Pistlar:

7. september 2017 kl. 10:34

Viðar Garðarsson (vg.blog.is)

Um hugsanaskekkju og markaðslegt hugrekki

Ég rakst á grein í Fréttablaðinu í morgun frá framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts sem ég sem markaðsmaður og áhugamaður um markaðsmál hef verið hugsi yfir. Greinin er gott dæmi um hugsanaskekkju varðandi markaðsmál sem virðist nokkuð algeng og maður sér reglulega í viðtölum við fólk víðsvegar úr atvinnulífinu. 

Vandamál sauðfjárbænda eru flestum sem fylgjast með fréttum og þjóðmálum kunn og ekki þarf að eyða hér mörgum orðum í þau vandræði. Salan á kjöti er of lítil, nú svo er líka hægt að horfa á þetta frá hinum endanum og draga þá ályktun að framleiðslan sé of mikil. Sitt hvor hliðin á sama peningnum.

Til þess að kveikja áhuga hjá erlendum ferðamönnum sem sækja landið okkar heim ákvað Markaðsráð kindakjöts að keyra í gang auglýsingaherferð sem að mestu beindist að samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjórinn skrifar:

„Kraftmikil verðlaunaherferð hófst á samfélagsmiðlum á seinni hluta síðasta árs. Notendur hafa séð efnið um 14,5 milljón sinnum sem er harla gott. Herferðin var nýlega verðlaunuð af FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-verðlaunanna 2017. Að auki eru um 100 veitingastaðir í samvinnu um að setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Almenn ánægja er hjá samstarfsstöðunum og að jafnaði hefur salan hjá þeim aukist umtalsvert.“

Allt er þetta gott og blessað, en staðreyndin er samt sú að verðlaun fyrir hönnun herferðar selur ekki lambakjöt. Hversu margir sjá markaðsefnið er áhugaverð tala en í markaðslegu tilliti er hún merkingarlaus nema fylgi með hversu margir af af þessum 14,5 milljónum tóku kaupákvörðun eftir að hafa séð markaðsefnið. Fram kemur að 100 veitingastaðir hafi verið í samstarfi við Markaðsráðið og sala hjá þeim hafi að jafnaði aukist umtalsvert. Orðalagið „að jafnaði“ gefur vísbendingu um að salan hafi ekki aukist með sambærilegum hætti á öllum þessum stöðum sem bendir til þess að önnur atriði en herferðin sjálf hafi átt þar hlut að máli. Voru þeir sem ákváðu að kaupa lambakjöt á þessum veitingastöðum spurðir af hverju þeir völdu lamb? Eða voru þeir beðnir að svara nokkrum spurningum sem hefðu auðveldað raunverulega greiningu á árangri? 

Hér fellur Markaðsráðið í þá gryfju að reyna réttlæta takmarkaðan árangur af herferðinni með því að slá um sig tölum og fullyrðingum litlu skipta fyrir afkomu greinarinnar. Í þessu liggur hugsanaskekkjan sem ég nefndi hér að ofan. Það er þannig í heimi markaðmála að oft ganga markaðsaðgerðir ekki upp með þeim hætti sem lagt var upp með. Þá skiptir mestu að hafa hugrekki til þess að viðurkenna að áætlanir gengu ekki upp, reyna að greina enn betur hver orsökin var, breyta nálguninni og reyna aftur. 

Í þessu ljósi er fullyrðing um það að herferðin gagnvart erlendum ferðamönnum hafi verið vel heppnuð einkennileg. Engar af þeim tölum sem settar eru fram í umræddri grein styðja þá fullyrðingu. Þvert á móti er flest sem bendir til þess að herferðin með tilliti til söluárangurs sé sokkinn kostnaður sem litlu hefur skilað. Allavega er það niðurstaðan sem lesa má í afurðarverði til bænda.

18. ágúst 2017

Samkeppnin á olíumarkaði

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 4. ágúst síðastliðinn selur Costco sjötta hvern dropa af bensíni sem seldur er á landinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að hlutdeild heildsölurisans sé með rúmlega 15% á höfðuðborgarsvæðinu. Ljóst er að afkoma olíufélaganna mun að einhverju leiti taka mið af þessari hlutdeildartilfærslu þegar næsta uppgjör verður birt.   Ég eins og eflaust margir meira
7. júlí 2017

Karllæg samgöngustefna Samfylkingar

Eva H. Baldursdóttir varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ritar í Fréttablaðið pistil í vikunni sem hún kallar „Einokun einkabílsins“. Í þessum pistli heldur Eva því fram að umræður um almenningssamgöngur hafi færst í hægri og vinstri dilka þannig að þeir sem teljast vera með stjórnmálaskoðanir til hægri, telji sig þurfa að vera í harðri vörn fyrir einkabílinn. Eva skrifar einnig: meira
5. júlí 2017

Í hverju liggur markaðssnilldin

Eggert Þór Kristófersson forstjóri N1 var í viðtali í helgarblaði DV fyrir skömmu. Þar voru höfð eftir honum ummæli sem ég er búin að vera nokkuð hugsi yfir frá því að ég sá blaðið.  Fyrri ummælin eru þessi: (breiðletrun er greinarhöfundar) „Ég veit alveg hvað kostar að kaupa bensín til Íslands og selja það ef taka á tillit til alls kostnaðar og fjárfestinga sem eru talsverðar. Ef N1 meira
30. júní 2017

Vík skal milli vina, fjörður milli frænda

Þessi gamli málsháttur, sem ekki er víst að hafi myndast í einu lagi, hefur í sér ákveðin boðskap. Hér býr fólk dreift og er alið upp við það. Þó blóðflokkar sýni að blóð okkar sé oftar sé oftar af írskum uppruna en norskum, bendir málfar okkar, siðir og málshættir fremur norsku fjarðanna, þar sem menn bjuggu dreift, sóttu sjó og kærðu sig lítt um meir en hæfilegan átroðning vina og meira
20. júní 2017

Tímamóta viljayfirlýsing Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda og Landsvirkjunar

Nokkuð er síðan að margar af fiskimjölsverksmiðjum landsins settu upp rafmagnskatla meðfram olíukötlum þeim sem í notkun voru um áratuga skeið. Þetta var þegar verð á rafmagni var lágt og olíuverð hátt sem þessi þróun fór af stað sem hagræðingar aðgerð af hálfu fiskmjölsframleiðenda. Síðustu ár hefur síðan Landsvirkjun markvisst hækkað verð á raforku til fiskimjölsverksmiðja á sama tíma og meira
6. júní 2017

Plagsiðurinn að grenja út fé

Það var áhugaverð sú skoðun Rúnars Geirmundssonar sem kom fram á bls. 4 í Morgunblaðinu í morgun að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma beiti hótunum til þess að fá aukið fjármagn til reksturs. Rúnar starfar sem útfararstjóri í eigin fyrirtæki og er formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Fyrir rétt um viku síðan kom fram forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og tjáði alþjóð að garðarnir meira
2. júní 2017

Vel gert ráðherra

Mikið hefur verið ritað og rætt um skipan dómara í Landsrétt síðustu daga. Eins og vænta mátti eru deildar meiningar um það hvernig skal með fara. Rétt er hér að taka fram að ég hef ekki á þessu neina sérstaka þekkingu og hef engin tengsl við þetta fólk sem sóttist eftir þessu starfi.  Eitt af því sem þarf að skoða í þessu samhengi er sú staðreynd að síðustu ár hefur það sífellt færst í meira
31. maí 2017

Mikilvægi eigendastefnu Landsvirkjunar

Ég hef nokkru sinnum áður sest við lyklaborðið og skrifað pistla þar sem ég hef reynt að sýna fram á mikilvægi þess að Alþingi marki fyrirtækinu Landsvirkjun eigendastefnu. En frá því að raforkulög hér á landi voru Evrópuvædd árið 2003 hefur í raun ekki verið mörkuð eigendastefna fyrir Landsvirkjun eða mörkuð heildstæð stefna um orkumál og orkunýtingu. Þetta er bagalegt því eigendastefna er þessum meira
20. mars 2017

Orsakatengsl neyslu og fjölgunar útsölustaða ofmetin

Enn á ný ætla ég mér að setja hér nokkrar línur á blað um markaðssetningu á áfengi í tengslum við áfengisfrumvarpið svokallaða, þrátt fyrir að það sé líkt og að lenda undir valtara svo mikill er tilfinningaþrungin hjá ýmsum þeim sem komið hafa fram á ritvöllinn opinberlega.  Síðastliðinn laugardag birtist grein á mbl.is sem bar yfirskriftina „Aukið aðgengi eykur skaða“ þarna var á meira
2. mars 2017

Aðgerða er þörf í markaðsmálum sjávarfangs

Sjávarklasinn birti 20. febrúar síðastliðinn merkilega grein á vef sínum sem nefnist „Getum við notað áföll til þess að hugsa hlutina upp á nýtt?“ Í þessari útgáfu Sjávarklasans kemur fram að í nýliðnu verkfalli sjómanna hafi reynst tiltölulega auðvelt fyrir söluaðila á erlendum mörkuðum að skipta út íslensku flökunum fyrir norsk eða rússnesk eða að bjóða aðrar hvítfisktegundir. Í meira
16. febrúar 2017

Nú hitnar undir sprittinu

Ég hef, svo sem eins og áður hefur komið fram í skrifum mínum hér, fylgst nokkuð með umræðunni um boðað áfengisfrumvarp. Í þessari umræðu endurspeglast í raun íslensk umræðuhefð og rökræða síðustu áratuga. Umræðan er að mestu tekin á tilfinningalegum nótum og mikið gert af því að fara í manninn en ekki málefnið. Nú eða hitt að settar eru fram illa rökstuddar fullyrðingar í stað rökstuðnings, þá meira
8. febrúar 2017

Af karpi um sölu áfengis

Boðað áfengisfrumvarp á Alþingi hefur þegar valdi nokkrum óróa og tilfinningaríkum upphrópunum í samfélaginu okkar. Þeir sem setja sig á móti frumvarpinu bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og sameiginlega ábyrgð allra á áfengismenningu þjóðarinnar. Þeir sem mæla fyrir frumvarpinu benda á frelsi einstaklingsins og persónuábyrgð hvers og eins í umgengni við þennan vímugjafa. Einnig benda þeir á þá meira
28. janúar 2017

Karp um ríkis- eða einkarekstur

Þær fréttir bárust í vikunni að Klíníkin í Ármúla hefði fengið leyfi embættis landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu með fimm daga legudeild. Nokkur órói hefur myndast eftir þessa frétt þar sem átakalínurnar virðast vera ríkisrekstur eða einkarekstur. Stéttarfélagið BSRB blandar sér meðal annarra í þessa umræðu. BSRB varar stjórnvöld við því að láta undan þrýstingi þeirra sem vildu meira
6. janúar 2017

Ný tækifæri á álmarkaði með markaðslegri aðgreiningu

Margt bendir til þess að ný og spennandi tækifæri séu að skapast í íslenskum orkuiðnaði. Álrisinn Alcoa sem er móðurfyrirtæki Fjarðaráls á Reyðarfirði lagði sérstaka áherslu á kolefnislágar vörur sem framleiddar eru fyrir austan á stærstu álsýningu heims, sem haldin var í Dusseldorf. Sérstök áhersla var lögð á ál sem framleitt er með vatnsorku og einnig á endurunnið ál.  Þetta eru nokkur meira
12. desember 2016

Af þýlyndi

Vissulega má taka undir með Ásgeiri Jónssyni deildarforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar í grein sem hann ritar á vef Virðingar og kallar „Það eru framfarir hygg ég að sé“ þar skrifar hann m.a. um þýlyndi þjóðarinnar. Oft á tímum erum við of leiðitöm og látum glepjast af alskonar trúboði um bættan hag og blóm í haga. Það hefur löngum verið einn helsti meira
28. nóvember 2016

Rangfærslur um raforkusæstreng

Ég verð að viðurkenna að við hlustun á kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld sunnudaginn 27. nóvember 2016 rak mig í rogastans þegar ég heyrði fréttamanninn Þorbjörn Þórðarson segja um hugmyndir manna um lagningu raforkusæstrengs. „Um er að ræða eitt stærsta viðskiptatækifæri sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir í mörg ár“.  Ég veit ekki hvaðan Þorbjörn hefur upplýsingar um að meira
23. nóvember 2016

Þarf að hækka verð fyrir orku og orkuflutning?

Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar frétt í Morgunblaðið í dag 23. nóvember 2016 um líklega hækkun á raforkuverði til neytenda. En þrálátur orðrómur hefur verið um allt að 10% verðhækkun sé í pípunum. Greinin er að uppistöðu viðtal við Bjarna Bjarnason forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni lýsir því í greininni að hann eigi von á því að raforkuverð hækki um áramót. Skýringanna meira
15. nóvember 2016

Sá heimski heldur hvern mann heimskari sér

Hvað er að gerast í samfélaginu okkar? Í heimsmálunum og síðast en ekki síst hvað er að gerast í Ameríku þar sem þjóðin kaus sér nýjan þjóðhöfðingja fyrir nokkrum dögum. Við sem erum að silast yfir miðjan aldur erum alin upp í trú á lýðræðinu, trú á því að meirihluti í þýðinu hafi rétt á því að taka ákvarðanir í krafti meirihlutans fyrir okkur hin. Það hefur orðið trúnaðarbrestur á milli meira
24. október 2016

Hvar er orkustefnan?

Það hefur vakið nokkra undrun hjá undirrituðum að nánast undantekningarlaust er ekki að finna neina heildstæða stefnu í orkumálum þjóðarinnar hjá þeim flokkum sem eru að bjóða fram í komandi alþingiskosningum.  Jú jú einhverjir eru á því að skoða eigi hagkvæmni þess að flytja út orku þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að það geti verið arðbært. Einhverjir leggjast gegn þessum hugmyndum. En meira
Viðar Garðarsson

Viðar Garðarsson

Höfundur er markaðsstjóri hjá TARAMAR International, markaðsráðgjafi hjá markadsmenn.is og stjórnendaþjálfari hjá Leadership Management International.

Meira

Myndasyrpur