28. maí 2015 kl. 23:07

Samkeppni um samkeppnishæfni

Tveir fundir voru haldnir um samkeppnishæfni Íslands í dag. Annars vegar hélt Viðskiptaráð Íslands fund í morgun í Hörpunni um úttekt viðskiptaháskólans IMD í Sviss sem starfrækir rannsóknarsetur sem gerir árlega úttekt á samkeppnishæfni 61 þjóðar. Viðskiptaráð er samstarfsaðili IMD og sér um gagnavinnslu hér á landi.

Hins vegar var að um að ræða svokallaðan Social Progress Index sem settur er saman af teymi hagfræðinga undir stjórn Michael Porter, prófessors í hagfræði við Harvard háskóla. Við uppröðun á listann er horft framhjá hefðbundnum mælikvörðum hagfræðinnar á borð við hagvöxt og þess í stað litið til lífsgæða og tækifæra til velgengni. Styðst listinn við opinber gögn frá alþjóðastofnunum og er meðal annars litið til heilsufars, mannréttinda og menntunar, auk annarra þátta. Listinn var fyrst settur saman 2013 og hefur vakið mikla athygli en pistlahöfundur hefur fjallað um hann áður. Nánar verður fjallað um fund SPI síðar en vegna fundarins í Aron banka í dag kom Michael Green til landsins en hann er einn nánasti samstarfsmaður Porters.

En víkjum aftur að úttekt IMD. Samkeppnishæfni hvers ríkis samkvæmt aðferðarfræði þeirra er metin út frá samsettri einkunn sem skiptist í fjóra meginþætti:

  1. Efnahagsleg frammistaða. Hversu vel virkar markaðshagkerfið og hve greiður aðgangur er að hæfu vinnuafli og fjármagni.
  2. Skilvirkni hins opinbera.  Hversu skilvirk er tekjuöflun hins opinbera og hver eru gæði opinberrar þjónustu.
  3. Skilvirkni atvinnulífs. Hver er framleiðni atvinnulífsins og hversu vel standa fyrirtæki sig í innbyrðis og alþjóðlegri samkeppni.
  4. Samfélagslegir innviðir. Hvert er menntunarstig, langlífi og heilbrigði þegnanna og hver er aðgangur þeirra að innviðum?

Útkoman byggir á 340 mælikvörðum sem samanstanda af haggögnum og niðurstöðum stjórnendakönnunar. Könnunin byggir á huglægu mati sem lengst af hefur viktað neikvætt, við höfum minni trú á okkur sjálfum en haggögn gefa til kynna. Kemur líklega fáum á óvart sem fylgjast með þjóðfélagsumræðunni en í dag var fyrirsögnin: Þið hafið aldrei haft það eins skítt, líklega ýktasta dæmi þess.fani

Ísland hefur hækkað um fimm sæti síðan núverandi ríkisstjórn tók við og er nú í 24. sæti með 74 stig og hefur aldrei verið hærra. Ljóst er að þáttur eins og afnám fjármagnshafta mun færa Ísland upp um nokkur sæt. Líklega þarf að skapa meiri félagslega sátt í landinu áður en Ísland getur gert atlögu að topp 10 listanum. Bandaríkin tróna enn á toppinum og eru nánast eins og viðmiðunarpunktur, með 100 stig af 100 mögulegum. Kanada og Noregur styrkja stöðu sína – og við getum glaðst yfir að Ísland fer upp fyrir Austurríki og erum ekki langt á eftir Finnlandi sem er nú í 20. sæti. Sem fyrr eru það öflugir innviðir sem eru okkar styrkleiki en við sækjum aðeins á í skilvirkni hins opinbera.

Í fyrirlestri Björns Brynj­úlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs, voru fimm stærstu viðfangsefni Íslands útlistuð, en úrlausn þeirra ræður miklu um útkomuna að ári liðnu. Við ættum öll að þekkja þessi viðfangsefni nokkuð vel:

  1. Leysa víðtækar og raskandi deilur á vinnumarkaði.
  2. Flýta afnámi hafta og mótun peningastefnu til framtíðar.
  3. Styðja við efnahagslegan stöðugleika með aukinni samfélagslegri sátt.
  4. Draga úr opinberum skuldum með rekstrarumbótum.
  5. Opna fyrir alþjóðaviðskipti til að auka framleiðni í innlendum atvinnugreinum.

Báðar þessar rannsóknir sýna að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að samkeppnishæfni. Sá mælikvarði sem mælir gæði samfélagsins almennt, SPI, setur okkur í 4. sæti í heiminum. Mælikvarði IMD setur okkur í 24. sæti en líklega á Ísland inni nokkuð stökk þegar höftum hefur verið aflétt. Þetta er staðfesting á því að hér er margt gott til að byggja á en við getum haldið áfram og gert betur.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.   

mynd
21. maí 2015

Fylgir Chicago í fótspor Detroit?

Chicago er ein af glæsilegri borgum Bandaríkjanna og sú þriðja fjölmennasta, næst á eftir New York og Los Angeles og það þrátt fyrir að hún hafi misst íbúa síðan hún var fjölmennust upp úr 1950. Þar búa nú um 2,7 milljónir manna sem hafa meðal annars orðið að þola um 10.000 skotbardaga á síðustu fjórum árum. Ofbeldi hefur gengt stóru hlutverki í sögu borgarinnar en síðustu áratugi hefur verið meira
mynd
12. maí 2015

Sameiginlegur vinnumarkaður eða fólksflótti?

Allt frá árinu 1954 hefur samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað gert norrænum borgurum kleift að starfa og setjast að í norrænum nágrannaríkjum. Norrænn vinnumarkaður er einn samþættasti svæðisbundni vinnumarkaður í heimi og margar viðbætur hafa verið gerðar við samninginn frá 1954. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að tilflutningur sé á vinnuafli á milli þessara landa þar sem meira
mynd
3. maí 2015

Orkan, álið og verðmætasköpun

Nú á þriðjudaginn heldur Landsvirkjun ársfund sinn um leið og fyrirtækið fagnar 50 ára afmæli sínu. Í síðustu viku hélt Samál, samtök álframleiðenda, aðalfund sinn en vegir þessara aðila skarast með eftirtektarverðum hætti. Ekki nóg með að stóriðjan kaupi hátt í 80% af þeirri orku sem framleidd er hér á landi heldur er hún einnig ein af þremur meginstoðum útflutningsiðnaðar landsmanna en alls námu meira
26. apríl 2015

Ísland best í heimi - svona næstum því!

Þetta getur bara ekki verið, sagði fréttakonan unga í morgunútvarpi Bylgjunnar síðastliðin föstudag. Tilefni undrunar fréttakonunnar voru upplýsingar um að íslenska þjóðin hefði færst úr ní­unda sæti upp í annað sætið yfir ham­ingju­söm­ustu þjóðir heims. Þetta kemur fram í ár­legri sam­an­tekt Sustaina­ble Develop­ment Soluti­ons Network fyr­ir meira
mynd
19. apríl 2015

Af hverju eru sumar þjóðir ríkari en aðrar?

Margar kenningar má finna sem reyna að svara þessari spurningu, sumar eru um leið að reyna að svara spurningum um ójafna skiptingu auðsins fremur en af hverju sumir verða ríkari en aðrir. Í síðasta pistli mínum um Nígeríu spunnust umræður um hvernig Nígeríu hefði tekist að vinna úr þeim mikla olíuauði sem landið býr yfir. Og jafnvel gerður samanburður við Noreg en olíuævintýri landanna meira
mynd
12. apríl 2015

Nígería: Íslenskur viðskiptavinur á tímamótum

Nígería er fjölmennasta land Afríku og býr yfir gríðarlegum náttúruauðævum. Landið skiptir okkur Íslendinga talsverðu máli þar sem þangað eru fluttar út fiskafurðir fyrir 12 til 14 milljarða króna á ári. Þar voru fyrir skömmu forsetakosningar sem geta markað þáttaskil í lýðræðisþróun þar og hugsanlega víða í álfunni. Niðurstaða kosningarinnar hefur í för með sér að nýr forseti tekur við völdum meira
mynd
6. apríl 2015

Kýpur afléttir höftum

Stjórn­völd á Kýp­ur hafa aflétt öll­um gjald­eyr­is­höft­um sem sett voru í land­inu í fjár­málakrepp­unni sem dundi yfir landið í upphafi árs 2013. Þá var bönkum á Kýpur lokað í einni svipan og greiðslukerfi landsins lamaðist í framhaldinu. Eðlilega er þetta tengt við ástandið hér á landi en hafa verður í huga að aldrei gerðist neitt slíkt hér enda tókst meira
mynd
1. apríl 2015

Deilt um kreppur og krónur

Fjármálakreppan á Íslandi árið 2008 var gríðarlega umfangsmikil og hafði mikil efnahagsleg áhrif. Um það þarf ekki að deila en orsakir, afleiðingar og úrlausn hennar skapa hins vegar miklar deilur. Nánast daglega ber á borð okkar Íslendingar nýjar útlistanir á því hver gerði hvað, hvenær og hvernig. Um leið getum við velt því fyrir okkur af hverju einhver gerði ekki eitthvað allt annað og þá með meira
mynd
25. mars 2015

Stafræna byltingin og vinnumarkaðurinn

Í upphafi 20. aldar unnu 38% allra starfandi manna í Bandaríkjunum í landbúnað. Í upphafi 21. aldar var þetta hlutfall komið niður í 2%. Fyrir 100 árum hefði engin geta sagt til um í hvaða störf þessi 36% sem færðu sig til færu, hvað þá að benda á fyrirbæri eins og hugbúnaðariðnað eða þjónustu eða annað það sem tekur störfin til sín í dag. Eða ferðaþjónustu sem gleypir flest ný störf á meira
mynd
14. mars 2015

Baráttan um störfin

Um allan heim er lögð mikil áhersla á að skapa ný störf. Í samfélögum þar sem atvinnuleysi er landlægt er það skiljanlegt en meira að segja lönd með gott atvinnuástand freista þess að fá til sín öflug og stór fyrirtæki með nýja starfsemi. Þannig hafa komið hingað stór alþjóðleg iðnfyrirtæki á sviði álvinnslu sem skapa ný og eftirsótt störf. Við þau hafa verið gerðir sérstakir fjárfestingasamningar meira
mynd
7. mars 2015

Ferðamannaeyjar

Sá mikli vöxtur sem verið hefur í ferðaþjónustunni síðustu ár skýrir stóran hluta af þeim hagvexti sem mælst hefur hér á landi síðan hagkerfið byrjaði að taka við sér árið 2010. Það er áætlun Greiningar Íslandsbanka að a.m.k. þriðjung hagvaxtarins frá árinu 2010 megi rekja til ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan hefur þannig átt stóran þátt í því endurreisnarstarfi sem átt hefur sér stað á meira
mynd
21. febrúar 2015

Bjór, mafía og lyf - saga viðskiptamógúls

Valt er veraldargengið og svo er auður sem augabragð! Það má hafa uppi margvísleg spakmæli sem minna okkur á að allt er breytingum undirorpið. Þannig gerast nú kaupin á eyrinni. Flestum er kunnugt að í heimi viðskipta vegast á áhætta og ávinningur, græðgi og hræðsla. Þeir sem enga áhættu taka uppskera væntanlega áhyggjulaust líf en án mikils efnahagslegs ávinnings. Að sjálfsögðu er efnahagslegur meira
mynd
11. febrúar 2015

Hagavatn: Lítil virkjun en miklar rannsóknir

„Rannsókn mannfræðinga þarf að liggja fyrir á því hvers vegna sumir segjast vera  náttúruverndarmenn á Íslandi og eigi með því köllun að vera, fyrst og síðast, gegn nýtingu endurnýjanlegrar orku. Ekki er það rányrkja! Skyldi það vera vegna þess að hún færir þjóðinni grundvallarauðæfi? Skyldi það vera vegna þess að orkuiðnaðurinn er verðugur andstæðingur og hagkvæmt er að hafa við hann meira
mynd
6. febrúar 2015

Áhugaverð framkvæmd við Hagavatn

Stundum er eins og búið sé að reisa þvílíkar girðingar í kringum framkvæmdir í landinu að menn eru hættir að sjá hið augljósa. Eitt slíkt tilfelli er Hagavatnsvirkjun, sunnan Langjökuls, sem hefur verið í alllangan tíma á teikniborðinu en virðist þokast lítt áleiðis. Og það þrátt fyrir að margir telji framkvæmdina hið mesta þarfaþing. Hún hefur umhverfisbætandi áhrif og er arðsöm í alla staði. Með meira
mynd
31. janúar 2015

Merk bók um horfna atvinnuhætti

Fyrir stuttu var hér umsögn um bók Óskars Jóhannssonar, Kaupmaðurinn á horninu, en hún kom út fyrir síðustu jól. Árið áður kom út æskuminningabók Óskars, Bernskudagar, sem greinir frá uppvaxtarárum hans í Bolungarvík og í Ísafjarðardjúpi. Í lokin er sagt stuttlega frá því er hann kom til Reykjavíkur 1940 þegar hernámið var að taka á sig mynd. Bók Óskars um kaupmannsárin var meira
mynd
25. janúar 2015

Hagur heimilanna vænkast umtalsvert

Í síðustu viku birtust nokkrir hagvísar sem benda til þess að hagur heimilanna í landinu hafi vænkast umtalsvert á síðastliðnu ári. Þannig komu fram upplýsingar um hraðan vöxt kaupmáttar launa á árinu, talsverða hækkun verðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu, aukningu í vinnuaflsnotkun og minnkandi atvinnuleysi. Ljóst er að staða heimilanna nú í upphafi árs 2015 hefur ekki verið betri síðan meira
mynd
17. janúar 2015

Eru landsmenn þreyttir á stöðugleikanum?

Í íslenska hagkerfinu er fágætur stöðugleiki um þessar mundir. Hægt er að hafa margvíslegar skoðanir á því hvað veldur honum og hve traustur hann er, en stöðugleiki ríkir eigi að síður. Segja má að nú þegar ársverðbólgan er innan við 1% og við sjáum verðhjöðnun á ýmsum sviðum sé umræðan dálítið ráðvillt. Einstaka fjölmiðlar hafa meira að segja séð ástæðu til að gera frétt um að verðhjöðnun sé nú meira
mynd
10. janúar 2015

Sektir fjármálafyrirtækja

Bandaríska hagkerfið er um 20% af hagkerfis heimsins. Þar eru um 40% af hlutabréfamarkaði heimsins og fáir eru sterkari málsvarar þess að markaðurinn eigi að ráða. Því er eðlilegt að heimsbyggðin horfi þangað og fylgist með því hvernig tekist er á við vandamál markaðshagkerfisins. Í kjölfar bankakreppunnar miklu 2008 brugðust Bandaríkjamenn við með margvíslegum hætti. Tvennt stendur þó uppúr meira
mynd
28. desember 2014

Batnandi staða á vinnumarkaði

Sá hagvísir sem mest er horft til í Bandaríkjunum er sá er mælir ný störf. Bandaríkjamenn vita sem er að þangað verður framleiðniaukning og hagvöxtur sóttur, úr hendi hins vinnandi manns. Nýjustu tölur segja okkur að atvinnulífið í Bandaríkjunum skapaði 321 þúsund ný störf í nóvember síðastliðnum. Eða eitt starf á hvern Íslending. Eru það mun fleiri störf en sérfræðingar höfðu búist við, en þeir meira