland í sjö­unda sæti list­ans, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í ViðskiptaMogg­an­um.
 • Það sem mörgum þykir vænst um þessa daganna er að íslenska karla­landsliðið í knatt­spyrnu tók risa­stökk á styrk­leikalista Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bands­ins, FIFA, eftir EM í sumar. Ísland var í 22. sæti á list­an­um eftir EM og hafði aldrei verið svo of­ar­lega en liðið var í 34. sæti á síðasta lista sem kom út í byrj­un júní. Frá­bært gengi á Evr­ópu­mót­inu í Frakklandi kem­ur Íslend­ing­um í þetta sæti.
 • En það er líklega enn meiri ástæða til að fagna því að Ísland trónir á toppi listans yfir friðsælustu ríki í heimi samkvæmt friðarvísitölu Institute for Economics and Peace. Fjölmörg atriði eru lögð til grundvallar útreikningunum; má þar nefna glæpatíðni, pólitískan stöðugleika, samskipti við önnur ríki og hernaðarátök svo dæmi séu tekin. Ísland er sem fyrr segir á toppi listans, Danmörk í 2. sæti og Austurríki í 3. sæti. Þessar þrjár þjóðir röðuðu sér í þessi sömu sæti á listanum sem kom út í fyrra. Engin önnur Norðurlandaþjóð kemst á topp 10 listann. Finnland er í 11. sæti, Svíþjóð í 14. sæti og Noregur í 17. Sæti.
 • En stundum getur einkunnin batnað en Ísland færst í lægra sæti. Það sást glögglega þegar upplýstist að Ísland var í 10. sæti af 133 þjóðum á nýjum alþjóðlegum lista yfir velferð og gæði samfélagsinnviða og hafði Ísland lækkað um 6. sæti milli ára. Listinn, Social Progress Index (SPI), er tekinn saman af Social Progress Imperative stofnuninni, sem hefur aðsetur í Washington og London og byggir á fræðagrunni sem Micheal E. Porter, hagfræðiprófessor frá Harvard, hefur átt mestan þátt í að þróa og undirritaður hefur talsvert fjallað um. En lægra sæti þýðir þó ekki að velferð hafi minnkað á þessum tíma, þvert á móti hefur velferðarvísitalan hækkað hér á landi. Á móti kemur að hún hefur hækkað enn meira í öðrum löndum sem skjótast þar með upp fyrir Ísland, sem nú er neðst Norðurlanda á listanum. Finnland trónir í efsta sætinu, Kanada er í öðru sæti, Danmörk í þriðja, Svíar verma 6. sætið en Norðmenn það sjöunda en þeir lækka um sex sæti, eins og Íslendingar. Tölfræðilega er mjög lítill munur á efstu sætunum en tölur um Ísland byggja á gögnum frá 2012 til 2016.
 • Í maí síðastliðnum gaf tímaritið Economist Íslandi hæstu einkunn í árlegri glerþaksvísitölu sinni. Vísitalan tekur saman hlutfall kynjanna á vinnumarkaði og í stjórnum fyrirtækja, kynbundinn launamun og hlutfall kvenna á þingi. Þá er einnig tekið í reikninginn hversu langt fæðingarorlof konum býðst, auk þess sem hlutfall kvenna með háskólagráður er tekið inn í jöfnuna eins og sagði í frétt Viðskiptablaðsins þá. Samantekt Economist tekur til aðstæðna á vinnumarkaði og stjórnmála til greina og nauðsynlegt er að hafa það í huga við lestur samantektarinnar. Af 100 mögulegum stigum er Ísland með 82,6 og er því hæst á listanum. Rétt á eftir Íslandi er Noregur með 79,3 og þar á eftir eru Svíþjóð og Finnland. Ungverjaland rekur svo lest þessara fimm efstu ríkja. Neðst á listanum er Suður-Kórea með aðeins 25 stig, næstneðst er Tyrkland og þar að ofan eru Japan, Sviss og Írland.
 • Margir gleðjast án efa yfir því að Ísland er í 3. sæti þegar kemur að þéttleika þungarokksveita (hevy metal). Það er reyndar verið að tala um landfræðilegan þéttleika í könnuninni en við viljum fremur horfa til taktsins þegar talað er um þéttleika hljómsveita!
 • Í maí upplýsti Hagstofan okkur um að sé horft á tíu ára tímabil, 2005–2014, var meðalævi karla á Íslandi 80,2 ár og í Sviss 80 ár og skipuðu þeir fyrsta og annað sætið meðal Evrópulanda. Fast á hæla þeim komu karlar frá Svíþjóð og Liechtenstein (79,5 ár), Ítalíu (79,4), Noregi og Spáni (78,9 ár). Styst er meðalævilengd evrópskra karla í Moldavíu (65,6), Úkraínu (64) og Rússlandi (61,6). Íslenskar konur eru ekki alveg eins ofarlega en á sama tíu ára tímabili, 2005–2014, var meðalævi kvenna hæst í Frakklandi og á Spáni 85,1 ár og skipuðu þær fyrsta sætið í Evrópu. Næstar í röðinni voru konur frá Sviss (84,7), Ítalíu (84,6) og Liechtenstein (84,1) og því næst Íslandi (83,7 ár´), í 6. Sæti sé þannig horft á það. Meðalævilengd kvenna er styst í Úkraínu (74,8), Rússlandi (74) og Moldavíu (73,6 ár).
 • Í mars upplýstist að Ísland er í 18. sæti af 141 landi yfir samkeppnishæfustu ferðamannalönd heim. Eru þetta niðurstöður World Economic Forum í skýrslu sem var reyndar birt á síðasta ári.
 • Heilbrigðiskerfið á Íslandi reyndist vera það 8. besta í Evrópu, samkvæmt úttekt Health Consumer Powerhouse (HCP). Samkvæmt úttektinni er Ísland fyrir ofan Svíþjóð og Danmörku á listanum sem birtist í byrjun ársins. HCP birtir árlega lista yfir frammistöðu heilbrigðiskerfa, svokallaðan Euro Health Consumer Index, í 35 Evrópulöndum. Úttektin tekur til 48 þátta heilbrigðiskerfisins, svo sem réttindi sjúklinga, aðgang að umönnun, árangur meðferða, fjölbreytni þjónustu, forvarna og fleira. Gefin eru stig fyrir hvern þátt og geta löndin fengið einkunn á bilinu 0 til 1000. Samkvæmt þessu er besta heilbrigðiskerfið í Hollandi sem skorar 916 stig af þúsund mögulegum. Þar á eftir koma Sviss (894), Noregur (854), Finnland (8745) og Belgía (836). Ísland er í áttunda sæti listans með 825 stig, mitt á milli Þýskalands (828) og Danmörku (793). Svíþjóð (786) er svo í 10. sæti listans. Ísland skorar hæst allra landa, ásamt Noregi og Hollandi, í flokknum árangur meðferða. Þrátt fyrir að skora sjö stigum hærra en í fyrra fellur Ísland um eitt sæti á listanum á milli ára.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
10. ágúst 2016

Peningahlið Ólympíuleikanna

Um þessar mundir fylgist heimsbyggðin með Ólympíuleikunum sem nú eru haldnir í Ríó í Brasilíu og hafa margir orðið til að rifja upp að hér er um að ræða ansi dýrt partý. Einn hagfræðingur sagði að engin ætti að halda leikanna af því að hann héldi að hægt væri að græða á þeim! Það er líklega ástæða fyrir stjórnvöld hina einstöku ríkja að hugsa sig vandlega um áður en samþykkt er að senda inn meira
mynd
7. ágúst 2016

Venesúela: Frá biðröðum til hungurs

Fyrir ríflega áratug töldu íbúar Venesúela sig þokkalega hamingjusama þegar þeir voru spurðir um það í könnunum. Í dag hefur hungurvofan knúið dyra og nýjar rannsóknir benda til þess að um 20% barna í Venesúela búi við næringarskort. Ekki er langt síðan hér var skrifuð grein um biðraðir eftir mat í Venesúela. Í dag þýðir lítið að fara í biðröð, það er ekkert lengur til í verslunum. Þeir sem meira
mynd
3. ágúst 2016

Skattar: Fleiri gjaldendur, hærri tekjur

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga færist fram um einn mánuð þetta árið samkvæmt breytingu sem var lögfest í lok síðasta árs. Álagningin 2016 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2015 og eignastöðu þeirra 31. desember 2015. Álagningin hefur nú legið fyrir í einn mánuð en ítarlegar upplýsingar um hana má sjá í frétt á heimasíðu fjármálaráðuneytisins. Helstu niðurstöður álagningarinnar meira
mynd
28. júlí 2016

Metin falla í ferðaþjónustunni

Ferðamenn streyma sem aldrei fyrr til landsins og ljóst að enn eitt metið verður slegið í ár. Og í raun falla met á öllum stigum ferðamennsku; fjölda ferðamanna yfir árið, fjöldi í einstaka mánuðum og svo að sjálfsögðu þegar kemur að eyðslu ferðamanna. Já, að öllu leyti blasir við að við Íslendingar erum að njóta einstakrar velgengni í ferðamennskunni. En eins og oft áður sjá margir hin miklu meira
mynd
19. júlí 2016

Athafnamenn og ferðamenn á Siglufirði

Það eru rúmur áratugur ár síðan síðan ég kom í fyrsta sinn til Siglufjarðar í tengslum við pæjumót í knattspyrnu sem heimamenn hafa staðið fyrir af miklum myndarbrag um margra ára skeið. Siglufjörður tók vel á móti manni þá, með einstakri veðurblíðu og það var auðvelt að falla fyrir staðnum. Bærinn var heimsóttur í nokkur skipti í framhaldinu en síðan kom hlé þar til leiðin lá aftur til meira
mynd
12. júlí 2016

Hagkvæmni virkjanakosta vikið til hliðar?

Allir Íslendingar ættu að hafa skilning á því að nauðsynlegt er að horft sé til hagkvæmnissjónarmiða við mat á virkjunarkostum. Undanfarið hefur verið byggt upp flókið matskerfi sem hefur því miður haft tilhneigingu til þess að horfa framhjá hagkvæmni við mat á  virkjanakostum. Það er ótækt. Það er ekkert leyndarmál að Samorka, samtök orkufyrirtækja, hefur lengi gagnrýnt þetta. Nú hefur meira
mynd
5. júlí 2016

Til móts við óvissuna

Það segir sig sjálft að brúðkaupsdagurinn er heldur gleðiríkari en dagurinn þegar skilnaðarpappírarnir eru staðfestir. Í fyrra tilvikinu er gjarnan boðið til veislu en seinni athöfninni er meira í höndum gleðisnauðra fulltrúa stjórnsýslunnar. Engum dylst að veislan er búin og hver fer í sína átt. Aðskilnaður Breta og Evrópusambandsins er nú á næsta leyti eftir að meirihluti Breta samþykkti útgöngu meira
mynd
29. júní 2016

Betri einkunn, verra sæti

Ísland er í 10. sæti af 133 þjóðum á nýjum alþjóðlegum lista yfir velferð og gæði samfélagsinnviða og hefur lækkað um 6. sæti milli ára. Það þýðir þó ekki að velferð hafi minnkað á þessum tíma, þvert á móti hefur velferðarvísitalan hækkað hér á landi. Á móti kemur að hún hefur hækkað enn meira í öðrum löndum sem skjótast þar með upp fyrir Ísland, sem nú er neðst Norðurlanda á listanum. Finnland meira
mynd
23. júní 2016

Saga Hrunsins að skýrast

Í Morgunblaðinu í dag mátti lesa tvær fréttaskýringar sem verða að teljast mikilvægar fyrir þá sem velta fyrir sér aðdraganda, úrvinnslu og eftirköstum bankahrunsins 2008 en hér leyfir pistlahöfundur sér að tala um Hrunið með stórum staf. Annars vegar eru það upplýsingar um nýja útreikninga á kostnaði ríkissjóðs vegna hrunsins og hins vegar mikilsverðar upplýsingar um það hvernig dansk­ir meira
mynd
12. júní 2016

Betri einkunn og batnandi hagur

Stundum er rætt um punktstöðu, svona til að árétta að staðan sé svona núna en óvíst með framhaldið. Punktstaðan fyrir íslenska hagkerfið hefur verið ansi góð lengi og ekkert lát virðist á. Nú hefur verið upplýst að mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's hef­ur ákveðið að Baa2-láns­hæfis­ein­kunn rík­is­sjóðs Íslands verði end­ur­met­in með hækk­un í huga meira
mynd
5. júní 2016

26 milljarða tékki

Ef Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, hefðu verið samþykktir árið 2009 hefðu eftirstöðvar þeirra í dag, 5. júní, numið tæpum 208 milljörðum króna eða um 8,8% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins 2016. Sú fjárhæð hefði fallið á ríkissjóð og hefði verið til greiðslu í jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum á næstu átta árum, eða um 26 milljarðar á ári ásamt vöxtum. meira
mynd
31. maí 2016

Kjarkur seðlabankastjóra

Síðasta haust kom út ævisaga Ben S. Bernanke fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Bernanke kýs að láta bókina heita Kjarkur til athafna (The Courage to Act: A Memoir of a Crisis and Its Aftermath.) Eins og undirtitillinn gefur til kynna snýst bókin að verulegu leyti um fjármálakreppuna 2008, bæði aðdraganda hennar en ekki síður úrvinnslu og eftirmála. Frásögnin er forvitnilegt vegna þess að meira
mynd
26. maí 2016

Venesúela - land biðraðanna

Flestar stærstu fréttastofur heims flytja okkur nú fréttir af Venesúela eins og þar ríki stríðsástand. Svo er ekki en þó er landið á barmi glötunar. Efnahagur landsins er hruninn og ríkið virðist vera að falla saman. Stjórnarandstaðan er nú í meirihluta á þinginu en ríkisstjórn sósíalistans Nicolás Maduro hundsar þingið og stýrir með tilskipunum og aðstoð hers og lögreglu. Stofnanir samfélagsins meira
mynd
22. maí 2016

Mikilvægi áliðnaðarins - nokkrar tölur

Ársfundur Samáls, samtaka álfyrirtækja, fór fram í vikunni. Að öllu jöfnu er starfsemi áliðnaðarins á Íslandi uppspretta neikvæðra frétta en við þetta tilefni birtust þó margvíslegar tölur sem má hafa í huga. Verða nokkrar þeirra raktar hér. Útflutn­ings­tekj­ur áls námu 237 millj­örðum króna í fyrra. Það eru um 38% af vöru­út­flutn­ingi þjóðar­inn­ar. meira
mynd
16. maí 2016

Kjör og aðstæður ungs fólks

Að undanförnu hefur farið fram töluverð umræða um lífskjör ungs fólks og margir virðast telja að þau hafi dregist aftur úr kjörum annarra á síðustu árum. Umræðan hefur snúist nokkuð um svokallaða Y-kynslóð eða aldamótakynslóðina – fólk sem er fætt á tímabilinu 1980 til 1994. Því hefur verið haldið fram að það sé erfiðara fyrir þessa kynslóð að finna vinnu og húsnæði en áður hefur verið og að meira
mynd
5. maí 2016

Venesúela - fallandi ríki

Í umræðunni er lítið talað um að Venesúela sé stýrt af öfgasósíalistum. Þó er það svo að landinu hefur sannarlega stýrt af sósíalistum og og ástandið er orðið öfgakennt, jafnvel svo að ástæða er til að óttast hvort að samfélagsgerðin þolir ástandið. Í stjórnmálaumræðunni eru andstæðurnar mikilvægar, jafnvel svo að hinar pólitísku skilgreiningar þrífast á því. Hægri - vinstri, stjórnlindi - frelsi meira
mynd
30. apríl 2016

Hvað virkar hjá þjóðum?

  Af hverju vegnar einum betur en öðrum? Við veltum þessu fyrir okkur varðandi einstaklinga en einnig um samfélög, jafnvel heilu þjóðfélögin. Við þekkjum það úr okkar gamla bændasamfélagi að einum búnaðist betur en öðrum, jafnvel á jörðum sem virtust njóta svipaðra landkosta. Sumir voru einfaldlega kallaðir búskussar. Umræðan getur verið grimm en oft skildi á milli lífs og dauða hvernig meira
mynd
21. apríl 2016

Mikilvæg ráðstefna um samkeppnishæfni

Að setja skynsama mælikvarða á samkeppnishæfni þjóða getur verið vandasamt, einfaldlega af því að alltaf má deila um mælinguna sjálfa. Það er hins vegar mikilvægt að geta horft til viðmiða sem hjálpa okkur að skilja eigið þjóðfélag og sjá betur hvar við stöndum og hvað má bæta og laga. Lesendur þessara pistla hafa án efa tekið eftir margvíslegri umfjöllun í gegnum tíðina um samanburð milli meira
mynd
18. apríl 2016

Markaðsborgin Marrakesh

Þegar nýtt land er heimsótt sem ferðamaður þá reynir í sjálfu sér lítið á gestrisni, ferðamaðurinn er greiðandi viðskiptavinur og allt atlæti mótast af því. Sérstaklega þegar hann heimsækir staði sem eru beinlínis að gera út á þjónustu við þá. Ekkert við því að segja, ferðamennska er mest vaxandi starfsemi heims sem þýðir væntanlega að það er bæði framboð og eftirspurn. Lesendur pistla minna meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira