25. september 2016 kl. 13:21

Heilsa í fyrsta sæti

Ísland er í efsta sæti í viðamikilli rannsókn þar sem lönd heimsins eru borin saman með tilliti til ýmissa heilbrigðisþátta er lúta að lýðheilsu. Rannsóknin var birt í vikunni í tímaritinu Lancet, sem mun vera virtasta ritrýnda vísindatímarit heimsins í heilbrigðismálum.

Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að rannsókninni standa 1.870 vísindamenn frá 124 löndum. Borin voru saman 188 lönd heimsins og mælt hve vel þau standa gagnvart sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SDG). Horft er til þátta á borð við aðgang að heilbrigðisþjónustu, sjúkdóma, heilnæmi umhverfis og almennrar heilsu og öryggi borgara.best

Í frétt Bloomberg um rannsóknina kemur fram að þetta sé ef til vill viðamesta rannsókn sinnar tegundar sem gerð hefur verið. Þegar litið er á heildarmyndina hafnar Ísland í fyrsta sæti, og skarar með naumindum fram úr Svíþjóð og Singapore sem lenda í öðru og þriðja sæti.

Auðvitað er þetta umdeilanlegt eins og allar slíkar rannsóknir. Því verki að bæta heilbrigðiskerfið lýkur aldrei og rétt er að halda því til haga að þarna var verið að mæla lýðheilsumarkmið. Þar stöndum við vel en hafa verður í huga að Alþjóðheilbrigðisstofnunnin (WTO) telur íslenska heilbrigðiskerfið í 15. sæti. Þarna er gerður munur á heilsu og heilbrigðiskerfi. En vitaskuld er erfitt fyrir fólk að átta sig á hinu raunverulega ástandi kerfisins, þegar við annars vegar fáum upplýsingar um að það sem kemur út úr því sé fyllilega sambærilegt við það besta í heimi og svo hina eilífu og oft á tíðum persónulegu umræðu um skort á þjónustu. Lögmál skortsins á líklega hvergi eins vel við og í heilbrigðiskerfinu.   

Endalausar þarfir

Staðreyndin er sú að þarfirnar á sviði heilbrigðisþjónustu eru endalausar og ný lyf og úrræði kalla á aukin kostnað um leið og nýjar áskoranir birtast, sérstaklega í svokölluðum lýðheilsumálum. Þannig má hugsanlega álykta að breytingar í geðheilbrigðismálum geti orðið stærstu áskoranir heilbrigðisþjónustunnar næstu misseri ásamt og með lífsstílssjúkdómum. Sömuleiðis mun öldrun þjóðarinnar setja nýjar áskoranir á heilbrigðiskerfið allt.

Forstjóri Landspítalans sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag að það þyrfti að auka framlag til heilbrigðismála um 2% á ári eingöngu til að mæta öldrun þjóðarinnar og auknum ferðamannafjölda. Hann mat það um leið svo, að það þyrfti 11 til 12 milljarða króna til viðbótar við það sem nú er og er fyrirhugað til að mæta þörfum heilbrigðiskerfisins eins og það er núna. Hann tók fram að margt hefði gengið ágætlega undanfarið, meðal annars vegna þeirra 5 milljarða króna sem hefur verið varið til tækjakaupa á Landspítalanum síðan 2013. Þar sagði forstjórinn að vel hefði tekist til.

Ótrúlegt átak gegn lifrarbólgu C

Heilbrigðismálin eru ótæmandi umræðuefni. Sem fyrr er það hið sérstaka sem grípur athyglina þó það gefi ekki alltaf sönnustu myndina. Þannig var forvitnilegt að hlusta á viðtal við konu sem  smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf í Morgunútvarpi Rásar 2 á fimmtudagsmorgun. Viðkomandi smitaðist fyrir um 30 árum og nýlega kom fram lyf sem veitir nánast fulla lækningu. Konan hóf lyfjameðferð í júní og hefur nú verið upplýst um að hún sé laus við lifrarbólguna. Sannarlega ánægjuleg niðurstaða og til að gleðjast yfir.

Það sem vakti þó athygli var að þáttastjórnendum virtist ekki vera ljóst um það einstaka átak sem er nú í gangi hér á landi við útrýmingu lifrarbólgu C og var kynnt í upphafi árs. Í það minnsta var það ekki rætt í þættinum. Viðkomandi sjúklingur er þannig einn ríflega 1000 sjúklinga sem nú njóta heildstæðrar meðferðar þar sem stefnt er að því að útrýma lifrarbólgu C úr íslensku samfélagi. Lætur nærri að kostnaður við þetta átak nemi 10 milljörðum króna. Sem gefur að skilja verður svona átak ekki hrist fram úr erminni, hvorki samningaviðræður þar um við erlendan framleiðanda lyfsins né meðferðin öll. Um þetta allt má finna ítarlegar upplýsingar á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins, bæði þegar gengið var frá samningnum og þegar átakið fór af stað í upphafi árs. Þess gremjulegra að þáttastjórnendur Morgunútvarpsins skyldu ekki geta sett málið í viðtækara samhengi og lýsa því átaki sem er í gangi. Átak sem sumir kölluðu frétt ársins í fyrra.

Sú aðgerð sem nú er í gangi við lækningu lifrarbólgu C er einstæð tilraun sem vekur athygli víða um heim. Aðgerðin er mjög flókin faraldsfræðilega vegna samsetningar sjúklinganna sem margir hverjir lifa á jaðri samfélagsins. Auðvitað er það bjartsýni að ætla að sjúkdóminum verði með öllu útrýmt en átakið er einstakt og mun vonandi færa fjölda fólks lækningu.


Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
20. september 2016

Heilbrigð umræða um heilbrigðismál

Nýleg könnun sýnir að 45% kjósenda hér á landi telja heilbrigðismálin vera mikilvægasta umfjöllunarefni fjölmiðla í aðdraganda þingkosninganna í næsta mánuði. Næst á eftir koma málefni aldraðra og öryrkja en 13% telja að þau séu mikilvægust. Augljóslega eru því heilbrigðismálin kjósendum ofarlega í huga öfugt við t.d. samsvarandi könnun sem undirritaður sá frá Barcelóna. Þar töldu 32% að meira
mynd
13. september 2016

Verslun á Íslandi í sókn

Það er ekki víst að allir átti sig á því að framlag verslunar í landsframleiðslu er svipað og sjávarútvegs annars vegar og hefðbundins iðnaðar hins vegar. Alls störfuðu 23.800 manns við verslun árið 2015 sem er um 13% af heildarvinnuafli landsins. Hér hefur áður verið bent á mikilvægi verslunar í hagkerfinu. Það er því fróðlegt að rýna í Árbók verslunarinnar 2016 sem nú er nýkominn út. Ekki meira
mynd
7. september 2016

Ekki er allt sem sýnist

Þeim sem reyna að fá einhvern skynsamlegan botn í dægurmálaumræðuna hér á landi er sjálfsagt lítill greiði gerður með því að benda þeim á nýlega frétt um íslenskan karlmann sem virðist eiga við spilafíkn að eiga. Hann hefur nú stefnt rekstraraðilum spilakassa hér á landi og krefst 77 milljóna í skaðabætur frá þeim auk þeirra 24 milljóna sem hann hefur spilað fyrir í spilakössum. Viðkomandi meira
mynd
31. ágúst 2016

Leikur að fjöregginu

Um allan heim eru fiskveiðar reknar með stórkostlegu tapi og víðast með ríflegum ríkisstyrkjum. Fiskveiðifloti margra ríkja er miklu stærri en þörf er á fyrir þann afla sem er í boði og er því víða stunduð rányrkja, veiðar umfram endurnýjunarmátt fiskistofna. Á þessu eru fáar undantekningar. Ísland er skýrasta dæmið um að hægt er að gera hlutina á annan hátt. Það stafar af skynsamlegri stjórn og meira
mynd
21. ágúst 2016

Ísland best í heimi - á margan hátt

Með reglulegu millibili hefur sá er þetta skrifar tekið saman stutt yfirlit sem sýnir hvar við Íslendingar stöndum á heimssviðinu, nokkurskonar uppgjör á samanburðafræðum þjóðanna! Í upphafi var það undir fyrirsögninni „Ísland best í heimi” þar sem hlaupið var vítt yfir sviðið, svona meira til fróðleiks og gamans og ekki tæmandi á nokkurn hátt. Þetta hefur verið endurtekið nokkrum meira
mynd
10. ágúst 2016

Peningahlið Ólympíuleikanna

Um þessar mundir fylgist heimsbyggðin með Ólympíuleikunum sem nú eru haldnir í Ríó í Brasilíu og hafa margir orðið til að rifja upp að hér er um að ræða ansi dýrt partý. Einn hagfræðingur sagði að engin ætti að halda leikanna af því að hann héldi að hægt væri að græða á þeim! Það er líklega ástæða fyrir stjórnvöld hina einstöku ríkja að hugsa sig vandlega um áður en samþykkt er að senda inn meira
mynd
7. ágúst 2016

Venesúela: Frá biðröðum til hungurs

Fyrir ríflega áratug töldu íbúar Venesúela sig þokkalega hamingjusama þegar þeir voru spurðir um það í könnunum. Í dag hefur hungurvofan knúið dyra og nýjar rannsóknir benda til þess að um 20% barna í Venesúela búi við næringarskort. Ekki er langt síðan hér var skrifuð grein um biðraðir eftir mat í Venesúela. Í dag þýðir lítið að fara í biðröð, það er ekkert lengur til í verslunum. Þeir sem meira
mynd
3. ágúst 2016

Skattar: Fleiri gjaldendur, hærri tekjur

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga færist fram um einn mánuð þetta árið samkvæmt breytingu sem var lögfest í lok síðasta árs. Álagningin 2016 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2015 og eignastöðu þeirra 31. desember 2015. Álagningin hefur nú legið fyrir í einn mánuð en ítarlegar upplýsingar um hana má sjá í frétt á heimasíðu fjármálaráðuneytisins. Helstu niðurstöður álagningarinnar meira
mynd
28. júlí 2016

Metin falla í ferðaþjónustunni

Ferðamenn streyma sem aldrei fyrr til landsins og ljóst að enn eitt metið verður slegið í ár. Og í raun falla met á öllum stigum ferðamennsku; fjölda ferðamanna yfir árið, fjöldi í einstaka mánuðum og svo að sjálfsögðu þegar kemur að eyðslu ferðamanna. Já, að öllu leyti blasir við að við Íslendingar erum að njóta einstakrar velgengni í ferðamennskunni. En eins og oft áður sjá margir hin miklu meira
mynd
19. júlí 2016

Athafnamenn og ferðamenn á Siglufirði

Það eru rúmur áratugur ár síðan síðan ég kom í fyrsta sinn til Siglufjarðar í tengslum við pæjumót í knattspyrnu sem heimamenn hafa staðið fyrir af miklum myndarbrag um margra ára skeið. Siglufjörður tók vel á móti manni þá, með einstakri veðurblíðu og það var auðvelt að falla fyrir staðnum. Bærinn var heimsóttur í nokkur skipti í framhaldinu en síðan kom hlé þar til leiðin lá aftur til meira
mynd
12. júlí 2016

Hagkvæmni virkjanakosta vikið til hliðar?

Allir Íslendingar ættu að hafa skilning á því að nauðsynlegt er að horft sé til hagkvæmnissjónarmiða við mat á virkjunarkostum. Undanfarið hefur verið byggt upp flókið matskerfi sem hefur því miður haft tilhneigingu til þess að horfa framhjá hagkvæmni við mat á  virkjanakostum. Það er ótækt. Það er ekkert leyndarmál að Samorka, samtök orkufyrirtækja, hefur lengi gagnrýnt þetta. Nú hefur meira
mynd
5. júlí 2016

Til móts við óvissuna

Það segir sig sjálft að brúðkaupsdagurinn er heldur gleðiríkari en dagurinn þegar skilnaðarpappírarnir eru staðfestir. Í fyrra tilvikinu er gjarnan boðið til veislu en seinni athöfninni er meira í höndum gleðisnauðra fulltrúa stjórnsýslunnar. Engum dylst að veislan er búin og hver fer í sína átt. Aðskilnaður Breta og Evrópusambandsins er nú á næsta leyti eftir að meirihluti Breta samþykkti útgöngu meira
mynd
29. júní 2016

Betri einkunn, verra sæti

Ísland er í 10. sæti af 133 þjóðum á nýjum alþjóðlegum lista yfir velferð og gæði samfélagsinnviða og hefur lækkað um 6. sæti milli ára. Það þýðir þó ekki að velferð hafi minnkað á þessum tíma, þvert á móti hefur velferðarvísitalan hækkað hér á landi. Á móti kemur að hún hefur hækkað enn meira í öðrum löndum sem skjótast þar með upp fyrir Ísland, sem nú er neðst Norðurlanda á listanum. Finnland meira
mynd
23. júní 2016

Saga Hrunsins að skýrast

Í Morgunblaðinu í dag mátti lesa tvær fréttaskýringar sem verða að teljast mikilvægar fyrir þá sem velta fyrir sér aðdraganda, úrvinnslu og eftirköstum bankahrunsins 2008 en hér leyfir pistlahöfundur sér að tala um Hrunið með stórum staf. Annars vegar eru það upplýsingar um nýja útreikninga á kostnaði ríkissjóðs vegna hrunsins og hins vegar mikilsverðar upplýsingar um það hvernig dansk­ir meira
mynd
12. júní 2016

Betri einkunn og batnandi hagur

Stundum er rætt um punktstöðu, svona til að árétta að staðan sé svona núna en óvíst með framhaldið. Punktstaðan fyrir íslenska hagkerfið hefur verið ansi góð lengi og ekkert lát virðist á. Nú hefur verið upplýst að mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's hef­ur ákveðið að Baa2-láns­hæfis­ein­kunn rík­is­sjóðs Íslands verði end­ur­met­in með hækk­un í huga meira
mynd
5. júní 2016

26 milljarða tékki

Ef Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, hefðu verið samþykktir árið 2009 hefðu eftirstöðvar þeirra í dag, 5. júní, numið tæpum 208 milljörðum króna eða um 8,8% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins 2016. Sú fjárhæð hefði fallið á ríkissjóð og hefði verið til greiðslu í jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum á næstu átta árum, eða um 26 milljarðar á ári ásamt vöxtum. meira
mynd
31. maí 2016

Kjarkur seðlabankastjóra

Síðasta haust kom út ævisaga Ben S. Bernanke fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Bernanke kýs að láta bókina heita Kjarkur til athafna (The Courage to Act: A Memoir of a Crisis and Its Aftermath.) Eins og undirtitillinn gefur til kynna snýst bókin að verulegu leyti um fjármálakreppuna 2008, bæði aðdraganda hennar en ekki síður úrvinnslu og eftirmála. Frásögnin er forvitnilegt vegna þess að meira
mynd
26. maí 2016

Venesúela - land biðraðanna

Flestar stærstu fréttastofur heims flytja okkur nú fréttir af Venesúela eins og þar ríki stríðsástand. Svo er ekki en þó er landið á barmi glötunar. Efnahagur landsins er hruninn og ríkið virðist vera að falla saman. Stjórnarandstaðan er nú í meirihluta á þinginu en ríkisstjórn sósíalistans Nicolás Maduro hundsar þingið og stýrir með tilskipunum og aðstoð hers og lögreglu. Stofnanir samfélagsins meira
mynd
22. maí 2016

Mikilvægi áliðnaðarins - nokkrar tölur

Ársfundur Samáls, samtaka álfyrirtækja, fór fram í vikunni. Að öllu jöfnu er starfsemi áliðnaðarins á Íslandi uppspretta neikvæðra frétta en við þetta tilefni birtust þó margvíslegar tölur sem má hafa í huga. Verða nokkrar þeirra raktar hér. Útflutn­ings­tekj­ur áls námu 237 millj­örðum króna í fyrra. Það eru um 38% af vöru­út­flutn­ingi þjóðar­inn­ar. meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira