c

Pistlar:

7. maí 2017 kl. 18:20

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Umhverfisvæn álframleiðsla

Álfram­leiðsla á Ísland er um­hverf­i­s­vænni en á flest­um öðrum stöðum í heim­in­um að sögn Hal­vor Kvande, pró­fess­ors em­irit­us frá NTNU í Nor­egi, en hann hélt ný­verið er­indi hér á landi und­ir yf­ir­skrift­inni, „How to mini­m­ize the car­bon foot­print of alum­ini­um smelters.“ Morgunblaðið gerði þessu ágæt skil með viðtali við Kvande en t.d. Ríkisútvarpið sá ekki ástæðu til að fjalla um málið eða ræða við Kvande þegar hann kom hingað. Við hann er þó tengd nóbelsverðlaun en hann var hluti af hópnum sem fékk friðarverðlaunin 2007 ásamt Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Kvande hafði verið með vísindalegt framlag til hópsins Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) og var því einn fjölmargra vísindamanna sem hlutu verðlaunin. Þegar ferill hans er skoðaður sést að fáir hafa jafn mikla vísindalega þekkingu á samspili álframleiðslu og loftslagsbreytinga.

Í viðtali Morgunblaðsins við Kvande kom fram að los­un gróður­húsaloft­teg­unda er mest í orkuþætti álfram­leiðslunn­ar en hér á landi kem­ur raf­orkan til álframleiðslu frá um­verf­i­s­vænni orku­fram­leiðslu. Þetta er auðvitað lykilþáttur þegar verið er að skoða mengunarþátt áliðnaðarins. Og að sjálfsögðu verður að hugsa það á heimsvísu.

Ál er unnið úr svo­kölluðu súráli eða áloxíði með raf­grein­ing­ar­ferli þar sem raf­straum er hleypt á vinnslu­ker þar sem súrálið klofn­ar ann­ars veg­ar í ál og hins veg­ar í súr­efni sem binst kol­efn­um úr sér­stök­um raf­skaut­um. Til fram­leiðslu á aðeins 1 kg af áli þarf um 13 kWh af raf­orku og því fer gíf­ur­lega mik­il orka í fram­leiðsluna. Ísland er eitt fárra ríkja sem hefur getað boðið upp á orku frá vatnaaflsvirkjunum til þess.ál

Kolt­ví­sýr­lings­los­un frá raf­grein­ing­unni sjálfri er um 1,5 tonn á hvert fram­leitt tonn af áli og ofan á það bæt­ast kolt­ví­sýr­lingsí­gildi upp á 0,6 tonn af ann­arri los­un fyr­ir hvert fram­leitt tonn af áli hér á landi. Los­un vegna súráls­fram­leiðslu, forskautafram­leiðslu og annarra aðfanga er svo um 2,2 tonn, en hún fell­ur til ann­ars staðar. Sú los­un sem fylg­ir raf­grein­ing­unni á Íslandi er um 2 tonn fyr­ir hvert tonn af áli.

Kolaframleiðsla verst

„Þar sem raf­orkan er fram­leidd með gasi, líkt og í Mið-Aust­ur­lönd­um, bæt­ast við 6 tonn af gróður­húsaloft­teg­und­um á hvert fram­leitt tonn af áli. Kol­in eru verst en þau nota stærstu álfram­leiðend­ur heims, Kína og Ind­land, í sinni fram­leiðslu. Þar bæt­ast 13 tonn við fram­leiðsluna. Í stað þess að skila 2 tonnum af gróðurhúsaframleiðslu með hverju framleiddu tonni hér á landi þá bætast við 19 tonn ef ef notuð eru kol eða samtals 21 tonn eða ríflega tíu sinnum meira.

Ef not­ast er við vatns­afl eins og hér á landi, í Nor­egi, Kan­ada og sum­um svæðum í Rússlandi er los­un­in vegna raf­orkunn­ar hins veg­ar eng­in og los­un­in við jarðvarma er hverf­andi. Það skipt­ir því sköp­um fyr­ir lofts­lagið að nota end­ur­nýj­an­lega orku til að fram­leiða málm­inn,“ sagði Kvande í Morgunblaðsviðtalinu.

Álframleiðsla stendur fyrir einu prósenti af kolefnislosun

Kvande seg­ist ekki sjá í fljótu bragði hvernig megi draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda í álfram­leiðslu ríkja sem nota annað hvort kol eða gas með öðrum hætti en að færa raf­orku­fram­leiðslu ríkja í Mið-Aust­ur­lönd­um og Kína í átt að end­ur­nýj­an­legri og um­hverf­i­s­vænni raf­orku­fram­leiðslu. Hann bend­ir þó á að gíf­ur­leg­ar fjár­fest­ing­ar hafi farið í þróun á svo­kölluðum eðalskaut­um, sem myndu draga úr los­un kol­efn­is við sjálfa álfram­leiðsluna. Sú tækni er þó ekki til­bú­in þrátt fyr­ir mikla þró­un­ar­vinnu.

„Þetta kall­ast í grein­inni leit­in að hinum heil­aga gral, þ.e. eðalskaut­um eða kol­efn­is­laus­um raf­skaut­um sem myndu gera ál­ver­um kleift að fram­leiða ál án kol­efn­is­los­un­ar. Það leys­ir þó ekki vand­ann er snýr að orku­fram­leiðslunni, sem los­ar mest af gróður­húsaloft­teg­und­um,“ sagði hann og benti á að álfram­leiðsla í heim­in­um standi fyr­ir 1 pró­senti af kol­efn­is­los­un út í and­rúms­loftið. Álfram­leiðsla í lönd­um sem búa yfir um­hverf­i­s­væn­um og end­ur­nýj­an­leg­um orku­auðlind­um sé því ákjós­an­legri en sú í Kína og Indlandi. Þess má geta að álfram­leiðsla hef­ur vaxið gríðarlega síðustu ára­tugi, fyrst og fremst í Kína og Miðaust­ur­lönd­um og í dag fer meira en helm­ing­ur heims­fram­leiðslunn­ar fram í Kína.

Hagkvæmt fyrir heimsbyggðina

Ísland fram­leiðir ár­lega um 870.000 tonn af áli, en fram­leiðsla á millj­ón tonn­um af áli á ári fylg­ir los­un upp á um 2 millj­ón­ir tonna af kolt­ví­sýr­lingsí­gild­um. Sama magn af áli sem fram­leitt er í Kína, jafn­gild­ir los­un upp á 15 millj­ón­ir tonna á ári. Til sam­an­b­urðar er heild­ar­los­un Íslands um 4,5 millj­ón­ir tonna á ári, svo fram­leiðsla millj­ón tonna af áli spar­ar heims­byggðinni nán­ast þre­falda árs­los­un Íslands ár hvert.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.