21. apríl 2014 kl. 18:01

Frumkvöðlar og tækifæri á Íslandi

Fyrir rúmu ári síðan tók ég viðtal við fjárfestirinn og frumkvöðulinn Bala Kamallakharan fyrir tímaritið Frjálsa verslun. Viðtalið var eftirminnilegt þó ekki væri það langt. Ekki síst vegna þess krafts og áhuga sem geislaði frá Bala sem óhætt er að segja að hafi tekið íslenskan nýsköpunariðnað með trompi. Bala hafði þá um nokkurt skeið byggt upp samstarfsvettvanginn Startup Iceland og var með margvísleg plön á prjónunum þegar viðtalið var tekið. Áður hafði hann  fjárfest í íslenskum tæknifyrirtækjum og skömmu áður náð athyglisverðri útgöngu úr fjárfestingu sinni í Clara tæknifyrirtækinu sem selt var erlendum fjárfestum í upphafi árs 2013 eftir stuttan uppbyggingartíma. Það var mér einnig í fersku minni þegar ég hitt hina ungu frumkvöðla sem stofnuðu Clara í heldur niðurníddu húsnæði úti á Granda í upphafi árs 2009. Þrátt fyrir að fáir væru bjartsýnir á Íslandi á þeim tíma réðust þeir ódeigir í verkið. Vissulega var félagið selt úr landi en ljóst var að markaðslega átti það litla framtíð hér á landi. Íslenskir fjárfestar uppskáru ríkulega á undraskömmum tíma.

Bala hitti ég hins vegar á 6. hæð í Borgartúni 25, gott ef ekki húsnæðið var notað undir banka skömmu áður en Bala vann einmitt í íslenska bankakerfinu fyrir hrun. Á þeim tíma var hann að koma sér þar fyrir ásamt öðrum starfsmönnum GreenQloud sem þá var nýstofnað.  

2013-12-22 13.19.28

Hér eru tækifærin

Eldmóðurinn skein af Bala og síminn hringir stöðugt á meðan á viðtalinu stóð, meira að segja indverski sendiherrann þurfti að fá ráð. Bala er af indverskum ættum, kvæntur íslenskri konu og með íslenska fjölskyldu. Hann tók skýrt fram í viðtalinu að hann líti á sig sem alþjóðlegan fjárfesti þó hann vildi hvergi vera annars staðar en á Íslandi, hér væru tækifærin. Hann sagðist hafa gríðarlega trú á Íslandi sem heppilegum stað til fjárfestinga. Hér væru tækifæri til að byggja upp nýsköpunarumhverfi sem geti jafnast á við það fremsta í heiminum, jafnvel Kísildalinn í Kaliforníu. Til þess að það geti orðið þurfi að stefna eins mörgum sprotafjárfestum til landsins og unnt er. Þyngdarafl fjárfestinganna skipti miklu máli, nýjar fjárfestingar kalli á fleiri fjárfestingar sagði Bala. Það ætti sérstaklega við um tæknifyrirtæki þar sem áhugi hans lá.

Undanfarið hafa margir haft áhyggjur af því að íslensk fyrirtæki séu að flýja land, nýjasta dæmið er fyrirtækið Creditinfo sem skoðar nú að færa höfuðstöðvar sínar annað. Hefur Spánn verið nefndur í því sambandi. Helsta ástæða þessar ákvörðunar eru gjaldeyrishöftin sem hafa hér verið við lýði síðan fjármálakerfið hrundi. Bala tíndi þau einmitt til sem fyrirferðamestu hindrun frjálsra viðskipta á Íslandi. „Þau eru há hindrun og hafa fælt marga fjárfesta frá. Gallinn er að gjaldeyrishöftin eru eins fyrir alla sem er röng hugsun. Þau ættu að vera meira klæðskerasaumuð utan um stærð og umfang fjárfestinga," sagði Bala. Undir það er hægt að taka og sé er þetta ritar hefur áður bent á að breytingar mætti gera á þeim áður en ráðist verður í afnám þeirra. Sem vel að merkja, er flókin og áhættusöm aðgerð einfaldlega vegna þess að hér hefur verið dregið að gríðarlegt fjármagn sem er ekki í neinu samhengi við stærð og umfang íslenska hagkerfisins. En það er önnur saga.

Nýsköpunarumhverfið á Íslandi að mörgu leyti gott

En víkjum aftur að íslenska nýsköpunarumhverfinu. Í síðasta viðskiptablaði Morgunblaðsins var sérlega athyglisvert viðtal við Georg Lúðvíksson, forstjóra Meniga, en fyrirtækið er markaðsleiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar með átján viðskiptavini í fjórtán löndum. Samkeppnin er hörð en Meniga hefur hingað til gengið vel en það var stofnað um svipað leyti og Clara. Bæði félögin ráku sig á það fljótlega að heimamarkaðurinn var ekki til frambúðar þó hann nýttist þeim sérlega vel til að komast af stað.

Georg sagði í Morgunblaðsviðtalinu að nýsköpunarumhverfið á Íslandi væri að mörgu leyti gott fyrir fyrirtæki sem væru að stíga sín fyrstu skref. Hann nefndi að mörg sprotafyrirtæki hafa fengið styrk frá Rannís sem geti skipt sköpun í byrjun og hann finni fyrir mikilli hvatningu í samfélaginu, sem skiptir miklu máli þegar ,,frumkvöðlar fá engin laun fyrir vinnu sína og steypa sér í skuldir upp á von og óvon." Að mati Georgs er helsti galli Íslands, fyrir fyrirtæki með alþjóðlegan metnað, smæðin og hve langt það sé frá erlendum mörkuðum, því sé nauðsynlegt að reka sölustarfsemina erlendis. Því verður seint breytt og mun líklega áfram hafa mestu áhrifin á að fyrirtæki eins og Clara, Meniga, nú eða Latibær, reyna fyrir sér erlendis.

Vitaskuld gera gjaldeyrishöftin frumkvöðlum erfitt fyrir að afla fjármagns erlendis, rétt eins og öðrum en jafnvel þótt þau væru afnumin, þá vantreysta erlendir fjárfestar laga- og fjármálaumhverfinu hér á landi segir Georg. Hafa verður í huga að í tíð síðustu ríkisstjórnar var ráðist í aðgerðir sem færðu Ísland ofar á lista landa þar sem pólitísk óvissa hefur áhrif á fjárfesta. Sem endranær verða þeir að geta treyst á pólitískan stöðugleika og að samningar standi. Langtímafjárfestar eru sérlega viðkvæmir fyrir breytingu á laga- og skattaumhverfi.

Ívilnanir og stöðugleiki

Það gefur auga leið að aðgerðir stjórnvalda skipta miklu og Georg bendir á að víða erlendis bjóðist nýsköpunarfyrirtækjum betri ívilnanir en hér og því sé í mörgum tilfellum óhagstæðara að setja á fót fyrirtæki hér á landi. Hann nefnir dæmi frá London, sem keppist við að laða til sín efnileg fyrirtæki og þeim boðið upp á ýmsar ívilnanir. Sem dæmi fær Meniga þar niðurgreidda leigu á frábærum stað í borginni. Einnig er mikilvægt að auðvelda aðstreymi sérhæfðs vinnuafls en benda má á að hugbúnaðarfyrirtækið CCP hefur notið ívilnandi regla á því sviði um skeið og stefnt hingað til lands mörgum hugbúnaðarsérfræðingum sem ella hefðu ekki komið. Mikilvægt er að stuðla að slíku, sérstaklega þar sem íslenski hugbúnaðarmarkaðurinn þarf stöðugt á fleiri slíkum sérfræðingum að halda og víða finnst fólk sem telur í lagi að dvelja hér um lengri og skemmri tíma.

En vitaskuld er ekki vandalaust að reka fyrirtæki erlendis, vandamálin eru bara önnur. Bala benti á að á Indlandi er afhendingaröryggi rafmagns afskaplega slæmt en líklega er það hvergi betra en hér á landi. Það eru þættir sem skipta máli og brýnt fyrir Íslendinga að glutra ekki því forskoti.  

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð. 

  

mynd
17. apríl 2014

Skuldaeftirgjöf í Bandaríkjunum

Þó margir gætu haldið það af umræðunni þá er Ísland ekki eina landið í heiminum sem reynt hefur að koma til móts við skulduga íbúðaeigendur. Líklega er á fá hallað þó bent sé á framtak Kamala D. Harris, ríkissaksóknara Kaliforníu. Undanfarin ár hefur hún hefur beitt sér mjög fyrir lækkun skulda hjá íbúðaeigendum og um leið reynt að fá lánafyrirtæki til að milda aðgerðir sínar gagnvart skuldugu Meira
mynd
8. apríl 2014

Umræða um sjávarútveg

Lengst af virtust flestir landsmenn hafa sterk tengsl við sjávarútveginn, með þeim hætti að skilja út á hvað atvinnugreinin gekk og um leið mikilvægi hennar fyrir efnahag landsins. Meira að segja landkrabbar frá Selfossi, eins og sá er þetta ritar, fengu tækifæri til að spreyta sig í fiskvinnslu sumarlangt. Mikil vinna og uppgrip á þeim tíma hentuðu skólafólki vel. Að ekki sé horft fram hjá þeim Meira
mynd
30. mars 2014

Stöðugleiki án hagsældar

Á síðasta stýrivaxtafundi evrópska seðlabankans (ECB) sagði Mario Draghi seðlabankastjóri að evran væri eyja stöðugleikans (e. island of stability). Síðari tímar ættu hins vegar eftir að leiða í ljós hvort hún væri jafnframt eyja hagsældar og atvinnusköpunar. Svarið lýsir ágætlega þeirri stöðugleikahugsun sem evrópski seðlabankinn hefur unnið út frá, væntanlega þýskum bankamönnum til ánægju. Á Meira
mynd
16. mars 2014

Bylting að ofan

Það verður að játast að það var titill bókarinnar sem dró pistlaskrifara að verki Vilborgar Auðar Ísleifsdóttur; Bylting að ofan. Stjórnskipunarsaga 16. aldar. Bókin kom út á síðasta ári hjá Hinu íslenska bókmenntafélag og byggir á doktorsritgerð Auðar með síðari viðauka. Hér er um að ræða yfirgripsmikið verk sem fjallar í stuttu máli um siðaskiptin og þær breytingar sem áttu sér stað á háttum Meira
mynd
6. mars 2014

Að afloknu Iðnþingi

Það er alltaf áhugavert að fylgjast með störfum Iðnþings en að þessu sinni fögnuðu þingfulltrúar 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins. Að það skuli ekki vera meira en 20 ár síðan samtökin voru sett á laggirnar vekur furðu en ekki síður sú fjölbreytni sem finna má innan þeirra. Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda í landinu. Þar má nú finna rúmlega 1200 fyrirtæki og Meira
mynd
27. febrúar 2014

Nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík

Skrifað var undir nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík við hátíðlega athöfn í Höfða í byrjun vikunnar. Það kemur í kjölfar þess að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 26. nóvember 2013, tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ásamt umhverfisskýrslu. Allt kemur þetta í kjölfar endurskoðunar á aðalskipulaginu 2001-2024 sem hefur staðið yfir undanfarin ár Meira
18. febrúar 2014

Saga SPRON

Saga sparisjóðanna er líklega táknrænni um sögu íslensks fjármálamarkaðar en margir hyggja. Sjóðirnir þróuðust frá því að sýsla með nokkrar krónur yfir gjaldkeraborðið í að verða leiksoppar á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði og vera þannig þátttakendur í einhverju áhugaverðasta fjármálahruni sem sagan þekkir, og með því að nota orðið áhugavert er ekki verið að gera lítið úr þeim persónulegu Meira
mynd
10. febrúar 2014

Mæjorka norðursins

Engum dylst að ótrúlegir hlutir eru að gerast í íslenskri ferðaþjónustu og þó margir óttist offjárfestingu í greininni virðist ekkert lát vera á ferðamannastraumnum hingað til lands. Er nú svo komið að Ísland er að verða heilsársland, ferðamenn koma á öllum tímum ársins og munurinn milli sumar- og vetrardvalar ferðamanna minnkar stöðugt. Í desember síðastliðnum fóru 41,7 þúsund erlendir gestir frá Meira
mynd
30. janúar 2014

Fátækt útrýmt árið 2035?

Hugsanlega myndu flestir í sporum Bill Gates vera nokkuð bjartsýnir á tilveruna. Maður sem hefur vanist þeirri hugsun að vera ríkastur manna á jörðinni og er í aðstöðu til að gera nokkurn veginn það sem hann vill ætti bara að vera nokkuð ánægður.  Og sannast að segja er Bill Gates bjartsýn og nánast sjálfsumglaður, svo mjög að manni dettur í hug kvæði Sigurðar Péturssonar sýslumanns sem er að Meira
mynd
21. janúar 2014

Landbúnaður á tímamótum

Undanfarin ár höfum við séð að eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum hér á landi hefur verið að  aukast um leið og hún hefur breyst. Við höfum verið upptekin af því að neyslubreyting hafi aukið þörfina fyrir smjör og rjóma tímabundið en við sjáum einnig að eftirspurn eftir öðrum vörum er að aukast. Vitað er að innlendir framleiðendur hafa átt erfitt með að sinna eftirspurn eftir nautakjöti og Meira
mynd
13. janúar 2014

Velgengni Bláa Lónsins

Það er ekki hægt að segja að val tímaritsins Frjálsrar verslunar á manni ársins í íslensku viðskiptalífi hafi komið á óvart. Uppbygging sú sem hefur átt sér stað í Bláa Lóninu er engu lík og þar á Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður fyrirtækisins, stærstan hlut að máli eins og birtist í vali tímaritsins. Frá árinu 1992 hafa rekstraraðilar Bláa Lónsins byggt upp einstakan stað, nánast hvernig Meira
mynd
6. janúar 2014

Besta ár allra tíma!

Um nýliðin áramót birtust óteljandi úttektir og greinar sem reyndu að meta stöðu mála í heiminum. Sem gefur að skilja eru þessar úttektir undir ýmsum formerkjum, stundum til að skemmta og stundum til að upplýsa. Víða mátti sjá það viðhorf að nýliðið ár hefði verið það besta sem mannkynið hefur upplifað. Samkvæmt þeim aðferðum sem þar er beitt er ekki ólíklegt að ætla að svo hafi einnig verið með Meira
mynd
31. desember 2013

Fyrrverandi fjármálaráðherra segir frá

Áhugamenn um stjórnmál fengu talsvert lesefni fyrir þessi jól því tveir fyrrverandi ráðherrar síðustu ríkisstjórnarinnar snöruðu fram bókum auk þess sem fyrrverandi forsætisráðherra er fyrirferðamikil í bók sambýliskonu hennar. Þessi útgáfa er vissulega fagnaðarefni fyrir þá sem lifa og hrærast í heimi stjórnmálanna en nokkra athygli hlýtur að vekja hve litla umfjöllun bækurnar fá í fjölmiðlum og Meira
mynd
21. desember 2013

Robert Mugabe og millistéttin

Það er heldur ólíklegt að harmur bresti á um allan heim þegar Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, kveður þessa tilveru. Þó hér sé ekki verið að óska neinum dauða þá er líklega farið að styttast í annan endann hjá Mugabe sem nú er á 90 aldursári. Stöðugar fréttir eru um hugsanlegan eftirmann hans þó almennt ríki ekki mikil bjartsýnir um að miklar breytingar verði á stjórn Zimbabwe í bráð. Robert Meira
mynd
9. desember 2013

Nelson Mandela: Maður til að minnast

Um svipað leyti og Nelson Mandela var að taka við völdum í Suður-Afríku var Slobodan Milosevic að taka við valdataumunum í Serbíu. Sá síðarnefndi efndi til uppgjörs og blóðbaðs sem kostaði hundruð þúsunda manna lífið og skapaði ástand sem eitraði öll samskipti á Balkanskaganum. Að lokum dó Slobodan Milosevic í fangelsi, þar sem hann beið réttarhalda vegna glæpa gegn mannkyninu.  Þetta Meira
mynd
23. nóvember 2013

Slys í vændum á Slippsvæðinu?

Undanfarið hef ég átt því láni að fagna að starfa niðri í miðbæ. Í byrjun ákvað ég að notast sem mest við almenningssamgöngur og auka göngutúra. Mest labba ég þó Laugaveginn. Þó götumyndin sé ansi fjölbreytt og á köflum ósamstæð er margt sem hrífur. Mest þó virðuleg eldri hús með sögu. Ósjálfrátt leiðir gangan til þess að menn byrja að velta fyrir sér hvernig hús falli best að bæjarmyndinni og Meira
mynd
16. nóvember 2013

Myndin af Kára

Í fyrsta skiptið sem ég hitti Kára Stefánsson þá var það til að taka viðtal við hann í Viðskiptablaðið. Tilefnið var að nefnd á vegum blaðsins hafði ákveðið að velja hann frumkvöðull ársins. Kári byrjaði viðtalið á að segja að honum fyndist þetta óverðskuldað, hann væri í raun ekki búinn að gera neitt ennþá. Það endurtók hann við verðlaunaafhendinguna. Allt tal um afrek hans eða deCODE væri því Meira
mynd
3. nóvember 2013

Bláa lónið og Airwaves - tvö fyrirmyndardæmi

Rekstur Bláa lónsins og Airwaves hátíðarinnar eru tvö skýr dæmi um það sem best er gert í íslenskri ferðaþjónustu. Í báðum tilfellum er verið að selja upplifun sem aðeins er hægt að fá á Íslandi. Bláa lónið er undur þar sem gestir komast í kynni við heim sem er hvergi annars staðar að finna. Við Íslendingar vitum að þessi heimur er tilbúinn en það virðist ekkert spilla upplifun gestanna og er nú Meira
mynd
26. október 2013

Litli kaupmaðurinn í átakaheimi

Það er sjálfsagt ekki á allra færi að fjalla um arabaheiminn svo vel sé. Og líklega ættu menn að varast einfaldanir og alhæfingar þegar kemur að því að greina og skilja þennan til þess að gera fjarlæga heim. Eigi að síður er það svo að þessi heimshluti skiptir okkur miklu. Af virkum átakasvæðum í heiminum í dag eru langflest í þessum heimshluta, svona gróft á litið. Engum dylst að pólitískur órói Meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira