Efnisorð: Greiningardeild Arion banka

Viðskipti | mbl | 3.5 | 13:52

Óþægilega nálægt samdrætti

Greiningardeild Arion banka segir að koma þurfi til fjárfestinga eigi hagkerfið ekki að detta niður …
Viðskipti | mbl | 3.5 | 13:52

Óþægilega nálægt samdrætti

Þegar staða íslenska hagkerfisins er skoðuð í svokölluðu iðuriti kemur í ljós að það er óþægilega nálægt samdrætti. Greiningardeild Arion banka notar greiningaraðferðina í nýjustu markaðspunktum sínum, en þar sést að hagkerfið er nú í hægagangi. Meira

Viðskipti | mbl | 21.4 | 14:22

Lausara haldið um pyngjunaMyndskeið

Mikilvægt að nýta svigrúmið vel
Viðskipti | mbl | 21.4 | 14:22

Lausara haldið um pyngjunaMyndskeið

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að það sjáist þess merki á fjárlögum að lausara sé haldið um pyngjuna nú í ríkisfjármálum. Hún óttist að það muni taka lengri tíma að ná þeim afgangi ríkissjóðs sem áætlanir ganga út á. Meira

Viðskipti | mbl | 21.4 | 10:15

Mikilvægt að nýta svigrúmið velMyndskeið

Mikilvægt að nýta svigrúmið vel
Viðskipti | mbl | 21.4 | 10:15

Mikilvægt að nýta svigrúmið velMyndskeið

„Það er mjög mikilvægt þegar svigrúm skapast hér að stjórnvöld nýti sér það svigrúm til að greiða niður skuldir. Þetta er einn af þeim þáttum sem þarf að vera til staðar svo við getum opnað hagkerfið aftur.“ Þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Meira

Viðskipti | mbl | 17.4 | 14:46

Ísland er fast í fyrsta gír

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.
Viðskipti | mbl | 17.4 | 14:46

Ísland er fast í fyrsta gír

Það er annað hvort hægt að vera áfram föst í fyrsta gír eða setja í fimmta gír og auka fjárfestingar, koma atvinnulífinu af stað og gera hagvöxtinn sjálfbæran. Þetta sagði Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, á morgunfundi bankans þar sem ný hagvaxtaspá bankans var kynnt. Meira

Viðskipti | mbl | 17.4 | 11:55

Nauðsynlegt að lengja LandsbankabréfiðMyndskeið

Hafsteinn Hauksson - Gjaldeyrishöft
Viðskipti | mbl | 17.4 | 11:55

Nauðsynlegt að lengja LandsbankabréfiðMyndskeið

Nauðsynlegt er að lengja í Landsbankabréfinu og minnka þrýstinginn vegna stórra lána sem eru með gjalddaga á næstu árum. Þetta segir Hafsteinn Hauksson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, en hann telur að þrátt fyrir slíkar breytingar þyrfti áfram að treysta á innflæði erlends fjármagns. Meira

Viðskipti | mbl | 2.4 | 15:55

Útlán á raunvirði minnka milli ára

Útlán viðskiptabankanna þriggja hafa minnkað að raunvirði milli ára.
Viðskipti | mbl | 2.4 | 15:55

Útlán á raunvirði minnka milli ára

Útlán þriggja stærstu bankanna til viðskiptavina jukust um 1,4% á síðasta ári. Yfir sama tímabil hækkaði vísitala neysluverðs um 4,2% og hagvöxtur á liðnu ári mældist 1,6%. Hvort sem leiðrétt er fyrir verðlagsáhrifum eða vexti hagkerfisins þá drógust útlán bankanna saman að raunvirði. Meira

Viðskipti | mbl | 19.3 | 18:07

Fjallið er kleift, en á brattann að sækja

Fjallið er kleift, þótt á brattann sé að sækja.
Viðskipti | mbl | 19.3 | 18:07

Fjallið er kleift, en á brattann að sækja

Seðlabanki Íslands birti í gær sérrit um undirliggjandi erlenda stöðu þjóðarbúsins og greiðslujöfnuð. Greiningardeild Arion banka segir lengingu Landsbankabréfs nauðsynlega og að með því að endursemja um greiðslur lána verði „fjallið“ kleift, þrátt fyrir að á brattann verði að sækja. Meira

Viðskipti | mbl | 12.2 | 15:34

Fersk skilaboð frá seðlabankastjóra

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Viðskipti | mbl | 12.2 | 15:34

Fersk skilaboð frá seðlabankastjóra

Í viðtali Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, við Reuters-fréttaveituna felast fersk skilaboð um að verðbólgumarkmiðin hafi að hluta til vikið fyrir gengismarkmiðum. Þá er heilbrigði hagkerfisins í heild farið að spila stærri rullu í ákvarðanatökunni en áður. Meira

Viðskipti | mbl | 29.1 | 14:57

Hefur ekki áhrif á vaxtaákvörðun

Ekki er gert ráð fyrir að hærri verðbólga en spáð var skili sér í vaxtahækkun …
Viðskipti | mbl | 29.1 | 14:57

Hefur ekki áhrif á vaxtaákvörðun

Hækkun vísitölu neysluverðs mældist 0,27% í janúar og mælist ársverðbólgan áfram 4,2%. Greiningardeild Arion banka segir að þrátt fyrir hærri niðurstöðu en greiningaraðilar hafi búist við sé ekki líklegt að þetta hafi áhrif á vaxtaákvörðun Seðlabankans í næstu viku. Meira

Viðskipti | mbl | 22.1 | 14:15

Spá verðhjöðnun í janúar

Skýrustu árstíðabundnu sveiflurnar í verðlagi á Íslandi eru vegna útsalna verslana.
Viðskipti | mbl | 22.1 | 14:15

Spá verðhjöðnun í janúar

Greiningardeild Arion banka spáir 0,10% lækkun á vísitölu neysluverðs í janúar, en gangi spáin eftir mun ársverðbólga mælast 3,8% samanborið við 4,2% í desember. Helstu áhrifaþættir fyrir lækkuninni eru útsöluáhrifin og minni gjaldskrárhækkanir en almennt hafa verið síðustu ár. Meira

Viðskipti | mbl | 14.1 | 12:40

Arion banki spáir Lincoln sigri

Leikarinn Daniel-Day Lewis fer með hlutverk Abraham Lincoln forseta Bandaríkjanna í myndinni Lincoln. Hún er …
Viðskipti | mbl | 14.1 | 12:40

Arion banki spáir Lincoln sigri

Greiningardeild Arion banka heldur á nokkuð óhefðbundnar slóðir í markaðspunktum sínum í dag. Umfjöllunarefnið er ekki húsnæðismarkaðurinn, skuldabréf eða gengi hlutabréfa, heldur er spáð í spilin varðandi sigurmynd Óskarsverðlaunanna í næsta mánuði. Meira

Viðskipti | mbl | 19.12 | 16:35

Spá auknu hverfisálagi miðsvæðis

Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að hverfisálag fyrir miðbæinn muni aukast á næstu árum.
Viðskipti | mbl | 19.12 | 16:35

Spá auknu hverfisálagi miðsvæðis

Á næstunni mun myndast svigrúm fyrir aukið álag á hverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og mun verð á eignum þar hækka hlutfallslega meira en í þeim hverfum sem eru fjær miðbænum. Meira

Viðskipti | mbl | 17.12 | 16:47

Spá lækkun verðbólgu á komandi ári

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3%, en ársverðbólgan er áfram 4,5%.
Viðskipti | mbl | 17.12 | 16:47

Spá lækkun verðbólgu á komandi ári

Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,3% í desember samkvæmt spá greiningardeildar Arion banka. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan áfram mælast 4,5% í desember. Meira

Viðskipti | mbl | 14.12 | 11:24

Allratap vegna jólagjafa 800 milljónir

Jólagjafir geta skapað allratap fyrir þjóðfélagið í heild.
Viðskipti | mbl | 14.12 | 11:24

Allratap vegna jólagjafa 800 milljónir

Um 10 til 30% af verðmæti jólagjafa brennur upp í allratapi, eða sem nemur allavega 800 milljónum á þessu ári. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á smekk og mismunandi virði gjafa í augum þiggjanda og gefanda sýna að gjafafyrirkomulagið tekur sinn toll og skilur eftir sig töluvert allratap í hagkerfinu. Meira

Viðskipti | mbl | 11.12 | 11:48

Ýta undir bólumyndun á fasteignamarkaði

Greiningardeildin telur ekki fasteignabólu vera að myndast hérlendis. Fjármagnshöftin ýti þó undir slíka bólumyndun.
Viðskipti | mbl | 11.12 | 11:48

Ýta undir bólumyndun á fasteignamarkaði

Þrátt fyrir að það séu fá sýnileg merki um að bólumyndun eigi sér stað á fasteignamarkaði, þá er ekki þar með sagt að sú hætta sé ekki til staðar. Greiningardeild Arion banka bendir í markaðspunktum sínum á þrjár meginástæður þess að langvarandi gjaldeyrishöft muni auka hættuna á eignabólu. Meira

Viðskipti | mbl | 7.12 | 14:52

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeild Arion banka spáir ekki frekari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum,
Viðskipti | mbl | 7.12 | 14:52

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeild Arion banka spáir óbreyttum vöxtum við vaxtaákvörðun Seðlabankans þann 12. desember. Að þessu sinni eru veigamestu rökin í spá bankans ekki efnahagslegir grunnþættir, heldur sú staðreynd að peningastefnunefnd markaði mjög skýra stefnu með yfirlýsingu sinni eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun Meira

Viðskipti | mbl | 4.12 | 19:40

Unga fólkið þrýstir upp verði

Fasteignaverð mun hækka um 8-9% á ári næstu 2 ár samkvæmt spá Arion banka
Viðskipti | mbl | 4.12 | 19:40

Unga fólkið þrýstir upp verði

Í morgun kynnti greiningardeild Arion banka skýrslu sína um stöðu og horfur á húsnæðismarkaði. Einn skýrsluhöfunda segir í samtali við mbl.is að búið sé að leiðrétta ójafnvægið eftir hrunið og að komandi hækkanir stafi af eðlilegum breytingum, svo sem fólksfjölgun og auknum umsvifum í hagkerfinu. Meira

Viðskipti | mbl | 4.12 | 12:31

Spá 4-5% hækkun húsnæðisverðs

Greiningardeild Arion banka spáir 4-5% raunhækkun húsnæðis á ári árin 2013-2014.
Viðskipti | mbl | 4.12 | 12:31

Spá 4-5% hækkun húsnæðisverðs

Húsnæðisverð mun hækka sem samsvarar 4 til 5% að raunvirði á árunum 2013 og 2014 og þörf er fyrir 1400 til 1700 nýjar íbúðir á þessum tveimur árum til að mæta náttúrulegri fólksfjölgun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um stöðu og horfur á fasteignamarkaði. Meira

Viðskipti | mbl | 28.11 | 12:18

Dagvara og flug helstu hækkunarvaldar

Dagvara var mesti hækkunarvaldur verðbólgunnar í nóvember.
Viðskipti | mbl | 28.11 | 12:18

Dagvara og flug helstu hækkunarvaldar

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3% í nóvember frá fyrri mánuði. Árstaktur verðbólgunnar fer því úr 4,2% í október upp í 4,5% í nóvember. Spár greiningaraðila lágu á bilinu 0 til 0,3% hækkun. Mestu hækkunarvaldar voru flugfargjöld auk mats og drykkjar. Meira

Viðskipti | mbl | 20.11 | 11:47

Spá 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs

Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs
Viðskipti | mbl | 20.11 | 11:47

Spá 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs

Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka og fara í 4,5% í nóvember en var 4,2% í október. Bráðabirgðaspá greiningardeildar gerir ráð fyrir 0,4% hækkun vísitölunnar í desember, 0,2% hækkun í janúar og svo 0,7% hækkun í febrúar. Meira

Viðskipti | mbl | 8.11 | 18:31

Nýmarkaðslönd tækifæri fyrir sjávarútveg

Sala á sjávarafurðum hefur aukist mikið til nýmarkaðslanda.
Viðskipti | mbl | 8.11 | 18:31

Nýmarkaðslönd tækifæri fyrir sjávarútveg

Sala á sjávarafurðum frá Íslandi hefur aukist mikið til nýmarkaðsríkja og er Rússland hástökkvari á lista yfir þau lönd sem Íslendingar eiga í viðskiptum við með sjávarafurðir og er komið í fjórða sæti. Meira

Viðskipti | mbl | 5.11 | 15:18

Færri „kreppur“ benda til efnahagsbata

Einföld aðferð við skoðun á fréttaumfjöllun getur gefið mynd af komandi efnahagsstöðu
Viðskipti | mbl | 5.11 | 15:18

Færri „kreppur“ benda til efnahagsbata

Hægt er að greina samhengi í notkun orðsins „kreppa“ og því að það sé raunverulega samdráttarskeið í hagkerfinu. Þetta sýnir staðfærsla greiningardeildar Arion banka á svokallaðri K-orðs vísitölu. Meira

Viðskipti | mbl | 26.10 | 16:46

Góður gangur, en erum verðbólgutossar

Íslendingar koma nokkuð vel út í samanburði þegar litið er til hagvaxtar og atvinnuleysis, en …
Viðskipti | mbl | 26.10 | 16:46

Góður gangur, en erum verðbólgutossar

Þrátt fyrir mikið fall í hruninu hefur uppgangurinn verið þokkalegur hérlendis ef miðað er við ríki Evrópu og OECD. Ísland er ofarlega þegar litið er til hagvaxtar og lítils atvinnuleysis, en á móti kemur að fá ríki eru eins miklir verðbólgutossar og við. Meira

Viðskipti | mbl | 25.10 | 14:18

Styrking krónunnar gengin til baka

Styrking krónunnar frá í mars hefur að miklu leyti gengið til baka.
Viðskipti | mbl | 25.10 | 14:18

Styrking krónunnar gengin til baka

Veiking krónunnar frá í ágúst hefur verið rúmlega 9% og hefur það unnið gegn styrkingu hennar framan af ári eftir að breytingar voru gerðar á fjármagnshöftunum í mars. Meira

Viðskipti | mbl | 19.10 | 13:01

Ummæli ráðherra hafa ekki áhrif

Greiningardeild Arion banka tekur ummæli Árna Páls um krónuna sem dæmi í könnun sinni.
Viðskipti | mbl | 19.10 | 13:01

Ummæli ráðherra hafa ekki áhrif

Ummæli ráðherra um krónuna virðast ekki hafa áhrif á gengi gjaldmiðilsins. Þetta er niðurstaða könnunar greiningardeildar Arion banka á breytingum á gengi krónunnar eftir að ráðherrar hafa tjáð sig um hana. Meira

Viðskipti | mbl | 18.10 | 15:42

Batamerkin eru skammgóður vermir

Þrátt fyrir lægra atvinnuleysi segir greiningardeild Arion banka að batamerkin geti verið skammgóður vermir
Viðskipti | mbl | 18.10 | 15:42

Batamerkin eru skammgóður vermir

Dulið atvinnuleysi er 1,6 prósentustigum hærra en það sem Vinnumálastofnun mælir og sá góði gangur sem hefur verið í að lækka atvinnuleysi gæti verið í hættu vegna kólnunar í hagkerfinu. Meira

Viðskipti | mbl | 27.9 | 13:14

Horfir Seðlabankinn út um framrúðuna?

Seðlabankinn
Viðskipti | mbl | 27.9 | 13:14

Horfir Seðlabankinn út um framrúðuna?

Í framhaldi af veikingu krónunnar síðustu vikur veltir greiningardeild Arion banka því fyrir sér hver næstu skref peningastefnunefndar Seðlabankans verði á stýrivaxtafundi hinn 3. október næstkomandi. Er spá hennar að ákveðin verði 0,25 prósentustiga hækkun. Meira

Viðskipti | mbl | 24.9 | 15:35

Ríkissjóður ekki svartur sauður

Fjármálaráðuneytið.
Viðskipti | mbl | 24.9 | 15:35

Ríkissjóður ekki svartur sauður

Þrátt fyrir að skuldir íslenska ríkisins séu um 100% af landsframleiðslu og að ríkissjóður sé rekinn með halla segir greiningardeild Arion banka sé „staða ríkissjóðs alls ekki svo slæm í samanburði við meðalríkissjóð evruríkjanna.“ Meira

Viðskipti | mbl | 19.9 | 12:09

Spá 0,7% hækkun vísitölu

Útsölulok munu hafa töluverð áhrif á vísitölu neysluverðs að sögn greiningardeildar Arion banka.
Viðskipti | mbl | 19.9 | 12:09

Spá 0,7% hækkun vísitölu

Vísitala neysluverðs mun í september hækka um 0,7% og við það hækka ársverðbólguna úr 4,1% í 4,2% að sögn greiningardeildar Arion banka. Í kjölfarið mun þetta hafa áhrif á horfur til næstu mánaða og er gert ráð fyrir að ársverðbólgan verði komin í 4,5% í árslok. Meira

Viðskipti | mbl | 10.9 | 14:17

Fjárfesting enn í lágmarki

Viðskipti | mbl | 10.9 | 14:17

Fjárfesting enn í lágmarki

Fjárfesting jókst meira á fyrstu sex mánuðum ársins en yfir allt síðasta ár. Engu að síður er fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu enn í algjöru lágmarki og er langt undir meðalfjárfestingu hérlendis og í samanburði við OECD ríkin. Meira

Viðskipti | mbl | 4.9 | 14:22

Gagnrýna reikniaðferðir Seðlabankans

Seðlabanki Íslands
Viðskipti | mbl | 4.9 | 14:22

Gagnrýna reikniaðferðir Seðlabankans

Greiningardeild Arion banka gagnrýnir Seðlabankann fyrir reiknikúnstir þar sem gömlu bankarnir og Actavis eru tekin út fyrir reikniformúlur Seðlabankans og er lagt til að leiðrétt verði einnig fyrir áhrifum þess þegar gömlu bankarnir komast í eigu kröfuhafa, en það mun hafa mikil áhrif á viðskiptajöfnuðinn. Meira