30. apríl 2016 kl. 12:55

Hvað virkar hjá þjóðum?

Af hverju vegnar einum betur en öðrum? Við veltum þessu fyrir okkur varðandi einstaklinga en einnig um samfélög, jafnvel heilu þjóðfélögin. Við þekkjum það úr okkar gamla bændasamfélagi að einum búnaðist betur en öðrum, jafnvel á jörðum sem virtust njóta svipaðra landkosta. Sumir voru einfaldlega kallaðir búskussar. Umræðan getur verið grimm en oft skildi á milli lífs og dauða hvernig mönnum farnast í samfélögum sem voru nánast ofurseld duttlungum náttúrunnar. Við Íslendingar erum komnir frá þessum dauðans óvissu tímum en margar þjóðir feta einstigið ennþá.  

Síðasta fimmtudag var haldinn hér á landi alþjóðleg ráðstefna Social Progress - What Works" með þátttöku margra af fremstu vísinda- og fræðimönnum heims á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar fyrirtækja. Fundarefnið var ný aðferð til að mæla efnahagslega velgengni þjóða, sem kallast mælikvarði um gæði samfélagsinnviða. Um er að ræða svokallaðan Social Progress Index (SPI), vísitölu sem sett er saman af teymi hagfræðinga undir stjórn Michael E. Porter, prófessors í hagfræði við Harvard háskóla. Við uppröðun á lista SPI er horft framhjá hefðbundnum mælikvörðum hagfræðinnar, mælikvörðum á borð við hagvöxt og þess í stað litið til lífsgæða og tækifæra til velgengni. Styðst listinn við opinber gögn frá alþjóðastofnunum og er meðal annars litið til heilsufars, mannréttinda og menntunar, auk annarra þátta. Í stuttu máli má segja að listinn horfi fremur til þess hvað kemur út úr kerfinu heldur en þess sem fer inn í það. Í stað þess að einblína á framlög til heilbrigðismála er reynt að horfa til þess heilbrigðis sem framlögin skila til samfélagsins. Í því ljósi blasir við að þessi aðferðarfræði getur hæglega nýst stjórnvöldum við forgangsröðun, stefnumótun og ákvarðanatöku.porter

Áhrifamikil dæmi

Segja má að ráðstefnan hafi snúist um tvennt. Annars vegar að ræða samsetningu og aðferðafræði þeirra mælitækja sem SPI vísitalan byggir á. Að því leyti var ráðstefnan talsvert fræðileg. Hins vegar voru rædd einstök dæmi, byggð á reynslu einstakra landa. Þar var sérlega áhrifamikið að heyra lýsingar frá löndum eins og Rúanda, Nepal og einnig frá borginni Medellin í Kólombíu. Þessi lönd og borgir hafa náð ótrúlegum árangri samkvæmt SPI vísitölunni og um leið sýnir mæling þeirra hvað vísitalan hefur fram að færa. Í stað þess að vera föst í einföldum þjóðarframleiðslu- eða hagvaxtarútreikningum, þá er hægt að mæla áhrifamiklar breytingar á samfélögum og bera þær saman við tiltekna samanburðarhópa. SPI vísitalan byggist á skorkorti sem getur orðið áhrifamikil leiðbeining fyrir stjórnvöld í framtíðinni. Þjóðir eða borgir sem forgangsraða með nýjum hætti geta þannig séð mælanlegan árangur sem skiptir vissulega máli við að útskýra fyrir öðrum hvað er verið að reyna að ná fram.

Maðurinn er mælikvarði allra hluta sögðu Forn-Grikkir og hittu naglann á höfuðið. Alltaf er það maðurinn og hvernig honum farnast í lífinu sem liggur hér til grundvallar. Það er því ekki skrítið að Michael E. Porter skyldi vera tíðrætt um hamingjuna, hve mikla hamingju væri hægt að mæla og hvernig hún birtist í einstökum þjóðfélögum samkvæmt mælingum eins og þeim sem SPI stendur fyrir. En um leið er hann að benda á að huglæg upplifun eins og hamingja er ákveðið vandamál þegar verið er að smíða mælitæki sem eiga að endurspegla velsæld mannsins í samfélaginu. Það var enda athyglisvert að fátækt ein og sér segir ekki alla söguna þó að peningar séu alstaðar afl þeirra hluta sem gera þarf. En með því að veita fólki tækifær má ná langt á hamingjumælikvörðum. Að því leyti má segja að krónur og aurar einir saman mæli sannarlega ekki hamingjuna.

Það eru ákveðin vonbrigði hve litla umfjöllun ráðstefnan hefur fengið hér á landi, með heiðarlegum undantekningum, en reynt verður að bæta úr því í pistlum hér á næstunni.

Það  skal tekið  fram að  þau viðhorf sem birtast í  þ essum pistli eru eingöngu höfundar og á  hans ábyrgð..

mynd
21. apríl 2016

Mikilvæg ráðstefna um samkeppnishæfni

Að setja skynsama mælikvarða á samkeppnishæfni þjóða getur verið vandasamt, einfaldlega af því að alltaf má deila um mælinguna sjálfa. Það er hins vegar mikilvægt að geta horft til viðmiða sem hjálpa okkur að skilja eigið þjóðfélag og sjá betur hvar við stöndum og hvað má bæta og laga. Lesendur þessara pistla hafa án efa tekið eftir margvíslegri umfjöllun í gegnum tíðina um samanburð milli meira
mynd
18. apríl 2016

Markaðsborgin Marrakesh

Þegar nýtt land er heimsótt sem ferðamaður þá reynir í sjálfu sér lítið á gestrisni, ferðamaðurinn er greiðandi viðskiptavinur og allt atlæti mótast af því. Sérstaklega þegar hann heimsækir staði sem eru beinlínis að gera út á þjónustu við þá. Ekkert við því að segja, ferðamennska er mest vaxandi starfsemi heims sem þýðir væntanlega að það er bæði framboð og eftirspurn. Lesendur pistla minna meira
mynd
13. apríl 2016

A frá AGS

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) skilaði frá sér stöðuskýrslu í gær sem hefði að margra dómi getað vakið meiri athygli. Þar er bent á að nýlegar breytingar á ríkisstjórn Íslands eigi sér stað þegar ótvíræður árangur hefur náðst í efnahagslífinu. Í fjölmiðlum birtist það mat Ashoks Bhatia, formanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að það væri jákvætt að útkoman eftir pólitískan óstöðugleika meira
mynd
31. mars 2016

Marokkó - land ferðalangsins

Þekking er betri en auður, þú þarft að gæta auðsins en þekkingin gætir þín. Vel að orði komist, en svona hljómar berberskur málsháttur en líklega er óhætt að segja að Berbar séu áberandi í Marokkó og þeir gera sitt besta til að viðhalda sérstöðu sinni. Þeir eru nánast sem sérheimur í hinu að mörgu leyti nútímalega ríki Marokkó. Fyrir stuttu var fjallað um landið á þessu vettvangi en nú meira
mynd
13. mars 2016

Heilbrigður hagvöxtur og horfur góðar

Hagstofan hefur nú birt nýja útreikninga á hagvexti síðustu ára sem varpa athyglisverðu ljósi á hagkerfið. Það er reyndar ástæða til að vekja athygli á því að yfirleitt hækkar Hagstofan hagvaxtartölur sínar eftir því sem lengra líður á. Þannig virðist hún hafa tilhneigingu til að vanmeta hagvöxt til skemmri tíma sem gerir það að verkum að við fáum einstaka sinnum svona leiðara í meira
mynd
7. mars 2016

Ferðaþjónustan: Tækifæri og áskoranir

Vandi fylgir vegsemd hverri. Um þessar mundir njótum við Íslendingar einstakrar velgengni í ferðaiðnaði, hingað streyma ferðamenn og aukningin sem við fáum (án þess að eyða miklum fjármunum í markaðskostnað) er meiri en aðrar þjóðir sjá. Þetta hefur orðið að umtalsefni áður hér í pistlum þar sem meðal annars var vakin athygli á að margt hefði tekist vel til. Upplifun ferðamanna virðist sterk meira
mynd
1. mars 2016

Finnland: Veiki maðurinn í Evrópu?

Þetta er kannski ekki uppbyggileg fyrirsögn en hún er komin frá sjálfum fjármálaráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Nýjar tölur sýna en betur það sem allir vissu, að uppstokkun þarf að eiga sér stað í finnsku efnahagslífi eins og var rakið hér í grein fyrir helgi.   Óhætt er að segja að mikill óróleiki sé á finnskum vinnumarkaði og í finnskum stjórnmálum. Sá er þetta skrifar meira
mynd
27. febrúar 2016

Erfið ár hjá Finnum

Finnar ganga nú í gegnum mikla efnahagserfiðleika og því miður virðist ekki sjá fyrir endann á því. Spár gera ráð fyrir að finnskur efnahagur verði slakastur allra í Evrópu á þessu ári, að Grikklandi undanskyldu. Há laun og launatengd gjöld valda því að samkeppnishæfni Finnlands hefur verulega gefið eftir um leið og fjármögnun landsins verður erfiðari og erfiðari. Þetta er þekktur spírall en meira
mynd
18. febrúar 2016

Verður Íran nýtt Persaveldi?

Ef ástæða er til að undrast íslenska umræðuhefð á netinu getur verið forvitnilegt að skoða bandaríska miðla. Af þessu sést glögglega að utanríkisstefna Barak Obama Bandaríkjaforseta er umdeild meðal landa hans og ekki hvað síst sú ákvörðun hans að aflétta viðskiptaþvingunum á Íran og hleypa Persum þannig aftur inn í samfélag þjóðanna sem fullgildum meðlimi. Ef vel tekst til getur þetta opnað nýtt meira
mynd
9. febrúar 2016

Borgaralaun - útópískur draumur?

Þann fimmta júní næstkomandi ganga Svisslendingar að kjörborðinu til að kjósa um skilyrðislausa grunnframfærslu eða svokölluð borgaralaun. Ef tillagan verður samþykkt yrði Sviss fyrsta ríkið í heiminum til að bjóða upp á borgaralaun. Þjóðaratkvæðagreiðslan myndi tryggja öllum borgurum ákveðna lágmarksframfærslu óháð stöðu. Tillagan sem liggur fyrir er upp á 2.500 svissneska franka framfærslu meira
mynd
4. febrúar 2016

Marokkó - þar sem kóngurinn einn ríkir

Í Marokkó búa 33 milljónir manna, heldur færri en í nágranaríkinu Alsír, en landamæri landanna hafa nú verið lokuð í 21 ár. Í Marokkó ríkir þingbundin konungsstjórn þar sem marokkóska þingið er þjóðkjörið en konungurinn, Múhameð VI (Mohammed VI), hefur mikil völd, sérstaklega í málefnum hersins, utanríkismálum og trúmálum. Konungur getur gefið út konunglegar tilskipanir sem hafa lagagildi og hann meira
mynd
30. janúar 2016

Venesúela er að hrynja

Þessa daganna beinast augu margra að ástandi mála í Venesúela. Margra ára óstjórn sósíalista er nú að keyra þetta náttúruauðuga og fallega land í kaf. Í bandaríska stórblaðinu Washington Post er sagt að spurningin sé eingöngu hvort efnahagurinn eða ríkisstjórnin hrynji fyrst. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að samdráttur hagkerfis Venesúela hafi verið 10% á síðasta ári og 6% á þessu meira
mynd
23. janúar 2016

Nokkur orð um hagvöxt og kaupmátt

Ef marka má áhersluþætti umræðunnar undanfarin misseri þá virðast Íslendingar vera farnir að taka efnahagslegri hagsæld sem gefnum hlut. Það sést best á því að í vikunni birtust tölur um að kaupmáttur hefði aukist um 7,6% árið 2015. Þeim upplýsingum var mætt með tómlæti þess sem hefur engar áhyggjur. Og hefði þó ekki síður átt að vekja athygli sú staðreynd að vísitala kaupmáttar launa hefur ekki meira
mynd
16. janúar 2016

Skuldir og vextir lækka og lánshæfið batnar

Stundum er sagt að sá sem skuldar sé ekki frjáls og flest fjármálaráðgjöf snýst um það að kenna fólki að samræma tekjur og útgjöld. Þeir sem taka lán fyrir neyslu sinni finna skjótt að slíkur lífsmáti gengur ekki til lengdar. Að taka langtímalán fyrir einhverju sem notað er í skamman tíma er ekki skynsamlegt. Lántaka hins opinbera er alltaf nokkurskonar uppgjör á milli kynslóða. Ef núverandi meira
mynd
10. janúar 2016

Gríðarleg fjölgun starfa

14 til 15.000 ný störf bættust við íslenskan vinnumarkaði á árunum 2013-2015. Samkvæmt nýrri spá Vinnumálastofnunar eru góð líkindi til þess að störfum geti fjölgað um 8.000 á næstu tveimur árum. Af því glögglega sjá að gríðarleg breyting hefur orðið en líkur eru á að störfum fjölgi um hvorki meira né minna en 22.000 til 23.000 þúsund á kjörtímabilinu. Það jafngildir því að störfum fjölgi um meira
mynd
3. janúar 2016

Haglýsing í upphafi árs

Þráinn Eggertsson hagfræðingur minnti eitt sinn á að hagkerfi séu í eðli sínu háskaleg. Ekki sé hægt að ganga að neinu vísu og því sé erfitt að spá fyrir um hvað er framundan. Það eru orð að sönnu. Margt bendir þó til þess að Íslendingar geti verið bjartsýnir í upphafi árs 2016 en vissulega eru margvíslegar hættur framundan. Að þessu sinni eru þær góðæristengdar. Á slíkum stundum getur hagstjórn meira
mynd
28. desember 2015

Flóttamaðurinn - maður ársins

Líklega munu margir freistast til að nefna flóttamanninn, mann ársins. Ekki einhvern einn mann heldur þann mikla fjölda sem nú er á faraldsfæti og Evrópa hefur fengið að kynnast svo rækilega. Talið er að um 60 milljónir flóttamanna séu í heiminum og um ein milljón þeirra hafi lagt leið sína til Evrópu á þessu ári. Þar hefur ástandið í Sýrlandi haft mest áhrif en stór hluti landsmanna hefur neyðst meira
mynd
19. desember 2015

Það er léttara yfir öllum í Reykjanesbæ

Það er léttara yfir öllum í Reykjanesbæ eftir að atvinnuástandið í bænum batnaði. Þetta sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í fréttum Ríkissjónvarpsins í vikunni. Nú er svo komið að víða vantar fólk til starfa í bænum og húsnæði er af skornum skammti. Þetta er mikil breyting árinu 2010 var atvinnuleysi á Suðurnesjunum komið upp í ríflega 13%. Meðaltal það sem af er þessu meira
mynd
13. desember 2015

Knattspyrnuleikvangar - hin nýju musteri átrúnaðarins

Stór hluti þeirra Íslendinga sem heimsækir erlendar stórborgir gerir það í þeim tilgangi að sjá fótboltaleiki. Sérstakleg á það við um þá sem heimsækja England. Og þar eru knattspyrnuleikvangarnir hin nýju musteri átrúnaðarins. Í dag hafa knattspyrnuleikvangar - og hugsanlega flugvellir - leyst dómkirkjurnar af hólmi sem helstu áfangastaðir ferðamanna. Nýlega átti pistlahöfundur því láni að fagna meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira