22. maí 2016 kl. 13:28

Mikilvægi áliðnaðarins - nokkrar tölur

Ársfundur Samáls, samtaka álfyrirtækja, fór fram í vikunni. Að öllu jöfnu er starfsemi áliðnaðarins á Íslandi uppspretta neikvæðra frétta en við þetta tilefni birtust þó margvíslegar tölur sem má hafa í huga. Verða nokkrar þeirra raktar hér.

Útflutn­ings­tekj­ur áls námu 237 millj­örðum króna í fyrra. Það eru um 38% af vöru­út­flutn­ingi þjóðar­inn­ar. Þetta kom fram í máli Magnús­ar Þórs Ásmunds­son­ar, stjórn­ar­for­manns Sa­máls, sam­taka álfram­leiðenda, á árs­fundi sam­tak­anna í Kaldalóni í Hörpu á miðvikudaginn eins og var rakið ágætlega á mbl.is.

Alls fluttu ál­ver­in út tæp 860 þúsund tonn af áli og álaf­urðum á síðasta ári. Magnús Þór sagði að inn­lend út­gjöld ál­vera hafi numið um 92 millj­örðum króna á síðasta ári eða rúm­um 250 millj­ón­um á dag, hvern einasta dag ársins.Þrátt fyr­ir lægra ál­verð á síðasta ári hafi út­gjöld­in verið tíu millj­örðum hærri en árið þar á und­an.ál

Raforkukaup áliðnaðarins námu 41 milljarði króna

Sam­an­lögð raf­orku­kaup ál­vera á Íslandi námu um 41 millj­arði árið 2015 og er þá miðað við meðal­verð Lands­virkj­un­ar til stóriðju. „Það und­ir­strik­ar mik­il­vægi áls­ins að á grunni samn­inga ís­lenskra orku­fyr­ir­tækja við áliðnaðinn hef­ur byggst upp eitt öfl­ug­asta raf­orku­kerfi í heim­in­um, þrátt fyr­ir að Íslend­ing­ar séu fá­menn þjóð í stóru og harðbýlu landi,“ sagði Magnús í er­indi sínu. Orkuverð til álvera hefur verið talsvert til umræðu og skammt er síðan gengið var frá samningi Landsvirkjunar við Norðurál um orkukaup þegar núverandi samningur rennur út 2019. Viðmiðum orkuverðs hefur verið breytt og tengjast nú meira en áður heimsmarkaðsverði á orku en ekki áli. Hvort það er heppileg breyting á eftir að koma í ljós en fyrir henni eru þó margar skynsamar ástæður. Á fundinum komu þó fram upplýsingar um að orkuverð í Norður-Evrópu (NordPol) gæti þróast til lækkunar á meðan álverð getur hækkað. Um framtíðina er erfitt að spá en ljóst er þó að spár undanfarinna ára um breytingar á orkuverði í Evrópu hafa ekki gengið eftir eins og Gunnar Tryggvason sérfræðingur hjá KPMG rakti ágætlega í sínu erindi á ársfundinum.

Í máli Magnúsar kom fram að starfs­menn ál­vera á Íslandi voru um 1.500 í fyrra, en auk þess hafi fast­ir starfs­menn verk­taka inni á ál­vers­svæðunum verið um 530. „Það hef­ur skapað fyr­ir­tækj­um í heima­byggð marg­vís­leg tæki­færi þegar ál­ver út­hýsa þeirri starf­semi, sem heyr­ir ekki til kjarn­a­rekstr­ar þeirra,“ sagði Magnús.Hann sagði þetta sam­fé­lags­lega ábyrga stefnu sem stuðlaði að upp­bygg­ingu þjón­ustu í nærsam­fé­lag­inu og skapaði tæki­færi fyr­ir lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki til að vaxa. Hag­fræðistofn­un hefði metið það svo í sinni skýrslu frá 2009 að störf í áliðnaði ásamt af­leidd­um störf­um væru um fimm þúsund á Íslandi.

Greiddu sex millj­arða í skatta og gjöld

Þá hafi laun og launa­tengd gjöld numið um sex­tán millj­örðum í fyrra, en Magnús Þór benti á að kjarak­ann­an­ir hefðu ít­rekað sýnt að ál­fyr­ir­tæk­in greiði um­tals­vert hærri laun en meðallaun eru á al­menn­um vinnu­markaði. Skatt­ar og op­in­ber gjöld ál­fyr­ir­tækj­anna námu um sex millj­örðum árið 2015. Það jafngildir því að á fjögurra ára fresti borgi áliðnaðurinn allan kostnað við framhaldsskólakerfi landsins. Inn í þetta er ekki reiknað aðrar skattgreiðslur iðnaðarins, svokallað skattspor sem er vitaskuld umtalsvert hærra.

Álver á Íslandi greiddu tæpa 30 millj­arða fyr­ir kaup á vör­um og þjón­ustu af hundruðum fyr­ir­tækja í fyrra og eru raf­orku­kaup þá und­an­skil­in. „Ekki þarf að fara mörg­um orðum um mik­il­vægi álfram­leiðslu á Íslandi fyr­ir þessi fyr­ir­tæki, en þrátt fyr­ir að ál­verð hafi verið lágt síðasta árið er grósk­an mik­il í ís­lensk­um áliðnaði,“ sagði Magnús.

Nýfjárfestingar upp á 4 milljarða

Til marks um það nefndi hann að ný­fjár­fest­ing­ar námu rúm­um fjór­um millj­örðum króna. Ljóst væri að áhugi fyr­ir­tækj­anna stæði til að fjár­festa frek­ar í sín­um rekstri á Íslandi á næstu árum.

Hafa má í huga að í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands frá því í fyrra kom fram að heild­ar­fram­lag álklas­ans til lands­fram­leiðslu hafi numið ná­lægt 6,8% á ár­un­um 2011 og 2012, en það sam­svar­ar um 120 millj­örðum árið 2012. Ef einnig er horft til eft­ir­spurn­aráhrifa var fram­lagið tæp 9% árið 2012 eða um 160 millj­arðar.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
16. maí 2016

Kjör og aðstæður ungs fólks

Að undanförnu hefur farið fram töluverð umræða um lífskjör ungs fólks og margir virðast telja að þau hafi dregist aftur úr kjörum annarra á síðustu árum. Umræðan hefur snúist nokkuð um svokallaða Y-kynslóð eða aldamótakynslóðina – fólk sem er fætt á tímabilinu 1980 til 1994. Því hefur verið haldið fram að það sé erfiðara fyrir þessa kynslóð að finna vinnu og húsnæði en áður hefur verið og að meira
mynd
5. maí 2016

Venesúela - fallandi ríki

Í umræðunni er lítið talað um að Venesúela sé stýrt af öfgasósíalistum. Þó er það svo að landinu hefur sannarlega stýrt af sósíalistum og og ástandið er orðið öfgakennt, jafnvel svo að ástæða er til að óttast hvort að samfélagsgerðin þolir ástandið. Í stjórnmálaumræðunni eru andstæðurnar mikilvægar, jafnvel svo að hinar pólitísku skilgreiningar þrífast á því. Hægri - vinstri, stjórnlindi - frelsi meira
mynd
30. apríl 2016

Hvað virkar hjá þjóðum?

  Af hverju vegnar einum betur en öðrum? Við veltum þessu fyrir okkur varðandi einstaklinga en einnig um samfélög, jafnvel heilu þjóðfélögin. Við þekkjum það úr okkar gamla bændasamfélagi að einum búnaðist betur en öðrum, jafnvel á jörðum sem virtust njóta svipaðra landkosta. Sumir voru einfaldlega kallaðir búskussar. Umræðan getur verið grimm en oft skildi á milli lífs og dauða hvernig meira
mynd
21. apríl 2016

Mikilvæg ráðstefna um samkeppnishæfni

Að setja skynsama mælikvarða á samkeppnishæfni þjóða getur verið vandasamt, einfaldlega af því að alltaf má deila um mælinguna sjálfa. Það er hins vegar mikilvægt að geta horft til viðmiða sem hjálpa okkur að skilja eigið þjóðfélag og sjá betur hvar við stöndum og hvað má bæta og laga. Lesendur þessara pistla hafa án efa tekið eftir margvíslegri umfjöllun í gegnum tíðina um samanburð milli meira
mynd
18. apríl 2016

Markaðsborgin Marrakesh

Þegar nýtt land er heimsótt sem ferðamaður þá reynir í sjálfu sér lítið á gestrisni, ferðamaðurinn er greiðandi viðskiptavinur og allt atlæti mótast af því. Sérstaklega þegar hann heimsækir staði sem eru beinlínis að gera út á þjónustu við þá. Ekkert við því að segja, ferðamennska er mest vaxandi starfsemi heims sem þýðir væntanlega að það er bæði framboð og eftirspurn. Lesendur pistla minna meira
mynd
13. apríl 2016

A frá AGS

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) skilaði frá sér stöðuskýrslu í gær sem hefði að margra dómi getað vakið meiri athygli. Þar er bent á að nýlegar breytingar á ríkisstjórn Íslands eigi sér stað þegar ótvíræður árangur hefur náðst í efnahagslífinu. Í fjölmiðlum birtist það mat Ashoks Bhatia, formanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að það væri jákvætt að útkoman eftir pólitískan óstöðugleika meira
mynd
31. mars 2016

Marokkó - land ferðalangsins

Þekking er betri en auður, þú þarft að gæta auðsins en þekkingin gætir þín. Vel að orði komist, en svona hljómar berberskur málsháttur en líklega er óhætt að segja að Berbar séu áberandi í Marokkó og þeir gera sitt besta til að viðhalda sérstöðu sinni. Þeir eru nánast sem sérheimur í hinu að mörgu leyti nútímalega ríki Marokkó. Fyrir stuttu var fjallað um landið á þessu vettvangi en nú meira
mynd
13. mars 2016

Heilbrigður hagvöxtur og horfur góðar

Hagstofan hefur nú birt nýja útreikninga á hagvexti síðustu ára sem varpa athyglisverðu ljósi á hagkerfið. Það er reyndar ástæða til að vekja athygli á því að yfirleitt hækkar Hagstofan hagvaxtartölur sínar eftir því sem lengra líður á. Þannig virðist hún hafa tilhneigingu til að vanmeta hagvöxt til skemmri tíma sem gerir það að verkum að við fáum einstaka sinnum svona leiðara í meira
mynd
7. mars 2016

Ferðaþjónustan: Tækifæri og áskoranir

Vandi fylgir vegsemd hverri. Um þessar mundir njótum við Íslendingar einstakrar velgengni í ferðaiðnaði, hingað streyma ferðamenn og aukningin sem við fáum (án þess að eyða miklum fjármunum í markaðskostnað) er meiri en aðrar þjóðir sjá. Þetta hefur orðið að umtalsefni áður hér í pistlum þar sem meðal annars var vakin athygli á að margt hefði tekist vel til. Upplifun ferðamanna virðist sterk meira
mynd
1. mars 2016

Finnland: Veiki maðurinn í Evrópu?

Þetta er kannski ekki uppbyggileg fyrirsögn en hún er komin frá sjálfum fjármálaráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Nýjar tölur sýna en betur það sem allir vissu, að uppstokkun þarf að eiga sér stað í finnsku efnahagslífi eins og var rakið hér í grein fyrir helgi.   Óhætt er að segja að mikill óróleiki sé á finnskum vinnumarkaði og í finnskum stjórnmálum. Sá er þetta skrifar meira
mynd
27. febrúar 2016

Erfið ár hjá Finnum

Finnar ganga nú í gegnum mikla efnahagserfiðleika og því miður virðist ekki sjá fyrir endann á því. Spár gera ráð fyrir að finnskur efnahagur verði slakastur allra í Evrópu á þessu ári, að Grikklandi undanskyldu. Há laun og launatengd gjöld valda því að samkeppnishæfni Finnlands hefur verulega gefið eftir um leið og fjármögnun landsins verður erfiðari og erfiðari. Þetta er þekktur spírall en meira
mynd
18. febrúar 2016

Verður Íran nýtt Persaveldi?

Ef ástæða er til að undrast íslenska umræðuhefð á netinu getur verið forvitnilegt að skoða bandaríska miðla. Af þessu sést glögglega að utanríkisstefna Barak Obama Bandaríkjaforseta er umdeild meðal landa hans og ekki hvað síst sú ákvörðun hans að aflétta viðskiptaþvingunum á Íran og hleypa Persum þannig aftur inn í samfélag þjóðanna sem fullgildum meðlimi. Ef vel tekst til getur þetta opnað nýtt meira
mynd
9. febrúar 2016

Borgaralaun - útópískur draumur?

Þann fimmta júní næstkomandi ganga Svisslendingar að kjörborðinu til að kjósa um skilyrðislausa grunnframfærslu eða svokölluð borgaralaun. Ef tillagan verður samþykkt yrði Sviss fyrsta ríkið í heiminum til að bjóða upp á borgaralaun. Þjóðaratkvæðagreiðslan myndi tryggja öllum borgurum ákveðna lágmarksframfærslu óháð stöðu. Tillagan sem liggur fyrir er upp á 2.500 svissneska franka framfærslu meira
mynd
4. febrúar 2016

Marokkó - þar sem kóngurinn einn ríkir

Í Marokkó búa 33 milljónir manna, heldur færri en í nágranaríkinu Alsír, en landamæri landanna hafa nú verið lokuð í 21 ár. Í Marokkó ríkir þingbundin konungsstjórn þar sem marokkóska þingið er þjóðkjörið en konungurinn, Múhameð VI (Mohammed VI), hefur mikil völd, sérstaklega í málefnum hersins, utanríkismálum og trúmálum. Konungur getur gefið út konunglegar tilskipanir sem hafa lagagildi og hann meira
mynd
30. janúar 2016

Venesúela er að hrynja

Þessa daganna beinast augu margra að ástandi mála í Venesúela. Margra ára óstjórn sósíalista er nú að keyra þetta náttúruauðuga og fallega land í kaf. Í bandaríska stórblaðinu Washington Post er sagt að spurningin sé eingöngu hvort efnahagurinn eða ríkisstjórnin hrynji fyrst. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að samdráttur hagkerfis Venesúela hafi verið 10% á síðasta ári og 6% á þessu meira
mynd
23. janúar 2016

Nokkur orð um hagvöxt og kaupmátt

Ef marka má áhersluþætti umræðunnar undanfarin misseri þá virðast Íslendingar vera farnir að taka efnahagslegri hagsæld sem gefnum hlut. Það sést best á því að í vikunni birtust tölur um að kaupmáttur hefði aukist um 7,6% árið 2015. Þeim upplýsingum var mætt með tómlæti þess sem hefur engar áhyggjur. Og hefði þó ekki síður átt að vekja athygli sú staðreynd að vísitala kaupmáttar launa hefur ekki meira
mynd
16. janúar 2016

Skuldir og vextir lækka og lánshæfið batnar

Stundum er sagt að sá sem skuldar sé ekki frjáls og flest fjármálaráðgjöf snýst um það að kenna fólki að samræma tekjur og útgjöld. Þeir sem taka lán fyrir neyslu sinni finna skjótt að slíkur lífsmáti gengur ekki til lengdar. Að taka langtímalán fyrir einhverju sem notað er í skamman tíma er ekki skynsamlegt. Lántaka hins opinbera er alltaf nokkurskonar uppgjör á milli kynslóða. Ef núverandi meira
mynd
10. janúar 2016

Gríðarleg fjölgun starfa

14 til 15.000 ný störf bættust við íslenskan vinnumarkaði á árunum 2013-2015. Samkvæmt nýrri spá Vinnumálastofnunar eru góð líkindi til þess að störfum geti fjölgað um 8.000 á næstu tveimur árum. Af því glögglega sjá að gríðarleg breyting hefur orðið en líkur eru á að störfum fjölgi um hvorki meira né minna en 22.000 til 23.000 þúsund á kjörtímabilinu. Það jafngildir því að störfum fjölgi um meira
mynd
3. janúar 2016

Haglýsing í upphafi árs

Þráinn Eggertsson hagfræðingur minnti eitt sinn á að hagkerfi séu í eðli sínu háskaleg. Ekki sé hægt að ganga að neinu vísu og því sé erfitt að spá fyrir um hvað er framundan. Það eru orð að sönnu. Margt bendir þó til þess að Íslendingar geti verið bjartsýnir í upphafi árs 2016 en vissulega eru margvíslegar hættur framundan. Að þessu sinni eru þær góðæristengdar. Á slíkum stundum getur hagstjórn meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira