„Hellingur af skipum að veiðum“

Í gær, 21:10 „Við fengum þennan afla í fimm holum og það voru á bilinu 280-420 tonn í hverju holi. Veiðisvæðið var um 220 sjómílur vestur af Írlandi. Það tók okkur einungis rúma tvo sólarhringa að fylla skipið,“ segir Runólfur Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, sem kom til Seyðisfjarðar í morgun með 1.800 tonn af kolmunna. Meira »

Afföll 19,5% hjá Arnarlaxi í Hringsdal

Í gær, 17:45 „Þetta er náttúrulega skaði fyrir fyrirtækið og það eru sögulega há verð í gangi svo við hefðum gjarnan viljað að fiskurinn væri seldur. En svona er bara eldi á dýrum, það eru afföll og við gerum ráð fyrir afföllum í okkar rekstri,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, í samtali við mbl.is. Meira »

Flestir fundið bein en ekki mannsbein

Í gær, 17:25 „Ég er búinn að vera til sjós í rúm þrjátíu ár og hef ekki upplifað neitt svona áður,“ segir Aðalsteinn R. Friðþjófsson skipstjóri á Fjölni GK, sem fékk líkamsleifar í veiðarfæri sín í síðasta mánuði. Meira »

Laxar drepist í auknum mæli vegna kulda

Í gær, 11:09 Laxar í kvíum Arnarlax í Arnarfirði hafa undanfarið drepist í auknum mæli, vegna kulda og meðhöndlunar á fiski í sláturkví. Hefur dauði fiskurinn safnast saman í botni kvía og honum svo verið dælt um borð í báta Arnarlax. Meira »

Óvissa um hrefnuveiðar

í gær Ekki liggur fyrir hvort hrefnuveiðar verða stundaðar í sumar af hálfu IP-útgerðar. Fyrirtækið hefur rætt ákvörðun um lokun veiðisvæða í Faxaflóa við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og skrifað ráðuneytinu vegna málsins. Meira »

Lokametrar 13 milljarða loðnuvertíðar

í gær Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, áætlar að útflutningsverðmæti afurða úr 186 þúsund tonna loðnukvóta íslenskra skipa á vertíðinni geti numið um 13 milljörðum króna. Meira »

Aflinn hefði aukist um 3.941 tonn

í fyrradag Heildarafli strandveiða á síðasta ári hefði orðið 13.701 tonn og aukist um 3.941 tonn, eða um 40,4%, ef veiðar hefðu verið heimilaðar fjóra daga í viku frá 2. maí til og með 30. ágúst. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, en svarið birtist á vef Alþingis á föstudag. Meira »

Kælibúnaður á heimsiglingunni

17.3. Ráðgert er að systurskipin Breki VE og Páll Pálsson ÍS, nýir togarar Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal, haldi heimleiðis frá Kína á þriðjudag. Meira »

Tóku skóflustungu fyrir nýju húsi Hafró

16.3. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson þingmaður Suðurkjördæmis tóku í gær fyrstu skóflustungurnar að nýju húsi Hafrannsóknastofnunar, sem rísa á að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Meira »

Munaði litlu að skipið strandaði

15.3. Litlu munaði að flutningaskipið Wilson Harrier strandaði í Klettsvík í Vestmannaeyjum síðdegis í dag.  Meira »

Aukinn afli, minni verðmæti

15.3. Staða strandveiða er óljósari nú en oft áður. Aldrei hafa jafn miklar aflaheimildir verið settar inn í kerfið og á síðasta ári, en þrátt fyrir það hafa aldrei jafn fáir bátar sótt strandveiðarnar frá því þær hófust árið 2009. Meira »

Styðja gamla tilgátu um síldina sem hvarf

15.3. Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur flytur í dag erindið „Fimmtíu ár frá hruni íslenska vorgotssíldarstofnsins – þróun stofnstærðar síðan þá“ á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Stór kolmunni og fínasta hráefni

í fyrradag „Við fengum um 1.100 tonn fyrsta sólarhringinn en eftir það tregaðist aflinn verulega,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, en von er á skipinu til Vopnafjarðar um miðjan dag á miðvikudag með tæplega 2.500 tonna kolmunnaafla. Meira »

Taka á móti norskum skipum

19.3. Fjöldi norskra skipa hefur verið við höfnina á Fáskrúðsfirði undanfarna daga. Friðrik Mar Guðmundsson, forstjóri Loðnuvinnslunnar, segir að síðustu ellefu daga hafi Loðnuvinnslan tekið á móti sjö norskum skipum í hrognatöku. Meira »

Hófu vinnslu um leið og rýmingu var aflétt

16.3. Gunnar Sverrisson, verksmiðjustjóri í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar, sem rýmd var vegna snjóflóðahættu í fyrradag, segir að verksmiðjan hafi verið gangsett í gærkvöldi, strax og rýmingunni var aflétt. Meira »

Rannsökuðu kóralsvæði við Ísland

16.3. Finna má kaldsjávarkóralsvæði á landgrunnskantinum fyrir sunnan land, og finnast kóralar helst á hryggjum sem ganga þvert á Lónsdjúp, sem staðsett er á kantinum suðaustur af Íslandi. Algengasta tegundin sem veiðist þar er keila, en tvöfalt meira er af henni á hryggjunum en utan þeirra. Meira »

Aflaheimildir í ufsa brenni inni ár hvert

15.3. Niðurstöður úttektar Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðar Há­skól­ans á Ak­ur­eyri á strandveiðum gefa tilefni til að endurskoða tiltekna þætti í kerfinu, meðal annars varðandi nýliðun í greininni og hvernig nýting og virði hráefnis sé hámarkað. Meira »

Verksmiðjan rýmd vegna snjóflóðahættu

15.3. Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði hefur verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Þegar skilaboðin um rýminguna bárust var löndun á kolmunna úr Margréti EA nýhafin og verið var að hefja vinnslu á aflanum. Meira »

Iceland Seafood kaupir írskt fyrirtæki

14.3. Iceland Seafood International hefur keypt 67% af útistandandi hlutum í Oceanpath Limited, stærsta framleiðanda ferskra sjávarafurða á Írlandi. Kaupverðið er á bilinu 12,4 til 13,4 milljónir evra. Meira »
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.3.18 207,21 kr/kg
Þorskur, slægður 20.3.18 254,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.3.18 243,73 kr/kg
Ýsa, slægð 20.3.18 238,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.3.18 52,13 kr/kg
Ufsi, slægður 20.3.18 94,47 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 20.3.18 116,23 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »