19. desember 2014 kl. 15:12

Gæði og ending

Í flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur viljum við að birtist eitthvað sem skiptir máli, hvort sem skrifuð er grein eins og þessi eða framleiddur er áþreifanlegur hlutur. Sumt fær þá einkunn að vera klassískt eða jafnvel tímalaust en algengara er þó að tímans þungi niður gleypi það með húð og hári. Þeir sem skrifa á netið eru stundum minntir á að það gleymir engu en staðreyndin er sú flest sem þangað fer á skamman og hverfullan líftíma. Og það sama á við ótrúlega margt af því sem mannskepnan skapar - og hún skapar stöðugt meira og meira.

Nýleg frétt um stóla ráðhús Reykjavíkur minnir okkur á að hönnun og sköpun er ætlað að færa okkur verðmæti sem skipta máli og við borgum sérstaklega fyrir. Þess vegna viljum við ekki eftirlíkingar þó margir freistist til að kaupa þær verðsins vegna. Rökin fyrir því að kaupa „alvöruhluti” eru meðal annars að gæði og ending fari saman. Sem það gerir oftast en í tilfelli stóla ráðhússins verður ekki annað séð en að eftirlíkingarnar hafi enst nokkuð vel. Hugsanlega, en tekið skal fram að sá er þetta ritar hefur ekki kynnt sér málið í hörgul.lecorbusier_lc2_sessel_xl Af fjörugum umræðum á netmiðlum að dæma virðist mörgum vera saman um gæði og frumhönnun og horfa fremur til verðs. Það er svo sem skiljanleg afstaða, sérstaklega hjá þeim sem greiða útsvar í Reykjavík. 

En allt minnir þetta okkur á neysluhyggju nútímans og það gríðarlega magn hluta sem við sönkum að okkur. Það má rifja upp að flestir þeir Íslendingar sem fóru vestur um haf á sínum tíma höfðu með sér aleigu sína í litlum hirslum. Þeir efnameiri notuðu koffort en þeir efnaminni kistil. Vissulega höfðu menn selt stærri hluti áður en lagt var upp í ferðina en í dag flytur fólk ekki á milli landa án þess að taka stóran gám með sér. „Fátækir” námsmenn sem koma frá útlöndum flytja með sér jafn mikið af „dóti” og heilu hrepparnir áttu áður fyrr. Þegar dánarbú alþýðufólks frá þeim tíma eru skoðuð þá kemur í ljós flestir áttu fá eða enga veraldlega hluti. Í veski nútímakonu komast fyrir margfalt fleiri hlutir en voru í eigu alþýðukonu 19. aldarinnar. Það er reyndar merkilegt að sjá hve eignarrétturinn var þessu fólki dýrmætur á þessum tíma. Bækur eru merktar eigendum með löngu máli og jafnvel tekið fram að færslan sé „skrifuð með eigin penna.” Og vottar nefndir til því til sönnunar! Eignarrétturinn var og er einnig vörn þeirra efnaminni.

Margfeldi vinnunnar

Eins og lesendur þessara pistla vita þá hefur hér stundum verið vitnað í bók dr. Matt Ridley sem nýlega kom út. Heimur batnandi fer (The Rational Optimist: How Prosperity evolves) heitir hún. Sérlega áhugaverð lesning en þar fjallar Ridley meðal annars um margfeldi vinnunnar. Hann bendir á að við neytum ekki einungis vinnu og auðlinda annarra, heldur einnig nýsköpunar og hönnunar þeirra. Það færir okkur mikið af nytsömum og fögrum hlutum. Ridley bendir á:

„Þúsundir frumkvöðla og vísindamanna hugsuðu upp hinn flókna dans ljóseinda og rafeinda sem fær sjónvarpið okkar til að verka. Vélar löngu liðinna uppfinningamanna, hetja iðnbyltingarinnar, spinna og vefa bómullina í fötum okkar. Safnarar og veiðimenn í Mesópótamíu nýsteinaldar fundu upp kynblöndun og uppskriftir að brauðinu sem við etum. Þekking þeirra lifir enn í vélum, uppskriftum og forritum sem við njótum góðs af. Meðal þjóna okkar eru frumkvöðlar eins og John Logie Baird, Alexander Graham Bell, Sir Tim Berners Lee, Thomas Crappet, Jonas Salk og heill her annarra uppfinningamanna. Loðvík XIV. naut ekki þjónustu þeirra. Við njótum vinnu þeirra hvort sem þeir eru lífs eða liðnir.”

Við lifum því nú í heimi þar sem öll þessi samvinna leiðir til þess að „minna vinnuafl getur framleitt meira af afurðum,“ svo vitnað sé til Adam Smith.

Nýir neytendur - gamlar þarfir

Allt þetta gerir sífellt fleira fólki um heim allan fært að kaupa og nota hluti sem áður voru ætlaðir fáum. Ef við viljum njóta þeirra hljótum við að gleðjast yfir því að aðrir geri það líka. Efnishyggjan hefur nefnilega haldið innreið sína í þá heimshluta sem við áður töldum fátæka. Forréttindaþjóðum fækkar hvað sem hver segir.

Og vissulega er ofgnóttin meira yfirþyrmandi í Kína en á Íslandi. Þar er nú stærsti markaður fyrir lúxus og hönnunarvörur í heiminum. Það spaugilega er að þar er sífellt stærri hópur sem vill kaupa alvöru hönnun á meðan kínverskt hagkerfi sér einnig um að framleið ofan í okkur eftirlíkingar og falsvörur. Við sjáum á vaxandi fjölda kínverskra ferðamanna sem hingað koma að þeir vilja alvöru íslenska hönnun en þar skortir kannski frekar á framboðshliðina. Kínverskir ferðamenn hafa reynst óseðjandi hvað þetta varðar og er þekkt af hve mikilli einurð þeir tæma danskar hönnunarverslanir.

Danir hafa handverkshefðina og þekkingu kaupmannsins. Kannski öfugt við okkur Íslendinga sem enn erum að færa norrænum konungum drápur og sögur. Það fellur ágætlega að okkar samfélagsumræðu sem fremur lofar skáldið en handverksmanninn. Enda er það skáldið sem er líklegra til að lesa pistil sem þennan en iðnaðarmaðurinn sem minnir okkur á að hönnun getur líka náð til hugmynda. En þegar við erum komin á þær slóðir fer ekki alltaf saman magn og gæði.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.  

mynd
6. desember 2014

Íslenskt heilbrigðiskerfi stendur sig mjög vel

,,Íslenskt heilbrigðiskerfi stendur sig mjög vel. Það eru vafalaust tímabundnir erfiðleikar núna. En íslenskt heilbrigðiskerfi hefur alltaf verið mjög gott miðað við önnur heilbrigðiskerfi.” Þannig komst Birgir Jakobsson, nýr landlæknir að orði í viðtali við Fréttablaðið þegar tilkynnt var um ráðningu hans í starf Landlæknis. Birgir kemur til starfa frá Svíþjóð og segir íslenska Meira
mynd
29. nóvember 2014

Er glæpur að verða gjaldþrota?

Í vikunni birtist lítil frétt í Morgunblaðinu sem fór ekki hátt. Þar sagði frá því að gjaldþrot­um einka­hluta­fé­laga hefði fækk­ar jafnt og þétt á sama tíma og ný­skrán­ing­um fé­laga fjölg­ar. Allt er þetta samkvæmt samantekt Hag­stofu Íslands, sem vel að merkja fagnaði 100 ára afmæli sínu í vikunni og á sömu kennitölunni allan tímann! Í fréttinni kom Meira
mynd
23. nóvember 2014

Gróska og nýsköpun í sjávarútvegi

Íslenskur sjávarútvegur hefur í gegnum tíðina verið undirstaða atvinnusköpunar í landinu og grundvöllur fjölþætts atvinnulífs. Hann hefur verið uppspretta fæðu fyrir þjóðina og skipað mikilvægan sess í samfélaginu, bæði menningarlega og fjárhagslega. Á þessum orðum hefur Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegs hjá Íslandsbanka, nýlega skýrslu bankans um sjávarútveg. Eins og lesendur hafa Meira
mynd
15. nóvember 2014

Einstök framleiðni íslenska sjávarútvegsins

Rannsóknir Íslenska sjávarklasans á efnahagslegu umfangi þessa klasa síðastliðin ár sýna að fyrirtæki sem honum tilheyra standa undir um 25-30% landsframleiðslunnar. Þar af hefur beint framlag hins hefðbundna sjávarútvegs (veiða og vinnslu) verið í kringum 10% á allra síðustu árum. Í nýrri skýrslu Íslenska sjávarklasans er birt efnahagslegt yfirlit yfir sjávarklasann á Íslandi fjórða árið í Meira
mynd
31. október 2014

Ridley og Rosling - tilbrigði við batnandi heim

,,Þessi bók er um hinar hröðu, samfelldu og linnulausu breytingar sem mannleg samfélög hafa tekið á sama tíma og samfélög annarra dýra hafa ekki breyst. Líffræðingi finnst þurfa að skýra þetta. Ég hef síðustu tvo áratugi skrifað fjórar bækur um hve líkur maðurinn er öðrum dýrum. Þessi bók er hins vegar um hve ólíkur hann er öðrum dýrum. Hvað gerir manninum kleift að umbylta sífellt lífi sínu á svo Meira
mynd
22. október 2014

Verslun á Íslandi í vörn

Það er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu smásöluverslunar á Íslandi, sérstaklega fataverslun. Þrátt fyrir aukna neyslu þá virðist verslun vera að dragast saman á sumum sviðum. Þetta fer ekki hátt enda hefur oft ríkt heldur undarleg afstaða til verslunar í þjóðfélaginu, kannski eitthvað sem við sækjum aftur til hörmangara eða einokunarverslunar fortíðarinnar.Fyrir stuttu stóð Landsbankinn Meira
mynd
18. október 2014

Aukin bjartsýni í sjávarútvegi

Mun fleiri stjórnendur telja núverandi aðstæður góðar í atvinnulífinu en að þær séu slæmar. Þetta er meðal þess sem kom fram í nýjustu könnun Capacent sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann og kynnt var í byrjun mánaðarins. Vaxandi bjartsýni þykir meðal annars endurspeglast í auknum fjárfestingum sjávarútvegsfyrirtækja en á næstu tveimur árum er von á skipum fyrir um 28 milljarða Meira
8. október 2014

Fátæktin er okkar fylgikona

 Fátæktin var mín fylgikonafrá því ég kom í þennan heim,við höfum lafað saman svonasjötigi vetur, fátt í tveim, -hvort við skiljum nú héðan afhann veit, er okkur saman gaf.Þannig orti Jón Þorláksson á Bægisá (1744-1819) um fátækt sína og dró ekki af sér í lýsingum. Og ekki ástæða til. Það kann hins vegar að koma mörgum á óvart að fátæktin er enn í dag okkar fylgikona. Þó með þeim breytingum Meira
mynd
28. september 2014

Hið svokallaða hrun og hagvöxtur ársins 2007

Í þeirri víðfeðmu umræðu sem orðið hefur um orsakir og afleiðingar bankahrunsins í október 2008 hefur gjarnan verið rætt um réttmæti þess að taka um ,,svokallað hrun". Um það hafa oft spunnist fjörugar umræður, gjarnan með ásökunum í garð þeirra sem svo segja, að þeir afneiti sannleikanum, að minnsta kosti eins og hann birtist í hagtölum. Það má vera rétt og að sjálfsögðu er engin ástæða til Meira
mynd
20. september 2014

Bólu-Hjálmar og velferðarkerfið

Ríkur og fátækurRíkur búri ef einhver er,illa máske þveginn,höfðingjar við síðu sérsetja hann hægra megin.Fátækur með föla kinnfær það eftirlæti,á hlið við einhvern hlandkoppinnÞannig orti Hjálmar Jónsson, betur þekktur sem Bólu-Hjálmar, (1796-1875). Kvæðið heitir ,,Ríkur og fátækur". Bólu-Hjálmar orti mikið um niðurlæginguna sem fylgdi því að vera fátækur enda stórlindur (og jafnvel Meira
mynd
17. september 2014

Rosling og hið sanna ástand heimsins

Fyrirlestur Hans Rosling í Hörpunni á mánudaginn var einstaklega áhugaverð upplifun. Rosling hefur ekki beinlínis útlit poppstjörnu og enska hans er með þessari hörðu skandinavísku framsögn sem margir hafa gaman af. En upplýsingarnar, framsetningin og persónutöfrarnir vógu þetta allt upp. Rosling hélt salnum föngnum í einn og hálfan tíma og meira að segja uppteknustu menn sátu rólegir. Að lokum Meira
mynd
8. september 2014

Samkeppni og hæfni þjóða

Það er tvennt sem þarf að hafa í huga þegar samkeppnishæfni Íslands er metin. Hvoru tveggja þættir sem landsmenn geta lítið gert við. Annars vegar staðsetning landsins sem gerir flutnings- og samskiptakostnað alltaf dýrari. Hins vegar fámenni þjóðarinnar í til þess að gera stóru landi. Þar af leiðandi verður alltaf kostnaðarsamara að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði og í þéttbýlli löndum. Um Meira
mynd
30. ágúst 2014

Fátækt verður félagsleg staðreynd á Íslandi

Sænski fræðimaðurinn Hans Rosling hefur bent á að engin fátækt sé raunverulegri en sú sem veldur ótta við hungur. Að beina hungurvofunni burt frá fátæku fólki er mikilvægast af öllu og það eigi að vera miðpunktur allrar aðstoðar við það. Óhætt er að segja að baráttan við hungur hafi gengið þokkalega en hér var í pistli fyrir ári síðan bent á að 38 lönd höfðu þá náð markmiðum um útrýmingu Meira
mynd
21. ágúst 2014

Hans Rosling og umræða um fátækt

Það er vel til fundið að fá hinn heimskunna sænska fyrirlesara og fræðimann Hans Rosling hingað til lands en hann heldur erindi í Reykjavík á vegum félagsins Afríka 20:20 í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Hans Rosling er læknir í alþjóðaheilbrigðisvísindum og hefur vakið heimsathygli á síðustu árum fyrir heillandi framsetningu á tölfræðilegum gögnum. Sjálfsagt þekkja margir Rosling Meira
9. ágúst 2014

Ísland - best í heimi?

Einhverra hluta vegna þykir mörgum gaman að raða öllu mögulegu og ómögulegu upp flokka og raðir. Um þetta hefur skapast talsverð iðja hjá mörgum og ein angi þeirrar iðju gengur út á að raða þjóðlöndum í hópa. Væntanlega til fróðleiks og skemmtunar og jafnvel sumum til hvatningar. Oft ratar það í fréttir hvar Ísland stendur í þessum samanburði þó vissulega megi gera athugasemdir við aðferðafræði og Meira
mynd
28. júlí 2014

Ferðamenn að taka yfir íbúðamarkaðinn?

Undanfarið hefur Morgunblaðið birt athyglisverðar fréttaskýringar um þróun ferðaþjónustunnar, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. Framtak blaðsins er því merkilegra þar sem skortur er á góðri upplýsingagjöf um framvindu og breytingar á ferðaþjónustu. Eru meira að segja áhöld um hve nákvæmar og samanburðarhæfar tölur við fáum um það hve margir heimsækja landið. Brýnt er að bætt sé úr Meira
mynd
21. júlí 2014

Einkaframtakið og ferðaþjónustan

Þó vissulega sé ástæða til að hafa áhyggjur af þróun mála í ferðamannaiðnaði landsins er ekki annað hægt en að dáðst að þeim krafti sem einkennir ferðaþjónustuna og það einkaframtak sem hún hefur leyst úr læðingi. Þannig verður ekki annað séð en að tekist hafi að veita öllum þeim gistingu sem hingað koma þrátt fyrir að fjölgun ferðamanna sé gríðarleg milli ára. Að það skuli ekki hafa komið upp Meira
mynd
18. júlí 2014

Skipulagssaga Reykjavíkur: Kringlumýrin verður að Kringlunni

Ef skipulag höfuðborgarsvæðisins er skoðað í áratugum sjást betur þær miklu breytingar sem eru að verða. Á fyrsta áratug þessarar aldar var það uppbyggingin í Borgartúninu og úthverfum borgarinnar sem var hvað mest áberandi. Um leið og Borgartúnið hlóðst upp og varð smám saman að því fjármála- og skrifstofuhverfi sem þar má nú finna þá dreifðist byggðin og leitaði upp í Grafarholt, Úlfarsfell og Meira
mynd
6. júlí 2014

Metfjölgun ferðamanna og hvað svo?

Við Íslendingar erum líklega orðnir svo vanir því að sjá tölur um metfjölgun ferðamanna að við erum hættir að kippa okkur upp við slíkt. Nú er enn eitt metárið í uppsiglingu en fjölgun erlendra ferðamanna varð tæplega 32% á fyrstu fimm mánuðum ársins. Það slær út metið frá því í fyrra þegar 30% aukning varð á komum ferðamanna fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við árið á undan. Ef miðað er við Meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira