30. nóvember 2016 kl. 17:39

Framleiðni, arður og hagræði í sjávarútvegi

Á árinu 2015 störfuðu um 7.800 manns í sjávarútvegi sem nemur um 4,2% af vinnuafli landsins og hefur þetta hlutfall ekki verið lægra frá árinu 2008 þegar það náði lágmarki í 4% en þetta má  lesa um í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn. Skýrslan er hin prýðilegasta samantekt um þessa mikilvægu atvinnugrein og verður hér tæpt á nokkrum atriðum hennar.

Skýrslan sýnir að við erum enn að sjá verulegar breytingar á vinnuaflsþörf sjávarútvegsins. Störfum í sjávarútvegi fækkaði um 1300 frá árinu 2014 og þar af voru 1000 störf í fiskiðnaði og 300 í fiskveiðum. Þetta þýðir að störfum í greininni hefur fækkað um 45% frá árinu 1997 eða um 6400 manns. Sjávarútvegur er landsbyggðagrein og um 83% af störfum í sjávarútvegi á árinu 2015 voru á landsbyggðinni eða um 6400 störf. Frá árinu 1997 hefur hlutfallsleg fækkun starfa verið mun jafnari eftir búsetu en eftir kyni en hlutfallslega hefur fækkað um fleiri störf á landsbyggðinni (46%) en á höfuðborgarsvæðinu (43%). Til að sjá betur áhrif sjávarútvegsins á landsbyggðina er áhugavert að glugga í þessa grein á Veggnum.

Áhrif kvótakerfisins

Eftir að núverandi kvótakerfi var innleitt árið 1984 og aflaheimildir urðu að fullu framseljanlegar árið 1991 hefur verið sterk tilhneiging í átt að sameiningu útgerða í íslenskum sjávarútvegi. Hefur þetta reynst grundvöllur aukinnar hagræðingar í greininni líkt og greina má í rekstrartölum fyrirtækja yfir áðurgreint tímabil.

Íslandsbanki bendir á að aukin samþjöppun fól í sér aukna skuldsetningu innan greinarinnar en á sama tíma stuðlaði hún að meiri hagkvæmni í rekstri, aukinni framleiðni og bættri arðsemi félaganna. Þá eru stærri félög, sem hafa aflaheimildir í fleiri tegundum fiskistofna, betur í stakk búin að takast á við rekstrarsveiflur. 50 stærstu félögin eru sem stendur með 87% af úthlutuðum aflaheimildum í upphafi fiskveiðiársins 2016/2017. Tíu stærstu fyrirtækin eru með 50% úthlutaðra aflaheimilda og 20 stærstu fyrirtækin um 69%.

Ásgeir Jónsson hagfræðingur benti á í nýlegri grein að kvótakerfið skapar arð með tvennum hætti: Í fyrsta lagi með skilvirkri veiðistjórnun út frá líffræðilegu sjónarhorni þar sem hægt er að ákveða heildarafla með nákvæmni og koma í veg fyrir ofnýtingu fiskistofna. Í öðru lagi gerir frjálst framsal aflaheimilda það ekki að verkum að hagkvæmustu útgerðaraðilarnir munu kaupa þá lakari út og sjá um veiðarnar með lágmarks kostnaði og með mestri arðsemi. „Þessir eiginleikar kvótakerfisins ættu nú að liggja í augum uppi eftir tæplega 30 ára reynslu þannig að lítt þurfi um þá að deila,” segir Ásgeir í grein sinni. Bjartsýn maður Ásgeir, áfram verður deilt um sjávarútveg á meðan gert verður út á Íslandi.

Framleiðni aukist mikið

Skýrsla Íslandsbanka dregur skilmerkilega fram að framleiðni vinnuafls í sjávarútvegi hefur aukist mikið undanfarin ár en vert er að hafa í huga að sjávarútvegur er sú atvinnugrein á Íslandi sem getur státað af mestri framleiðni eins og kom fram í skýrslu MacKinsey. Framleiðni vinnuafls óx mikið á milli áranna 2005 og 2008 þegar framleiðsluvirði á hvert starf jókst um 16,1 milljónir króna eða 59%. Jókst framleiðsluvirði greinarinnar um 17% á þessum tíma á meðan starfsfólki fækkaði um 26,5%. Frá árinu 2008 til ársins 2013 jókst framleiðsluvirði á hvert starf í greininni í heild um 6,3% sem jafngildir 1,2% árlegri framleiðniaukningu.sjavarstorf

Framleiðni vinnuafls hefur aukist með meiri sjálfvirkni sem fylgir tækniframþróun við veiðar og vinnslu sjávarafurða. Á árinu 2014 skilaði hvert starf tæplega 39 milljónum króna og lækkaði framleiðsluvirði á hvern starfsmann um 15,7% frá árinu 2013. Þetta skýrist einna helst af lægra framleiðsluvirði greinarinnar en lækkunin nam 13% á þessum tíma ásamt því að starfsfólki í greininni fjölgaði um 3%.

Áfram góð arðsemi í greininni

Deloitte hefur safnað saman rekstrarupplýsingum um sjávarútvegsfélög á Íslandi í viðamikinn gagnagrunn og hefur áður verið vitnað til hans hér. Gagnagrunnurinn inniheldur 91% af rekstrarupplýsingum ársins 2015 hjá félögum sem eru með úthlutaðar aflaheimildir og er hann uppreiknaður í 100%. Allar rekstrarupplýsingar eru á verðlagi ársins 2015.

Frá innleiðingu kvótakerfisins hefur arðsemi í sjávarútvegi aukist umtalsvert. Samþjöppun óx innan greinarinnar samhliða því að aðgangur að fiskveiðiauðlindinni var takmarkaður og í kjölfarið hefur hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja stóraukist. Tekjur sjávarútvegsfélaga á árinu 2015 námu 275 milljörðum króna. Og jukust um 9 milljarða króna eða um 3,3%. Skýrist þessi vöxtur í tekjum af auknum loðnuveiðum og auknu verðmæti í þorskaflanum vegna verðhækkunar á erlendum mörkuðum. EBITDA var 71 milljarðar króna. Og hefur EBITDA framlegð ársins 2015 aukist um 3% frá fyrra ári og fer úr 23% í 26% á árinu 2015. EBITDA jókst hlutfallslega meira en tekjur eða um 14,5%.

Hagnaður eykst milli ára

Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2015 var um 45 milljarðar króna. Eða um 1,6 milljörðum króna hærri en á árinu á undan sem nemur um 3,7% aukningu. Hagnaður af reglulegri starfsemi án fjármagnsliða nam 60,7 milljörðum króna og hækkaði um 6,2 milljarða frá fyrra ári. Þá voru fjármagnsliðir einnig hagstæðari sem nemur 3,6 milljörðum króna á árinu 2015 en á árinu 2014 sem var aðallega vegna gengishagnaðar. Til lækkunar á hagnaði koma svo óreglulegir liðir sem voru 8,2 milljörðum óhagstæðari á árinu 2015 en á árinu 2014. Skuldir ekki verið lægri frá árinu 2007 eins og sést í meðfylgjandi grafi.sjavarútv.

Skuldastaða sjávarútvegsfélaga hefur lækkað til muna frá því að skuldir félaga í greininni náðu hámarki í 619 milljörðum króna á árinu 2008 miðað við fast verðlag. Á árinu 2015 námu skuldir sjávarútvegsfyrirtækja um 333 milljörðum króna og hefur skuldastaða félaganna ekki verið lægri eftir efnahagsáfallið 2008. Frá hápunkti 2008 hafa skuldir sjávarútvegsfélaga lækkað um 286 milljarða króna eða um 46%. Þegar fjármögnunarhreyfingar sjávarútvegsfélaga eru skoðaðar sést hvernig bætt afkoma félaganna undanfarin ár hefur skapað svigrúm til niðurgreiðslu langtímaskulda. Í fyrsta skipti frá árinu 2007 hafa nýjar lántökur verið umfram afborganir og nemur munurinn um 18 milljörðum króna. Til samanburðar námu afborganir umfram nýjar lántökur á árunum 2008-2014 um 148 milljörðum króna. Á verðlagi ársins 2015. Þrátt fyrir að nýjar lántökur ættu sér stað á árinu 2015 minnkaði skuldsetning sjávarútvegsfélaga engu að síður. Bendir það til þess að sjávarútvegsfélög séu í auknum mæli að greiða niður skammtímalán sín.

Vega þar þyngst lánaleiðréttingar sem reyndust sjávarútvegsfélögum mun hagstæðari á árinu 2014 en á árinu 2015. Eins og komið hefur fram hefur gengi krónunnar styrkst talsvert undanfarið og þá sérstaklega gangvart helstu útflutningsmyntum landsins. Einnig teljum við að gengi krónunnar muni halda áfram að styrkjast á næstu misserum. Íslandsbanki telur að þetta muni að öðru óbreyttu leiða til þess að hagnaður sjávarútvegsfélaga lækki á árinu 2016.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
23. nóvember 2016

Efnahagslegur auður tryggir ekki félagslegar framfarir

Þau tíu svæði innan Evrópusambandsins (ESB) sem skapað hafa íbúum sínum bestu samfélagslegu innviði eru í Finnlandi, Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Sístu tíu svæðin eru í Rúmeníu og Búlgaríu. Þetta má sjá á nýjum lista Social Progress Imperative (SPI) stofnunarinnar yfir gæði félagslegra framþróunar innan ESB. Þessi listi var kynntur í Brussel í október síðastliðnum en eins og lesendur meira
mynd
20. nóvember 2016

Fátækt minnkar jafnt og stöðugt

Í nýjustu skýrslu sinni um fátækt (Poverty and Shared Prosperity Report 2016) sem kom út nú í október varpar Alþjóðabankinn (World Bank) fram nýjum tölum sem hljóta að vekja mikla athygli. Tölurnar sýna meðal annars að fjöldi fólks sem býr við algera örbirgð (e. extreme poverty) hefur fallið um 1,1 milljarð manna á síðustu 25 árum. Á sama tíma fjölgaði mannkyninu um 2 milljarða manna þannig að meira
mynd
12. nóvember 2016

Meiri eða minni fátækt - það er spurningin!

Þeim sem lifa við algera örbyrgð (e. extreme poverty) hefur fækkað um meira en helming undanfarin 30 ár. Kannanir sýna hins vegar að almenningur gerir sér alls ekki grein fyrir þessu og það sem meira er, flestir telja að fátækt í heiminum hafi og sé að aukast. Þessu er reyndar ólíkt varið með íbúa nýja heimsins og gamla heimsins. Í gamla heiminum (Evrópu og Norður-Ameríku) er það trú manna að meira
mynd
5. nóvember 2016

Traust staða sjávarútvegsins

Skuldir sjávarútvegsins hafa minnkað verulega frá árinu 2009 þegar þær náðu hámarki og fjárfestingar hafa um leið vaxið undanfarin fjögur ár. Þetta er meðal þess sem fram kom á Sjávarútvegsdeginum 2016 sem fram fór á Hotel Hilton Nordica í vikunni í samstarfi SFS, SA og Deloitte. Skuldir sjávarútvegsins hafa lækkað á þessu tímabili úr 494 milljörðum króna í 333 milljarða. Þegar þær vor mestar voru meira
mynd
1. nóvember 2016

Goðsagnakennd hagspá

Það er bókmenntaleg vísun í hagspá þeirri sem greiningardeild Arion banka kynnti í morgun. „Fljúgum ekki of nálægt sólinni,” var heiti kynningarinnar og sjálfsagt verið að minna á örlög Íkarosar, persónu úr goðafræði Grikkja, en örlög hans urðu að bræða vængi sína með því að fljúga of nálægt sólinni og steypast í hafið í framhaldi þess. Vængir Íkarosar voru úr vaxi en hagspá Arion er meira
mynd
27. október 2016

28 stjórnarskrár Venesúela

Líkindi eru til þess að verðbólga í Venesúela verði á milli 700 og 800% á þessu ári og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur látið frá sér að spá um að hugsanlega fari verðbólgan upp í 2200% á næsta ári í Venesúela. Hagfræðileg viðmið duga varla lengur til þess að fanga ástandið í landinu. Hagkerfi landsins er hrunið og heilbrigðis- og velferðakerfið hefur farið eina öld aftur í tímann. Ljóst er að meira
mynd
20. október 2016

Háskinn í hagkerfinu

Í síðasta pistli ræddi ég um stöðugleikann, einfaldlega af því að hann er ekki fyrirferðamikill í umræðu dagsins, nú þessa síðustu daga fyrir kosningar. Það er auðvitað umhugsunarvert að þegar við Íslendingar eyjum hann loksins þá virðumst við taka honum sem sjálfgefnum. En auðvitað er ekki svo, handan við hornið eru nýir háskar í hagkerfinu. Háskar sem geta reynst okkur erfiðir ef við búum meira
mynd
15. október 2016

Stöðugleikinn langþráði

Í vikunni kom út ritið Fjármálastöðugleiki, 2. hefti 2016, gefið út af Seðlabanka Íslands. Ritið er birt tvisvar á ári og veitir yfirlit yfir stöðu fjármálakerfisins, þ.e. um styrk þess og hugsanlega veikleika og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga. Í ritinu greinir Seðlabankinn frá því hvernig hann vinnur að verkefnum sem varða virkt og öruggt meira
mynd
9. október 2016

Blessaði guð Ísland?

Ísland vermir nú fimmta sætið á lista yfir þau ríki þar sem landsframleiðsla er mest á hvern íbúa, mælt í bandaríkjadölum. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem fjármálafyrirtækið Gamma hefur tekið saman úr opinberum gögnum og Morgunblaðið gerir að umtalsefni í gær. Efnahagsleg staða Íslands hefur styrkst mikið á kjörtímabilinu og einkennist nú af stöðugleika með lágri verðbólgu, litlu atvinnuleysi meira
mynd
30. september 2016

Gengur uppboðsleiðin upp?

Á undanförnum vikum hafa hefur talsvert verið fjallað um uppboðsleið í sjávarútvegi og er nú svo komið að slík leið er hluti af stefnu nokkurra þeirra flokka sem bjóða fram í komandi kosningum. Umræðan náði verulegu flugi þegar fréttir bárust frá frændum okkar Færeyingum. Þar hefði uppboð verið haldið á fiskveiðiheimildum og verðið sem fékkst sagt vera margföld sú upphæð sem útgerðir á Íslandi meira
mynd
25. september 2016

Heilsa í fyrsta sæti

Ísland er í efsta sæti í viðamikilli rannsókn þar sem lönd heimsins eru borin saman með tilliti til ýmissa heilbrigðisþátta er lúta að lýðheilsu. Rannsóknin var birt í vikunni í tímaritinu Lancet, sem mun vera virtasta ritrýnda vísindatímarit heimsins í heilbrigðismálum. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að rannsókninni standa 1.870 vísindamenn frá 124 löndum. Borin voru saman 188 lönd meira
mynd
20. september 2016

Heilbrigð umræða um heilbrigðismál

Nýleg könnun sýnir að 45% kjósenda hér á landi telja heilbrigðismálin vera mikilvægasta umfjöllunarefni fjölmiðla í aðdraganda þingkosninganna í næsta mánuði. Næst á eftir koma málefni aldraðra og öryrkja en 13% telja að þau séu mikilvægust. Augljóslega eru því heilbrigðismálin kjósendum ofarlega í huga öfugt við t.d. samsvarandi könnun sem undirritaður sá frá Barcelóna. Þar töldu 32% að meira
mynd
13. september 2016

Verslun á Íslandi í sókn

Það er ekki víst að allir átti sig á því að framlag verslunar í landsframleiðslu er svipað og sjávarútvegs annars vegar og hefðbundins iðnaðar hins vegar. Alls störfuðu 23.800 manns við verslun árið 2015 sem er um 13% af heildarvinnuafli landsins. Hér hefur áður verið bent á mikilvægi verslunar í hagkerfinu. Það er því fróðlegt að rýna í Árbók verslunarinnar 2016 sem nú er nýkominn út. Ekki meira
mynd
7. september 2016

Ekki er allt sem sýnist

Þeim sem reyna að fá einhvern skynsamlegan botn í dægurmálaumræðuna hér á landi er sjálfsagt lítill greiði gerður með því að benda þeim á nýlega frétt um íslenskan karlmann sem virðist eiga við spilafíkn að eiga. Hann hefur nú stefnt rekstraraðilum spilakassa hér á landi og krefst 77 milljóna í skaðabætur frá þeim auk þeirra 24 milljóna sem hann hefur spilað fyrir í spilakössum. Viðkomandi meira
mynd
31. ágúst 2016

Leikur að fjöregginu

Um allan heim eru fiskveiðar reknar með stórkostlegu tapi og víðast með ríflegum ríkisstyrkjum. Fiskveiðifloti margra ríkja er miklu stærri en þörf er á fyrir þann afla sem er í boði og er því víða stunduð rányrkja, veiðar umfram endurnýjunarmátt fiskistofna. Á þessu eru fáar undantekningar. Ísland er skýrasta dæmið um að hægt er að gera hlutina á annan hátt. Það stafar af skynsamlegri stjórn og meira
mynd
21. ágúst 2016

Ísland best í heimi - á margan hátt

Með reglulegu millibili hefur sá er þetta skrifar tekið saman stutt yfirlit sem sýnir hvar við Íslendingar stöndum á heimssviðinu, nokkurskonar uppgjör á samanburðafræðum þjóðanna! Í upphafi var það undir fyrirsögninni „Ísland best í heimi” þar sem hlaupið var vítt yfir sviðið, svona meira til fróðleiks og gamans og ekki tæmandi á nokkurn hátt. Þetta hefur verið endurtekið nokkrum meira
mynd
10. ágúst 2016

Peningahlið Ólympíuleikanna

Um þessar mundir fylgist heimsbyggðin með Ólympíuleikunum sem nú eru haldnir í Ríó í Brasilíu og hafa margir orðið til að rifja upp að hér er um að ræða ansi dýrt partý. Einn hagfræðingur sagði að engin ætti að halda leikanna af því að hann héldi að hægt væri að græða á þeim! Það er líklega ástæða fyrir stjórnvöld hina einstöku ríkja að hugsa sig vandlega um áður en samþykkt er að senda inn meira
mynd
7. ágúst 2016

Venesúela: Frá biðröðum til hungurs

Fyrir ríflega áratug töldu íbúar Venesúela sig þokkalega hamingjusama þegar þeir voru spurðir um það í könnunum. Í dag hefur hungurvofan knúið dyra og nýjar rannsóknir benda til þess að um 20% barna í Venesúela búi við næringarskort. Ekki er langt síðan hér var skrifuð grein um biðraðir eftir mat í Venesúela. Í dag þýðir lítið að fara í biðröð, það er ekkert lengur til í verslunum. Þeir sem meira
mynd
3. ágúst 2016

Skattar: Fleiri gjaldendur, hærri tekjur

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga færist fram um einn mánuð þetta árið samkvæmt breytingu sem var lögfest í lok síðasta árs. Álagningin 2016 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2015 og eignastöðu þeirra 31. desember 2015. Álagningin hefur nú legið fyrir í einn mánuð en ítarlegar upplýsingar um hana má sjá í frétt á heimasíðu fjármálaráðuneytisins. Helstu niðurstöður álagningarinnar meira