21. ágúst 2014 kl. 21:36

Hans Rosling og umræða um fátækt

Það er vel til fundið að fá hinn heimskunna sænska fyrirlesara og fræðimann Hans Rosling hingað til lands en hann heldur erindi í Reykjavík á vegum félagsins Afríka 20:20 í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Hans Rosling er læknir í alþjóðaheilbrigðisvísindum og hefur vakið heimsathygli á síðustu árum fyrir heillandi framsetningu á tölfræðilegum gögnum. Sjálfsagt þekkja margir Rosling af fyrirlestrum hans á TED (Technology, Entertainment & Design). Eldmóðurinn skín af Rosling og hann kemur alltaf með nýja sýn á hlutina. Miklu skiptir að Rosling hefur tekist að varðveita bjartsýni sína á þróun heimsins án þess glata raunsæinu.  

Eitt af því sem Rosling fjallar mikið um er fátækt og hvernig heimurinn hefur smám saman verið að færast út úr skugga fátæktar. Umræða um fátækt er hins vegar vandasöm og hverfist oftar en ekki um þrönga pólitíska hagsmuni, svo sem hve stórt velferðarkerfið eigi að vera og hvort beita eigi skattkerfinu sem tekjujöfnunartæki. Undirritaður ætlar í tilefni komu Roslings að birta hér nokkra pistla þar sem fátækt verður til umræðu en til hans hefur áður verið vitnað á þessum vetvangi.

Hans Rosl

Hin hlutfallslega fátækt

Þó að flestir séu á því að Ísland sé ekki fátækt land þá deilir engin um að fátækt má finna hér á landi. Svo hefur reyndar verið frá því land byggðist og staða fólks í samfélaginu hefur mótast af efnahag öðru fremur. Á þetta höfum við verið minnt í skáldskap og frásögnum fyrri tíðar. Og þrátt fyrir að almennt sé ástandið hér á landi gott í samanburði við önnur lönd þá verður fátækt og efnahagslega staða fólks sífellt tilefni til umræðu. Það á líklega sérstaklega við um þær vikur þegar upplýsingar um skattgreiðslur fólks liggja fyrir og við getum mælt efnahagslega stöðu okkar og annarra í samanburði við þá viðmiðunarhópa sem tekjublöð fjölmiðlanna afhjúpa. Staðreyndin er sú að fátækt er hlutfallslega stærð hér á landi. Staða eins er mæld út frá stöðu annars. Hin fátæki er staðsettur út frá þeim efnislegu gæðum sem hann getur ekki notið í samanburði við þá sem hafa það betur. Það er allt önnur fátækt en sú örbyrgð sem fóstrar hungurvofuna.

Það sem af er ári hafa komið út tvær skýrslur um fátækt hér á landi og báðar vinna þær út frá hlutfallslegri fátækt. Í apríl kom skýrslu sem Barnaheill - Save the Children á Íslandi stóðu að.  Skýrslan er samstarfsverkefni Save the Children samtakanna í Evrópu um fátækt barna í álfunni. Skýrslan tekur til landanna 28 í Evrópusambandinu auk Íslands, Noregs og Sviss. Í maí kom síðan skýrsla Rauða krossins sem er yfirgripsmikil úttekt á því hvar kreppir að hér á landi. Hún tekur þeirri fyrri fram að dýpt og umfangi.

Í skýrslu Barnaheilla kemur fram að ójöfnuður er meginástæða fátæktar og félagslegrar einangrunar. Bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist í mörgum ríkjum, niðurskurður verið á þjónustu við börn, einnig í hinum norrænu velferðarríkjum og ríkjum sem geta státað af efnahagsvexti undanfarin ár. Þar hafa börnin ekki fengið hlutdeild í þeim vexti. Frá 2008 - 2012 jókst fátækt á meðal barna í Evrópu úr 26,5% í 28%, eða um 1.000.000 börn. Þar af jókst fjöldi fátækra barna um 500.000 á tímabilinu 2011- 2012.

Í skýrslunni kom fram að á Íslandi jókst hættan á fátækt og félagslegri einangrun barna um 2,8% frá 2008 - 2012 og í dag væru um 16% barna á Íslandi í þessum hópi. Tala sem vakti furðu litla athygli þegar hún birtist, hvað sem veldur. Ef hún væri einhverstaðar nálægt því að vera sönn þá væri um að ræða reginhneyksli.

Þó að staðan á Íslandi sé að mörgu leyti góð þá var það niðurstaða skýrslu Barnaheilla að fátækt og ójöfnuður barna á Íslandi hafi aukist frá hruni. Þannig búi mörg börn við óviðunandi aðstæður hvað varðar húsnæði og er húsnæðiskostnaður mjög hár hlutfallslega af tekjum þeirra sem minnst hafa. Tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, eru helsti áhrifaþáttur barnafátæktar. Ójöfnuður er ekki einungis einn orsakavaldur fátæktar, heldur einnig afleiðing.  Börn sem alast upp við fátækt eru líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar og fátæktin flyst á milli kynslóða. Ein áhugaverðasti kaflinn í skýrslu Rauða krossins fjallar einmitt um hvernig skilgreind fátækt í velferðarkerfinu ferðast á milli kynslóða í formi örorkumats.

Dregur úr fátækt á heimsvísu

Hér hefur í pistlum verið rætt um fátækt á heimsvísu meðal annars í tilefni þeirrar ákvörðunar ríkisstjórna heimsins að stuðla að því að fátækt í heiminum myndi minnka um helming fram til ársins 2015. Þetta var eitt af þeim mörgu markmiðum sem sett voru fram undir formerkjum aldamótamarkmiða (Millennium Development Goals - MDGs) Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórnir um allan heim hétu því þá að berjast fyrir menntun og eyða hungri, fátækt og mannskæðum sjúkdómum fyrir árið 2015. Ýmsum þeirra markmiða sem þar voru sett hefur ekki verið náð. Svo sem að draga úr dauða sængurkvenna um ¾ og ungbarnadauða um tvo þriðju. Því miður eru ekki horfur á að þessum markmiðum verði náð í bráð. Betur gekk hins vegar með fátækt eins og komið hefur fram í undanförnum pistlum. Það sem meira er, það markmið náðist fimm árum fyrr en ætlað var. Samkvæmt heimasíðu átaksins tókst 38 löndum að ná markmiðum um útrýmingu hungurs fyrr en ætlað var. Því ber að sjálfsögðu að fagna sérstaklega.

Hin miklar breyting sem varð á örbirgð í heiminum á milli áranna 1990 og 2010 orsakaðist fyrst og fremst af auknum hagvexti. Á þessu árabili jókst verg landsframleiðsla (Gross national product, GNP) þróunarlandanna um 6% á ári sem er 1,5% meiri aukning en sást á árabilinu 1960 til 1990. Þetta gerðist þrátt fyrir að bankakrísan 2008-2009 hefði fallið inn þessa tímaramma. Þau svæði sem höfðu mesta örbirgð vaxa mest. Hagvöxtur var að jafnaði um 8% á ári í Austur-Asíu, 7% í Suður-Asíu, 5% í Afríku. Gróft viðmið segir að hvert prósent í hagvexti dragi úr fátækt sem nemur 1,7%.

Af öllu þessu má sjá að fátækt innan landa virðist vera aukast vegna þess að hún er að mæla hlutfallslega fátækt, meðal annars út frá mismunandi neysluviðmiðum. Á sama tíma virðist fátækt á heimsvísu vera að minnka. Er mótsögn í þessu falin?

Fjallað verður um þetta nánar í næstu pistlum.

 

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.    

9. ágúst 2014

Ísland - best í heimi?

Einhverra hluta vegna þykir mörgum gaman að raða öllu mögulegu og ómögulegu upp flokka og raðir. Um þetta hefur skapast talsverð iðja hjá mörgum og ein angi þeirrar iðju gengur út á að raða þjóðlöndum í hópa. Væntanlega til fróðleiks og skemmtunar og jafnvel sumum til hvatningar. Oft ratar það í fréttir hvar Ísland stendur í þessum samanburði þó vissulega megi gera athugasemdir við aðferðafræði og Meira
mynd
28. júlí 2014

Ferðamenn að taka yfir íbúðamarkaðinn?

Undanfarið hefur Morgunblaðið birt athyglisverðar fréttaskýringar um þróun ferðaþjónustunnar, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. Framtak blaðsins er því merkilegra þar sem skortur er á góðri upplýsingagjöf um framvindu og breytingar á ferðaþjónustu. Eru meira að segja áhöld um hve nákvæmar og samanburðarhæfar tölur við fáum um það hve margir heimsækja landið. Brýnt er að bætt sé úr Meira
mynd
21. júlí 2014

Einkaframtakið og ferðaþjónustan

Þó vissulega sé ástæða til að hafa áhyggjur af þróun mála í ferðamannaiðnaði landsins er ekki annað hægt en að dáðst að þeim krafti sem einkennir ferðaþjónustuna og það einkaframtak sem hún hefur leyst úr læðingi. Þannig verður ekki annað séð en að tekist hafi að veita öllum þeim gistingu sem hingað koma þrátt fyrir að fjölgun ferðamanna sé gríðarleg milli ára. Að það skuli ekki hafa komið upp Meira
mynd
18. júlí 2014

Skipulagssaga Reykjavíkur: Kringlumýrin verður að Kringlunni

Ef skipulag höfuðborgarsvæðisins er skoðað í áratugum sjást betur þær miklu breytingar sem eru að verða. Á fyrsta áratug þessarar aldar var það uppbyggingin í Borgartúninu og úthverfum borgarinnar sem var hvað mest áberandi. Um leið og Borgartúnið hlóðst upp og varð smám saman að því fjármála- og skrifstofuhverfi sem þar má nú finna þá dreifðist byggðin og leitaði upp í Grafarholt, Úlfarsfell og Meira
mynd
6. júlí 2014

Metfjölgun ferðamanna og hvað svo?

Við Íslendingar erum líklega orðnir svo vanir því að sjá tölur um metfjölgun ferðamanna að við erum hættir að kippa okkur upp við slíkt. Nú er enn eitt metárið í uppsiglingu en fjölgun erlendra ferðamanna varð tæplega 32% á fyrstu fimm mánuðum ársins. Það slær út metið frá því í fyrra þegar 30% aukning varð á komum ferðamanna fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við árið á undan. Ef miðað er við Meira
mynd
23. júní 2014

Ísland - land tækifæranna eða hvað?

Ein helsta röksemd fyrir aðild að Evrópusambandinu er sú að þá verði viðskiptaumhverfið miklu auðveldara hér á landi. Fyrirtækjum verði auðveldara að komast á legg, sækja sér fjármagn og almennt muni áhætta minnka og þá um leið fleirum farnast vel. Vegna slíkra vangaveltna er áhugavert að skoða hvað er að gerast í viðskiptalífinu á hverjum tíma og hlusta á orð stjórnendanna sjálfra. Hvernig gengur Meira
mynd
15. júní 2014

Heimsveldi fótboltans

Heimurinn er dálítið upptekinn af knattspyrnu þessa daganna, það fer líklega ekki framhjá neinum. Vissulega má deila um allt, en fáir bera brigður á að knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er næst stærsti íþróttaviðburður heims, næst á eftir sjálfum Ólympíuleikunum. Sú staða gerir það að verkum að knattspyrnan hefur efnahagsleg og pólitísk áhrif sem engin Meira
mynd
6. júní 2014

Maðurinn í höndum náttúrunnar

,,Ísland er það land í heiminum sem breytist örast,” sagði Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur og sérfræðingur á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands, í nýlegu viðtali við Morgunblaðið. Oddur benti á þá augljósu staðreynd að Ísland er öðruvísi en flest önnur lönd. Hann skýrði það meðal annars með því að landið er hluti af sjávarbotni en ekki meginlandi. Það eru afar fá lönd í heiminum, og Meira
mynd
29. maí 2014

Uppgjörið við hrunið - saga Promens

Á næsta ári er von á plastframleiðslufyrirtækinu Promens í skráningu í Kauphöllina hér á landi. Tímabært segja margir en félagið var einmitt í miðjum undirbúningi að kauphallarskráningu þegar bankahrunið dundi yfir árið 2008. Þá var Promens að stærstum hluta í eigu fjárfestingafélagsins Atorku sem hafði unnið að uppbyggingu og endurskipulagningu þess í kjölfar mikilla fyrirtækjakaupa. Á þeim tíma Meira
18. maí 2014

Breytingar og byggðaþróun

Líklega var það gríski heimsspekingurinn Herakleitosi sem orðaði fyrst með skýrum hætti þá hugsun að allt sé breytingum undirorpið; maður stígur aldrei tvisvar í sömu ánna, benti hann á. En þó að hin augljósa lexía lífsins sé, að aðeins er víst, að allt breytist þá er eins og mannskepnunni sé áskapað að snúast gegn breytingum. Sérstaklega virðist stjórnmálaöflunum vera mikilvægt að reyna að Meira
mynd
3. maí 2014

Með vindinn í fangið

Fyrir stuttu ók pistlaskrifari í gegnum norðurhéruð Bretlands. Það sem vakti mesta athygli voru vindmyllur þær sem búið var að reisa nánast upp á öllum hæðum á leiðinni á milli Glasgow og Manchester. Nú er það reyndar svo að vindmyllur eru oftast við sjó því þar þykir vindur hvað stöðugastur en engu að síður virðast allar hæðir í Bretlandi vera þaktar þeim í dag. Landslagið hefur fyrir vikið tekið Meira
mynd
21. apríl 2014

Frumkvöðlar og tækifæri á Íslandi

Fyrir rúmu ári síðan tók ég viðtal við fjárfestirinn og frumkvöðulinn Bala Kamallakharan fyrir tímaritið Frjálsa verslun. Viðtalið var eftirminnilegt þó ekki væri það langt. Ekki síst vegna þess krafts og áhuga sem geislaði frá Bala sem óhætt er að segja að hafi tekið íslenskan nýsköpunariðnað með trompi. Bala hafði þá um nokkurt skeið byggt upp samstarfsvettvanginn Startup Iceland og var með Meira
mynd
17. apríl 2014

Skuldaeftirgjöf í Bandaríkjunum

Þó margir gætu haldið það af umræðunni þá er Ísland ekki eina landið í heiminum sem reynt hefur að koma til móts við skulduga íbúðaeigendur. Líklega er á fá hallað þó bent sé á framtak Kamala D. Harris, ríkissaksóknara Kaliforníu. Undanfarin ár hefur hún hefur beitt sér mjög fyrir lækkun skulda hjá íbúðaeigendum og um leið reynt að fá lánafyrirtæki til að milda aðgerðir sínar gagnvart skuldugu Meira
mynd
8. apríl 2014

Umræða um sjávarútveg

Lengst af virtust flestir landsmenn hafa sterk tengsl við sjávarútveginn, með þeim hætti að skilja út á hvað atvinnugreinin gekk og um leið mikilvægi hennar fyrir efnahag landsins. Meira að segja landkrabbar frá Selfossi, eins og sá er þetta ritar, fengu tækifæri til að spreyta sig í fiskvinnslu sumarlangt. Mikil vinna og uppgrip á þeim tíma hentuðu skólafólki vel. Að ekki sé horft fram hjá þeim Meira
mynd
30. mars 2014

Stöðugleiki án hagsældar

Á síðasta stýrivaxtafundi evrópska seðlabankans (ECB) sagði Mario Draghi seðlabankastjóri að evran væri eyja stöðugleikans (e. island of stability). Síðari tímar ættu hins vegar eftir að leiða í ljós hvort hún væri jafnframt eyja hagsældar og atvinnusköpunar. Svarið lýsir ágætlega þeirri stöðugleikahugsun sem evrópski seðlabankinn hefur unnið út frá, væntanlega þýskum bankamönnum til ánægju. Á Meira
mynd
16. mars 2014

Bylting að ofan

Það verður að játast að það var titill bókarinnar sem dró pistlaskrifara að verki Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur; Bylting að ofan. Stjórnskipunarsaga 16. aldar. Bókin kom út á síðasta ári hjá Hinu íslenska bókmenntafélag og byggir á doktorsritgerð Auðar með síðari viðauka. Hér er um að ræða yfirgripsmikið verk sem fjallar í stuttu máli um siðaskiptin og þær breytingar sem áttu sér stað á háttum Meira
mynd
6. mars 2014

Að afloknu Iðnþingi

Það er alltaf áhugavert að fylgjast með störfum Iðnþings en að þessu sinni fögnuðu þingfulltrúar 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins. Að það skuli ekki vera meira en 20 ár síðan samtökin voru sett á laggirnar vekur furðu en ekki síður sú fjölbreytni sem finna má innan þeirra. Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda í landinu. Þar má nú finna rúmlega 1200 fyrirtæki og Meira
mynd
27. febrúar 2014

Nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík

Skrifað var undir nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík við hátíðlega athöfn í Höfða í byrjun vikunnar. Það kemur í kjölfar þess að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 26. nóvember 2013, tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ásamt umhverfisskýrslu. Allt kemur þetta í kjölfar endurskoðunar á aðalskipulaginu 2001-2024 sem hefur staðið yfir undanfarin ár Meira
18. febrúar 2014

Saga SPRON

Saga sparisjóðanna er líklega táknrænni um sögu íslensks fjármálamarkaðar en margir hyggja. Sjóðirnir þróuðust frá því að sýsla með nokkrar krónur yfir gjaldkeraborðið í að verða leiksoppar á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði og vera þannig þátttakendur í einhverju áhugaverðasta fjármálahruni sem sagan þekkir, og með því að nota orðið áhugavert er ekki verið að gera lítið úr þeim persónulegu Meira