„Lögmaður félagsins fer með rangt mál“

20:30 Sjómannafélag Íslands hafnaði flýtimeðferð í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Hún segir Sjómannafélagið vera að tefja málið, en félagið krefjist málskostnaðartryggingar af henni á persónulegum grundvelli. Meira »

Krónan fylgir ekki lengur sjávarútvegi

12:59 Það kom mörgum á óvart að krónan skyldi ekki veikjast þegar sjómenn fóru í verkfall á síðasta ári, en gjaldeyristekjur streyma núna inn úr fleiri áttum, s.s. í gegnum ferðaþjónustu. Meira »

Fordæmir vinnubrögð Sjómannafélagsins

10:38 Stéttarfélagið Framsýn fordæmir „ólýðræðisleg vinnubrögð“ trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands, vegna brottreksturs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem boðið hefur sig fram til formanns í félaginu. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

í gær Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Stefna Heiðveigar þingfest á morgun

í gær Stefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn Sjómannafélagi Íslands verður þingfest fyrir félagsdómi á morgun. Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, í samtali við mbl.is. „Það er búið að birta stefnuna og þetta verður þingfest í félagsdómi á morgun,“ segir Kolbrún. Meira »

„Ísland að merkja sér áhugaverða hillu“

í gær Svifaldan, verðlaunagripur fyrir framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar, hefur verið veitt í áttunda sinn. Kom gripurinn í hlut þeirra Davíðs Freys Jónssonar, Gunnars Þórs Gunnarssonar og Kára Ólafssonar, fyrir hugmynd að þróun vélar til sæbjúgnavinnslu. Meira »

Fjölbreytt efnistök á ráðstefnunni

í gær Sjávarútvegsráðstefnan hefst í Hörpu í dag og lýkur síðdegis á morgun. Hún er mikilvægur vettvangur fyrir fólk í atvinnugreininni til að koma saman og ráða ráðum sínum, segir Helga Franklínsdóttir, stjórnarformaður ráðstefnunnar. Meira »

„Hvert höggið á fætur öðru“

14.11. „Það er miður að þetta sé að gerast. Við erum orðnir öllu vanir hér á Skaganum, ef svo má að orði komast. En það er skelfilegt þegar fólk er að missa lífsviðurværi sitt, í sumum tilfellum eftir áratuga starf,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um uppsagnir HB Granda. Meira »

Mikilvægt að hafa sem mesta vissu um rekstrarumhverfið

14.11. Það er fyrst og fremst samstillt, framsýnt og öflugt starfsfólk til sjós og lands, hérlendis sem erlendis, sem skiptir máli, segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, en Samherji hefur undanfarin ár verið í efstu sætum lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Mikilvæg tímamót urðu í rekstri Samherja á síðasta ári þegar fyrirtækinu var skipt í tvennt. Meira »

„Megn pólitísk myglulykt“

14.11. „Fyrir mér blasir við að þarna lágu skýrir og greinilegir þræðir þvers og kruss á milli Seðlabankans, ríkisstjórnarinnar og Kastljóss RÚV. Megna pólitíska myglulykt lagði af þessu samráðsferli þá og leggur enn.“ Meira »

Vissu ekki af kæru Seðlabankans í 3 ár

14.11. Eftir að hafa verið í rannsókn hjá Seðlabankanum kærði bankinn framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og stjórn fyrirtækisins til embættis Ríkislögreglustjóra árið 2011. Fyrirtækið vissi hins vegar ekki af kærunni í þrjú ár. Meira »

Helge Ingstad nærri sokkin

13.11. Norska freigátan KNM Helge Ingstad, sem rakst á maltneskt olíuflutningaskip í Hjaltafirði nærri Björgvin í síðustu viku, er nær sokkin eftir að kaplar sem halda áttu skipinu á floti slitnuðu í nótt. Skipið er metið á um fjóra milljarða norskra króna. Meira »

Síðasta löndun Vilhelms á Íslandi

í gær Vilhelm Þorsteinsson EA-11 kom úr sinni síðustu veiðiferð í gærmorgun til Neskaupstaðar með fullfermi af frosinni síld. Lýkur þar með 18 ára sögu skipsins hér á landi en það hefur verið selt erlendum kaupanda í Rússlandi. Meira »

Verðmæti lax- og silungsveiða 170 milljarðar

í gær Verðmæti lax- og silungsveiða á Íslandi er samtals 170 milljarðar og á þessu ári má rekja tæplega 9 milljarða landsframleiðslu beint til lax- og silungsveiða, samvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Kvarta til ESA vegna fiskeldislaga

14.11. Landvernd hefur lagt fram kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna breytingar á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn reglum EES-samningsins. Meira »

Nítján sagt upp hjá HB Granda

14.11. Nítján skipverjum um borð í Helgu Maríu AK, ísfisktogara HB Granda, hefur verið sagt upp. Ástæðan er óvissa innan útgerðarinnar um hvað gera skuli við skipið, en síðustu tvö ár hefur HB Grandi tekið við þremur nýjum ísfisktogurum. Meira »

Valka með samning upp á 1,3 milljarða

14.11. Fyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í borginni Kola í Murmansk í Rússlandi. Er fiskvinnslan sú fyrsta sinnar tegundar í landinu og verður tæknilegasta bolfiskvinnslan í Rússlandi að uppsetningu lokinni. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

13.11. Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Draga ráðgjöfina til baka

13.11. Ráðgjöf fyrir veiðar á úthafskarfa, sem birt var á vef Hafrannsóknastofnunar í gær og Morgunblaðið greindi frá í dag, hefur verið dregin til baka. Samkvæmt ráðgjöfinni skyldu veiðar ekki stundaðar á stofnum efri og neðri úthafskarfa. Meira »
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.11.18 285,99 kr/kg
Þorskur, slægður 16.11.18 327,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.11.18 232,01 kr/kg
Ýsa, slægð 16.11.18 207,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.11.18 39,87 kr/kg
Ufsi, slægður 16.11.18 164,36 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 16.11.18 304,25 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.11.18 269,00 kr/kg

Fleiri tegundir »