12. apríl 2015 kl. 12:59

Nígería: Íslenskur viðskiptavinur á tímamótum

Nígería er fjölmennasta land Afríku og býr yfir gríðarlegum náttúruauðævum. Landið skiptir okkur Íslendinga talsverðu máli þar sem þangað eru fluttar út fiskafurðir fyrir 12 til 14 milljarða króna á ári. Þar voru fyrir skömmu forsetakosningar sem geta markað þáttaskil í lýðræðisþróun þar og hugsanlega víða í álfunni. Niðurstaða kosningarinnar hefur í för með sér að nýr forseti tekur við völdum síðar í mánuðinum og er það í fyrsta sinn í sögu Nígeríu sem valdaskipti eru með friðsömum hætti, ef allt gengur að óskum.nigeria-foreign-policy-1584

Lyktir kosninganna urðu þær að Muhammadu Buhari, frambjóðandi APC-flokksins og fyrrverandi herforingi, sigraði Goodluck Jonathan, sitjandi forseta. Niðurstaðan kom mörgum á óvart en kosningunum hafði verið frestað um sex vikur vegna árása hryðjuverkasamtakanna Boko Haram sem hafa myrt yfir þúsund manns á þessu ári. Buhari er múslimi en Jonathan kristin. Svo virðist sem kjósendur hafi treyst betur hinum aldna hershöfðingja til að stilla til friðar en öryggismál voru einmitt á oddinum í kosningunum og Buhari hélt því fram að Goodluck Jonathan hefði hvorki vilja né getu til að ráðast gegn Boko Haram sem hefur verið að efla ítök sín síðan hreyfingin kom fram fyrir rúmum 10 árum. Talið er að 10 til 15 þúsund manns hafi látið lífið af völdum samtakanna sem halda stóru svæði í norðurhluta Nígeríu í herkví. Goodluck Jonathan hafði sett herlög í gildi á stórum svæðum en ekki haft árangur sem erfiði.

Buhari þekkir af reynslu að þolinmæði er ekki alltaf mikil í Nígeríu en hann náði sjálfur völdum í herforingjabyltingu 1984 en var steypt af stóli árið eftir í annarri herforingjabyltingu, þá undir forystu Ibrahim Badamasi Babangida sem landsmenn kölluðu IBB til þægindaauka! Babangida var um margt athyglisverður leiðtogi, leitaði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, réðist í ýmsar umbætur og efldi tengsl landsins við múslimaheiminn. Hann þótti ekki barnanna bestur þegar kom að mannréttindamálum en samþykkti lýðræðislegar kosningar og vék í kjölfar þeirra 1993.

Sístækkandi hagkerfi

Á síðasta ári fór landsframleiðsla Nígeríu framúr Suður-Afríku og varð þar með sú mesta í Afríku. Landið er nú með 21. stærsta hagkerfi heimsins. Nígería er um það bil átta sinnum stærra en Ísland en það var ensk nýlenda fram á 20. öldina og er enska ríkismál þar en Nígería er þriðja fjölmennasta enskumælandi þjóð í heiminum. Í Nígeríu búa um 175 milljónir manna og landið er stundum kallað Afríski risinn enda áttunda fjölmennasta land heims. Hinum megin við Atlantshafið er S-Ameríski risinn, Brasilía, en þeir eru litlu fleiri en Nígeríumenn þó að Brasilía sé mörgum sinnum stærra land að flatarmáli. Mannfjölgun er mikil í báðum þessum löndum og því spáð að þau færist ofar á lista helstu efnahagsvelda heims.

Nígería er eitt olíuauðugasta land heims en við þekkjum það líklega helst í gegnum sameiginlega viðskiptasögu sem oftar en ekki hefur tengst umræðu um hina landlægu spillingu sem þar er að finna. Í eina tíð voru sögur um Nígeríu-pappírana þekktir húsgangar hér þó erfitt sé að sjá á hvorn aðilann hallaði. Á seinni árum hafa margir fengið furðuleg ,,viðskiptaboð” frá nígerískum heimilisföngum en þau boð ætti engin að þiggja. Efnahagslífið í Nígeríu er í 120 sæti þegar kemur að frjálsræði  og hefur lítillega verið að þokast til betri vegar. Líklega er óhætt að segja að sú framþróun sé mjög hæg en landið er um miðbik landanna sunnan Sahara þegar kemur að efnahagslegu frelsi.

Nígería er í hópi olíuframleiðenda eins og Kúveit, Írak, Íran, Noregur, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Angóla og Venesúela með 1,5 til tvær milljónir tunna á dag hvert land. Miðað við núverandi olíuverð eru þessi lönd að glíma við samdrátt en fáir efast um að olía eigi eftir að hækka aftur í verði. Það mun færa Nígeríumönnum nýjar áskoranir. Við verðum að hafa í huga að Nígería hefur aðeins notið sjálfstæðis í ríflega 50 ár (frá 1960) og innviðir lýðræðis og stjórnsýslu veikburða. Borgaraleg réttindi eru ótraust og öryggi borgara verulega ábótavant. Einn útflytjandi tjáði pistlaskrifara að þegar nígerískir viðskiptavinir kæmu til landsins vildu þeir gjarnan dvelja hér aukalega í nokkra daga til að njóta þess frelsis og öryggis sem hér er að finna.

Mikilvægt viðskiptaland

Eins og áður er Nígería mikilvægt viðskiptaland fyrir okkur Íslendinga. Útflutningsverðmæti hertra fiskafurðanna til Nígeríu nam um 13,5 milljörðum á ellefu fyrstu mánuðunum á síðasta ári eins og kom fram í Fiskifréttum fyrir stuttu. En á öllu árinu 2013 nam þessi útflutningur rúmum 12,4 milljörðum. Lítill sem engin innflutningur er frá Nígeríu. Nokkrar sveiflur eru í verði og fyrir nokkrum árum urðu íslenskir útflytjendur að taka á sig verðlækkun, meðal annars vegna þessi að innflytjendur í Nígeríu sameinuðust. Verðið hefur verið að hækka síðan og þessi útflutningur er okkur Íslendingum mikilvægur. Er vonandi að ástand haldi áfram að þróast með þeim hætti í Nígeríu að hann verði tryggur.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
6. apríl 2015

Kýpur afléttir höftum

Stjórn­völd á Kýp­ur hafa aflétt öll­um gjald­eyr­is­höft­um sem sett voru í land­inu í fjár­málakrepp­unni sem dundi yfir landið í upphafi árs 2013. Þá var bönkum á Kýpur lokað í einni svipan og greiðslukerfi landsins lamaðist í framhaldinu. Eðlilega er þetta tengt við ástandið hér á landi en hafa verður í huga að aldrei gerðist neitt slíkt hér enda tókst meira
mynd
1. apríl 2015

Deilt um kreppur og krónur

Fjármálakreppan á Íslandi árið 2008 var gríðarlega umfangsmikil og hafði mikil efnahagsleg áhrif. Um það þarf ekki að deila en orsakir, afleiðingar og úrlausn hennar skapa hins vegar miklar deilur. Nánast daglega ber á borð okkar Íslendingar nýjar útlistanir á því hver gerði hvað, hvenær og hvernig. Um leið getum við velt því fyrir okkur af hverju einhver gerði ekki eitthvað allt annað og þá með meira
mynd
25. mars 2015

Stafræna byltingin og vinnumarkaðurinn

Í upphafi 20. aldar unnu 38% allra starfandi manna í Bandaríkjunum í landbúnað. Í upphafi 21. aldar var þetta hlutfall komið niður í 2%. Fyrir 100 árum hefði engin geta sagt til um í hvaða störf þessi 36% sem færðu sig til færu, hvað þá að benda á fyrirbæri eins og hugbúnaðariðnað eða þjónustu eða annað það sem tekur störfin til sín í dag. Eða ferðaþjónustu sem gleypir flest ný störf á meira
mynd
14. mars 2015

Baráttan um störfin

Um allan heim er lögð mikil áhersla á að skapa ný störf. Í samfélögum þar sem atvinnuleysi er landlægt er það skiljanlegt en meira að segja lönd með gott atvinnuástand freista þess að fá til sín öflug og stór fyrirtæki með nýja starfsemi. Þannig hafa komið hingað stór alþjóðleg iðnfyrirtæki á sviði álvinnslu sem skapa ný og eftirsótt störf. Við þau hafa verið gerðir sérstakir fjárfestingasamningar meira
mynd
7. mars 2015

Ferðamannaeyjar

Sá mikli vöxtur sem verið hefur í ferðaþjónustunni síðustu ár skýrir stóran hluta af þeim hagvexti sem mælst hefur hér á landi síðan hagkerfið byrjaði að taka við sér árið 2010. Það er áætlun Greiningar Íslandsbanka að a.m.k. þriðjung hagvaxtarins frá árinu 2010 megi rekja til ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan hefur þannig átt stóran þátt í því endurreisnarstarfi sem átt hefur sér stað á meira
mynd
21. febrúar 2015

Bjór, mafía og lyf - saga viðskiptamógúls

Valt er veraldargengið og svo er auður sem augabragð! Það má hafa uppi margvísleg spakmæli sem minna okkur á að allt er breytingum undirorpið. Þannig gerast nú kaupin á eyrinni. Flestum er kunnugt að í heimi viðskipta vegast á áhætta og ávinningur, græðgi og hræðsla. Þeir sem enga áhættu taka uppskera væntanlega áhyggjulaust líf en án mikils efnahagslegs ávinnings. Að sjálfsögðu er efnahagslegur meira
mynd
11. febrúar 2015

Hagavatn: Lítil virkjun en miklar rannsóknir

„Rannsókn mannfræðinga þarf að liggja fyrir á því hvers vegna sumir segjast vera  náttúruverndarmenn á Íslandi og eigi með því köllun að vera, fyrst og síðast, gegn nýtingu endurnýjanlegrar orku. Ekki er það rányrkja! Skyldi það vera vegna þess að hún færir þjóðinni grundvallarauðæfi? Skyldi það vera vegna þess að orkuiðnaðurinn er verðugur andstæðingur og hagkvæmt er að hafa við hann meira
mynd
6. febrúar 2015

Áhugaverð framkvæmd við Hagavatn

Stundum er eins og búið sé að reisa þvílíkar girðingar í kringum framkvæmdir í landinu að menn eru hættir að sjá hið augljósa. Eitt slíkt tilfelli er Hagavatnsvirkjun, sunnan Langjökuls, sem hefur verið í alllangan tíma á teikniborðinu en virðist þokast lítt áleiðis. Og það þrátt fyrir að margir telji framkvæmdina hið mesta þarfaþing. Hún hefur umhverfisbætandi áhrif og er arðsöm í alla staði. Með meira
mynd
31. janúar 2015

Merk bók um horfna atvinnuhætti

Fyrir stuttu var hér umsögn um bók Óskars Jóhannssonar, Kaupmaðurinn á horninu, en hún kom út fyrir síðustu jól. Árið áður kom út æskuminningabók Óskars, Bernskudagar, sem greinir frá uppvaxtarárum hans í Bolungarvík og í Ísafjarðardjúpi. Í lokin er sagt stuttlega frá því er hann kom til Reykjavíkur 1940 þegar hernámið var að taka á sig mynd. Bók Óskars um kaupmannsárin var meira
mynd
25. janúar 2015

Hagur heimilanna vænkast umtalsvert

Í síðustu viku birtust nokkrir hagvísar sem benda til þess að hagur heimilanna í landinu hafi vænkast umtalsvert á síðastliðnu ári. Þannig komu fram upplýsingar um hraðan vöxt kaupmáttar launa á árinu, talsverða hækkun verðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, aukningu í vinnuaflsnotkun og minnkandi atvinnuleysi. Ljóst er að staða heimilanna nú í upphafi árs 2015 hefur ekki verið betri síðan meira
mynd
17. janúar 2015

Eru landsmenn þreyttir á stöðugleikanum?

Í íslenska hagkerfinu er fágætur stöðugleiki um þessar mundir. Hægt er að hafa margvíslegar skoðanir á því hvað veldur honum og hve traustur hann er, en stöðugleiki ríkir eigi að síður. Segja má að nú þegar ársverðbólgan er innan við 1% og við sjáum verðhjöðnun á ýmsum sviðum sé umræðan dálítið ráðvillt. Einstaka fjölmiðlar hafa meira að segja séð ástæðu til að gera frétt um að verðhjöðnun sé nú meira
mynd
10. janúar 2015

Sektir fjármálafyrirtækja

Bandaríska hagkerfið er um 20% af hagkerfis heimsins. Þar eru um 40% af hlutabréfamarkaði heimsins og fáir eru sterkari málsvarar þess að markaðurinn eigi að ráða. Því er eðlilegt að heimsbyggðin horfi þangað og fylgist með því hvernig tekist er á við vandamál markaðshagkerfisins. Í kjölfar bankakreppunnar miklu 2008 brugðust Bandaríkjamenn við með margvíslegum hætti. Tvennt stendur þó uppúr meira
mynd
28. desember 2014

Batnandi staða á vinnumarkaði

Sá hagvísir sem mest er horft til í Bandaríkjunum er sá er mælir ný störf. Bandaríkjamenn vita sem er að þangað verður framleiðniaukning og hagvöxtur sóttur, úr hendi hins vinnandi manns. Nýjustu tölur segja okkur að atvinnulífið í Bandaríkjunum skapaði 321 þúsund ný störf í nóvember síðastliðnum. Eða eitt starf á hvern Íslending. Eru það mun fleiri störf en sérfræðingar höfðu búist við, en þeir meira
mynd
23. desember 2014

Kaupmaðurinn á horninu segir frá

Óskar Jóhannsson kaupmaður er það sem í Bandaríkjunum er talað um sem „self-made man". Hann kemur úr sárri fátækt að vestan eins og var rakið í bernskuminningabók hans (Bernskudagar, sem kom út fyrir síðustu jól) og nær með ótrúlegum dugnaði og elju að koma undir sig fótunum. Vafasamt er að tala um hann sem ríkan mann þó hann komist í þokkalegar álnir. Maður eins og hann hefði sjálfsagt meira
mynd
19. desember 2014

Gæði og ending

Í flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur viljum við að birtist eitthvað sem skiptir máli, hvort sem skrifuð er grein eins og þessi eða framleiddur er áþreifanlegur hlutur. Sumt fær þá einkunn að vera klassískt eða jafnvel tímalaust en algengara er þó að tímans þungi niður gleypi það með húð og hári. Þeir sem skrifa á netið eru stundum minntir á að það gleymir engu en staðreyndin er sú meira
mynd
6. desember 2014

Íslenskt heilbrigðiskerfi stendur sig mjög vel

,,Íslenskt heilbrigðiskerfi stendur sig mjög vel. Það eru vafalaust tímabundnir erfiðleikar núna. En íslenskt heilbrigðiskerfi hefur alltaf verið mjög gott miðað við önnur heilbrigðiskerfi.” Þannig komst Birgir Jakobsson, nýr landlæknir að orði í viðtali við Fréttablaðið þegar tilkynnt var um ráðningu hans í starf Landlæknis. Birgir kemur til starfa frá Svíþjóð og segir íslenska meira
mynd
29. nóvember 2014

Er glæpur að verða gjaldþrota?

Í vikunni birtist lítil frétt í Morgunblaðinu sem fór ekki hátt. Þar sagði frá því að gjaldþrot­um einka­hluta­fé­laga hefði fækk­ar jafnt og þétt á sama tíma og ný­skrán­ing­um fé­laga fjölg­ar. Allt er þetta samkvæmt samantekt Hag­stofu Íslands, sem vel að merkja fagnaði 100 ára afmæli sínu í vikunni og á sömu kennitölunni allan tímann! Í fréttinni kom meira
mynd
23. nóvember 2014

Gróska og nýsköpun í sjávarútvegi

Íslenskur sjávarútvegur hefur í gegnum tíðina verið undirstaða atvinnusköpunar í landinu og grundvöllur fjölþætts atvinnulífs. Hann hefur verið uppspretta fæðu fyrir þjóðina og skipað mikilvægan sess í samfélaginu, bæði menningarlega og fjárhagslega. Á þessum orðum hefur Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegs hjá Íslandsbanka, nýlega skýrslu bankans um sjávarútveg. Eins og lesendur hafa meira
mynd
15. nóvember 2014

Einstök framleiðni íslenska sjávarútvegsins

Rannsóknir Íslenska sjávarklasans á efnahagslegu umfangi þessa klasa síðastliðin ár sýna að fyrirtæki sem honum tilheyra standa undir um 25-30% landsframleiðslunnar. Þar af hefur beint framlag hins hefðbundna sjávarútvegs (veiða og vinnslu) verið í kringum 10% á allra síðustu árum. Í nýrri skýrslu Íslenska sjávarklasans er birt efnahagslegt yfirlit yfir sjávarklasann á Íslandi fjórða árið í meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira