30. ágúst 2015 kl. 21:14

Hikstar verksmiðja heimsins?

Þegar rætt er um Kína eru allar tölur stórar. Það er því ekki nema von að ugg setji að mörgum þegar hagvísar og kauphallartölur vísa niður á við. Segja má að heimurinn hafi tekið létt kvíðakast í upphafi vikunnar þegar markaðir í Kína tóku að falla. Eftir 150% hækkun á hlutabréfavísitölu síðasta árið er ekki nema von að margir teldu sig sjá vísbendingar um bólumyndun. Og staðreyndin er sú að þrátt fyrir ríflega lækkun núna þá hafa hlutabréfaeigendur eigi að síður notið ríkulega ávöxtunar undanfarin misseri, að sjálfsögðu getur það breyst ef áframhald verður á lækkuninni sem ekki virðist útlit fyrir nú þegar þetta er skrifað. Kínversks stjórnvöld standa ekki hjá aðgerðarlaus. Stýrivextir eru lækkaðir og peningum hefur verið dælt í umferð. Það er auðvitað glapræði að ætla að hífa upp yfirspenntan hlutabréfamarkað með því að dæla úr sjóðum ríkisins en kínverskum stjórnvöldum hefur áður tekist með undraverðum hætti að halda sjó í gegnum ólgu á markaði. Kínversk ríkisfyrirtæki hafa eytt umtalsverðum fjármunum í að kaupa hlutabréf en sagan segir okkur að slíkt sé skammgóður vermir þegar markaðurinn er byrjaður að falla.

Lækkun á hlutabréfamarkaði snertir marga Kínverja en á hverjum mánuði þyrptust nýir fjárfestar inn á hlutabréfamarkaðinn og eins og nærri má geta voru þeir ekki allir fagfjárfestar. Þegar rakarastofan er orðin að verðbréfastofu og allir leigubílstjórar farnir að ræða hlutabréf þá vitum við að ekki er allt með feldu. Meira að segja úti í sveitum voru bændur farnir að kaupa og selja hlutabréf og það er ekki hægt að horfa framhjá því að hinir ríkisstýrðu fjölmiðlar landsins gerðu sitt besta til að efla hlutabréfadansins. People’s Daily sagði rísandi hlutabréfamarkað vera kínverska drauminn (e. carriers of the China dream). Þegar vísitalan fór yfir 4000 stig sagði blaðið að þetta væri bara byrjunin.  Líkast til heldur ábyrgðalaus blaðamennska.

Spilafíklar á hlutabréfamarkaði

En við verðum einnig að skoða kínverska fjármálamarkaðinn í samhengi. Staðreyndin er sú að Kínverjar vilja spara en hafa fremur horft til hagnaðar en áhættu. Sumir segja að þeir séu spilafíklar að eðlisfari. Þannig umgangist margir hlutabréfakaup og hvað er þá betra en markaður sem virðist aðeins gatað hækkað? Í Kína sem annars staðar eru það þeir sem seinast koma inn sem brenna sig mest. En ýmis önnur sparnaðarform viðgangast í Kína og þar eru fasteignakaup vinsælust. Að kaupa í fokheldu húsi hefur lengst af verið vinsælasta sparnaðarform Kínverja. Þess vegna hafa risið þar heilu borgirnar sem engin býr í. Meira sem fjárfesting en húsnæði og virkar kannski ekki mjög skynsamlegt. En fólk heldur áfram að fjárfesta í fokheldum íbúðum eigi að síður. Sérstaklega eru það opinberir starfsmenn sem eru duglegir við þetta þá erum við komin að spillingunni sem hefur lengi grasserað í Kína. Í því risavaxna hagkerfi sem þar hefur risið telja stjórnvöld að spilling sé alvarlegasta vandamálið og hafa því skorið upp herör gegn henni. Sérstaklega fylgjast þeir með opinberum starfsmönnum sem virðast víða finna matarholur.china_stock_market-5-28-15

Verksmiðja heimsins

En hvernig á að skoða kínverska hagkerfið? Kína er jú verksmiðja heimsins og á síðustu 30 árum hefur ótrúlegur verksmiðjurekstur risið þar upp. Því hafa vissulega fylgt margvíslega vandkvæði varðandi hollustu, mengun og aðbúnað starfsmanna. Kínversk yfirvöld taka slíka hluti alvarlega og samkvæmt upplýsingum frá verksmiðjurekanda sem þar starfar þá er gríðarlega vel fylgst með málum þar núna. Kínverjar eru viðkvæmir fyrir fréttum af vondum aðbúnaði og ætla sér að bæta þar úr. En það tekur tíma. Margt er vissulega að breytast og má sem dæmi taka að lágmarkslaun hafa nærri tvöfaldast síðan 2009. Hækkandi kostnaður í Kína hefur gert það að verkum að margir framleiðendur hafa leitað til landa eins og Víetnam og Bangladesh en óvíst er hve mikil ógnun er að því fyrir kínverska verksmiðjuheiminn. Í Bangladesh eru innviðir mjög slæmir og hefur t.d. gengið mjög illa að tryggja stöðugt rafmagn. Flestir verksmiðjurekendur þreytast á því þegar ekki er hægt að tryggja 50% uppitíma á fjárfestingunni. Þá er aðbúnaður verkafólks þar mjög slæmur og mörg vestræn fyrirtæki hafa ekki viljað fara þangað inn. Aðrir hafa spáð Indverjum miklum uppgangi en staðreyndin er sú að þeir ná engan vegin framleiðni Kínverja.

Einn Kínverji, tveir Kínverjar, þrír Kínverjar…

Það er ein mesta áskorun sem nokkur Hagstofa getur glímt við að finna út fjölda Kínverja! Opinberlega eru þeir taldir vera 1,3 til 1,4 milljarðar manna. Margir telja þá talsvert fleiri og segja að á vanþróuðum svæðum sé erfitt að koma við manntali og þá leiði einsbarnsstefnan (e. one child policy) til þess að ekki séu allir skráðir. Hve miklu skeikar skal ósagt látið en allar skekkjur færa til háar tölur.

En aðrar tölur geta líka verið ónákvæmar, svo sem tölur um hagvöxt. Lengi hefur verið þráttað um hve mikill hagvöxtur er í Kína og augljóst að eftir því sem hagkerfið stækkar og verður auðugara því erfiðara er að halda uppi miklum hagvexti. Kínversk stjórnvöld berjast við að halda hagvexti yfir  7% og spurning er hve langt þau vilja ganga til að svo líti út. Hvað sem hæft er í því þá er deilt um áreiðanleika talna og hve  hár hagvöxturinn er í raun og veru. Líklega verður það bara að fá að koma í ljós einn daginn. En hagvöxtur í Kína viktar þungt í heildarhagvexti heimsins og því ljóst að heimsvélin hikstar ef Kína höktir.

En Kínverjar eru orðnir stórauðugir, talið er að um 300.000 Kínverjar, svona svipað og fjöldi Íslendinga, eigi yfir einn milljarð króna. Um 10% þjóðarinnar eru komnir með millistéttartekjur á vestrænan mælikvarða, það jafngildir líklega fjölda Rússa! Allt verður þetta stórt í samhenginu en vitaskuld óttast menn líka að hvellurinn verði í takt við annað. Ein milljón bíla selst í hverjum mánuði í Kína og hvergi er meira um vestræna glæsibíla. Lúxusvarningur flæðir um þjóðfélagið.

Hlýðni almennings

Þeir sem hafa búið um lengri eða skemmri tíma í Kína segjast gjarnan undrast hve fólk trúir í blindni á stjórnvöld. Engum blöðum er um það að fletta að kínverskur almenningur sættir sig við aðra hluti en við vesturlandabúar eigum að venjast þegar kemur að lýðréttindum og mannréttinum.  Sumir telja þetta veikleika kínversks samfélags, aðrir styrkleika. Almenningur hefur að hluta til verið knúin til hlýðni en einnig hefur fólk metið það svo að stjórnvöldum gangi þrátt fyrir allt vel að skipuleggja þetta gríðarfjölmenna samfélag á leið sinni til velmegunar og þróunar. Kínverjar vita að lítið má út af bera ef ekki á illa að fara. Stór landsvæði eru enn vanþróuð og mikið af fólki býr við aðstæður þar sem flest skortir. Flutningur fólks úr sveitum hefur verið endalaus uppspretta vinnuafls í verksmiðjum borganna. Mikið af þessu fólki hefur lagt gríðarlega mikið á sig, sumir í þeirri einföldu von að börn þeirra hafi það betra en þau sjálf. Hvernig fólk bregst við ef stjórnvöld missa tök á efnahagsmálum skal ósagt látið.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
24. ágúst 2015

Sósíalísk skipbrot í Venesúela

Náttúra Venesúela mun hafa orðið enska rithöfundinum sir Arthur Conan Doyle innblástur þegar hann skrifaði hina áhugaverðu bók Hinn horfni heimur (The Lost World) árið 1912. Bókin átti eftir að verða kveikjan að hinum stórmerkilegu Júragarðs (Jurassic Park) myndunum. Hvað sem segja má um vísindin þarna að baki þá er Venesúela að margra mati undursamlegt land, með fagra náttúru og gjöfula meira
mynd
17. ágúst 2015

Vandi olíuútflutningsríkja

Það hefur löngum verið vinsæl kenning í stjórnmálafræði að með sameiginlegu átaki Bandaríkjanna og Saudi-Arabíu hafi tekist að halda olíuverði svo lágu í lok níunda áratugar síðustu aldar að Sovétríkin liðuðust í sundur. Eftir að Saudi-Arabía ákvað að auka framleiðslu sína umtalsvert 1985 byrjuðu Sovétríkin að tapa 20 milljörðum Bandaríkjadala á ári. Tekin var pólitísk ákvörðun um að halda verðinu meira
mynd
3. ágúst 2015

Örstutt haglýsing

Að öllu jöfnu hægist á íslenska hagkerfinu yfir sumarmánuðina. Sá háttur Íslendinga að vera að skjótast í sumarfrí allt sumarið veldur þar mestu en sumar atvinnugreinar eru árstíðaskiptar. Nú í kringum verslunarmannahelgina er hvað mest ró yfir öllu. Það er nánast eins og slökkt hafi verið á hagkerfinu. En þrátt fyrir það koma á borð okkar margvíslegar tölur sem við verðum að taka alvarlega og meira
mynd
25. júlí 2015

Ferðamannasprengja - allir voða hissa!

„Innan fárra ára munu 2 milljónir ferðamanna koma hingað til lands. Við þurfum að sameinast um þjóðaráætlun til að taka vel á móti þeim, en að vera okkur sjálfum líka til hagsbóta. Tilviljun má ekki ráða för og ekki heldur deilur okkar á milli eða skak." Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í inngangsræðu sinni á 75 ára afmælisráðstefnu Icelandair Group sem haldin var 25. meira
mynd
16. júlí 2015

Verksmiðja rís við Húsavík

Ekki verður annað séð en að mikill uppgangur ríki á Húsavík þessi misserin og bærinn hefur þróast í að vera umsvifamikill áfangastaður ferðamanna. Um leið hefur verið lokið við allan undirbúning að kísilmálmverksmiðju sem mun rísa á iðnaðarsvæðinu að Bakka við Húsavík.  Augljóst er af þessu að byggðin á Húsavík mun styrkjast og fjölbreyttari stoðir verða undir atvinnulíf þar. Með tilkomu meira
mynd
12. júlí 2015

Þörf fyrir nýja orkukosti

Hvamms­virkj­un í Þjórsá var færð úr biðflokki í nýt­ing­ar­flokk á nýafstöðnu þingi. Landsvirkjun hefur þegar hafið undirbúning að framkvæmdum og ef engar ófyrirséðar tafir verða er hugsanlegt að Hvammsvirkjun verði tilbúin innan 3 til 4 ára. Það er þá 5 til 6 árum eftir að Búðarhálsstöð var gangsett en það var í  mars 2014. Búðarhálsstöð var fjórtánda vatnsaflsstöðin sem meira
mynd
5. júlí 2015

Ungt fólk með vinnu á Íslandi

„Deila má um hvort vinnu skuli flokka með ástæðum hamingju eða með ástæðum óhamingju. Því verður ekki neitað að mörg störf eru ákaflega þreytandi og þegar vinnan er of mikil, eða of erfið, þá verður hún að kvöl. En sé álagið ekki óhóflegt þá er jafnvel leiðinlegasta vinna minni kvöl en iðjuleysi.” Þannig komst heimspekingurinn Bertrand Russell að orð í bók sinni Að höndla hamingjuna meira
mynd
28. júní 2015

Grísk atkvæðagreiðsla um skuldir

Gríska þingið hefur ákveðið þjóðar­at­kvæðagreiðslu í Grikklandi eft­ir viku, sunnu­dag­inn 5. júlí. Þar veður gengið til atkvæða um þær aðhaldstil­lög­ur sem lán­ar­drottn­ar lands­ins setja sem skil­yrði fyr­ir frek­ari lán­veit­ing­um. Þetta er eitt skrefið enn í þeirri harmrænu vegferð sem Grikkland hefur verið í undanfarin meira
mynd
21. júní 2015

Tvö frábær fyrirtæki

Nú með skömmu millibili höfum við fengið ánægjulegar fréttir af tveimur frábærum fyrirtækjum. Annars vegar er það fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið VHE sem er orðið þekkt inn­an áliðnaðar­ins en það þróar, fram­leiðir og smíðar vél­búnað í húsa­kynn­um fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði og sel­ur til ál­vera víðs veg­ar um meira
mynd
13. júní 2015

Allir vinna!

Nú þegar sumarið er að hefjast gæti athygli fólks beinst að því að eina tegund frétta vantar. Fréttir af því að ungt fólk fái ekki sumarstörf. Það eru engar fréttir um slíkt, sem betur fer. 1. maí var líka áberandi að engin skilti voru að krefjast þess að störf yrðu sköpuð eða eitthvað væri gert til að taka á atvinnuleysinu. Líklega mætti ætla að 1. maí kröfugerðin hefði verið undirlögð undir meira
mynd
28. maí 2015

Samkeppni um samkeppnishæfni

Tveir fundir voru haldnir um samkeppnishæfni Íslands í dag. Annars vegar hélt Viðskiptaráð Íslands fund í morgun í Hörpunni um úttekt viðskiptaháskólans IMD í Sviss sem starfrækir rannsóknarsetur sem gerir árlega úttekt á samkeppnishæfni 61 þjóðar. Viðskiptaráð er samstarfsaðili IMD og sér um gagnavinnslu hér á landi. Hins vegar var að um að ræða svokallaðan Social Progress Index sem settur meira
mynd
21. maí 2015

Fylgir Chicago í fótspor Detroit?

Chicago er ein af glæsilegri borgum Bandaríkjanna og sú þriðja fjölmennasta, næst á eftir New York og Los Angeles og það þrátt fyrir að hún hafi misst íbúa síðan hún var fjölmennust upp úr 1950. Þar búa nú um 2,7 milljónir manna sem hafa meðal annars orðið að þola um 10.000 skotbardaga á síðustu fjórum árum. Ofbeldi hefur gengt stóru hlutverki í sögu borgarinnar en síðustu áratugi hefur verið meira
mynd
12. maí 2015

Sameiginlegur vinnumarkaður eða fólksflótti?

Allt frá árinu 1954 hefur samningur um sameiginlegan norrænan vinnumarkað gert norrænum borgurum kleift að starfa og setjast að í norrænum nágrannaríkjum. Norrænn vinnumarkaður er einn samþættasti svæðisbundni vinnumarkaður í heimi og margar viðbætur hafa verið gerðar við samninginn frá 1954. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að tilflutningur sé á vinnuafli á milli þessara landa þar sem meira
mynd
3. maí 2015

Orkan, álið og verðmætasköpun

Nú á þriðjudaginn heldur Landsvirkjun ársfund sinn um leið og fyrirtækið fagnar 50 ára afmæli sínu. Í síðustu viku hélt Samál, samtök álframleiðenda, aðalfund sinn en vegir þessara aðila skarast með eftirtektarverðum hætti. Ekki nóg með að stóriðjan kaupi hátt í 80% af þeirri orku sem framleidd er hér á landi heldur er hún einnig ein af þremur meginstoðum útflutningsiðnaðar landsmanna en alls námu meira
26. apríl 2015

Ísland best í heimi - svona næstum því!

Þetta getur bara ekki verið, sagði fréttakonan unga í morgunútvarpi Bylgjunnar síðastliðin föstudag. Tilefni undrunar fréttakonunnar voru upplýsingar um að íslenska þjóðin hefði færst úr ní­unda sæti upp í annað sætið yfir ham­ingju­söm­ustu þjóðir heims. Þetta kemur fram í ár­legri sam­an­tekt Sustaina­ble Develop­ment Soluti­ons Network fyr­ir meira
mynd
19. apríl 2015

Af hverju eru sumar þjóðir ríkari en aðrar?

Margar kenningar má finna sem reyna að svara þessari spurningu, sumar eru um leið að reyna að svara spurningum um ójafna skiptingu auðsins fremur en af hverju sumir verða ríkari en aðrir. Í síðasta pistli mínum um Nígeríu spunnust umræður um hvernig Nígeríu hefði tekist að vinna úr þeim mikla olíuauði sem landið býr yfir. Og jafnvel gerður samanburður við Noreg en olíuævintýri landanna meira
mynd
12. apríl 2015

Nígería: Íslenskur viðskiptavinur á tímamótum

Nígería er fjölmennasta land Afríku og býr yfir gríðarlegum náttúruauðævum. Landið skiptir okkur Íslendinga talsverðu máli þar sem þangað eru fluttar út fiskafurðir fyrir 12 til 14 milljarða króna á ári. Þar voru fyrir skömmu forsetakosningar sem geta markað þáttaskil í lýðræðisþróun þar og hugsanlega víða í álfunni. Niðurstaða kosningarinnar hefur í för með sér að nýr forseti tekur við völdum meira
mynd
6. apríl 2015

Kýpur afléttir höftum

Stjórn­völd á Kýp­ur hafa aflétt öll­um gjald­eyr­is­höft­um sem sett voru í land­inu í fjár­málakrepp­unni sem dundi yfir landið í upphafi árs 2013. Þá var bönkum á Kýpur lokað í einni svipan og greiðslukerfi landsins lamaðist í framhaldinu. Eðlilega er þetta tengt við ástandið hér á landi en hafa verður í huga að aldrei gerðist neitt slíkt hér enda tókst meira
mynd
1. apríl 2015

Deilt um kreppur og krónur

Fjármálakreppan á Íslandi árið 2008 var gríðarlega umfangsmikil og hafði mikil efnahagsleg áhrif. Um það þarf ekki að deila en orsakir, afleiðingar og úrlausn hennar skapa hins vegar miklar deilur. Nánast daglega ber á borð okkar Íslendingar nýjar útlistanir á því hver gerði hvað, hvenær og hvernig. Um leið getum við velt því fyrir okkur af hverju einhver gerði ekki eitthvað allt annað og þá með meira

Sigurður Már Jónsson

Sigurður Már Jónsson

Höfundur er blaðamaður en starfar í dag sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Meira