Pistlar:

16. ágúst 2017 kl. 14:00

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Beðið eftir rafmagnsbílnum

Í pistli hér í upphafi árs var því velt upp hvort árið 2017 yrði ár rafmagnsbílsins á Íslandi. Bent var á að Íslendingar séu í einstakri stöðu til að rafbílavæða landið en óhætt er að segja að við eigum nóg af umhverfisvænu rafmagni. Sömuleiðis blasir við að ekki þarf að setja upp nýtt dreifikerfi þó  augljóslega þurfi að styrkja það sem er fyrir. Í upphafi árs lét nærri að um eitt þúsund rafbílar væru á götum landsins. Þeim fjölgar hins vegar hratt og sú þróun mun ráða miklu um hraða uppbyggingar dreifikerfisins. Stöðugt fjölgar tegundum rafbíla, drægni þeirra eykst og innviðauppbyggingin er komin af stað en það hefur sýnt sig að það er fljótlegt að setja upp hleðslustöðvar þegar þörfin á annað borð kallar á þær.

Nú þegar árið er rúmlega hálfnað má segja að sumt hafi skýrst og þó ekki allt. Líklega þó helst að 2017 verður líklega ekki ár rafmagnsbílsins á Íslandi en kaupendur nýrra bíla hafa augljóslega ekki stokkið á rafmagnsbíla. Það sýna sölutölur með skýrum hætti. Að hluta til stafar það af því að bílarnir henta ekki enn að mati kaupenda. Þó drægni þeirra sé að aukast þá er það líklega ekki fyrr en þegar rafmagnsbíllinn kemst örugglega 300 til 400 km. sem Íslendingar líta á þá sem raunverulegan valkost.hleðsla

Mörgum finnst sem svo að með hverjum deginum sem líður verði framtíð rafmagnsbíla bjartari. Og vissulega er margt að gerast. Nú síðustu vikur hafa t.d. bæði Frakkland og Bretland skuldbundið sig til að hætta sölu bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti árið 2040. Tesla var að hefja sölu á nýjum bíl sem ætlaður er hinum almenna kaupanda og hefur vakið mikla athygli. Í Morgunblaðinu var sagt frá því nýlega að nú sé unnt að fylgjast með kappakstri rafmagnsbíla undir merkjum Formúlu E. Hér heima hefur það gerst að umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sagt rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Hún hefur lýst yfir vilja sínum til þess að rafbílavæða allt landið fyrir árið 2030. Það kann að virðast fjarstæðukennt að bensín - og dísilbílar gætu heyrt sögunni til eftir rúma tvo áratugi. Sú gæti þó orðið raunin.

Tvenns konar efasemdir

Efasemdir um ágæti rafmagnsbíla hafa einkum verið af tvennum toga: Annars vegar eru þeir sem efast um hvort að rafmagnsbílarnir muni í raun geta velt bensínbílunum og gamla góða sprengihreyflinum úr sessi. Hins vegar eru þeir sem fallast á að rafmagnsbílarnir munu taka yfir, en benda á neikvæðu hliðar þess að skipta yfir í rafdrifnar samgöngur. Reyndar má lesa ítarlega úttekt í nýjasta tímariti breska viðskiptaritsins Economist þar sem spáð er dauða sprengihreyfilsins. Og að það verði rafmagnsbíllinn sem taki yfir. Slíkri umbyltingu fylgja gríðarlegar breytingar í efnahag heimsins og vonandi einnig í í loftslags- og umhverfismálum. Nú eru talin vera um einn milljarður ökutækja í heiminum og það segir sig sjálft að ef þessi floti hættir að nota jarðefnaeldsneyti mun margt breytast. OPEC hefur stuðst við spár sem segja að rafmagnsbílarnir verði orðnir 266 milljón talsins árið 2040 á meðan Bloomberg News Energy Finance spáir því að 54% af öllum seldum bílum árið 2040 verði rafdrifnir.  

Greinendur greinir á

Af þessu sést að greinendur greinir á. Í janúar birti olíufélagið BP útreikninga sem benda til þess að rafmagnsbyltingin í samgöngum verði ekki eins ör og margir halda eins og rakið var í fréttaskýringu í Morgunblaðinu. Greinendur BP spá að árið 2040 verði 100 milljón rafmagnsbílar í notkun á heimsvísu, sem er risastökk frá fjölda rafbíla í umferð í dag, en væri samt aðeins 5% af þeim 1,8 milljörðum bíla sem verða þá á götunum á heimsvísu. Hljóðar spá BP upp á að bílum fjölgi um 50% frá því sem er í dag, og að fjölgunin muni eiga sér að mestu stað í nýmarkaðslöndunum. Áætlar BP að hlutur rafmagnsbíla í að draga úr losun koltvísýrings verði hverfandi.

Líkt og með önnur svið endurnýjanlegrar orku er margt sem hefur þau áhrif að auka svartsýnina í spám um framtíðina. (BP viðurkennir að mikil óvissa sé í spám þeirra, og bendir á að 100 milljón nýir rafbílar myndu minnka eftirspurn eftir olíu um 1,4 milljón tunnur á dag.) Hvað tæknihliðina snertir þá virðist núna orðið jafndýrt að kaupa og reka rafmagnsbíl og bensínbíl, yfir allan líftíma bílsins, þó svo að rafmagnsbíllinn sé dýrari í innkaupum. Þess er vafalítið skammt að bíða að boðið verði upp á fjármögnunarleiðir sem munu leyfa kaupendum að nýta sparnaðinn af því að reka rafmagnsbíl strax dag, sem myndi þýða að kaupverð rafmagns- og bensínbíla yrði svipað. Og það er engin ástæða til að halda að það muni hægja á framförunum í þróun rafdrifinna samgöngutækja.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
4. ágúst 2017

Ofurgreindir rífast um gervigreind

Það væri gaman að trúa því að það skipti einhverju máli fyrir þróun mála þegar fulltrúar stærstu iðnríkja heims koma saman - svokallaður G20 hópur. En svo er ekki og að öllum líkindum er árangurinn í öfugu hlutfalli við athygli fjölmiðla. - Og hugsanlega er G20 ekki einu sinni sá hópur sem við ættum að vera að fylgjast með, ef við viljum rýna í þróun mála og reyna að spá fyrir um meira
mynd
26. júlí 2017

Út með sprengihreyfilinn - inn með rafbílinn!

Forsætisráðherra Ítalíu Silvio Berlusconi hafði einu sinni uppi mikil fyrirheit um að laga fjárvana lífeyrissjóðskerfi Ítala. Hann hafði lausnirnar en þær áttu bara ekki að koma til framkvæmda fyrr en löngu eftir daga hans í valdastóli. Það kann að líta út sem heldur ódýr lausn hjá stjórnmálamönnum að koma með lausnir sem þeir sjálfir munu ekki þurfa að hrinda í framkvæmd. Það segir þó ekki alla meira
mynd
19. júlí 2017

Ódýrari orka - minni mengun

Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu hefur eðlilega orðið mikil umræða um loftslagsmál og tengsl þeirra við orkuiðnaðinn en engum dylst að hagsmunir orkuiðnaðarins eru í forgrunni hjá Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar nauðsynlegt að skilja þær miklu breytingar sem eru að verða í orkumálum heimsins og tengslin þeirra við þróun mála í meira
mynd
12. júlí 2017

Eistland - merkilegt land fyrir austan

Eistland og Ísland eiga ýmislegt sameiginlegt. Þau urðu bæði fullvalda ríki árið 1918 og bæði voru þau hernumin 1940. Ekki þarf að deila um að þau eru bæði lítil og um margt háð grönnum sínum en óhætt er að segja að Eistar hafi orðið að þola mun meira harðræði, þar sem landið er staðsett mitt á milli stórveldanna Sovétríkjanna og Þýskalands sem lengst af 20. öldinni skiptust um að ráða yfir meira
mynd
5. júlí 2017

Hverju mun Elon Musk breyta?

Er Elon Musk Tony Stark okkar tíma eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna? Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Tony Stark ofurgáfaður vísindamaður/fjárfestir sem smíðar utan um sig búning og breytist í Járnmanninn í ævintýraheimi Marvel kvikmyndanna. Musk er mikil aðdáandi Marvel og þeirrar veraldar ofurmenna sem þar er lýst. Sjálfur er hann hins vegar af jarðneskum uppruna en áform hans eru með meira
mynd
30. júní 2017

Mýtur um sjávarútveginn

Aðeins er áratugur síðan blikur voru á lofti í sjávarútvegi hér á Íslandi og aflaheimildir voru skertar verulega í þorski og fleiri tegundum. Á þeim tíma urðu stjórnvöld að bregðast við með kröftugum hætti og er óhætt að segja að ákvarðanir þáverandi ríkisstjórnar, undir forsæti Geirs H. Haarde hafi reynst farsælar. Eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar þá var að takast á við þau ótíðindi sem meira
mynd
23. júní 2017

Lokaðasta hagkerfi heims

Hvernig getur maður skilið þjóðfélag eins og það Norður-Kóreska? Landið er eitt lokaðasta ríki jarðar og þaðan berast heldur stopular fréttir, flestar af brjálæðislegu hernaðarkapphlaupi einræðisstjórnarinnar og inn á milli eru síðan sorgarfrásagnir eins og af Otto Warmbier, bandaríska háskólanemanum, sem dæmdur var til fimmtán ára erfiðisvinnu í Norður-Kóreu á síðasta ári fyrir sáralitlar sakir. meira
mynd
15. júní 2017

Efnahagsástandið aldrei verið betra!

  Efnahagsástandið hefur aldrei verið betra að mati seðlabankastjóra, í það minnsta ekki á hans ævi! „Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona,“ sagði Már í viðtali þegar greint var frá vaxtalækkun í vikunni. En ljóst er að í alþjóðlegu samhengi er staða Íslands góð og helstu viðfangsefnin efnahagsstjórnar er að glíma við mikla spennu, frekar en að örva hagvöxt með meira
mynd
8. júní 2017

Heimur Uber bílanna

Pistlahöfundur tók þátt í stuttri umræðu um leigubílaþjónustuna Uber á Facebook fyrir skömmu. Rifjaði þar upp vikudvöl í Washington fyrir rúmu ári síðan þegar þjónusta Uber var nýtt allan tímann (eftir að hafa tekið rándýran leigubíl frá flugvelli á hótelið). Ég er nú ekkert sérlega nýungagjarn en dóttirin benti mér á þennan valkost enda hafði hún notað Uber á meðan á  ársdvöl sinni meira
mynd
30. maí 2017

Ísland best í heimi

Þegar Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til kosninga árið 2015 hafði hann á orði að Danmörk væri besta land í heimi. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar gerði engan ágreining um það. Danmörk væri svo sannarlega besta land í heimi - en bætti við af varúð stjórnarandstöðunnar, að það gæti orðið enn betra. Samanburður milli ólíkra samfélaga verður alltaf erfiður og er reyndar eitt meira
mynd
23. maí 2017

Við erum svo rík!

    Við erum svo rík að ekkert skortir aðeins unað   við svo rík að ekkert skortir aðeins orð   við svo rík að ekkert skortir aðeins svör   Þannig hljómar kvæðið Auðlegð eftir skagfirska skáldið Geirlaug Magnússon (1944 – 2005) en það minnir okkur að nokkru leyti á fánýti auðsins, í hvaða mynd sem hann er, sé hann ekki virkjaður til þarfra hluta. Viðskiptablaðið meira
mynd
17. maí 2017

Asíuveldin stefna á rafmagnsbíla

Orkuskipti bílaiðnaðarins gætu gengið hraðar fyrir sig en menn sjá fyrir í dag. Nákvæmlega þó hvernig þróunin verður getur verið erfiðara að segja til um. Freistandi er þó að halda að sjálfkeyrandi rafmagnsbílar verði stór hluti af lausninni. Ekkert fyrirtæki ver nú meiri fjármunum í rannsóknir og þróun en þýski bílarisinn Volkswagen en fyrirtækið varði 13,2 milljörðum Bandaríkjadala í meira
11. maí 2017

Véfréttin frá Omaha

Síðustu 10 til 15 árin hafa verið reglubundnar vangaveltur um hvað gerist þegar Warren Buffett hættir en hann stýrir einu stærsta fjárfestingafyrirtæki heims, Berkshire Hathaway. Buffett er án efa þekktasti fjárfestir heims og hefur haft gríðarleg áhrif á það hvernig menn horfa á fjárfestingar en í gegnum Berkshire Hathaway á hann í yfir 60 fyrirtækjum, sum þeirra eru meðal stærstu fyrirtækja meira
mynd
7. maí 2017

Umhverfisvæn álframleiðsla

Álfram­leiðsla á Ísland er um­hverf­i­s­vænni en á flest­um öðrum stöðum í heim­in­um að sögn Hal­vor Kvande, pró­fess­ors em­irit­us frá NTNU í Nor­egi, en hann hélt ný­verið er­indi hér á landi und­ir yf­ir­skrift­inni, „How to mini­m­ize the car­bon foot­print of alum­ini­um meira
mynd
30. apríl 2017

Orkulausnir eða hvað?

Ástralir óttast að ljósin slokkni hjá þeim eftir tvö ár og Elon Musk, stofnandi Tesla, hefur boðist til að bjarga þeim. Ef honum tekst það ekki þurfa þeir ekkert að borga. Þetta er kannski ein af þeim fjölmörgu sögum sem heyrast úr orkugeiranum og eru væntanlega til marks um þá gríðarlegu gerjun og þróun sem þar á sér stað um þessar mundir. Í raun veit engin hvað verður. Ekki er vitað hver kemur meira
mynd
21. apríl 2017

Sjá Napólí og dey

Napólí er í dag þriðja stærsta borg Ítalíu og höfuðborg suðursins þar sem hún stendur við norðanverðan Napólíflóa. Á báðar hendur eru ógnvekjandi eldfjöll sem hafa í gegnum tíðina umbreytt landslaginu og fært með sér gríðarlega eyðileggingu eins og sest best af eyðingu Pompei og Herculaneum þegar Vesúvíus nánast sprakk árið 79 e. Kr. Vestur af borginni er síðan askjan Campi Flegrei sem á sér meira
mynd
9. apríl 2017

Laskað bankakerfi hrjáir Ítali

Það er erfitt að halda því fram að efnahagur Ítalíu sé beinlínis heilbrigður. Það væri nær að segja að hann sé hrjáður af langvarandi uppdráttarsýki sem hefur verið viðvarandi í ítölsku efnahagslíf allt síðan evran kom til sögunnar. Á þeim tíma hefur landsframleiðsla á mann á Ítalíu dregist saman. Nú er staðan þannig að opinberar skuldir eru komnar upp í 134% af vergri landsframleiðslu (VFL). Til meira
mynd
2. apríl 2017

Græna ríkið Danmörk

Flestir sem fylgjast með viðskiptum og efnahagsmálum vita að Danir taka flestum fram þegar kemur að sölu- og markaðsmálum. Það á sér að hluta til sögulegar forsendur en Danmörk hefur frá fornu farið verið í þjóðleið á milli norðurs og suðurs og nýtt sér það á allan hátt. En um leið þá var Danmörk lengst af talin vera snauð af náttúruauðlindum. Rétt eins og á við um annað hugvitsamt samfélag meira
mynd
27. mars 2017

Hljóðlát orkubylting

Nú er um það bil áratugur síðan vinnsla á leirgasi hófst fyrir alvöru í Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að fátt hefur haft meiri áhrif á orkuiðnaðinn og orkuverð í heiminum eins og lesa mátti í nýlegri fréttaskýringu í Financial Times. Að sumu leyti hefur þessi þróun horfið í skuggann af breytingu á ýmsum öðrum sviðum orkuiðnaðarins, svo sem gríðarlegri aukningu sólar- og vindorku. meira
Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira