Pistlar:

20. mars 2017 kl. 10:34

Viðar Garðarsson (vg.blog.is)

Orsakatengsl neyslu og fjölgunar útsölustaða ofmetin

Enn á ný ætla ég mér að setja hér nokkrar línur á blað um markaðssetningu á áfengi í tengslum við áfengisfrumvarpið svokallaða, þrátt fyrir að það sé líkt og að lenda undir valtara svo mikill er tilfinningaþrungin hjá ýmsum þeim sem komið hafa fram á ritvöllinn opinberlega. 

Síðastliðinn laugardag birtist grein á mbl.is sem bar yfirskriftina „Aukið aðgengi eykur skaða“ þarna var á ferðinni frásögn frá hádegisfundi þar sem Ögmundur Jónasson stjórnaði umræðum. Spurningunum hver á að selja áfengi? Og hvað segja rann­sókn­ir? Var varpað upp til umræðu. Því miður átti ég ekki heimangengt á fundinn sem eflaust hefur verið afar fróðlegur. Mér finnst það til fyrirmyndar að standa að upplýstri umræðu þar sem öll sjónarmið fá að koma fram.

Í umræddri grein á mbl.is er sérstaklega fjallað um erindi sem Hlynur Davíð Löve læknir flutti. Þar voru dregnar fram afleiðingar þess ef drykkja eykst og myndin er ekki fögur. Ekki er nokkur vafi að aukin neysla áfengis er böl.

Nú má vera að túlkun blaðamannsins á framsögunni sé önnur en til var ætlast en ég ætla að leyfa mér að gera ráð fyrir að svo sé ekki.  Vandinn í framsetningu læknisins og það atriði sem ég á svo erfitt með að kaupa er þetta: Frummælandi gefur sér það að fjölgun útsölustaða muni auka neyslu. Ég hef ekki séð nokkra rannsókn (hef þó leitað víða) sem styður þá kenningu að á mettum markaði þar sem framboð er meira en eftirspurn aukist neysla við fjölgun útsölustaða. Þetta stenst ekki skoðun. Er beinlínis fræðilega röng ályktun. 

Það er rétt að aukið aðgengi á markaði þar sem eftirspurn er umfram framboð, hefur áhrif til aukningar. Því er ekki að fyrir að fara á markaði með áfengi í hinum vestræna heimi. Áfengismarkaður er skilgreindur af opinberum aðilum sem mettur markaður og hegðar sér við breyttum markaðsaðstæðum samkvæmt því. 

Samkvæmt greininni á mbl.is var einnig gerður samanburður á milli Danmerkur og Íslands hvað varðar lög og reglur um aðgengi annarsvegar og neyslu og sölu á áfengi hinsvegar. Ný­gengi og algengi flestra þeirra sjúk­dóma sem tengja má beint við áfeng­isneyslu var hæst í Dan­mörku, en lægst á Íslandi og lífs­lík­ur reynd­ust mest­ar á Íslandi. 

Það getur reynst hættulegt að draga fram tölur líkt og þessar, með það í huga að sýna fram á orsakatengsl, sérstaklega ef ekki hefur verið reynt að einangra aðrar breytur. Þannig er bæði þekkt og viðurkennt að verðlagning á áfengi er sá þáttur sem mest áhrif hefur á neyslumunstur. Það er líka þekkt að verðlag á áfengi í Danmörku er umtalsvert lægra en það sem þekkist hér. Því eru talsverðar líkur að mun á heildarneyslu áfengis milli Danmerkur og Íslands megi frekar rekja til mismunar í verðlagningu en aðgengis.

2. mars 2017

Aðgerða er þörf í markaðsmálum sjávarfangs

Sjávarklasinn birti 20. febrúar síðastliðinn merkilega grein á vef sínum sem nefnist „Getum við notað áföll til þess að hugsa hlutina upp á nýtt?“ Í þessari útgáfu Sjávarklasans kemur fram að í nýliðnu verkfalli sjómanna hafi reynst tiltölulega auðvelt fyrir söluaðila á erlendum mörkuðum að skipta út íslensku flökunum fyrir norsk eða rússnesk eða að bjóða aðrar hvítfisktegundir. Í meira
16. febrúar 2017

Nú hitnar undir sprittinu

Ég hef, svo sem eins og áður hefur komið fram í skrifum mínum hér, fylgst nokkuð með umræðunni um boðað áfengisfrumvarp. Í þessari umræðu endurspeglast í raun íslensk umræðuhefð og rökræða síðustu áratuga. Umræðan er að mestu tekin á tilfinningalegum nótum og mikið gert af því að fara í manninn en ekki málefnið. Nú eða hitt að settar eru fram illa rökstuddar fullyrðingar í stað rökstuðnings, þá meira
8. febrúar 2017

Af karpi um sölu áfengis

Boðað áfengisfrumvarp á Alþingi hefur þegar valdi nokkrum óróa og tilfinningaríkum upphrópunum í samfélaginu okkar. Þeir sem setja sig á móti frumvarpinu bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og sameiginlega ábyrgð allra á áfengismenningu þjóðarinnar. Þeir sem mæla fyrir frumvarpinu benda á frelsi einstaklingsins og persónuábyrgð hvers og eins í umgengni við þennan vímugjafa. Einnig benda þeir á þá meira
28. janúar 2017

Karp um ríkis- eða einkarekstur

Þær fréttir bárust í vikunni að Klíníkin í Ármúla hefði fengið leyfi embættis landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu með fimm daga legudeild. Nokkur órói hefur myndast eftir þessa frétt þar sem átakalínurnar virðast vera ríkisrekstur eða einkarekstur. Stéttarfélagið BSRB blandar sér meðal annarra í þessa umræðu. BSRB varar stjórnvöld við því að láta undan þrýstingi þeirra sem vildu meira
6. janúar 2017

Ný tækifæri á álmarkaði með markaðslegri aðgreiningu

Margt bendir til þess að ný og spennandi tækifæri séu að skapast í íslenskum orkuiðnaði. Álrisinn Alcoa sem er móðurfyrirtæki Fjarðaráls á Reyðarfirði lagði sérstaka áherslu á kolefnislágar vörur sem framleiddar eru fyrir austan á stærstu álsýningu heims, sem haldin var í Dusseldorf. Sérstök áhersla var lögð á ál sem framleitt er með vatnsorku og einnig á endurunnið ál.  Þetta eru nokkur meira
12. desember 2016

Af þýlyndi

Vissulega má taka undir með Ásgeiri Jónssyni deildarforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar í grein sem hann ritar á vef Virðingar og kallar „Það eru framfarir hygg ég að sé“ þar skrifar hann m.a. um þýlyndi þjóðarinnar. Oft á tímum erum við of leiðitöm og látum glepjast af alskonar trúboði um bættan hag og blóm í haga. Það hefur löngum verið einn helsti meira
28. nóvember 2016

Rangfærslur um raforkusæstreng

Ég verð að viðurkenna að við hlustun á kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld sunnudaginn 27. nóvember 2016 rak mig í rogastans þegar ég heyrði fréttamanninn Þorbjörn Þórðarson segja um hugmyndir manna um lagningu raforkusæstrengs. „Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár“.  Ég veit ekki hvaðan Þorbjörn hefur upplýsingar um að meira
23. nóvember 2016

Þarf að hækka verð fyrir orku og orkuflutning?

Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar frétt í Morgunblaðið í dag 23. nóvember 2016 um líklega hækkun á raforkuverði til neytenda. En þrálátur orðrómur hefur verið um allt að 10% verðhækkun sé í pípunum. Greinin er að uppistöðu viðtal við Bjarna Bjarnason forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni lýsir því í greininni að hann eigi von á því að raforkuverð hækki um áramót. Skýringanna meira
15. nóvember 2016

Sá heimski heldur hvern mann heimskari sér

Hvað er að gerast í samfélaginu okkar? Í heimsmálunum og síðast en ekki síst hvað er að gerast í Ameríku þar sem þjóðin kaus sér nýjan þjóðhöfðingja fyrir nokkrum dögum. Við sem erum að silast yfir miðjan aldur erum alin upp í trú á lýðræðinu, trú á því að meirihluti í þýðinu hafi rétt á því að taka ákvarðanir í krafti meirihlutans fyrir okkur hin. Það hefur orðið trúnaðarbrestur á milli meira
24. október 2016

Hvar er orkustefnan?

Það hefur vakið nokkra undrun hjá undirrituðum að nánast undantekningarlaust er ekki að finna neina heildstæða stefnu í orkumálum þjóðarinnar hjá þeim flokkum sem eru að bjóða fram í komandi alþingiskosningum.  Jú jú einhverjir eru á því að skoða eigi hagkvæmni þess að flytja út orku þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að það geti verið arðbært. Einhverjir leggjast gegn þessum hugmyndum. En meira
16. október 2016

Skjótum fyrst og spyrjum svo

Í vikunni sem leið bárust fréttir af því að stofnað hefði verið málsóknarfélag í þeim tilgangi að krefjast þess fyrir dómi að rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sem gefið var út síðasta vor verði fellt úr gildi. Málið er höfðað bæði gegn fyrirtækinu og Matvælastofnun sem er sá aðili sem gaf út rekstrarleyfið. Það er hópur hagsmunaaðila sem stendur saman að þessu málsóknarfélagi.  meira
26. september 2016

Framsókn og fjölmiðlasirkusinn

Undirritaður hefur verið á ferð erlendis síðustu vikur og því ekki haft tækifæri til þess að fylgjast með fréttum að heiman með jafn reglulegum hætti og venjur hversdagsins bjóða. Í gær (sunnudag) gafst stund til þess að kíkja á nokkra netmiðla og taka stöðuna.    Á forsíðu mbl.is voru hvorki fleiri né færri en 11 fréttir sem snérust um bræðravígin í Framsóknarflokknum.  Á Vísi og meira
24. ágúst 2016

Rangt að taka RÚV af auglýsingamarkaði

Krafan um að RÚV verði tekin af auglýsingamarkaði hefur tekið nýtt flug síðustu daga. Stjórnendur nokkurra af þeim frjálsu ljósvakamiðlum sem hér starfa tóku sig saman og skrifuðu í fréttablaðið sameiginlega grein þar sem þessi krafa þeirra er sett fram og rökstudd. Það eru þau Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps Sögu, Ingvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNN, Orri Hauksson, fyrir hönd meira
5. ágúst 2016

Afsakið, hvað gáfum við?

Nokkuð hefur verið um það síðustu mánuði og ár að þeir sem tjá sig opinberlega um sölu á raforku fari með rangt með ýmsar staðreyndir sem ættu að liggja ljósar fyrir. Sérstaklega á þetta við um samskipti sem fara fram á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðla. Ég ætla hér að leyfa mér að draga fram rök í þessu sambandi.  „Við gefum raforkuna til stóriðjunnar“ Þessi mýta meira
13. júlí 2016

Þýðir ekki að benda til Noregs

Þeim sem talað hafa fyrir lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands hefur orðið tíðrætt um reynslu Norðmanna og gjarnan bent þangað máli sínu til stuðnings. Verkefnisstjórn sæstrengs hefur nú skilað lokaskýrslum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þar er enn á ný horft sérstaklega til reynslu Norðmanna af lagningu sæstrengja.  Norska raforkukerfið er gerólíkt því íslenska. meira
mynd
6. júlí 2016

Markaðsleg áhrif knattspyrnulandsliðsins

Ég er einn af þeim sem með athygli fylgist með viðburðum í því skyni að meta hver markaðsleg áhrif þeirra verða yfir tíma. Í þessu ljósi hefur verið sérlega áhugavert að fylgjast með þátttöku landsliðsins okkar í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi.  Allar líkur eru á því að áhrifa þessa einstaka viðburðar eigi eftir að gæta í íslensku athafnalífi um árabil. Jákvæð framkoma stuðningsmanna meira
4. júlí 2016

Lýðræðishalli

Hversu mikil áhrif get ég haft á umhverfi mitt með því að taka virkan þátt í þeim kosningum sem mér standa til boða? Ég hef síðustu vikur svolítið velt þessu fyrir mér. Ég hef tekið þátt í öllum kosningum sem hafa farið fram síðan 1982 og er enn að taka þátt, trúandi því að ég geti í raun haft áhrif. Að eiga þess kost að segja sitt álit í kosningum og hafa mögulega áhrif á hvaða málstaður nær fram meira
24. júní 2016

Að ráðskast með hagsmuni almennings

Í Viðskiptablaðinu sem kom út nú fyrir nokkrum dögum var nokkuð ítarlegt viðtal við Hörð Arnarsson, forstjóra Landsvirkjunar. Í viðtalinu segir hann óðum styttast í að Landsvirkjun geti farið að borga eiganda sínum, íslenska ríkinu, umtalsverðar arðgreiðslur. „Við stefnum mjög eindregið í þá átt. Þegar við þurfum ekki að borga niður skuldir frekar,  þá geta arðgreiðslurnar orðið það meira
16. júní 2016

Síþrasandi þjóð!

„Þrátt fyrir mikinn uppgang í viðskiptalífinu og samfélaginu öllu er neikvæð afstaða gagnvart atvinnulífinu í landinu ríkjandi. Íslendingar ættu að vera stoltir yfir því sem vel er gert en það er því miður vöntun á því. Kreppan er búin og komið góðæri en eftir situr andlega kreppan.“ Þetta sagði Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, í viðtali í Viðskiptablaðinu nú fyrir skömmu, og hún meira
Viðar Garðarsson

Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International. Meira

Myndasyrpur