19. nóvember 2015 kl. 23:02

Uppgangur í íslenskum sjávarútvegi

Það var áhugvert að koma á Nordica hótel og fá að vera viðstaddur Sjávarútvegsráðstefnuna 2015 sem haldin var þar í dag. Ráðstefnan hefur sótt í sig veðrið og nú voru alls um 800 gestir skráðir til leiks, 300 fleiri en í fyrra. Á ráðstefnunni var upplýst að útlit er fyrir að útflutningsverðmæti íslensks sjávarútvegs aukist um 40 milljarða á þessu ári eins og rakið var ágætlega í RÚV í kvöld en meðfylgjandi graf er fengið þar að láni. Útlit er fyrir að útflutningsverðmæti greinarinnar aukist um 40 milljarða á þessu ári, að því er fram kom í máli Kristjáns Hjaltasonar, eins af stofnendum ráðstefnunnar. Þau námu 253 milljörðum árið 2014 en áætlað er að þau verði um 290 milljarðar í ár og 292 milljarðar á næsta ári. Augljóst er að mikil verðmæti eru dregin að landi og greinilegt að mikil bjartsýni ríkir í sjávarútvegi landsmanna sem snýst nú fyrst og fremst um markaðs- og sölustarf og nýsköpun.afurðir

Um allan heim eru fiskveiðar reknar með stórkostlegu tapi og víðast með ríflegum ríkisstyrkjum. Fiskveiðifloti margra ríkja er miklu stærri en aflinn, sem hann er fær um að landa, og er því víða stunduð rányrkja, veiðar umfram endurnýjunarmátt fiskistofna. Á þessu eru fáar undantekningar. Ísland er skýrasta dæmið um að hægt er að gera hlutina á annan hátt. Það stafar af skynsamlegri stjórn og skynsamlegum rekstri, og svo því að við höfum sem þjóð ekki efni á því að reka sjávarútveginn öðruvísi, hann verður að standa undir sér. Og það gerir hann skammlaust. Sjávarútvegurinn átti stóran þátt í að fleyta okkur yfir erfiðleika áranna eftir bankahrun, og hagsæld okkar veltur á því að hann haldi áfram að vera arðbær. En þetta hefur ekki alltaf verið svona.

Mikil afli - léleg afkoma

Það er vert að rifja upp að sjávarútvegurinn stóð illa í upphafi níunda áratugar síðustu aldar, þó bestu aflaár Íslandssögunnar væru þá að baki eins og forsætisráðherra rifjaði upp í ræðu sinni á ráðstefnunni. Árið 1985 var mesta aflaár í fiskveiðisögu Íslendinga og árið á undan það þriðja mesta. Þrátt fyrir það bjuggu fiskvinnsla og útgerð við slæma afkomu. Um leið kom í ljós að ástand fiskistofna var enn verra en áður hafði verið talið. Með óbreyttri sókn var ljóst að ástand þeirra færi versnandi. Á sama tíma var augljóst að ofveiðin skilaði litlu til reksturs sjávarútvegsfyrirtækja, meðal annars vegna ómarkvissrar meðhöndlunar aflans og slaks árangurs í gæða- og sölumálum.

Íslendingar einfaldlega gengu á sína helstu auðlind, voru að éta útsæðið. Undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar sem sjávarútvegsráðherra var gripið til margvíslegra aðgerða: Kvótakerfinu var komið á, viðamikil skuldbreyting í sjávarútveginum átti sér stað, lán voru lengd og vextir lækkaðir og söluskattur var endurgreiddur til sjávarútvegsins. Það kostaði mikil átök að takmarka veiðarnar á þessum tíma en um leið þurfti að tryggja að aflasamdrættinum væri skipt jafnt á byggðalög og skip.

Áhersla á gæði og verðmætaaukningu

En mikilvægasta skrefið var að hvetja sjómenn og allt starfsfólk í sjávarútvegi til að auka gæði og um leið verðmæti þess afla, sem veiða mátti hverju sinni. Íslenskur sjávarútvegur fór að snúast um gæði fremur en magn.

Ísland nýtur því í dag mikillar sérstöðu þegar kemur að sjávarútvegi. Hvergi er sjávarútvegur svo gjöful atvinnugrein fyrir þjóðarbúið eins og hér. Hvergi er áherslan á sjálfbærni og vernd fiskistofna til að nýta megi þá skynsamlega til framtíðar jafn mikilvæg og hér. Og hvergi hefur tekist eins vel að hámarka þau verðmæti sem aðgangur að gjöfulum fiskimiðum skapar. Við þær ástæður, þessa mikla árangurs sem nefndur hefur verið hér að framan, bætist geta fiskiðnaðarins að laga sig að kröfum markaðarins og það öfluga markaðsstarf sem íslenskur sjávarútvegur stundar.  Það starf byggir á gæðum þar sem varan, vinnslan og afhendingaröryggi eru grundvallaratriði. Að afhenda vöruna í samræmi við síbreytilegar þarfir neytenda er það sem öðru fremur skapar verðmæti í íslenskum sjávarútvegi í dag.

Við Íslendingar rekum sölu- og markaðsdrifin matvælaiðnað með fisk, miklu frekar en að ástæða sé til að tala um um sóknardrifna útgerð eins og var hér á landi fyrir daga kvótakerfisins. Íslendingar hafa verið fljótir að tileinka sér nýjungar í sölu- og markaðsstarfi og það hjálpað okkur að ná þeim árangri sem við höfum náð við sölu á fiski um allan heim. Íslenskir fiskútflytjendur hafa sýnt að þeir eiga auðvelt með að aðlaga sig nýjungum og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið dugleg að fjárfesta í tækjum og tólum sem hjálpa okkur að skara fram úr, hvort sem það er í veiðum, vinnslu eða gæðamálum.

Ekki má gleyma menntun og þjálfun sjómanna og fiskvinnslufólks, sem skiptir miklu máli. Um allan heim er litið til til árangurs Íslendinga þegar kemur að gæðum og menn vita að það þýðir ekki að koma hingað til Íslands í leit að ódýrasta fiskinum.

Við erum því augljóslega fremstir meðal jafningja þegar kemur að vöruvöndun og á hinum alþjóðlegu fiskmörkuðum keppa Íslendingar miklu fremur í gæðum en verði. Gæði aðgreina okkur frá öðrum fiskveiðiþjóðum. Við vitum að úr þriðja flokks hráefni er ekki hægt að vinna verðmætar afurðir.

Fjárfestingar í sjávarútvegi hafa verið fyrirferðamiklar að undanförnu en í könnun sem Seðlabankinn gerði kemur fram að félög í sjávarútvegi ætla auka fjárfestingar sín mest á árinu miðað við aðrar atvinnugreinar eða um 50%. Vert er að hafa í huga að hér eru ekki meðtaldar fjárfestingar í skipum. Mörg félög hafa nú þegar fjárfest í skipum sem eru á leið til landsins eða eru nú þegar komin. Þetta er vitaskuld mikið fagnaðarefni.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
15. nóvember 2015

Hagfræði og skattar í Downton Abbey

Það er eftirminnilegt atriði í einum Downton Abbey þættinum þegar Robert Grantham lávarður ræðir við Matthew Crawley, tengdason sinn, um rekstur landeignarinnar. Satt best að segja var lávarðurinn ekki að standa sig mjög vel í rekstrinum, standandi annars vegar í fortíð bresku yfirstéttarinnar um leið og nútíminn sótti að með breyttum vinnubrögðum, nýrri tækni, hreyfingu á vinnuafli, sem meira
mynd
8. nóvember 2015

Bókadómur - Barnið sem varð að harðstjóra

Það berst margt skemmtilegt með jólabókaflóðinu eins og endranær og hætt er við að mörg ágætisbókin tínist í hamaganginum. Sagnfræðirit fyrir almenning eru því miður ekki algeng en þessari bók Boga Arasonar blaðamanns og sagnfræðings er ætlað að bæta úr því. Hér er um að ræða fjörlega skrifaða sagnfræði þar sem hlaupið er yfir ævi nokkurra helstu einræðisherra 20. aldarinnar, s.s. Hitler, Stalín meira
mynd
31. október 2015

Að vera frumlegur og framsýnn

Er í senn hægt að vera frumlegur og framsýnn, skynsamur og skapandi? Þetta er ekki sett hér fram vegna þess að undirritaður trúi að um sé að ræða andstæður. Heldur hitt að stundum virðast fleiri sækjast eftir að vera frumlegir og skapandi, fremur en skynsamir og framsýnir. Farsælt væri að þetta færi saman en það er engin trygging fyrir því að svo sé. Með reglulegu millibili hefur umræðan á meira
mynd
25. október 2015

Öfundsverðar skammtímahorfur!

Þeir sem rýna í ástandið í hagkerfinu eru margir á því að sjaldan eða aldrei hafi aðstæður verið eins góðar; rífandi hagvöxtur, umtalsverð kaupmáttaraukning, verðbólgan í ásættanlegu ástandi (samkvæmt tölum Eurostadt er verðhjöðnun), atvinnuleysi í algeru lágmarki, viðskiptajöfnuður hagstæður, gjaldeyrir streymir inn og óskuldsettur gjaldeyrisforði að aukast hröðum skrefum (hver hefði trúað meira
mynd
18. október 2015

Noregur heillar ekki lengur

Í gær var áhugaverð frétt í Morgunblaðinu. Þar sagði frá því að stjórnendur vinnumiðlunarinnar Eures á Íslandi hefðu ákveðið að hætta í bili að kynna laus störf í Nor­egi fyr­ir Íslend­ing­um. Haft er eftir Þóru Ágústs­dóttur, verk­efna­stjóri hjá Eures, að vegna bættr­ar stöðu á ís­lensk­um vinnu­markaði sé ekki leng­ur tal­in vera meira
mynd
11. október 2015

Spilavíti, Uber og tækifærin í Ameríku

Stærð og umfanga bandaríska hagkerfisins ætti flestum að vera ljóst. Það er áhugavert að fá að kynnast því í nálægð en stutt ferð til Washington DC gefur ágæta innsýn í hvernig hlutirnir eru gerðir í landi tækifæranna. Mikill uppgangur einkennir Washington svæðið um þessar mundir. Má sem dæmi taka að flugvöllurinn (Washington Dulles International Airport) er nýuppgerður með miklum viðbótum og meira
mynd
29. september 2015

Icesave - rugl í umræðunni allt til loka

Icesave málinu er lokið. Líklega er óhætt að fullyrða það núna þegar ekki eru eftirlifandi neinar kröfur á íslensk stjórnvöld og íslenskir skattgreiðendur ættu því loksins að getað andað léttar. Og jafnvel þeim örfáu sem leiðist umræðuefnið, ja þeir ættu líka að ná að slaka á, líklega fer að sjá fyrir endann á þessari umræðu. En þessi lokaandtök málsins sýna líka glögglega það sem hefur verið að meira
mynd
22. september 2015

Ísland - meira best í heimi

Fyrir rúmu ári skrifaði undirritaður pistil um stöðu Íslands undir fyrrisögninni Ísland best í heimi. Það var síðan endurtekið í upphafi árs og höfðu margir gaman af. Þetta er saga sem aðrir segja því umsagnirnar eru fengnar að láni héðan og þaðan. Hér verður gerð tilraun til að uppfæra upptalninguna og rakin þau tilvik sem hafa annað hvort bæst í flóruna eða önnur þau sem hafa meira
mynd
15. september 2015

Fjárlög á fimm mínútum

Þriðja árið í röð er fjárlagafrumvarpið lagt fram með afgangi og er gert ráð fyrir 15,3 milljarða króna afgangi á fjárlögum árið 2016. Það er þrisvar sinnum betra en 3,6 milljarða króna afgangur, sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 2015. Rekstrarafgangurinn verður líklega hlutfallslega meiri en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu að Noregi undanskildum. Í fjárlagafrumvarpinu er nú lagt upp með meira
mynd
6. september 2015

Klapp á bak hagstjórnarinnar

Ángel Gur­ría, framkvæmdastjóri OECD, kynnti skýrslu stofnunarinnar um efnahagsmál á Íslandi í síðustu viku. Óhætt er að segja að skýrslan hafi verið talsverð viðurkenning fyrir hagstjórn í landinu enda sá Gurría ástæðu til að klappa fjármálaráðherra á bakið við þetta tækifæri. Hann sagði þó að menn ættu ekki að njóta stundarinnar lengi, áfram væri verk að vinna. Þegar litið er til meira
mynd
30. ágúst 2015

Hikstar verksmiðja heimsins?

Þegar rætt er um Kína eru allar tölur stórar. Það er því ekki nema von að ugg setji að mörgum þegar hagvísar og kauphallartölur vísa niður á við. Segja má að heimurinn hafi tekið létt kvíðakast í upphafi vikunnar þegar markaðir í Kína tóku að falla. Eftir 150% hækkun á hlutabréfavísitölu síðasta árið er ekki nema von að margir teldu sig sjá vísbendingar um bólumyndun. Og staðreyndin er sú að þrátt meira
mynd
24. ágúst 2015

Sósíalísk skipbrot í Venesúela

Náttúra Venesúela mun hafa orðið enska rithöfundinum sir Arthur Conan Doyle innblástur þegar hann skrifaði hina áhugaverðu bók Hinn horfni heimur (The Lost World) árið 1912. Bókin átti eftir að verða kveikjan að hinum stórmerkilegu Júragarðs (Jurassic Park) myndunum. Hvað sem segja má um vísindin þarna að baki þá er Venesúela að margra mati undursamlegt land, með fagra náttúru og gjöfula meira
mynd
17. ágúst 2015

Vandi olíuútflutningsríkja

Það hefur löngum verið vinsæl kenning í stjórnmálafræði að með sameiginlegu átaki Bandaríkjanna og Saudi-Arabíu hafi tekist að halda olíuverði svo lágu í lok níunda áratugar síðustu aldar að Sovétríkin liðuðust í sundur. Eftir að Saudi-Arabía ákvað að auka framleiðslu sína umtalsvert 1985 byrjuðu Sovétríkin að tapa 20 milljörðum Bandaríkjadala á ári. Tekin var pólitísk ákvörðun um að halda verðinu meira
mynd
3. ágúst 2015

Örstutt haglýsing

Að öllu jöfnu hægist á íslenska hagkerfinu yfir sumarmánuðina. Sá háttur Íslendinga að vera að skjótast í sumarfrí allt sumarið veldur þar mestu en sumar atvinnugreinar eru árstíðaskiptar. Nú í kringum verslunarmannahelgina er hvað mest ró yfir öllu. Það er nánast eins og slökkt hafi verið á hagkerfinu. En þrátt fyrir það koma á borð okkar margvíslegar tölur sem við verðum að taka alvarlega og meira
mynd
25. júlí 2015

Ferðamannasprengja - allir voða hissa!

„Innan fárra ára munu 2 milljónir ferðamanna koma hingað til lands. Við þurfum að sameinast um þjóðaráætlun til að taka vel á móti þeim, en að vera okkur sjálfum líka til hagsbóta. Tilviljun má ekki ráða för og ekki heldur deilur okkar á milli eða skak." Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í inngangsræðu sinni á 75 ára afmælisráðstefnu Icelandair Group sem haldin var 25. meira
mynd
16. júlí 2015

Verksmiðja rís við Húsavík

Ekki verður annað séð en að mikill uppgangur ríki á Húsavík þessi misserin og bærinn hefur þróast í að vera umsvifamikill áfangastaður ferðamanna. Um leið hefur verið lokið við allan undirbúning að kísilmálmverksmiðju sem mun rísa á iðnaðarsvæðinu að Bakka við Húsavík.  Augljóst er af þessu að byggðin á Húsavík mun styrkjast og fjölbreyttari stoðir verða undir atvinnulíf þar. Með tilkomu meira
mynd
12. júlí 2015

Þörf fyrir nýja orkukosti

Hvamms­virkj­un í Þjórsá var færð úr biðflokki í nýt­ing­ar­flokk á nýafstöðnu þingi. Landsvirkjun hefur þegar hafið undirbúning að framkvæmdum og ef engar ófyrirséðar tafir verða er hugsanlegt að Hvammsvirkjun verði tilbúin innan 3 til 4 ára. Það er þá 5 til 6 árum eftir að Búðarhálsstöð var gangsett en það var í  mars 2014. Búðarhálsstöð var fjórtánda vatnsaflsstöðin sem meira
mynd
5. júlí 2015

Ungt fólk með vinnu á Íslandi

„Deila má um hvort vinnu skuli flokka með ástæðum hamingju eða með ástæðum óhamingju. Því verður ekki neitað að mörg störf eru ákaflega þreytandi og þegar vinnan er of mikil, eða of erfið, þá verður hún að kvöl. En sé álagið ekki óhóflegt þá er jafnvel leiðinlegasta vinna minni kvöl en iðjuleysi.” Þannig komst heimspekingurinn Bertrand Russell að orð í bók sinni Að höndla hamingjuna meira
mynd
28. júní 2015

Grísk atkvæðagreiðsla um skuldir

Gríska þingið hefur ákveðið þjóðar­at­kvæðagreiðslu í Grikklandi eft­ir viku, sunnu­dag­inn 5. júlí. Þar veður gengið til atkvæða um þær aðhaldstil­lög­ur sem lán­ar­drottn­ar lands­ins setja sem skil­yrði fyr­ir frek­ari lán­veit­ing­um. Þetta er eitt skrefið enn í þeirri harmrænu vegferð sem Grikkland hefur verið í undanfarin meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira