18. október 2014 kl. 13:08

Aukin bjartsýni í sjávarútvegi

Mun fleiri stjórnendur telja núverandi aðstæður góðar í atvinnulífinu en að þær séu slæmar. Þetta er meðal þess sem kom fram í nýjustu könnun Capacent sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann og kynnt var í byrjun mánaðarins. Vaxandi bjartsýni þykir meðal annars endurspeglast í auknum fjárfestingum sjávarútvegsfyrirtækja en á næstu tveimur árum er von á skipum fyrir um 28 milljarða króna. Með nýjum skipum fylgir aukið hagræði og minni mengun, meðal annars vegna minni olíunotkun.

Fjárfestingar í sjávarútvegi hafa ekki verið nægjanlegar á undanförnum árum enda hafa fyrirtækin lagt kapp á að greiða niður skuldir sem hækkuðu mikið við fall krónunnar í kjölfar hrunsins. Það hefur borið þann árangur að heildarskuldir sjávarútvegsins hafa lækkað um ríflega 150 milljarða síðan 2009. Afborganir umfram nýjar langtímaskuldir nema 121 milljörðum síðastliðin 6 ár.

Uppsöfnuð fjárfestingaþörf

Af þessu hefur einnig leitt að uppsöfnuð fjárfestingarþörf í sjávarútvegi er umtalsverð og er skipaflotinn að miklu leyti úr sér genginn. Því skiptir miklu að sátt sé um framkvæmd og umfang skattheimtu á sjávarútveginn og hún þurfi að vera fyrirsjáanleg, gagnsæ og skilvirk. Mikilvægt er að eyða óvissu sem ríkt hafi um álagningu veiðigjalda. Ef það verður ekki gert verða neikvæð áhrif á fjárfestingar og hagræðingu í greininni sem dregur úr framleiðni og skerðir lífskjör.

Þessi viðhorfsbreyting skiptir miklu máli því nú eins og áður þarf sjávarútvegurinn að glíma við margvíslegar áskoranir sem rekstrarumhverfið býður uppá. Nú síðast horfur á verulega minni loðnuafla. Það erfiðasta er auðvitað náttúran sjálf, þó ekki eins og áður vegna gæfta því með nútímavæðingu fiskiskipaflotans geta sjómenn landsins nú veitt hvenær sem er við öruggustu skilyrði sem bjóðast. Það verður ekki nógsamlega brýnt hve gríðarleg breyting hefur orðið á öryggismálum sjómanna og við sem erum komin aðeins á miðjan aldur munum vel hörmungar sjóslysa. Þá mátti með reglulegu millibili sjá myndir af heilu áhöfnunum á forsíðu dagblaðanna, já jafnvel oftar en einu sinni á vetri. Á þetta er minnst hér því það er eins og sumir telji þetta sjálfsagðan hluti og tengi það ekki við þá breytingu sem hefur orðið á rekstri sjávarútvegsins með kvótakerfinu. Viðhorf til sjávarútvegs hefur áður verið gert að umtalsefni á þessum vettvangi

Framleiðni í greininni tvöfaldast

Í nýrri greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins um sjávarútveginn kemur fram að framleiðni í greininni hefur hátt í tvöfaldast frá árinu 1997. Ef framleiðni einstakra atvinnugreina á Íslandi er skoðuð má sjá að framleiðni er mest í fiskveiðum, tvöfalt meiri en meðaltal allra atvinnugreina. Fjármálaþjónusta og tryggingar koma þar á eftir en fiskiðnaður er í þriðja sæti.

framleiðni

Það þarf ekki að hafa mörg orð um hve mikilvægt er að framleiðni sá góð í sjávarútvegi, grunnatvinnugrein landsmanna. Margoft hefur verið bent á af aðilum á borð við McKinsey að framleiðni á Íslandi er lág samanborið við önnur lönd og hún væri enn lakari ef ekki væri fyrir góða framleiðni í sjávarútvegi. Þetta skiptir landsmenn miklu máli því framleiðnivöxtur er undirstaða bættra lífskjara. Til langs tíma geta raunlaun t.d. ekki hækkað umfram framleiðni. Við höfum ekki séð viðlíka framleiðniaukningu í neinni annarri atvinnugrein á Íslandi og hefur þó afstaða stjórnvalda stundum orðið til að hægja á þróuninni, meðal annars með því að koma í veg fyrir fjárfestingar með ofurskattlagningu.

Þriðjungur hagnaðar til ríkisins

Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að sjávarútvegurinn greiði sitt. Í áðurnefndri greiningu efnahagssviðs SA kemur einnig fram að íslenskur sjávarútvegur greiddi um þriðjung af hagnaði sínum til ríkisins á árinu 2013 á meðan aðrar atvinnugreinar greiddu almennt um 20%. Íslenskur sjávarútvegur nýtur sérstöðu á alþjóðavettvangi því það er nánast ófrávíkjanleg regla að sjávarútvegur njóti ríkisstyrkja annars staðar. Ísland er eina landið innan OECD þar sem skattar á sjávarútveg eru meiri en ríkisstyrkir. Þetta kom m.a. fram í máli Ólafs Garðars Halldórssonar, hagfræðings, sem kynnti niðurstöðurnar á Sjávarútvegsdeginum sem fór fram í Hörpu fyrr í mánuðinum. Ólafur Garðar benti t.d. á að sjávarútvegsstyrkir alls í heiminum hafa verið metnir um 35 milljarðar Bandaríkjadala, þar af tæpir 9 milljarðar í Evrópu.

Í skýrslu Ólafs Garðars kom fram að sérstakt veiðigjald hefur aukið skattbyrði sjávarútvegsins verulega en veiðigjöld voru yfir 6% af heildaraflaverðmæti á árunum 2012 og 2013 eftir að sérstaka veiðigjaldið var lagt á. Þetta er umtalsverð hækkun en fyrir þann tíma var veiðigjaldið oftast í kringum 1% af heildaraflaverðmæti.

Til að skilja mikilvægi sjávarútvegs þá var beint framlag sjávarútvegs 10% af VLF árið 2013. Framlag sjávarklasans, þ.e. sjávarútvegs og tengdra greina, var metið 26% af VLF árið 2010. Ísland er og verður háð þessari undirstöðuatvinnugrein, við skulum ekki gleyma því.    

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.   

8. október 2014

Fátæktin er okkar fylgikona

 Fátæktin var mín fylgikonafrá því ég kom í þennan heim,við höfum lafað saman svonasjötigi vetur, fátt í tveim, -hvort við skiljum nú héðan afhann veit, er okkur saman gaf.Þannig orti Jón Þorláksson á Bægisá (1744-1819) um fátækt sína og dró ekki af sér í lýsingum. Og ekki ástæða til. Það kann hins vegar að koma mörgum á óvart að fátæktin er enn í dag okkar fylgikona. Þó með þeim breytingum Meira
mynd
28. september 2014

Hið svokallaða hrun og hagvöxtur ársins 2007

Í þeirri víðfeðmu umræðu sem orðið hefur um orsakir og afleiðingar bankahrunsins í október 2008 hefur gjarnan verið rætt um réttmæti þess að taka um ,,svokallað hrun". Um það hafa oft spunnist fjörugar umræður, gjarnan með ásökunum í garð þeirra sem svo segja, að þeir afneiti sannleikanum, að minnsta kosti eins og hann birtist í hagtölum. Það má vera rétt og að sjálfsögðu er engin ástæða til Meira
mynd
20. september 2014

Bólu-Hjálmar og velferðarkerfið

Ríkur og fátækurRíkur búri ef einhver er,illa máske þveginn,höfðingjar við síðu sérsetja hann hægra megin.Fátækur með föla kinnfær það eftirlæti,á hlið við einhvern hlandkoppinnÞannig orti Hjálmar Jónsson, betur þekktur sem Bólu-Hjálmar, (1796-1875). Kvæðið heitir ,,Ríkur og fátækur". Bólu-Hjálmar orti mikið um niðurlæginguna sem fylgdi því að vera fátækur enda stórlindur (og jafnvel Meira
mynd
17. september 2014

Rosling og hið sanna ástand heimsins

Fyrirlestur Hans Rosling í Hörpunni á mánudaginn var einstaklega áhugaverð upplifun. Rosling hefur ekki beinlínis útlit poppstjörnu og enska hans er með þessari hörðu skandinavísku framsögn sem margir hafa gaman af. En upplýsingarnar, framsetningin og persónutöfrarnir vógu þetta allt upp. Rosling hélt salnum föngnum í einn og hálfan tíma og meira að segja uppteknustu menn sátu rólegir. Að lokum Meira
mynd
8. september 2014

Samkeppni og hæfni þjóða

Það er tvennt sem þarf að hafa í huga þegar samkeppnishæfni Íslands er metin. Hvoru tveggja þættir sem landsmenn geta lítið gert við. Annars vegar staðsetning landsins sem gerir flutnings- og samskiptakostnað alltaf dýrari. Hins vegar fámenni þjóðarinnar í til þess að gera stóru landi. Þar af leiðandi verður alltaf kostnaðarsamara að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði og í þéttbýlli löndum. Um Meira
mynd
30. ágúst 2014

Fátækt verður félagsleg staðreynd á Íslandi

Sænski fræðimaðurinn Hans Rosling hefur bent á að engin fátækt sé raunverulegri en sú sem veldur ótta við hungur. Að beina hungurvofunni burt frá fátæku fólki er mikilvægast af öllu og það eigi að vera miðpunktur allrar aðstoðar við það. Óhætt er að segja að baráttan við hungur hafi gengið þokkalega en hér var í pistli fyrir ári síðan bent á að 38 lönd höfðu þá náð markmiðum um útrýmingu Meira
mynd
21. ágúst 2014

Hans Rosling og umræða um fátækt

Það er vel til fundið að fá hinn heimskunna sænska fyrirlesara og fræðimann Hans Rosling hingað til lands en hann heldur erindi í Reykjavík á vegum félagsins Afríka 20:20 í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Hans Rosling er læknir í alþjóðaheilbrigðisvísindum og hefur vakið heimsathygli á síðustu árum fyrir heillandi framsetningu á tölfræðilegum gögnum. Sjálfsagt þekkja margir Rosling Meira
9. ágúst 2014

Ísland - best í heimi?

Einhverra hluta vegna þykir mörgum gaman að raða öllu mögulegu og ómögulegu upp flokka og raðir. Um þetta hefur skapast talsverð iðja hjá mörgum og ein angi þeirrar iðju gengur út á að raða þjóðlöndum í hópa. Væntanlega til fróðleiks og skemmtunar og jafnvel sumum til hvatningar. Oft ratar það í fréttir hvar Ísland stendur í þessum samanburði þó vissulega megi gera athugasemdir við aðferðafræði og Meira
mynd
28. júlí 2014

Ferðamenn að taka yfir íbúðamarkaðinn?

Undanfarið hefur Morgunblaðið birt athyglisverðar fréttaskýringar um þróun ferðaþjónustunnar, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. Framtak blaðsins er því merkilegra þar sem skortur er á góðri upplýsingagjöf um framvindu og breytingar á ferðaþjónustu. Eru meira að segja áhöld um hve nákvæmar og samanburðarhæfar tölur við fáum um það hve margir heimsækja landið. Brýnt er að bætt sé úr Meira
mynd
21. júlí 2014

Einkaframtakið og ferðaþjónustan

Þó vissulega sé ástæða til að hafa áhyggjur af þróun mála í ferðamannaiðnaði landsins er ekki annað hægt en að dáðst að þeim krafti sem einkennir ferðaþjónustuna og það einkaframtak sem hún hefur leyst úr læðingi. Þannig verður ekki annað séð en að tekist hafi að veita öllum þeim gistingu sem hingað koma þrátt fyrir að fjölgun ferðamanna sé gríðarleg milli ára. Að það skuli ekki hafa komið upp Meira
mynd
18. júlí 2014

Skipulagssaga Reykjavíkur: Kringlumýrin verður að Kringlunni

Ef skipulag höfuðborgarsvæðisins er skoðað í áratugum sjást betur þær miklu breytingar sem eru að verða. Á fyrsta áratug þessarar aldar var það uppbyggingin í Borgartúninu og úthverfum borgarinnar sem var hvað mest áberandi. Um leið og Borgartúnið hlóðst upp og varð smám saman að því fjármála- og skrifstofuhverfi sem þar má nú finna þá dreifðist byggðin og leitaði upp í Grafarholt, Úlfarsfell og Meira
mynd
6. júlí 2014

Metfjölgun ferðamanna og hvað svo?

Við Íslendingar erum líklega orðnir svo vanir því að sjá tölur um metfjölgun ferðamanna að við erum hættir að kippa okkur upp við slíkt. Nú er enn eitt metárið í uppsiglingu en fjölgun erlendra ferðamanna varð tæplega 32% á fyrstu fimm mánuðum ársins. Það slær út metið frá því í fyrra þegar 30% aukning varð á komum ferðamanna fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við árið á undan. Ef miðað er við Meira
mynd
23. júní 2014

Ísland - land tækifæranna eða hvað?

Ein helsta röksemd fyrir aðild að Evrópusambandinu er sú að þá verði viðskiptaumhverfið miklu auðveldara hér á landi. Fyrirtækjum verði auðveldara að komast á legg, sækja sér fjármagn og almennt muni áhætta minnka og þá um leið fleirum farnast vel. Vegna slíkra vangaveltna er áhugavert að skoða hvað er að gerast í viðskiptalífinu á hverjum tíma og hlusta á orð stjórnendanna sjálfra. Hvernig gengur Meira
mynd
15. júní 2014

Heimsveldi fótboltans

Heimurinn er dálítið upptekinn af knattspyrnu þessa daganna, það fer líklega ekki framhjá neinum. Vissulega má deila um allt, en fáir bera brigður á að knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er næst stærsti íþróttaviðburður heims, næst á eftir sjálfum Ólympíuleikunum. Sú staða gerir það að verkum að knattspyrnan hefur efnahagsleg og pólitísk áhrif sem engin Meira
mynd
6. júní 2014

Maðurinn í höndum náttúrunnar

,,Ísland er það land í heiminum sem breytist örast,” sagði Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur og sérfræðingur á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands, í nýlegu viðtali við Morgunblaðið. Oddur benti á þá augljósu staðreynd að Ísland er öðruvísi en flest önnur lönd. Hann skýrði það meðal annars með því að landið er hluti af sjávarbotni en ekki meginlandi. Það eru afar fá lönd í heiminum, og Meira
mynd
29. maí 2014

Uppgjörið við hrunið - saga Promens

Á næsta ári er von á plastframleiðslufyrirtækinu Promens í skráningu í Kauphöllina hér á landi. Tímabært segja margir en félagið var einmitt í miðjum undirbúningi að kauphallarskráningu þegar bankahrunið dundi yfir árið 2008. Þá var Promens að stærstum hluta í eigu fjárfestingafélagsins Atorku sem hafði unnið að uppbyggingu og endurskipulagningu þess í kjölfar mikilla fyrirtækjakaupa. Á þeim tíma Meira
18. maí 2014

Breytingar og byggðaþróun

Líklega var það gríski heimsspekingurinn Herakleitosi sem orðaði fyrst með skýrum hætti þá hugsun að allt sé breytingum undirorpið; maður stígur aldrei tvisvar í sömu ánna, benti hann á. En þó að hin augljósa lexía lífsins sé, að aðeins er víst, að allt breytist þá er eins og mannskepnunni sé áskapað að snúast gegn breytingum. Sérstaklega virðist stjórnmálaöflunum vera mikilvægt að reyna að Meira
mynd
3. maí 2014

Með vindinn í fangið

Fyrir stuttu ók pistlaskrifari í gegnum norðurhéruð Bretlands. Það sem vakti mesta athygli voru vindmyllur þær sem búið var að reisa nánast upp á öllum hæðum á leiðinni á milli Glasgow og Manchester. Nú er það reyndar svo að vindmyllur eru oftast við sjó því þar þykir vindur hvað stöðugastur en engu að síður virðast allar hæðir í Bretlandi vera þaktar þeim í dag. Landslagið hefur fyrir vikið tekið Meira
mynd
21. apríl 2014

Frumkvöðlar og tækifæri á Íslandi

Fyrir rúmu ári síðan tók ég viðtal við fjárfestirinn og frumkvöðulinn Bala Kamallakharan fyrir tímaritið Frjálsa verslun. Viðtalið var eftirminnilegt þó ekki væri það langt. Ekki síst vegna þess krafts og áhuga sem geislaði frá Bala sem óhætt er að segja að hafi tekið íslenskan nýsköpunariðnað með trompi. Bala hafði þá um nokkurt skeið byggt upp samstarfsvettvanginn Startup Iceland og var með Meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira