Pistlar:

17. maí 2017 kl. 21:56

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Asíuveldin stefna á rafmagnsbíla

Orkuskipti bílaiðnaðarins gætu gengið hraðar fyrir sig en menn sjá fyrir í dag. Nákvæmlega þó hvernig þróunin verður getur verið erfiðara að segja til um. Freistandi er þó að halda að sjálfkeyrandi rafmagnsbílar verði stór hluti af lausninni. Ekkert fyrirtæki ver nú meiri fjármunum í rannsóknir og þróun en þýski bílarisinn Volkswagen en fyrirtækið varði 13,2 milljörðum Bandaríkjadala í málaflokkinn á síðasta ári. Volkswagen stefnir nú að því að selja eina milljón rafmagnsbíla árið 2025.electric-car-adobe-stock

Indverjar setja markið hátt

Næst fjölmennasta þjóð heims, Indverjar, setja markið jafnvel enn hærra en samgöngur standa undir 5,5% af landsframleiðslu. Indversk stjórnvöld stefna að því að allir bílar landsins verði rafmagnsbílar árið 2030 en stuðningur við rafbílavæðingu þar hófst árið 2010. Ljóst er að þeir verða að grípa til róttækra aðgerða enda mengun gríðarlega mikil á Indlandi. Loftmengun ógnar nú heilsu fólks og kemur niður á efnahag landsins en talið er að allt að 2,4 milljónir manna deyi af völdum loftmengunar á hverju ári og að landsframleiðsla skerðist um allt að 3% vegna hennar. Piyush Goyal orkumálaráðherra hefur látið hafa eftir sér að ekki verði einn einasti bensín- eða dísilbíll seldur í landinu árið 2030. Ríkið hyggst niðurgreiða rafbílaiðnaðinn verulega næstu tvö til þrjú árin. Stjórnvöld telja þó að markaðurinn muni stýrast af eftirspurn fremur en niðurgreiðslum til langs tíma litið. Unnið er samkvæmt tveimur áætlunum, National Electric Mobility Mission Plan (NEMMP) og FAME (Faster Adoption and Manufacturing of Electric Vehicles) en þær miða við að þegar árið 2020 verði 6 til 7 milljónir rafmagnsbíla komnir í notkun.  

Indland er nú þegar að fjárfesta í innviðum til þess að auðvelda hleðslu rafmagnsbíla. Í dag eru þó ekki nema 222 hleðslustöðvar í landinu en þeim hefur fjölgað um ríflega 30 á einu ári. Stefnt er að verulegri fjölgun þeirra. Í borginni Bengaluru er nú komin sérstök leigubílastöð sem eingöngu notast við rafmagnsbíla. En það eru einnig öryggismál sem gætu rekið á eftir þróuninni en nú deyja um 400 manns á dag í umferðaslysum á Indlandi.china_evlicenseplate480x320

Beijing skiptir yfir í rafmagnsleigubíla

Í höfuðborg fjölmennasta ríkis heims, Beijing, er nú unnið að útskiptingu flota 70 þúsund leigubíla fyrir rafmagnsbíla. Kostnaður við þetta er talin nema um 1,3 milljarði Bandaríkjadala. Talið er að leigubíll sem gengur fyrir bensíni eða rafmagni kosti um 10.000 dali en rafmagnsbíll sé helmingi dýrari. Það tekur í það minnsta einn áratug áður en bílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru komnir úr umferð. Helsta vandamálið sem yfirvöld í Beijing glíma við er að það er ekki nóg af hleðslustöðvum í borginni fyrir þennan nýja rafmagnsbílaflota. Þau hundruð rafmagnsbíla sem nú er að finna í borginni þurfa að bíða í löngum röðum eftir hleðslu. En loftmengun í Beijing rekur á eftir breytingum en yfirvöld senda út viðvaranir reglulega þegar loftið er svo mengað að það ógnar heilsu borgarbúa. Reynt hefur verið að reka á eftir skiptum yfir í mengunarfrírri bíla í Beijing og fleiri kínverskum borgum. Vonir standa til þess að rafmagnbílar muni hjálpa verulega við að draga úr mengun en stjórnvöld hafa gefið út að á næsta ári eigi 8% bílaflotans að vera með búnað sem sparar jarðefnaeldsneyti.

Kínverjar eru að verða mesta bílaþjóð í heimi. Á síðasta ári seldust um 28 milljónir bíla í Kína en salan í Bandaríkjunum nam 17,5 milljón bíla og var þó met. Allir bílaframleiðendur horfa til Kína og vita sem er að það verður að bjóða upp á nútímalegustu lausnirnar varðandi eldsneyti og búnað.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

11. maí 2017

Véfréttin frá Omaha

Síðustu 10 til 15 árin hafa verið reglubundnar vangaveltur um hvað gerist þegar Warren Buffett hættir en hann stýrir einu stærsta fjárfestingafyrirtæki heims, Berkshire Hathaway. Buffett er án efa þekktasti fjárfestir heims og hefur haft gríðarleg áhrif á það hvernig menn horfa á fjárfestingar en í gegnum Berkshire Hathaway á hann í yfir 60 fyrirtækjum, sum þeirra eru meðal stærstu fyrirtækja meira
mynd
7. maí 2017

Umhverfisvæn álframleiðsla

Álfram­leiðsla á Ísland er um­hverf­i­s­vænni en á flest­um öðrum stöðum í heim­in­um að sögn Hal­vor Kvande, pró­fess­ors em­irit­us frá NTNU í Nor­egi, en hann hélt ný­verið er­indi hér á landi und­ir yf­ir­skrift­inni, „How to mini­m­ize the car­bon foot­print of alum­ini­um meira
mynd
30. apríl 2017

Orkulausnir eða hvað?

Ástralir óttast að ljósin slokkni hjá þeim eftir tvö ár og Elon Musk, stofnandi Tesla, hefur boðist til að bjarga þeim. Ef honum tekst það ekki þurfa þeir ekkert að borga. Þetta er kannski ein af þeim fjölmörgu sögum sem heyrast úr orkugeiranum og eru væntanlega til marks um þá gríðarlegu gerjun og þróun sem þar á sér stað um þessar mundir. Í raun veit engin hvað verður. Ekki er vitað hver kemur meira
mynd
21. apríl 2017

Sjá Napólí og dey

Napólí er í dag þriðja stærsta borg Ítalíu og höfuðborg suðursins þar sem hún stendur við norðanverðan Napólíflóa. Á báðar hendur eru ógnvekjandi eldfjöll sem hafa í gegnum tíðina umbreytt landslaginu og fært með sér gríðarlega eyðileggingu eins og sest best af eyðingu Pompei og Herculaneum þegar Vesúvíus nánast sprakk árið 79 e. Kr. Vestur af borginni er síðan askjan Campi Flegrei sem á sér meira
mynd
9. apríl 2017

Laskað bankakerfi hrjáir Ítali

Það er erfitt að halda því fram að efnahagur Ítalíu sé beinlínis heilbrigður. Það væri nær að segja að hann sé hrjáður af langvarandi uppdráttarsýki sem hefur verið viðvarandi í ítölsku efnahagslíf allt síðan evran kom til sögunnar. Á þeim tíma hefur landsframleiðsla á mann á Ítalíu dregist saman. Nú er staðan þannig að opinberar skuldir eru komnar upp í 134% af vergri landsframleiðslu (VFL). Til meira
mynd
2. apríl 2017

Græna ríkið Danmörk

Flestir sem fylgjast með viðskiptum og efnahagsmálum vita að Danir taka flestum fram þegar kemur að sölu- og markaðsmálum. Það á sér að hluta til sögulegar forsendur en Danmörk hefur frá fornu farið verið í þjóðleið á milli norðurs og suðurs og nýtt sér það á allan hátt. En um leið þá var Danmörk lengst af talin vera snauð af náttúruauðlindum. Rétt eins og á við um annað hugvitsamt samfélag meira
mynd
27. mars 2017

Hljóðlát orkubylting

Nú er um það bil áratugur síðan vinnsla á leirgasi hófst fyrir alvöru í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að fátt hefur haft meiri áhrif á orkuiðnaðinn og orkuverð í heiminum eins og lesa mátti í nýlegri fréttaskýringu í Financial Times. Að sumu leyti hefur þessi þróun horfið í skuggann af breytingu á ýmsum öðrum sviðum orkuiðnaðarins, svo sem gríðarlegri aukningu sólar- og vindorku. meira
mynd
21. mars 2017

Verslun og þjónusta í skýjunum

Verslun og þjónusta er ef til vill sú atvinnugrein sem mun breytast mest næstu áratugi vegna aukinnar sjálfvirkni. Í verslun starfa gríðarlega margir í dag, oft í fremur lágt launuðum þjónustustörfum. Af mörgum er því spáð að breytingarnar geti orðið hraðar og miklar á þessu sviði eins og Doug McMillon, forseti og forstjóri Walmart verslanarisans, upplýsti nýlega á ráðstefnu á vegum World Economic meira
mynd
10. mars 2017

Letiparadísin Tenerife

Það er augljóslega freistandi fyrir marga Íslendinga að stytta veturinn með því að skjótast eitthvert þar sem hægt er að ganga um með sólarhatt og njóta lífsins lystisemda í mat og drykk. Já, og jafnvel gera hagstæð innkaup. Síðasta þriðjudagskvöld lentu sex vélar á Keflavíkurflugvelli með farþega frá Tenerife og öðrum eyjum í Kanaríeyjaklasanum. Augljós að staða krónunnar gerir það að verkum meira
mynd
20. febrúar 2017

Hagvöxtur á Íslandi i hæstu hæðum

Hagstofa Íslands greinir frá því í nýrri og endurskoðaðri þjóðhagsspá sinni að landsframleiðsla á Íslandi hafi aukist um 5,9% á árinu 2016. Er það umtalsvert meiri vöxtur en stofnunin gerði ráð fyrir í spá sinni í nóvember síðastliðnum. Þá var gert ráð fyrir að landsframleiðslan myndi aukast um 4,8% yfir árið. Tölurnar sem útreikningar Hagstofunnar byggjast á ná til þriðja ársfjórðungs 2016. meira
mynd
16. febrúar 2017

Verður 2017 ár rafmagnsbílsins?

Með Morgunblaðinu í morgun fylgdi stórt og mikið fylgirit um rafmagnsbíla. Fróðlegt er að lesa hvað er að gerast á þeim vettvangi en margir spá því að árið 2017 verði árið sem rafbíllinn slær í gegn. Lestur á blaðinu staðfestir þá skoðun margra sérfræðinga en gríðarlegar breytingar eru nú að eiga sér stað á helsta samgöngutæki mannkynsins, bílnum. Evrópusambandið vinnur að tilskipun um að öll ný meira
mynd
12. febrúar 2017

Aukið öryggi sjómanna

Fyrirferðamikill forstjóri sagði í Vikulokunum í Ríkisútvarpinu í gær að sjómenn ættu að fá hærra kaup vegna þess hve margir sjómenn hefðu farist við Íslandsstrendur í gegnum tíðina. Það er einkennileg röksemd. Nær væri að segja að öryggi sjómanna ætti að vera á oddinum vegna þess hve margir sjómenn hafa slasast eða beðið bana í gegnum tíðina. Sem betur fer hefur þar orðið mikil breyting eins og meira
mynd
7. febrúar 2017

Hans Rosling 1948 - 2017

I am not an optimist. I’m a very serious possibilist. It’s a new category where we take emotion apart and we just work analytically with the world. Þessi orð eru eftir læknirinn og fræðimanninn Hans Rosling sem nú er látinn, aðeins 68 ára að aldri. Það er eðlilegt að heimsbyggðin minnist hans en ekki var annað hægt en að hrífast með þegar Rosling lét gamminn geysa í fyrirlestrum meira
mynd
31. janúar 2017

Mannfólkið fram yfir hugmyndafræði

Í lok árs 1957 og byrjun árs 1958 fór Halldór Kiljan Laxness í mikla heimsreisu með Auði konu sinni. Hann kom þá í fyrsta skipti til hinna fornu stórvelda Kína og Indlands og skildi Guðbrandsbiblíu eftir í hvoru landi - gjöf til stórveldanna, erindi sem hinn íslenski menntamálaráðherra hafði beðið hann að sinna enda var Halldór þá nokkurskonar menningarsendiherra Íslands. Móttökurnar meira
mynd
23. janúar 2017

Pólitísk eyðilegging í kjölfar tæknibyltingar

Árið 1942 kom út bók Joseph Alois Schumpeter (1883 – 1950), Kapítalismi, jafnaðarstefna og lýðræði (Capitalism, Socialism and Democracy). Hún átti eftir að verða metsölubók og enn þann dag í dag er vitnað til hennar eins og lesa mátti í áramótaleiðara breska efnahagsritsins The Economist. Schumpeter hefur alltaf verið hafður í hávegum hjá blaðinu sem nefnir einn af dálkum sínum eftir honum. meira
mynd
17. janúar 2017

Tæknin tekur yfir - Veröld ný og góð

Árið 1998 voru starfsmenn Kodak 170.000 talsins og félagið seldi um 85% af öllum ljósmyndapappír í heiminum. Allt virtist leika í lindi og framtíðin virtist blasa við fyrirtækinu og starfsmönnum þess. Eigi að síður var  viðskiptamódel þeirra ónýtt og félagið lýst gjaldþrota þremur árum síðar. Saga sem við höfum svo sem oft áður heyrt, en segja má að ný tækni - sú stafræna - hafi kippt meira
mynd
8. janúar 2017

Vinnslustöðin 1946-2016

Íslendingar eiga mikið undir því að sjávarútveginum vegni vel og Vestmannaeyjar eiga mikið undir því að Vinnslustöðin gangi vel. Í þeirri miklu og viðvarandi umræðu sem fer fram um fyrirkomulag sjávarútvegs á Íslandi er of þarft að kíkja á sögu þess rekstrar sem við blasir í dag. Áhugavert innlegg um það er ný bók eftir Atla Rúnar Halldórsson blaðamann en hann er höfundur bókarinnar Sjötug og meira
mynd
4. janúar 2017

Vélvæðing og gervigreind um áramót

Vélvæðing og gervigreind voru leiðarstef í mörgum þeim hugleiðingum sem lesa mátti um áramótin. Stóra spurningin er vitaskuld sú hvort gervigreind (artificial intelligence) bæti líf okkar eða hreinlega taki það yfir? Egill Helgason, pistlahöfundur á Eyjunni, gerði þetta að umræðuefni undir heitinu Vélarnar taka yfir og störfin hverfa. Semsagt, frekar dystópía en útópía og kom ekki á óvart að hann meira
mynd
28. desember 2016

Skattaraunir sólkonungsins

Sólkonungurinn Loðvík 14 (1638 –1715) ríkti lengur en dæmi eru um, eða frá fjögurra ára aldri þar til hann var nærri 77 ára gamall. Faðir hans dó árið 1642 þegar Loðvík var 4 ára. Hann ríkti því í 72 ár og 110 daga yfir fjölmennasta ríki Evrópu á þeim tíma, lengur en nokkur annar franskur konungur eða nokkur annar af helstu einvöldum Evrópu. Til samanburðar má nefna að Elísabet II meira
Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira