31. október 2014 kl. 17:55

Ridley og Rosling - tilbrigði við batnandi heim

,,Þessi bók er um hinar hröðu, samfelldu og linnulausu breytingar sem mannleg samfélög hafa tekið á sama tíma og samfélög annarra dýra hafa ekki breyst. Líffræðingi finnst þurfa að skýra þetta. Ég hef síðustu tvo áratugi skrifað fjórar bækur um hve líkur maðurinn er öðrum dýrum. Þessi bók er hins vegar um hve ólíkur hann er öðrum dýrum. Hvað gerir manninum kleift að umbylta sífellt lífi sínu á svo mikilfenglegan hátt?"


Þannig lýsir Matt Ridley tilurð bókar sinnar, Heimur batandi fer (The Rational Optimist: How Prosperity evolves), sem nú er komin út í íslenskri þýðingu hjá Almenna bókafélaginu. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna þá stýrir hér bjartsýnismaður penna. Ridley er bjartsýnismaður (optimisti) en kennir sig einnig við skynsemishyggju (rationalisma). Þetta eru ekki eins sjaldgæfir eiginleikar hjá fræðimanni og maður gæti haldið því hér var fyrir stuttu sænski læknirinn Hans Rosling sem gæti fallið í sama hóp. Boðskapur hans hefur verið til umræðu hér nokkru sinnum. Eftir að hafa hlustað á fyrirlestra hjá þeim báðum þá blasir við að þeir eru í mörgum tilvikum að horfa á sömu tölfræðigögn þegar þeir meta stöðu og horfur í heiminum. Báðum varð þeim tíðrætt um þá dökku mynd sem almennt er dregin upp af stöðu mála og hefur fengið viðurkenningu álitsgjafa og fjölmiðla. Þetta er mynd sem þeir ganga á hólm við.


Líklega verður þó Ridley að teljast umdeildari í nálgun sinni og þá kannski ekki síst vegna greiningar hans á ágæti erfðavísinda og þó ekki síst efasemda hans um hlýnun jarðar eða réttara sagt; efasemda um viðbrögð við hlýnun jarðar. Þar telur hann lækninguna verri en sjúkdóminn. Það er hins vegar ánægjulegt að lesa um að það sé full ástæða væri til bjartsýni um framtíð mannkyns, væri rétt á málum haldið. Rödd Ridleys væri þar kærkomin tilbreyting frá öllu svartagallsrausinu.

 

Víxlfrjóvgun hugmynda


Styrkur Matt Ridley er hve víða nálgun hann hefur á efni sitt. Hann nálgast það í senn sem vísindamaður og rithöfundur. Hann á auðvelt með að setja hluti í hugmyndasögulegt samhengi eins og birtist í þessum orðum hans:


,,Væri menning það eitt að tileinka sér siðvenjur annarra myndi hún fljótt staðna. Til þess að menning geti hlaðið utan á sig verða hugmyndir að mætast og tímgast. „Víxlfrjóvgun hugmynda“ er tugga, en sú tugga er óvænt afar frjósöm." Hér vísar hann til þess hve gríðarleg breyting hefur orðið í hugmyndaheiminum þar sem hugmyndir geta mæst á örskotsstundu fyrir tilverknað netsins. Áður þurfti jafnvel að sigla milli landa til að koma slíkri víxlverkun af stað.


Sú bók, sem hér birtist í íslenskri þýðingu, Heimur batnandi fer (The Rational Optimist: How Prosperity evolves), kom fyrst út á ensku 2010. Hlaut Ridley fyrir hana Julian Simonverðlaunin, sem Competitive Enterprise Institute veitir, og Hayek-verðlaunin, sem Manhattan stofnunin veitir. Bill Gates, auðugasti maður heims, skrifaði um verkið í Wall Street Journal 26. nóvember 2010. Hann kvaðst sammála Ridley um tvær meginhugmyndir. Önnur væri, að auðlegð þjóðanna væri vegna viðskipta og verkaskiptingar. Hugmyndin væri ekki ný, en Ridley tækist vel að útfæra hana, og sum dæmi hans væru skemmtileg, og nyti hann þar þekkingar sinnar í dýrafræði. Hins vegar sagðist Gates vera ósammála Ridley um þróunaraðstoð til Afríku og hlýnun jarðar. Þróunaraðstoð gæti haft góð áhrif, ekki síst á heilsufar Afríkuþjóða, en við það drægi einnig úr fólksfjölgun. Einnig væri rétt að setja strangar reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Ridley svaraði Gates í Wall Street Journal daginn eftir. Hann kvað ágreining þeirra Gates helst um það, hvort líklegt væri til árangurs að verja miklum fjármunum í þróunaraðstoð og til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Hann væri sjálfur sannfærður um, að heppilegra væri að treysta sköpunarmætti mannsandans en embættismönnum inni á opinberum skrifstofum. Hér gæti verið freistandi að telja að báðir hafi þeir nokkuð til síns máls en hér á þessum vettvangi hefur í nokkur skipti verið sagt frá hinu merka starfi sem Gates hefur staðið fyrir og tekur hefðbundinni þróunaraðstoð fram.

Tengsl við Ísland

 

Í umsögn um höfundinn í bókinni kemur fram að Ridley er áhugasamur um útivist og stundar laxveiði í tómstundum. Hann hefur margsinnis veitt í íslenskum ám og nefnir raunar Ísland þrisvar í bók sinni, á 33. bls., þar sem hann minnist á afleiðingar bankahrunsins 2008, á 266. bls., þar sem hann hrósar kvótakerfinu í sjávarútvegi, og í eftirmála, þar sem hann bendir á, að gosið í Eyjafjallajökli 2010 kostaði ekki eitt einasta mannslíf. Í fyrirlestir í gær var hann einnig nestaður út með upplýsingar um íslenska kvótakerfið sem um margt fellur að hugmyndum Ridleys um tengsl sjálfbærni og einkaréttar.


Ridley flutti hér fyrirlestur um rökin fyrir bjartsýni 27. júlí 2012 í boði Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt, RNH, og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands. Var fyrirlesturinn fjölsóttur og vakti mikla athygli, en hann má skoða á Youtube. Hann var þáttur í samstarfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu, Ísland og framtíð kapítalismans“. Ridley hélt fyrirlestur hér í Reykjavík í gærkvöldi og var sérlega áheyrilegur.


Bækur Ridleys hafa komið út á fjölmörgum tungumálum og selst í nær milljón eintaka samtals og hægt er að taka undir að hann skrifar af fjöri, leikni og víðtækri vísindalegri þekkingu um mikilvæg, áleitin og brýn mál.


Útgefandi bókarinnar er Almenna bókafélagið. Það er Elín Guðmundsdóttir sem þýðir en ritstjóri íslensku útgáfunnar er dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Bókin er 360 bls.

 

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.     


mynd
22. október 2014

Verslun á Íslandi í vörn

Það er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu smásöluverslunar á Íslandi, sérstaklega fataverslun. Þrátt fyrir aukna neyslu þá virðist verslun vera að dragast saman á sumum sviðum. Þetta fer ekki hátt enda hefur oft ríkt heldur undarleg afstaða til verslunar í þjóðfélaginu, kannski eitthvað sem við sækjum aftur til hörmangara eða einokunarverslunar fortíðarinnar.Fyrir stuttu stóð Landsbankinn Meira
mynd
18. október 2014

Aukin bjartsýni í sjávarútvegi

Mun fleiri stjórnendur telja núverandi aðstæður góðar í atvinnulífinu en að þær séu slæmar. Þetta er meðal þess sem kom fram í nýjustu könnun Capacent sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann og kynnt var í byrjun mánaðarins. Vaxandi bjartsýni þykir meðal annars endurspeglast í auknum fjárfestingum sjávarútvegsfyrirtækja en á næstu tveimur árum er von á skipum fyrir um 28 milljarða Meira
8. október 2014

Fátæktin er okkar fylgikona

 Fátæktin var mín fylgikonafrá því ég kom í þennan heim,við höfum lafað saman svonasjötigi vetur, fátt í tveim, -hvort við skiljum nú héðan afhann veit, er okkur saman gaf.Þannig orti Jón Þorláksson á Bægisá (1744-1819) um fátækt sína og dró ekki af sér í lýsingum. Og ekki ástæða til. Það kann hins vegar að koma mörgum á óvart að fátæktin er enn í dag okkar fylgikona. Þó með þeim breytingum Meira
mynd
28. september 2014

Hið svokallaða hrun og hagvöxtur ársins 2007

Í þeirri víðfeðmu umræðu sem orðið hefur um orsakir og afleiðingar bankahrunsins í október 2008 hefur gjarnan verið rætt um réttmæti þess að taka um ,,svokallað hrun". Um það hafa oft spunnist fjörugar umræður, gjarnan með ásökunum í garð þeirra sem svo segja, að þeir afneiti sannleikanum, að minnsta kosti eins og hann birtist í hagtölum. Það má vera rétt og að sjálfsögðu er engin ástæða til Meira
mynd
20. september 2014

Bólu-Hjálmar og velferðarkerfið

Ríkur og fátækurRíkur búri ef einhver er,illa máske þveginn,höfðingjar við síðu sérsetja hann hægra megin.Fátækur með föla kinnfær það eftirlæti,á hlið við einhvern hlandkoppinnÞannig orti Hjálmar Jónsson, betur þekktur sem Bólu-Hjálmar, (1796-1875). Kvæðið heitir ,,Ríkur og fátækur". Bólu-Hjálmar orti mikið um niðurlæginguna sem fylgdi því að vera fátækur enda stórlindur (og jafnvel Meira
mynd
17. september 2014

Rosling og hið sanna ástand heimsins

Fyrirlestur Hans Rosling í Hörpunni á mánudaginn var einstaklega áhugaverð upplifun. Rosling hefur ekki beinlínis útlit poppstjörnu og enska hans er með þessari hörðu skandinavísku framsögn sem margir hafa gaman af. En upplýsingarnar, framsetningin og persónutöfrarnir vógu þetta allt upp. Rosling hélt salnum föngnum í einn og hálfan tíma og meira að segja uppteknustu menn sátu rólegir. Að lokum Meira
mynd
8. september 2014

Samkeppni og hæfni þjóða

Það er tvennt sem þarf að hafa í huga þegar samkeppnishæfni Íslands er metin. Hvoru tveggja þættir sem landsmenn geta lítið gert við. Annars vegar staðsetning landsins sem gerir flutnings- og samskiptakostnað alltaf dýrari. Hins vegar fámenni þjóðarinnar í til þess að gera stóru landi. Þar af leiðandi verður alltaf kostnaðarsamara að bjóða upp á sambærileg lífsskilyrði og í þéttbýlli löndum. Um Meira
mynd
30. ágúst 2014

Fátækt verður félagsleg staðreynd á Íslandi

Sænski fræðimaðurinn Hans Rosling hefur bent á að engin fátækt sé raunverulegri en sú sem veldur ótta við hungur. Að beina hungurvofunni burt frá fátæku fólki er mikilvægast af öllu og það eigi að vera miðpunktur allrar aðstoðar við það. Óhætt er að segja að baráttan við hungur hafi gengið þokkalega en hér var í pistli fyrir ári síðan bent á að 38 lönd höfðu þá náð markmiðum um útrýmingu Meira
mynd
21. ágúst 2014

Hans Rosling og umræða um fátækt

Það er vel til fundið að fá hinn heimskunna sænska fyrirlesara og fræðimann Hans Rosling hingað til lands en hann heldur erindi í Reykjavík á vegum félagsins Afríka 20:20 í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Hans Rosling er læknir í alþjóðaheilbrigðisvísindum og hefur vakið heimsathygli á síðustu árum fyrir heillandi framsetningu á tölfræðilegum gögnum. Sjálfsagt þekkja margir Rosling Meira
9. ágúst 2014

Ísland - best í heimi?

Einhverra hluta vegna þykir mörgum gaman að raða öllu mögulegu og ómögulegu upp flokka og raðir. Um þetta hefur skapast talsverð iðja hjá mörgum og ein angi þeirrar iðju gengur út á að raða þjóðlöndum í hópa. Væntanlega til fróðleiks og skemmtunar og jafnvel sumum til hvatningar. Oft ratar það í fréttir hvar Ísland stendur í þessum samanburði þó vissulega megi gera athugasemdir við aðferðafræði og Meira
mynd
28. júlí 2014

Ferðamenn að taka yfir íbúðamarkaðinn?

Undanfarið hefur Morgunblaðið birt athyglisverðar fréttaskýringar um þróun ferðaþjónustunnar, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. Framtak blaðsins er því merkilegra þar sem skortur er á góðri upplýsingagjöf um framvindu og breytingar á ferðaþjónustu. Eru meira að segja áhöld um hve nákvæmar og samanburðarhæfar tölur við fáum um það hve margir heimsækja landið. Brýnt er að bætt sé úr Meira
mynd
21. júlí 2014

Einkaframtakið og ferðaþjónustan

Þó vissulega sé ástæða til að hafa áhyggjur af þróun mála í ferðamannaiðnaði landsins er ekki annað hægt en að dáðst að þeim krafti sem einkennir ferðaþjónustuna og það einkaframtak sem hún hefur leyst úr læðingi. Þannig verður ekki annað séð en að tekist hafi að veita öllum þeim gistingu sem hingað koma þrátt fyrir að fjölgun ferðamanna sé gríðarleg milli ára. Að það skuli ekki hafa komið upp Meira
mynd
18. júlí 2014

Skipulagssaga Reykjavíkur: Kringlumýrin verður að Kringlunni

Ef skipulag höfuðborgarsvæðisins er skoðað í áratugum sjást betur þær miklu breytingar sem eru að verða. Á fyrsta áratug þessarar aldar var það uppbyggingin í Borgartúninu og úthverfum borgarinnar sem var hvað mest áberandi. Um leið og Borgartúnið hlóðst upp og varð smám saman að því fjármála- og skrifstofuhverfi sem þar má nú finna þá dreifðist byggðin og leitaði upp í Grafarholt, Úlfarsfell og Meira
mynd
6. júlí 2014

Metfjölgun ferðamanna og hvað svo?

Við Íslendingar erum líklega orðnir svo vanir því að sjá tölur um metfjölgun ferðamanna að við erum hættir að kippa okkur upp við slíkt. Nú er enn eitt metárið í uppsiglingu en fjölgun erlendra ferðamanna varð tæplega 32% á fyrstu fimm mánuðum ársins. Það slær út metið frá því í fyrra þegar 30% aukning varð á komum ferðamanna fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við árið á undan. Ef miðað er við Meira
mynd
23. júní 2014

Ísland - land tækifæranna eða hvað?

Ein helsta röksemd fyrir aðild að Evrópusambandinu er sú að þá verði viðskiptaumhverfið miklu auðveldara hér á landi. Fyrirtækjum verði auðveldara að komast á legg, sækja sér fjármagn og almennt muni áhætta minnka og þá um leið fleirum farnast vel. Vegna slíkra vangaveltna er áhugavert að skoða hvað er að gerast í viðskiptalífinu á hverjum tíma og hlusta á orð stjórnendanna sjálfra. Hvernig gengur Meira
mynd
15. júní 2014

Heimsveldi fótboltans

Heimurinn er dálítið upptekinn af knattspyrnu þessa daganna, það fer líklega ekki framhjá neinum. Vissulega má deila um allt, en fáir bera brigður á að knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er næst stærsti íþróttaviðburður heims, næst á eftir sjálfum Ólympíuleikunum. Sú staða gerir það að verkum að knattspyrnan hefur efnahagsleg og pólitísk áhrif sem engin Meira
mynd
6. júní 2014

Maðurinn í höndum náttúrunnar

,,Ísland er það land í heiminum sem breytist örast,” sagði Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur og sérfræðingur á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands, í nýlegu viðtali við Morgunblaðið. Oddur benti á þá augljósu staðreynd að Ísland er öðruvísi en flest önnur lönd. Hann skýrði það meðal annars með því að landið er hluti af sjávarbotni en ekki meginlandi. Það eru afar fá lönd í heiminum, og Meira
mynd
29. maí 2014

Uppgjörið við hrunið - saga Promens

Á næsta ári er von á plastframleiðslufyrirtækinu Promens í skráningu í Kauphöllina hér á landi. Tímabært segja margir en félagið var einmitt í miðjum undirbúningi að kauphallarskráningu þegar bankahrunið dundi yfir árið 2008. Þá var Promens að stærstum hluta í eigu fjárfestingafélagsins Atorku sem hafði unnið að uppbyggingu og endurskipulagningu þess í kjölfar mikilla fyrirtækjakaupa. Á þeim tíma Meira
18. maí 2014

Breytingar og byggðaþróun

Líklega var það gríski heimsspekingurinn Herakleitosi sem orðaði fyrst með skýrum hætti þá hugsun að allt sé breytingum undirorpið; maður stígur aldrei tvisvar í sömu ánna, benti hann á. En þó að hin augljósa lexía lífsins sé, að aðeins er víst, að allt breytist þá er eins og mannskepnunni sé áskapað að snúast gegn breytingum. Sérstaklega virðist stjórnmálaöflunum vera mikilvægt að reyna að Meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira