Pistlar:

20. júní 2017 kl. 9:21

Viðar Garðarsson (vg.blog.is)

Tímamóta viljayfirlýsing Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda og Landsvirkjunar

Nokkuð er síðan að margar af fiskimjölsverksmiðjum landsins settu upp rafmagnskatla meðfram olíukötlum þeim sem í notkun voru um áratuga skeið. Þetta var þegar verð á rafmagni var lágt og olíuverð hátt sem þessi þróun fór af stað sem hagræðingar aðgerð af hálfu fiskmjölsframleiðenda. Síðustu ár hefur síðan Landsvirkjun markvisst hækkað verð á raforku til fiskimjölsverksmiðja á sama tíma og olíuverð hefur farið hratt niður á við. Þannig má segja að Landsvirkjun hafi verðlagt sig út af þessum markaði því að bræðslurnar brugðust við hækkunum á raforku með því að skipta til baka yfir í brennslu á olíu. Því eru fréttir af því að Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda (FÍF) og Landsvirkjun hafi tekið höndum saman um að stuðla að aukinni notkun endurnýjanlegrar orku í fiskmjölsiðnaði verulega ánægjulegar, sérstaklega í ljósi umhverfismarkmiða. 

Jón Már Jónsson formaður FÍF og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar undirrituðu viljayfirlýsingu þar að lútandi. Á fundi Hafsins Öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins um loftslagsmál –áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi, þar vék Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra máli sínu að framangreindum áformum í opnunarerindi.

„Ágætt dæmi um árangur í loftslagsmálum að frumkvæði atvinnulífsins er rafvæðing fiskimjölsverksmiðja. Þar hafði greinin sjálf frumkvæði að því að skipta úr olíu í rafmagn. Allir munu vera sammála um ágæti þess, auk loftslags ávinningsins minnkar loftmengun og starfsskilyrði batna við rafvæðingu. Það hafa hins vegar verið blikur á lofti vegna hækkaðs raforkuverðs. Ég fagna þess vegna nýgerðri viljayfirlýsingu Landsvirkjunar og Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda um að auka hlut endurnýjanlegrar orku við fiskimjölsframleiðslu,“ sagði umhverfisráðherra.

Fiskmjölsverksmiðjur eru tæknilega krefjandi viðskiptaaðili Landsvirkjunar m.t.t. eðlis rekstrarins og óvissu. Mikil orkuþörf í frekar skamman tíma og óvissa um hvenær veiðist og hvenær ekki, gera þessa vinnslu óvenju sveiflukennda á kerfi Landsvirkjunar. En það sem er stóra fréttin í þessari viljayfirlýsingu er að með henni er felst ákveðin viðurkenning á því að arðsöfnun í sjóði Landsvirkjunar er ekki endilega sú leið sem skilar samfélaginu mestum ábata á hverjum tíma.

6. júní 2017

Plagsiðurinn að grenja út fé

Það var áhugaverð sú skoðun Rúnars Geirmundssonar sem kom fram á bls. 4 í Morgunblaðinu í morgun að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma beiti hótunum til þess að fá aukið fjármagn til reksturs. Rúnar starfar sem útfararstjóri í eigin fyrirtæki og er formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Fyrir rétt um viku síðan kom fram forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og tjáði alþjóð að garðarnir meira
2. júní 2017

Vel gert ráðherra

Mikið hefur verið ritað og rætt um skipan dómara í Landsrétt síðustu daga. Eins og vænta mátti eru deildar meiningar um það hvernig skal með fara. Rétt er hér að taka fram að ég hef ekki á þessu neina sérstaka þekkingu og hef engin tengsl við þetta fólk sem sóttist eftir þessu starfi.  Eitt af því sem þarf að skoða í þessu samhengi er sú staðreynd að síðustu ár hefur það sífellt færst í meira
31. maí 2017

Mikilvægi eigendastefnu Landsvirkjunar

Ég hef nokkru sinnum áður sest við lyklaborðið og skrifað pistla þar sem ég hef reynt að sýna fram á mikilvægi þess að Alþingi marki fyrirtækinu Landsvirkjun eigendastefnu. En frá því að raforkulög hér á landi voru Evrópuvædd árið 2003 hefur í raun ekki verið mörkuð eigendastefna fyrir Landsvirkjun eða mörkuð heildstæð stefna um orkumál og orkunýtingu. Þetta er bagalegt því eigendastefna er þessum meira
20. mars 2017

Orsakatengsl neyslu og fjölgunar útsölustaða ofmetin

Enn á ný ætla ég mér að setja hér nokkrar línur á blað um markaðssetningu á áfengi í tengslum við áfengisfrumvarpið svokallaða, þrátt fyrir að það sé líkt og að lenda undir valtara svo mikill er tilfinningaþrungin hjá ýmsum þeim sem komið hafa fram á ritvöllinn opinberlega.  Síðastliðinn laugardag birtist grein á mbl.is sem bar yfirskriftina „Aukið aðgengi eykur skaða“ þarna var á meira
2. mars 2017

Aðgerða er þörf í markaðsmálum sjávarfangs

Sjávarklasinn birti 20. febrúar síðastliðinn merkilega grein á vef sínum sem nefnist „Getum við notað áföll til þess að hugsa hlutina upp á nýtt?“ Í þessari útgáfu Sjávarklasans kemur fram að í nýliðnu verkfalli sjómanna hafi reynst tiltölulega auðvelt fyrir söluaðila á erlendum mörkuðum að skipta út íslensku flökunum fyrir norsk eða rússnesk eða að bjóða aðrar hvítfisktegundir. Í meira
16. febrúar 2017

Nú hitnar undir sprittinu

Ég hef, svo sem eins og áður hefur komið fram í skrifum mínum hér, fylgst nokkuð með umræðunni um boðað áfengisfrumvarp. Í þessari umræðu endurspeglast í raun íslensk umræðuhefð og rökræða síðustu áratuga. Umræðan er að mestu tekin á tilfinningalegum nótum og mikið gert af því að fara í manninn en ekki málefnið. Nú eða hitt að settar eru fram illa rökstuddar fullyrðingar í stað rökstuðnings, þá meira
8. febrúar 2017

Af karpi um sölu áfengis

Boðað áfengisfrumvarp á Alþingi hefur þegar valdi nokkrum óróa og tilfinningaríkum upphrópunum í samfélaginu okkar. Þeir sem setja sig á móti frumvarpinu bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og sameiginlega ábyrgð allra á áfengismenningu þjóðarinnar. Þeir sem mæla fyrir frumvarpinu benda á frelsi einstaklingsins og persónuábyrgð hvers og eins í umgengni við þennan vímugjafa. Einnig benda þeir á þá meira
28. janúar 2017

Karp um ríkis- eða einkarekstur

Þær fréttir bárust í vikunni að Klíníkin í Ármúla hefði fengið leyfi embættis landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu með fimm daga legudeild. Nokkur órói hefur myndast eftir þessa frétt þar sem átakalínurnar virðast vera ríkisrekstur eða einkarekstur. Stéttarfélagið BSRB blandar sér meðal annarra í þessa umræðu. BSRB varar stjórnvöld við því að láta undan þrýstingi þeirra sem vildu meira
6. janúar 2017

Ný tækifæri á álmarkaði með markaðslegri aðgreiningu

Margt bendir til þess að ný og spennandi tækifæri séu að skapast í íslenskum orkuiðnaði. Álrisinn Alcoa sem er móðurfyrirtæki Fjarðaráls á Reyðarfirði lagði sérstaka áherslu á kolefnislágar vörur sem framleiddar eru fyrir austan á stærstu álsýningu heims, sem haldin var í Dusseldorf. Sérstök áhersla var lögð á ál sem framleitt er með vatnsorku og einnig á endurunnið ál.  Þetta eru nokkur meira
12. desember 2016

Af þýlyndi

Vissulega má taka undir með Ásgeiri Jónssyni deildarforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar í grein sem hann ritar á vef Virðingar og kallar „Það eru framfarir hygg ég að sé“ þar skrifar hann m.a. um þýlyndi þjóðarinnar. Oft á tímum erum við of leiðitöm og látum glepjast af alskonar trúboði um bættan hag og blóm í haga. Það hefur löngum verið einn helsti meira
28. nóvember 2016

Rangfærslur um raforkusæstreng

Ég verð að viðurkenna að við hlustun á kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld sunnudaginn 27. nóvember 2016 rak mig í rogastans þegar ég heyrði fréttamanninn Þorbjörn Þórðarson segja um hugmyndir manna um lagningu raforkusæstrengs. „Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár“.  Ég veit ekki hvaðan Þorbjörn hefur upplýsingar um að meira
23. nóvember 2016

Þarf að hækka verð fyrir orku og orkuflutning?

Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar frétt í Morgunblaðið í dag 23. nóvember 2016 um líklega hækkun á raforkuverði til neytenda. En þrálátur orðrómur hefur verið um allt að 10% verðhækkun sé í pípunum. Greinin er að uppistöðu viðtal við Bjarna Bjarnason forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni lýsir því í greininni að hann eigi von á því að raforkuverð hækki um áramót. Skýringanna meira
15. nóvember 2016

Sá heimski heldur hvern mann heimskari sér

Hvað er að gerast í samfélaginu okkar? Í heimsmálunum og síðast en ekki síst hvað er að gerast í Ameríku þar sem þjóðin kaus sér nýjan þjóðhöfðingja fyrir nokkrum dögum. Við sem erum að silast yfir miðjan aldur erum alin upp í trú á lýðræðinu, trú á því að meirihluti í þýðinu hafi rétt á því að taka ákvarðanir í krafti meirihlutans fyrir okkur hin. Það hefur orðið trúnaðarbrestur á milli meira
24. október 2016

Hvar er orkustefnan?

Það hefur vakið nokkra undrun hjá undirrituðum að nánast undantekningarlaust er ekki að finna neina heildstæða stefnu í orkumálum þjóðarinnar hjá þeim flokkum sem eru að bjóða fram í komandi alþingiskosningum.  Jú jú einhverjir eru á því að skoða eigi hagkvæmni þess að flytja út orku þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að það geti verið arðbært. Einhverjir leggjast gegn þessum hugmyndum. En meira
16. október 2016

Skjótum fyrst og spyrjum svo

Í vikunni sem leið bárust fréttir af því að stofnað hefði verið málsóknarfélag í þeim tilgangi að krefjast þess fyrir dómi að rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sem gefið var út síðasta vor verði fellt úr gildi. Málið er höfðað bæði gegn fyrirtækinu og Matvælastofnun sem er sá aðili sem gaf út rekstrarleyfið. Það er hópur hagsmunaaðila sem stendur saman að þessu málsóknarfélagi.  meira
26. september 2016

Framsókn og fjölmiðlasirkusinn

Undirritaður hefur verið á ferð erlendis síðustu vikur og því ekki haft tækifæri til þess að fylgjast með fréttum að heiman með jafn reglulegum hætti og venjur hversdagsins bjóða. Í gær (sunnudag) gafst stund til þess að kíkja á nokkra netmiðla og taka stöðuna.    Á forsíðu mbl.is voru hvorki fleiri né færri en 11 fréttir sem snérust um bræðravígin í Framsóknarflokknum.  Á Vísi og meira
24. ágúst 2016

Rangt að taka RÚV af auglýsingamarkaði

Krafan um að RÚV verði tekin af auglýsingamarkaði hefur tekið nýtt flug síðustu daga. Stjórnendur nokkurra af þeim frjálsu ljósvakamiðlum sem hér starfa tóku sig saman og skrifuðu í fréttablaðið sameiginlega grein þar sem þessi krafa þeirra er sett fram og rökstudd. Það eru þau Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps Sögu, Ingvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNN, Orri Hauksson, fyrir hönd meira
5. ágúst 2016

Afsakið, hvað gáfum við?

Nokkuð hefur verið um það síðustu mánuði og ár að þeir sem tjá sig opinberlega um sölu á raforku fari með rangt með ýmsar staðreyndir sem ættu að liggja ljósar fyrir. Sérstaklega á þetta við um samskipti sem fara fram á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðla. Ég ætla hér að leyfa mér að draga fram rök í þessu sambandi.  „Við gefum raforkuna til stóriðjunnar“ Þessi mýta meira
13. júlí 2016

Þýðir ekki að benda til Noregs

Þeim sem talað hafa fyrir lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands hefur orðið tíðrætt um reynslu Norðmanna og gjarnan bent þangað máli sínu til stuðnings. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þar er enn á ný horft sérstaklega til reynslu Norðmanna af lagningu sæstrengja.  Norska raforkukerfið er gerólíkt því íslenska. meira
Viðar Garðarsson

Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International. Meira

Myndasyrpur