Pistlar:

12. desember 2017 kl. 15:57

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Peningar streyma í gervigreindina

Gervigreind er án efa sú grein tækniiðnaðarins sem mesta eftirtekt vekur um þessar mundir og fjármunir streyma inn í rannsóknir og þróun á því sviði. Í hugum fjárfesta er þetta heitasti staðurinn til að vera á (nema ef menn hafa smekk fyrir Bitcoin!) Staðreyndin er sú að gríðarlegir fjármunir streyma nú í gervigreindarrannsóknir hverskonar, mest þó fyrir tilstyrk tæknirisanna Alphabet (Google), Facebook, Microsoft, Apple og Amazon. Í Kína setja Alibaba og Baidu mikla fjármuni í gervigreind.

Áhættufjármögnun á sviði gervigreindar nam 7,6 milljörðum Bandaríkjadala á fyrstu 9 mánuðum ársins samkvæmt samantekt PirchBook sem er veruleg aukning frá fyrra ári. Allt árið 2016 var fjárfest fyrir 5,4 milljarða dala og var þar einnig um að ræða umtalsverða aukningu frá árinu á undan. Þetta kemur til viðbótar áætluðum kaupum og samrunum (M&A) upp á 21,3 milljarða dala í fyrirtækjum sem tengjast gervigreind. Það er 26 sinnum hærri velta en var á þessum markaði árið 2015. Engum blöðum er um það að fletta að þangað leita peningarnir í dag.ai  

Ræna risarnir gervigreindinni?

Eins og áður sagði þá ætla tæknirisarnir ekki að láta þessu nýju tækni framhjá sér fara og hafa þeir farið mikinn við uppkaup á fyrirtækjum og yfirboð gagnvart þeim sem hafa einhverja þekkingu til að bera. Árið 2014 keypti Alphabet fyrirtækið DeepMind fyrir háa fjárhæð og það virðist vera að borga sig. Nýjasta afurð DeepMind, AlphaZero algóriþminn, virðist þannig hafa til að bera getu sem menn eru enn að meta. Forritið var fært um að læra skák upp á eigin spýtur á fjórum tímum og sigra í framhaldi þess nánast fyrirhafnarlaust sterkasta skákforrit í heimi. Þessi geta er reyndar ekki alveg ný því fyrir einu og hálfu ári nýttist algóriþminn til þess að lækka orkukostnað gagnavera Google um 40%.

En eðlilega má hafa nokkrar áhyggjur af því ef þessir tæknirisar stýra allri þróun á sviði gervigreindar. Ekki aðeins vegna samkeppnissjónarmiða heldur má einnig sjá fyrir sér siðferðilega vankanta á því. Það er jú þannig að þessi stóru fyrirtæki hafa allt sem þarf til að leiða breytingar á sviði gervigreindar; gríðarlega fjárfestingagetu, óheyrilegar upplýsingalindir (data) og gagnaver og vinnsluminni sem við höfum ekki séð áður í sögunni. Yfirburðir þessara risa sjást með skýrum hætti þegar staða Alphabet, móðurfélags Google, er skoðuð. Ef tekið er mið af þróunarverkefnum þeirra er ekki ólíklegt að við munum í framtíðinni keyra um í Waymo sjálfkeyrandi bílum frá Alphabet, við borgum fyrir það í gegnum síma með Android-stýrikerfi, horfum síðan á YouTube til að slaka á og flökkum um á vefnum með búnaði frá Google. Af þessu sést að fyrirtæki eins og Alphabet geta og ætla sér að nýta gervigreind til að efla enn frekar markaðsyfirburði sína.

Mikilvægi upplýsinga

Auðvitað getur framþróunin oltið á því hve miklu máli aðgangur að gögnum skiptir. Engin efast um að áðurnefnd tæknifyrirtæki ráða yfir gríðarlegum upplýsingum og í sumum verkefnum þeirra hefur verið aflað óheyrilegra gagna. Nefna má að við þróun á Waymo hafa verið eknir um 6,5 milljón kílómetra á venjulegum vegum. Á sama tíma er mögulegt að Tesla geti aflað sér þessara og reyndar miklu betri upplýsinga úr ökuritum þeirra bíla sem þegar hafa verið seldir. Önnur fyrirtæki, eins og Mobileye reyna að safna sem mestum upplýsingum á annan hátt til þess að komast inn í keppnina þó síðar verði. Félagið er í eigu Intel en sjálfsagt hyggjast menn nýta sér þessar upplýsingar þegar og ef stóru bílaframleiðendurnir stiga inn í samkeppnina um sjálfkeyrandi bíla og búnað þeim tengdan. Allt er þetta til marks um að gervigreind og aðgangur að víðtækum upplýsingum getur breytt samkeppnisumhverfi skjótt.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
7. desember 2017

Vitvélin tekur yfir skákheiminn

Óhætt er að segja að skákheimurinn sé dolfallinn þessa stundina eftir að tvö skákforrit leiddu saman hesta sína á miðvikudaginn. Annars vegar var það skákforritið Stockfish og hins vegar AlphaZero sem kemur frá DeepMind, því dótturfyrirtæki Google sem fæst við gervigreind. Nú er það svo að það er ekkert nýtt að tölvur tefli og allt síðan tölvan Djúpblá sigraði ríkjandi heimsmeistara, Garry meira
mynd
6. desember 2017

Heimsmeistaramót í fjáraustri

Þegar vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Sotsjí (e. Sochi) við Svartahafsströnd Rússlands fyrir tveimur árum var kostnaðurinn við undirbúning þeirra jafn mikill og kostnaðurinn við alla vetrarólympíuleika fram að því. Ekki nóg með það - leikarnir í Sotsjí urðu dýrustu ólympíuleikar allra tíma og eru þá sumarleikar meðtaldir. Af þessu má sjá að í Rússlandi Pútíns er ekki horft í aurinn meira
mynd
1. desember 2017

Er lágvaxtalandið Ísland til?

Greiningardeild Arion banka bauð til fundar í morgun þar sem íslenska vaxtaumhverfið var til umræðu. Yfirskrift fundarins var: „Lágvaxtalandið Ísland: Hvenær kemur þú?” Líklega hefði það einhvertímann þótt saga til næsta bæjar að ræða Ísland í samhengi við lága vexti en þannig er það nú samt. Verðtryggð húsnæðislán eru nú með 2,77% vexti og munar um minna þegar verðbólgan er ekki meira
mynd
29. nóvember 2017

Sjávarútvegurinn og tækniframfarir

  Þær atvinnugreinar sem vaxið hafa hægt og bítandi upp í tengslum við útgerð og fiskvinnslu hérlendis hafa ekki fengið mikla athygli. Þetta á meðal annars við um tæknifyrirtæki sem þjóna sjávarútvegi. Nú, þegar umræða um brottkast hefur blossað upp er ekki óeðlilegt að setja það í samhengi við þá tækni sem sjávarútvegurinn hefur yfir að ráða eða stendur til boða. Sjávarútvegurinn íslenski er meira
mynd
23. nóvember 2017

Bókadómur: Framfarir eða bjartsýni?

Tímarnir eru nú erfiðir og heimurinn orðinn gamall og vondur. Stjórnmálin eru spillt. Börn bera ekki lengur virðingu fyrir foreldrum sínum. Rist í stein í Kaldeu. 3800 f. Kr.270 Þessi fornu spakmæli má finna í upphafi eftirmála bókarinnar Framfarir sem kom út á íslensku fyrir skömmu. Í bókinni reynir sænski sagnfræðingurinn Johan Norberg að gefa lesendum innsýn í það hvernig málum vindur fram í meira
mynd
19. nóvember 2017

Arfleifð Robert Mugabe

  Það skiptir kannski litlu hvort menn viðurkenni formlega að völdunum hafi verið rænt í Zimbabwe eða ekki. Öllum er ljóst að valdatíð Robert Mugabe er lokið en hann hefur ríkt í landinu síðan 1980, með vægast sagt döprum árangri. Mestu skiptir að valdaskiptin núna verði sæmilega friðsöm. Líklega er nær að tala um valdabaráttu en stjórnarbyltingu. Herinn hefur þó tekið völdin og mikil meira
mynd
12. nóvember 2017

Jeff Bezos - ríkastur allra

Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon, er nú ríkasti maður í heimi. Auður hans er nú talin nema um 95 milljörðum Bandaríkjadala en samkvæmt tímaritinu Forbes náði hann efsta sætinu á þessum eftirsótta auðmannalista í júlí síðastliðnum. Það voru nokkur tíðindi enda hefur Bill Gates, stofnandi Microsoft, verið þar þaulsetin í um tveggja áratuga skeið. Nokkrum vikum síðar náði meira
mynd
8. nóvember 2017

Arðgreiðslur Landsvirkjunar

Samanlagðar arðgreiðslur Landsvirkjunar á árunum 2020-2026 geta að öllu óbreyttu numið um 110 milljörðum króna eða tæplega 16 milljörðum króna á ári. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar á opnum haustfundi fyrirtækisins í Hörpu í síðustu viku. Hörður sagði að stefnt væri að því að byrja að auka arðgreiðslur hægt og rólega, þegar á næsta ári. Það er mikil breyting frá meira
mynd
3. nóvember 2017

Ungverjaland: Mikil saga - óljós stefna

Saga ríkja Mið- og Austur-Evrópu er saga endalausra innrása, undirokunar og hernáms. Þessi lönd hafa í gegnum tíðina verið í miðju fólksflutninga og endurtekið orðið fyrir barði innrásaherja að austan og vestan. Saga Ungverjalands er engin undantekning frá þessu en þjóðflokkur Magjara er talin hafa hreiðrað um sig á þessum stað fyrir ríflega 1000 árum. Hestafólk af gresjunum í austri og meira
mynd
27. október 2017

Skógrækt og loftslagsmál

  Fyrir stuttu var sagt frá því að á Skeiðarársandi væri að vaxa upp sjálfsáin birkiskógur sem væri um 30 ferkílómetrar að flatarmáli. Þeir náttúrufræðingar sem lýstu fyrirbærinu voru vægast sagt undrandi á þessum sprengikrafti náttúrunnar. Margt kemur til. Nýtt land hefur birst eftir að jökull tók að hopa og jökulár hafa breytt framburði sínum. En einnig urðu tilteknar aðstæður að vera til meira
mynd
23. október 2017

Kosið um hamingjuna?

  Ljóð um hamingjuna Hamingjan er ekki til sölu: fljúgið of heim allan gangið búð úr búð – engin hamingja Hamingjan er það ódýrasta sem til er: kostar ekkert – það dýrasta: kostar allt. Bíðið ekki hamingjunnar: hún kemur ekki af sjálfu sér – eltið hana ekki: hún flýr. Hamingjan er alstaðar og hvergi: í ofurlítilli tó undir norðurásnum á hafi úti við þitt brjóst. Þetta er meira
mynd
18. október 2017

Sannleiksskýrslan sem ekki varð

Það er hægt að taka undir með dr. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið hafi verið fróðleg, en hún skýri ekki að fullu bankahrunið. Skýring nefndarinnar er, að bankarnir hafi vaxið of hratt og orðið of stórir. En það er nauðsynlegt skilyrði fyrir hruni þeirra og ekki nægilegt, sagði Hannes á hádegisfyrirlestri Sagnfræðingafélagsins í gær. Segja má að meira
mynd
11. október 2017

Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun

  Fyrirsögnin hér er fengin að láni úr inngangserindi Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, á fundi samtakanna fyrir stuttu. Þá var kynnt viðamikil skýrsla sem Samtök iðnaðarins höfðu látið gera um ástand innviða á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem slík skýrsla er tekin saman og að henni komu fjölmargir aðilar innan iðnaðarins, hver á sínu sviði. Það eykur gæði meira
mynd
2. október 2017

Aflvaki breytinga í sjávarútvegi

Aftur og aftur verðum við vitni að sérkennilegum fullyrðingum um íslenskan sjávarútveg í fjölmiðlum landsins þar sem sömu aðilar fara með sömu rangfærslurnar aftur og aftur. Af þessu leiðir að fjölmiðlaumræðan er takmörkuð og lítt upplýsandi fyrir þá sem vilja setja sig inn í mál sjávarútvegsins og skilja hvaða breytingar hafa orðið, hvað veldur þeim og hvaða áhrif hafa þær haft. Á þessu er vakin meira
mynd
26. september 2017

Bókadómur: Ævintýralíf Birkis Baldvinssonar

Líf Birkis Baldvinssonar er um margt ævintýralegt. Það á reyndar við um líf flestra þeirra Íslendinga sem tengdust hinni ótrúlegu útrás íslenska flugheimsins á áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Og margir þeir sem þar voru í aðalhlutverki hafa fengi lífshlaup sitt skráð, ýmist í formi ævisögu eða viðtalsbókar. Hér er viljandi gerður greinarmunur á því og sú bók sem hér um ræðir fellur í meira
mynd
23. september 2017

Rafrænir borgarar í Eistlandi

Smáríki eins og Eistland þurfa stöðugt að berjast fyrir tilveru sinni. Baráttan fyrir sjálfstæði varð hluti af sjálfsvitund landsmanna allan tímann sem þeir lifðu undir oki ráðstjórnarríkjanna. Eistar voru einir Eystrasaltsþjóðanna til að setja upp útlagastjórn sem starfaði allt frá 1953 til þess að landið fékk aftur sjálfstæði. Þar sem til dæmis bandarísk stjórnvöld viðurkenndu aldrei innlimun meira
mynd
17. september 2017

Rafmagnsbíllinn stelur senunni í Frankfurt

Stærsta bílasýning heims fer nú fram í Frankfurt (Frankfurt Motor Show) í Þýskalandi. Af fréttum að dæma virðist rafmagnsbíllinn hafa stolið senunni. Og Tesla er umtalaðasti bíllinn þó hann sé ekki einu sinni á svæðinu! Rafmagnsbílar hafa verið teknir misalvarlega til þessa og á sýningunni í Frankfurt fyrir tveimur árum vöktu þeir ekki svo mikla athygli, í það minnsta ekkert í líkingu við það sem meira
mynd
13. september 2017

Sjálfstæðið borgaði sig í Bangladess

Það er harla ólíklegt að margir Íslendingar leggi leið sína til Bangladess við Bengalflóa og samskipti við þetta fjarlæga land í Asíu eru sem gefur að skilja heldur lítil. Við Íslendingar munum sjálfsagt helst eftir landinu vegna tíðra frásagna í eina tíð um hungur og flóð. Það má þó rifja upp þá dapurlegu sögu að þrír íslenskir flugmenn og einn Luxemborgarmaður létu lífíð, þegar Rolls Royce vél meira
mynd
4. september 2017

Sjálfkeyrandi bílar - raunverulegur valkostur?

Hve líklegt er að við sjáum sjálfkeyrandi bíla á vegum innan skamms? Auðvitað er erfitt að segja um slíkt en ljóst er að gríðarlega margir aðilar verja nú háum fjárhæðum í að þróa slíka bíla og búnað fyrir þá. Í nýja Model 3 bílnum frá Tesla er hægt að fá sjálfkeyrandi búnað en hann er hins vegar hvergi leyfður. Því er kannski ekki mikil skynsemi í því að greiða 14 þúsund dollara aukalega fyrir meira