Aflinn jókst um 107 þúsund tonn

09:51 Íslenski fiskiskipaflotinn landaði 107 þúsund tonnum meira af afla árið 2017 en árið þar áður. Heildarafli skipanna á nýliðnu ári nam 1.176,5 þúsund tonnum og má rekja hið aukna aflamagn nær eingöngu til meiri loðnu- og kolmunnaafla. Meira »

Köstuðu upp vegna fnyksins

Í gær, 13:35 „Lyktin var alveg hræðileg,“ sagði Hjálmar Sigurjónsson, skipstjóri á Ljósafelli, eftir að hann kom í land með fimmtíu tonn af afla aðfaranótt föstudags, en til þeirra tíðinda bar í túrnum að áhöfnin fékk hræ af hval í trollið. Meira »

Þegar kveðið á um afslátt í lögum

13.1. Ríkisstjórnin hyggst lækka veiðigjöld á litlar og meðalstórar útgerðir. Alþjóðlega eru hins vegar öll íslensk sjávarútvegsfyrirtæki lítil. Meira »

„Hafið á það inni að við tökum slaginn“

13.1. „Við erum á ögurstundu. Það er tími til að bregðast við gríðarlega mikilli plastmengun í sjó núna en ekki eftir nokkur ár. Sú hugsun að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050 er óásættanleg,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson um niðurstöðu meistararitgerðar sinnar um plastmengun í hafi. Meira »

Haki er loks kominn í skjól

13.1. Hinn gamli hafnsögubátur Reykjavíkurhafnar, Haki, er nú kominn í öruggt skjól því Borgarsögusafn Reykjavíkur hefur eignast bátinn. Meira »

Bálkakeðjan á erindi við fiskinn

12.1. Með bálkakeðjutækninni væri hægt að auka sjálfvirkni í viðskiptum með fisk og bjóða upp á meiri rekjanleika. Fara þarf varlega í sakirnar og kynnast tækninni betur áður en tekin væru risaskref. Meira »

Endurvigtun til fyrirmyndar

12.1. Niðurstaða greiningar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á vigtun og endurvigtun á afla er að fyrirliggjandi gögn og úttektir staðfesti að framkvæmd og framfylgni við ákvæði laga séu almennt til fyrirmyndar. Meira »

Banna veiðar á ígulkerum í Breiðafirði

12.1. Veiðar á ígulkerum á svokölluðu vestursvæði í innanverðum Breiðafirði hafa verið bannaðar. Tók bannið gildi í gær, að því er segir í reglugerð sem sett var í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á miðvikudag. Meira »

Samþykkja ekki skerta getu Gæslunnar

12.1. „Þetta er í raun afleiðing þess að hluti fjárveitinga til Landhelgisgæslu Íslands er gengistryggður, en þannig hefur það verið í mörg ár og er það gert að ósk Landhelgisgæslunnar sjálfrar.“ Meira »

Árið byrjar vel á Engey

11.1. Engey RE kom til hafnar í Reykjavík á þriðjudag eftir fyrstu veiðiferð ársins. Að sögn Friðleifs Einarssonar skipstjóra er ekki annað hægt að segja en að nýtt ár byrji vel. Aflinn var á milli 120 og 130 tonn af fiski en verið var að veiðum á Vestfjarðamiðum. Meira »

Íslenski humarinn í vanda

11.1. Humarstofninum umhverfis Ísland virðist fara hrakandi og hefur minnkun veiðiheimilda ekki dugað til að hjálpa stofninum að ná sér aftur á strik. Fáar lausnir virðast í stöðunni aðrar en að draga enn frekar úr veiðum en útgerðir hafa reynt að bregðast við með því að breyta veiði- og vinnsluaðferðum til að fá betra verð fyrir þann afla sem kemur á land. Meira »

Vilja prófa fugla- og spendýrafælur

10.1. Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, óska eftir tilboðum í leigu á netabátum til að stunda netaveiðar í rannsóknarskyni. Meira »

Unnið til baka flesta markaði

12.1. „Okkur hefur tekist að vinna til baka flesta þá markaði sem við gátum ekki þjónustað sem skyldi meðan á sjómannaverkfallinu stóð fyrir tæpu ári,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International. Meira »

Kolmunnaveiðar fá vottun um sjálfbærni

12.1. Kolmunnaveiðar við Ísland hafa nú hlotið vottun um sjálfbærni frá Marine Stewardship Council. Þetta kemur fram á vef ráðsins, en þar má sjá að ákvörðun um þetta var tekin 7. nóvember síðastliðinn og gerð opinber í gær. Meira »

Sóttu veikan skipverja

12.1. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti veikan skipverja á íslensku togskipi á sjúkrahús í nótt. Skipið var að veiðum djúpt norður af landi, eða um 90 sjómílur norður af Skaga. Meira »

Segir þekkingu skorta í gagnrýni LV

11.1. Gagnrýni Landssambands veiðifélaga á fyrirhugað laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði ber vott um þekkingarskort, segir Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture ehf. sem hefur uppi áform um 20 þúsund tonna eldi í firðinum. Meira »

„Á eftir að koma heilmikil loðna“

11.1. „Það var ekki stór bletturinn sem skipin voru að toga á,“ sagði Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti, eftir að skipið kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með rúmlega 2.200 tonn af loðnu. Meira »

Loðnuveiðar lofa góðu

11.1. Venus NS kom til heimahafnar á Vopnafirði um miðjan dag í gær með fullfermi af loðnu. Loðnan fékkst í Langaneskantinum austanverðum og verður ekki annað sagt en að loðnuvertíðin fari vel af stað, að því er segir á vef HB Granda. Meira »

Öryggi sjómanna skerðist

10.1. Öryggi sjómanna mun skerðast, gangi eftir sú fyrirætlun stjórnvalda að lækka fjárframlög til Landhelgisgæslunnar. Þetta fullyrðir Landssamband smábátaeigenda, sem lýsir miklum áhyggjum vegna áformanna. Meira »