Grásleppuvertíðin hafin

19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Stofnað sé til átaka um náttúru Íslands

16:00 Formannafundur Landssambands veiðifélaga og Landssambands stangaveiðifélaga átelur harðlega það samráðsleysi sem sagt er hafa verið viðhaft við undirbúning framlagðs frumvarps til breytinga á lögum um fiskeldi. Meira »

Morgunflóð í Reykjavík verði 4,4 metrar

12:46 Landhelgisgæslan vekur athygli á sérlega hárri sjávarstöðu næstu daga, en stórstreymt er á föstudaginn. Veðurspá gerir ráð fyrir hvössum suðvestan- og vestanáttum og mikilli ölduhæð vestur af landinu fram á fimmtudag. Meira »

800 milljónir tapast í Eyjum

05:30 Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar telur ekki nauðsynlegt að svo stöddu að taka upp fjárhagsáætlun ársins 2019 þrátt fyrir loðnubrest þar sem áætla megi að útsvarstekjur Vestmannaeyjabæjar skerðist um rúmar 90 milljónir. Meira »

Sú fyrsta í sögu Landhelgisgæslu Íslands

í gær „Ég hóf fyrst störf hjá Landhelgisgæslunni í apríl 2018 og byrjaði í janúar síðastliðnum í starfi vélstjóra en fram að þeim tíma gegndi ég annarri stöðu innan gæslunnar,“ segir Tinna Magnúsdóttir, 2. vélstjóri á varðskipinu Þór, í samtali við Morgunblaðið. Er hún fyrsta konan í sögu Landhelgisgæslu Íslands til að fá fastráðningu í starf vélstjóra. Meira »

Tveir koma í stað Óskars hjá Samherja

í gær Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem hefur ákveðið að láta af störfum 1. ágúst á þessu ári. Meira »

Brotthvarf Japans hefur engin áhrif

í gær Brotthvarf Japans úr Alþjóðahvalveiðiráðinu mun ekki hafa áhrif á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands um að stunda viðskipti með hvalaafurðir við Japan. Meira »

Óska eftir skýrslu um loðnuna

18.3. Allir þingmenn Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa óskað eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji skýrslu um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins á árunum 2000 til 2019. Meira »

Riðið á vaðið á Siglufirði

18.3. Fáir kaupendur á grásleppu hafa gefið upp verð fyrir vertíðina en örfáir dagar eru þar til vertíðin hefst. Grásleppuverkandinn Sverrir Björnsson ehf. á Siglufirði hefur þó riðið á vaðið en hann mun hafa gefið upp 260 krónur fyrir kílógrammið af óskorinni grásleppu 6. mars. Meira »

Hásetinn víkur úr brúnni

17.3. „Það hefur margt breyst og mikið gerst frá því að ég hóf störf að kjaramálum sjómanna fyrir röskum 30 árum. Þetta var á þeim tíma sem tölvurnar voru að byrja að ryðja sér til rúms í stéttarfélögunum, svartir skjáir með grænum stöfum,“ rifjar Konráð Alfreðsson upp, en hann lét af formennsku í Sjómannafélagi Eyjafjarðar fyrir viku. Meira »

Gerir út í Gildeskål í Noregi

16.3. Svanur Þór Jónsson, 16 ára íslenskur strákur, komst á síður Fiskeribladet sem er stærsta sjávarútvegsblað við norðurströnd Noregs þrátt fyrir að hafa einungis búið hálft ár í Noregi. Viðtalið var tekið í tilefni þess að Svanur Þór á og gerir sjálfur út sex metra Nyra-plastbát sem tekur hálft tonn af fiski. Meira »

„Lifibrauð 50 til 60 manna í húfi“

15.3. „Það er erfitt að vita til þess að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa tilraunastarfsemi þar sem lifibrauð fimmtíu til sextíu manna er í húfi, að því er virðist að ástæðulausu.“ Þetta segir Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness Vers hf., útgerðar í Þorlákshöfn. Meira »

Lætur af störfum hjá Samherja

í gær Framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja, Óskar Ævarsson, hefur ákveðið að láta af störfum.  Meira »

Áhyggjur af viðræðuslitum SGS

18.3. „Þetta er alvarleg staða. Í sjómannaverkfallinu [fyrir tveimur árum] misstum við viðskiptavini af því að við gátum ekki afhent. Eftir það komu ekki allir okkar viðskiptavinir til baka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við mbl.is. Meira »

Samkomulagi náð við Færeyinga

18.3. Kristján Þór Júlíusson og Högni Hoydal, sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja, hafa náð samkomulagi um fiskveiðisamning á milli Íslands og Færeyja. Meira »

Allt gert til að fyrirbyggja sýkingu

18.3. Í íslensku laxeldi er ströngum heilbrigðiskröfum fylgt til að lágmarka líkurnar á sjúkdómum. Í Noregi eru fiskar settir í kvíarnar sem éta lúsina af laxinum. Meira »

Auka þurfi þorskveiði vegna brests

17.3. Slæm staða loðnustofnsins getur haft áhrif á þorskveiðar. Þegar hafa fundist merki um að eldri þorskar séu farnir að éta þá yngri í auknum mæli. Meira »

„Það virðast allir fiska vel“

16.3. Vetrarvertíð er að ná hámarki og gott hljóð var í starfsmönnum hafnanna í Snæfellsbæ, Grindavík og Sandgerði þegar rætt var við þá í gær. Á þessum stöðum hefur meiri afli borist á land heldur en á fyrstu 10 vikum síðasta árs. Meira »

Stormur á leið úr landi

15.3. Stormur Seafood hefur samið um sölu línu- og netaskipsins Storms HF til kanadísks útgerðarfélags. Kaupverðið er 14 milljónir evra, eða um 1,87 milljarðar króna. Meira »
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.19 297,29 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.19 359,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.19 248,83 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.19 231,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.19 0,00 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.19 138,52 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.19 176,98 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »