Komst ekki til Krasnodar vegna vertíðarinnar

08:16 „Það er vertíð í gangi og þá er hægara sagt en gert að fara frá vinnu í fimm eða sex daga,“ sagði Magnús Stefánsson, varnarjaxlinn í liði deildar- og bikarmeistara ÍBV í handknattleik, en hann fór ekki með liðinu til Krasnodar í Rússlandi vegna anna við vinnu. Meira »

Arnarlax brást rétt við tjóni

05:30 Matvælastofnun telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir það tjón sem varð í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði í síðasta mánuði og að viðbrögð hafi verið við hæfi, miðað við aðstæður. Meira »

Enn drepast fiskar í stórum stíl

Í gær, 15:02 Arnarlax brást rétt við tjóni á sjókvíum sínum í kjölfar óveðurs sem gekk yfir 11. febrúar, með því að setja af stað verkferla til að koma í veg slysasleppingu og tilkynna tjónið til Matvælastofnunar og framleiðenda búnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Meira »

Nýtt frumvarp um strandveiðar

Í gær, 13:29 Heimilt verður að stunda strandveiðar í tólf daga í hverjum mánuði frá maí og fram í ágúst á þessu ári, nái nýtt frumvarp fram að ganga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Atvinnuveganefnd þingsins leggur frumvarpið fram og er gert ráð fyrir að það verði að lögum áður en strandveiðar hefjast 2. maí. Meira »

„Nóg af loðnu á miðunum enn“

Í gær, 12:38 Það er skömm að þessi loðnuvertíð er búin, því nóg er af loðnu á miðunum enn, segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffellinu. Skipið er nú á heimleið með síðasta loðnufarminn, 900 tonn, og hefur því lokið að veiða allan loðnukvóta sinn, samtals 8.600 tonn. Meira »

Lagt upp í 50 daga heimsiglingu

í gær Nýju togararnir Páll Pálsson ÍS og Breki VE lögðu frá bryggju í borginni Shidaho í Rongcheng-héraði í Kína í gærmorgun að íslenskum tíma en þá var klukkan 16 að staðartíma. Meira »

Stjórn Síldarvinnslunnar endurkjörin

í fyrradag Stjórn Síldarvinnslunnar var endurkjörin á aðalfundi félagsins í gær. Á stjórnarfundi að loknum aðalfundinum var Þorsteinn Már Baldvinsson kjörinn formaður stjórnarinnar. Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

21.3. Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Ný reglugerð um sjóstangveiðimót

21.3. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum en slík mót eru haldin víða um land á hverju sumri á vegum sjóstangveiðifélaga. Meira »

Afföll 19,5% hjá Arnarlaxi í Hringsdal

20.3. „Þetta er náttúrulega skaði fyrir fyrirtækið og það eru sögulega há verð í gangi svo við hefðum gjarnan viljað að fiskurinn væri seldur. En svona er bara eldi á dýrum, það eru afföll og við gerum ráð fyrir afföllum í okkar rekstri,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, í samtali við mbl.is. Meira »

Laxar drepist í auknum mæli vegna kulda

20.3. Laxar í kvíum Arnarlax í Arnarfirði hafa undanfarið drepist í auknum mæli, vegna kulda og meðhöndlunar á fiski í sláturkví. Hefur dauði fiskurinn safnast saman í botni kvía og honum svo verið dælt um borð í báta Arnarlax. Meira »

Óvissa um hrefnuveiðar

20.3. Ekki liggur fyrir hvort hrefnuveiðar verða stundaðar í sumar af hálfu IP-útgerðar. Fyrirtækið hefur rætt ákvörðun um lokun veiðisvæða í Faxaflóa við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og skrifað ráðuneytinu vegna málsins. Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

í fyrradag „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Síldarvinnslan hagnaðist um 2,9 milljarða

21.3. Síldarvinnslan hagnaðist um 2,9 milljarða á síðasta ár samanborið við 4,1 milljarð á árinu 2016. Afli skipa samstæðunnar var 163 þúsund tonn. Meira »

Dælt upp úr norskum dráttarbáti

21.3. Leki kom að norskum dráttarbáti við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og var slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað á staðinn upp úr klukkan hálftvö. Meira »

„Hellingur af skipum að veiðum“

20.3. „Við fengum þennan afla í fimm holum og það voru á bilinu 280-420 tonn í hverju holi. Veiðisvæðið var um 220 sjómílur vestur af Írlandi. Það tók okkur einungis rúma tvo sólarhringa að fylla skipið,“ segir Runólfur Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, sem kom til Seyðisfjarðar í morgun með 1.800 tonn af kolmunna. Meira »

Flestir fundið bein en ekki mannsbein

20.3. „Ég er búinn að vera til sjós í rúm þrjátíu ár og hef ekki upplifað neitt svona áður,“ segir Aðalsteinn R. Friðþjófsson skipstjóri á Fjölni GK, sem fékk líkamsleifar í veiðarfæri sín í síðasta mánuði. Meira »

Lokametrar 13 milljarða loðnuvertíðar

20.3. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, áætlar að útflutningsverðmæti afurða úr 186 þúsund tonna loðnukvóta íslenskra skipa á vertíðinni geti numið um 13 milljörðum króna. Meira »

Stór kolmunni og fínasta hráefni

19.3. „Við fengum um 1.100 tonn fyrsta sólarhringinn en eftir það tregaðist aflinn verulega,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, en von er á skipinu til Vopnafjarðar um miðjan dag á miðvikudag með tæplega 2.500 tonna kolmunnaafla. Meira »
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.18 197,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.18 241,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.18 244,02 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.18 220,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.18 61,82 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.18 79,30 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.18 98,67 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »