20. október 2016 kl. 21:35

Háskinn í hagkerfinu

Í síðasta pistli ræddi ég um stöðugleikann, einfaldlega af því að hann er ekki fyrirferðamikill í umræðu dagsins, nú þessa síðustu daga fyrir kosningar. Það er auðvitað umhugsunarvert að þegar við Íslendingar eyjum hann loksins þá virðumst við taka honum sem sjálfgefnum. En auðvitað er ekki svo, handan við hornið eru nýir háskar í hagkerfinu. Háskar sem geta reynst okkur erfiðir ef við búum ekki í haginn og undirbúum okkur, meðal annars með því að reyna að umbreyta þeirri efnahagslegu velgengni sem við njótum nú í eins varanlegt ástand og unnt er. Og um leið ráðast í nauðsynlegar kerfisumbætur.2016-10-20 17.20.03

Þráinn Eggertsson hagfræðingur minnti eitt sinn á að hagkerfi séu í eðli sínu háskaleg. Ekki sé hægt að ganga að neinu vísu og erfitt sé að spá fyrir um hvað er framundan. Það eru orð að sönnu. Margt bendir þó til þess að Íslendingar geti verið bjartsýnir nú í lok árs 2016 en vissulega eru margvíslegar hættur framundan. Að þessu sinni eru þær góðæristengdar. Á slíkum stundum getur hagstjórn orðið erfið hér á landi og hefur líklega alltaf verið það. Við sjáum það af gríðarlegum kosningaloforðum þessa daganna. - Sem Viðskiptaráð Íslands metur á tæplega 200 milljarða króna. Stjórn margra flokka, þar sem hver og einn þarf að efna sín útgjaldaloforð, myndi að öllum líkindum fara langt með að eyðileggja stöðugleikann. Hugsanlega sjá menn ofsjónum yfir einstökum árangri í fjármálum ríkisins á þessu ári en nú stefnir í 408 milljarða afgang á þessu ári. Það er hærri fjárhæð en allur halli eftirhrunsáranna. Það er auðveldara að tala þegar sjóðir ríkisins standa vel en þegar þeir eru tómir.

Djúp efnahagsleg lægð framundan?

Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og nú rektor á Bifröst, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina Hringbraut fyrir stuttu að ekkert komi í veg fyrir djúpa efnahagslega lægð innan fimm ára. Þetta hafði hann áður sagt í aðsendri grein hjá Skessuhorni. Hann sagðist telja að líklegt að hún skelli á okkur á næsta kjörtímabili. Vilhjálmur segi að síðustu ár höfum við vísvitandi hlaðið í bálköstinn. Dómur Vilhjálms er þungur. Hann segir okkur hafa vitandi vits lagt af stað í öngstræti sem við eigum bara eina leið úr og það sé með skell. Vilhjálmur er eldri en tvævetur, sjálfsagt segir hann þetta núna þegar loforðin streyma fram í aðdraganda kosninga. Hann telur að Íslendingar eigi eftir að sjá launabóluna springa innan tveggja ára og ekkert lát sé á launahækkunum umfram það sem atvinnulífið í raun rís undir. Því sé hægt að byrja að telja niður í að bólan springi.

Kerfisgallar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á fundi í Hörpu í vikunni að alvarlegasti kerfisgallinn í hagkerfinu nú lyti að kjaraviðræðum. Það væri ekki unnt að innleiða þau vinnubrögð sem tryggðu stöðugleika og uppbrot Salek-samstarfsins er kannski það alvarlegasta sem hefur gerst þar. Þessar áhyggjur varðandi stöðu á vinnumarkaði eru í takt við það sem Vilhjálmur sagði í áðurnefndu viðtali: „Besti mælikvarðinn á hana er að ársbreyting launavísitölu hefur nú sex mánuði í röð verið í tveggja stafa tölu og horfur á því að þessi hækkunarferill haldi eitthvað áfram. Undanfarin ár hefur hinn mikli uppgangur ferðaþjónustunnar leitt hagvöxtinn og hann verið það sem kallað er útflutningsdrifinn. Nú eru tölurnar frá Hagstofunni farnar að snúast hratt við og öll merki farin að benda til þess að hagvöxturinn verði í síauknum mæli neysludrifinn.“

Hátt vaxtastig og launaskrið

Ástandið nú er betra en sú lýsing sem Vilhjálmur dregur upp þó hægt sé að taka undir varnaðarorð hans. Undanfarið höfum við séð að einstaklingar hafa greitt upp lán í stórum stíl og þó að einkaneysla hafi vissulega tekið við sér þá sjáum við ekki mikla útgjaldaaukningu hjá heimilum og fyrirtækjum. Vaxtastigið í landinu er ennþá hátt og færa má rök fyrir því að Seðlabankinn hafi yfirskotið stýrivexti um 100 til 150 punkta síðasta árið. Líklega er það varfærið mat.

Peningastefnan er eitt af því sem þarf að leggja undir ef ráðist verður í kerfisbreytingar. Ekki til þess að leita að sökunautum heldur til þess að taka á þeim undirliggjandi vanda hún hefur skapað. Seðlabankinn á ekki að verja peningastefnu innan þjóðhagsvarúðartækja til langframa. Í dag birti ASÍ hagspá sína. Þó hún sé bjartsýn í flestu þá telja þeir  sig sjá hættumerki:

„Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda tímabundinna erlendra starfsmanna. Hætta er á að aukin spenna geti í vaxandi mæli ýtt undir launaskrið.” Það verður að skoðast í ljósi þeirra orða sem hér voru látin falla fyrr um kerfisgalla á vinnumarkaði. Líklega verða þeir hagkerfinu erfiðastir þegar upp er staðið.


Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
15. október 2016

Stöðugleikinn langþráði

Í vikunni kom út ritið Fjármálastöðugleiki, 2. hefti 2016, gefið út af Seðlabanka Íslands. Ritið er birt tvisvar á ári og veitir yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins, þ.e. um styrk þess og hugsanlega veikleika og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga. Í ritinu greinir Seðlabankinn frá því hvernig hann vinnur að verkefnum sem varða virkt og öruggt meira
mynd
9. október 2016

Blessaði guð Ísland?

Ísland vermir nú fimmta sætið á lista yfir þau ríki þar sem landsframleiðsla er mest á hvern íbúa, mælt í bandaríkjadölum. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem fjármálafyrirtækið Gamma hefur tekið saman úr opinberum gögnum og Morgunblaðið gerir að umtalsefni í gær. Efnahagsleg staða Íslands hefur styrkst mikið á kjörtímabilinu og einkennist nú af stöðugleika með lágri verðbólgu, litlu atvinnuleysi meira
mynd
30. september 2016

Gengur uppboðsleiðin upp?

Á undanförnum vikum hafa hefur talsvert verið fjallað um uppboðsleið í sjávarútvegi og er nú svo komið að slík leið er hluti af stefnu nokkurra þeirra flokka sem bjóða fram í komandi kosningum. Umræðan náði verulegu flugi þegar fréttir bárust frá frændum okkar Færeyingum. Þar hefði uppboð verið haldið á fiskveiðiheimildum og verðið sem fékkst sagt vera margföld sú upphæð sem útgerðir á Íslandi meira
mynd
25. september 2016

Heilsa í fyrsta sæti

Ísland er í efsta sæti í viðamikilli rannsókn þar sem lönd heimsins eru borin saman með tilliti til ýmissa heilbrigðisþátta er lúta að lýðheilsu. Rannsóknin var birt í vikunni í tímaritinu Lancet, sem mun vera virtasta ritrýnda vísindatímarit heimsins í heilbrigðismálum. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að rannsókninni standa 1.870 vísindamenn frá 124 löndum. Borin voru saman 188 lönd meira
mynd
20. september 2016

Heilbrigð umræða um heilbrigðismál

Nýleg könnun sýnir að 45% kjósenda hér á landi telja heilbrigðismálin vera mikilvægasta umfjöllunarefni fjölmiðla í aðdraganda þingkosninganna í næsta mánuði. Næst á eftir koma málefni aldraðra og öryrkja en 13% telja að þau séu mikilvægust. Augljóslega eru því heilbrigðismálin kjósendum ofarlega í huga öfugt við t.d. samsvarandi könnun sem undirritaður sá frá Barcelóna. Þar töldu 32% að meira
mynd
13. september 2016

Verslun á Íslandi í sókn

Það er ekki víst að allir átti sig á því að framlag verslunar í landsframleiðslu er svipað og sjávarútvegs annars vegar og hefðbundins iðnaðar hins vegar. Alls störfuðu 23.800 manns við verslun árið 2015 sem er um 13% af heildarvinnuafli landsins. Hér hefur áður verið bent á mikilvægi verslunar í hagkerfinu. Það er því fróðlegt að rýna í Árbók verslunarinnar 2016 sem nú er nýkominn út. Ekki meira
mynd
7. september 2016

Ekki er allt sem sýnist

Þeim sem reyna að fá einhvern skynsamlegan botn í dægurmálaumræðuna hér á landi er sjálfsagt lítill greiði gerður með því að benda þeim á nýlega frétt um íslenskan karlmann sem virðist eiga við spilafíkn að eiga. Hann hefur nú stefnt rekstraraðilum spilakassa hér á landi og krefst 77 milljóna í skaðabætur frá þeim auk þeirra 24 milljóna sem hann hefur spilað fyrir í spilakössum. Viðkomandi meira
mynd
31. ágúst 2016

Leikur að fjöregginu

Um allan heim eru fiskveiðar reknar með stórkostlegu tapi og víðast með ríflegum ríkisstyrkjum. Fiskveiðifloti margra ríkja er miklu stærri en þörf er á fyrir þann afla sem er í boði og er því víða stunduð rányrkja, veiðar umfram endurnýjunarmátt fiskistofna. Á þessu eru fáar undantekningar. Ísland er skýrasta dæmið um að hægt er að gera hlutina á annan hátt. Það stafar af skynsamlegri stjórn og meira
mynd
21. ágúst 2016

Ísland best í heimi - á margan hátt

Með reglulegu millibili hefur sá er þetta skrifar tekið saman stutt yfirlit sem sýnir hvar við Íslendingar stöndum á heimssviðinu, nokkurskonar uppgjör á samanburðafræðum þjóðanna! Í upphafi var það undir fyrirsögninni „Ísland best í heimi” þar sem hlaupið var vítt yfir sviðið, svona meira til fróðleiks og gamans og ekki tæmandi á nokkurn hátt. Þetta hefur verið endurtekið nokkrum meira
mynd
10. ágúst 2016

Peningahlið Ólympíuleikanna

Um þessar mundir fylgist heimsbyggðin með Ólympíuleikunum sem nú eru haldnir í Ríó í Brasilíu og hafa margir orðið til að rifja upp að hér er um að ræða ansi dýrt partý. Einn hagfræðingur sagði að engin ætti að halda leikanna af því að hann héldi að hægt væri að græða á þeim! Það er líklega ástæða fyrir stjórnvöld hina einstöku ríkja að hugsa sig vandlega um áður en samþykkt er að senda inn meira
mynd
7. ágúst 2016

Venesúela: Frá biðröðum til hungurs

Fyrir ríflega áratug töldu íbúar Venesúela sig þokkalega hamingjusama þegar þeir voru spurðir um það í könnunum. Í dag hefur hungurvofan knúið dyra og nýjar rannsóknir benda til þess að um 20% barna í Venesúela búi við næringarskort. Ekki er langt síðan hér var skrifuð grein um biðraðir eftir mat í Venesúela. Í dag þýðir lítið að fara í biðröð, það er ekkert lengur til í verslunum. Þeir sem meira
mynd
3. ágúst 2016

Skattar: Fleiri gjaldendur, hærri tekjur

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga færist fram um einn mánuð þetta árið samkvæmt breytingu sem var lögfest í lok síðasta árs. Álagningin 2016 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2015 og eignastöðu þeirra 31. desember 2015. Álagningin hefur nú legið fyrir í einn mánuð en ítarlegar upplýsingar um hana má sjá í frétt á heimasíðu fjármálaráðuneytisins. Helstu niðurstöður álagningarinnar meira
mynd
28. júlí 2016

Metin falla í ferðaþjónustunni

Ferðamenn streyma sem aldrei fyrr til landsins og ljóst að enn eitt metið verður slegið í ár. Og í raun falla met á öllum stigum ferðamennsku; fjölda ferðamanna yfir árið, fjöldi í einstaka mánuðum og svo að sjálfsögðu þegar kemur að eyðslu ferðamanna. Já, að öllu leyti blasir við að við Íslendingar erum að njóta einstakrar velgengni í ferðamennskunni. En eins og oft áður sjá margir hin miklu meira
mynd
19. júlí 2016

Athafnamenn og ferðamenn á Siglufirði

Það eru rúmur áratugur ár síðan síðan ég kom í fyrsta sinn til Siglufjarðar í tengslum við pæjumót í knattspyrnu sem heimamenn hafa staðið fyrir af miklum myndarbrag um margra ára skeið. Siglufjörður tók vel á móti manni þá, með einstakri veðurblíðu og það var auðvelt að falla fyrir staðnum. Bærinn var heimsóttur í nokkur skipti í framhaldinu en síðan kom hlé þar til leiðin lá aftur til meira
mynd
12. júlí 2016

Hagkvæmni virkjanakosta vikið til hliðar?

Allir Íslendingar ættu að hafa skilning á því að nauðsynlegt er að horft sé til hagkvæmnissjónarmiða við mat á virkjunarkostum. Undanfarið hefur verið byggt upp flókið matskerfi sem hefur því miður haft tilhneigingu til þess að horfa framhjá hagkvæmni við mat á  virkjanakostum. Það er ótækt. Það er ekkert leyndarmál að Samorka, samtök orkufyrirtækja, hefur lengi gagnrýnt þetta. Nú hefur meira
mynd
5. júlí 2016

Til móts við óvissuna

Það segir sig sjálft að brúðkaupsdagurinn er heldur gleðiríkari en dagurinn þegar skilnaðarpappírarnir eru staðfestir. Í fyrra tilvikinu er gjarnan boðið til veislu en seinni athöfninni er meira í höndum gleðisnauðra fulltrúa stjórnsýslunnar. Engum dylst að veislan er búin og hver fer í sína átt. Aðskilnaður Breta og Evrópusambandsins er nú á næsta leyti eftir að meirihluti Breta samþykkti útgöngu meira
mynd
29. júní 2016

Betri einkunn, verra sæti

Ísland er í 10. sæti af 133 þjóðum á nýjum alþjóðlegum lista yfir velferð og gæði samfélagsinnviða og hefur lækkað um 6. sæti milli ára. Það þýðir þó ekki að velferð hafi minnkað á þessum tíma, þvert á móti hefur velferðarvísitalan hækkað hér á landi. Á móti kemur að hún hefur hækkað enn meira í öðrum löndum sem skjótast þar með upp fyrir Ísland, sem nú er neðst Norðurlanda á listanum. Finnland meira
mynd
23. júní 2016

Saga Hrunsins að skýrast

Í Morgunblaðinu í dag mátti lesa tvær fréttaskýringar sem verða að teljast mikilvægar fyrir þá sem velta fyrir sér aðdraganda, úrvinnslu og eftirköstum bankahrunsins 2008 en hér leyfir pistlahöfundur sér að tala um Hrunið með stórum staf. Annars vegar eru það upplýsingar um nýja útreikninga á kostnaði ríkissjóðs vegna hrunsins og hins vegar mikilsverðar upplýsingar um það hvernig dansk­ir meira
mynd
12. júní 2016

Betri einkunn og batnandi hagur

Stundum er rætt um punktstöðu, svona til að árétta að staðan sé svona núna en óvíst með framhaldið. Punktstaðan fyrir íslenska hagkerfið hefur verið ansi góð lengi og ekkert lát virðist á. Nú hefur verið upplýst að mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's hef­ur ákveðið að Baa2-láns­hæfis­ein­kunn rík­is­sjóðs Íslands verði end­ur­met­in með hækk­un í huga meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira