Erfiður rekstur rækjuvinnslunnar

í fyrradag „Almennt er rekstur í rækjuvinnslu við Norður-Atlantshaf, bæði á Íslandi og í Noregi, búinn að vera erfiður í nokkur ár,“ segir Óskar Garðarsson, framkvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Dögunar á Sauðárkróki. Meira »

Fyrsti makríll vertíðarinnar hjá SVN

20.7. Vilhelm Þorsteinsson EA, Síldarvinnslunni, kom í land í Neskaupstað í gær með fyrsta makríl vertíðarinnar. Afli skipsins var 700 tonn úr sjó og þar af 500 tonn af frystum makríl. Í fyrra var makríllinn heldur fyrr á ferðinni, eða átta dögum fyrr en í ár. Meira »

Blóðtaka fyrir Grundarfjörð

20.7. Ákvörðun FISK Seafood ehf. um að loka rækjuvinnslu fyrirtækisins í Grundarfirði kemur illa við bæinn og er mikil blóðtaka að mati Jósefs Ó. Kjartanssonar, forseta bæjarstjórnar Grundarfjarðar. Meira »

Rækjuvinnslu FISK í Grundarfirði lokað

19.7. Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Nítján manns fá uppsagnarbréf vegna lokunarinnar og taka uppsagnir gildi næstu mánaðamót. Meira »

VSV landar um 250 tonnum af makríl

18.7. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (VSV) hóf í dag að landa um 250 tonnum af makríl úr Kap VE í Vestmannaeyjahöfn. Mun það vera fyrsti makríllinn sem Vinnslustöðin tekur á móti úr eigin skipi á vertíðinni. Þetta kemur fram á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Meira »

Rúmlega tvöföldun eldis í Dýrafirði

17.7. Arctic Sea Farm stefnir að því að auka laxeldisframleiðslu sína í Dýrafirði um 123%. Þetta kemur fram í drögum fyrirtækisins að frummatsskýrslu, þar sem umhverfisáhrif framleiðsluaukningarinnar eru metin. Áform fyrirtækisins miða að því að framleiðsla laxeldisins í firðinum skili tíu þúsund tonnum. Meira »

Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

15.7. „Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn. Meira »

Slysasleppingar alltaf alvarlegar

13.7. Matvælastofnun og Fiskistofa líta slysasleppingu hjá fyrirtækinu Fjarðarlaxi í Tálknafirði alvarlegum augum. Þó virðist miðað við fóðurtölur frá stöðinni að fjöldi sloppinna laxa hafi verið óverulegur. Á fjölda fiska er þó ekki hægt að giska, en fimm hafa veiðst í net Fiskistofu. Meira »

Nýtt hafrannsóknaskip verður smíðað

13.7. Á sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á miðvikudaginn í næstu viku mun Alþingi samþykkja þingsályktunartillögu um tvö verkefni, sem eru í þágu barna og ungmenna annars vegar og hafrannsókna hins vegar. Meira »

Ný Cleopatra 36 til Lofoten

12.7. Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra 36 bát til Napp í Lofoten í Noregi. Kaupandi bátsins er Steinar Sandnes sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum og hefur hann hlotið nafnið Vikberg. Meira »

Stærsta samfellda mæling á hafsbotni

12.7. Leiðangursmenn á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni kortlögðu alls 28.242 ferkílómetra af hafsbotni djúpt suður af landinu í Íslandsdjúpi í leiðangri sem var farinn í júní. Þetta er stærsta samfellda svæðið sem fram til þessa hefur verið mælt með fjölgeislamæli í einum og sama leiðangri í íslenskri efnahagslögsögu. Meira »

Vinnsla hófst fyrir 60 árum

12.7. Þann 17. júlí verða liðnir sex áratugir frá því að Gullfaxi NK kom með fullfermi af síld til Neskaupstaðar og tekið var á móti síld í fyrsta skipti til vinnslu í síldarvinnslu Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Meira »

Aflinn 11% minni en í fyrra

16.7. Fiskafli íslenskra skipa í júní var 47.227 tonn eða 11% minni en í júní 2017.  Meira »

Óskýrar línur milli tegundanna

14.7. Deilur standa nú yfir um ætterni hvals sem veiddur var síðastliðinn sunnudag og mun það skera úr um hvort dráp hans hafi verið löglegt. Margir, þar á meðal sérfræðingar á snærum BBC, telja að um steypireyði sé að ræða og þar með hafi hvalurinn verið friðaður. Kristján Loftsson, formaður Hvals hf., segir að um blendingsafkvæmi steypireyðar og langreyðar hafi verið að ræða og að drápið sé þar með löglegt. Meira »

Fyrsta makrílnum landað í Eyjum

13.7. Unnið er að því að landa fyrsta makrílfarmi sumarsins í Vestmannaeyjum þessa stundina. Það var skipið Guðrún Þorkelsdóttir SU sem kom með fyrsta farminn fyrr í dag, en útgerðin Huginn er með Guðrúnu á leigu á meðan verið er að gera breytingar á Huginn VE úti í Póllandi. Meira »

Lax slapp úr sjókví við Tálknafjörð

13.7. Slysaslepping á eldislaxi varð úr sjókví Fjarðalax í Tálknafirði í byrjun þessa mánaðar. Orsök tjóns og umfang slysasleppingar liggja ekki fyrir en 5 fiskar úr sjókvínni hafa veiðst í net eftir atvikið fram til þessa. Meira »

Gera könnun meðal grásleppuleyfishafa

12.7. Landssamband smábátaeigenda ætlar að efna til skoðanakönnunar meðal grásleppuleyfishafa þar sem þeir verða spurðir um afstöðu til breytinga á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða. Meira »

Samherji kaupir Collins Seafood

12.7. Samherji hefur keypt markaðs- og dreifingarfyrirtækið Collins Seafood og tekið við rekstrinum frá 1. júlí.  Meira »

Segja fágætan hval hafa verið veiddan

11.7. Dýraverndunarsamtökin Hard To Port birtu mynd á Facebook-síðu samtakanna þar sem er velt upp þeirri spurningu hvort hvalveiðibátur á vegum Hvals hf. hafi veitt sjaldgæfan blendingshval, afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Mynd af löndun hvalsins í Hvalfirði um helgina er birt með færslunni. Meira »
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.7.18 198,63 kr/kg
Þorskur, slægður 20.7.18 277,35 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.7.18 321,68 kr/kg
Ýsa, slægð 20.7.18 102,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.7.18 38,46 kr/kg
Ufsi, slægður 20.7.18 77,00 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 20.7.18 232,04 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.7.18 301,29 kr/kg

Fleiri tegundir »