Vélstjórar sömdu í nótt

Kjarasamningur SFS og VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna undirritaður – sjómenn ...
Kjarasamningur SFS og VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna undirritaður – sjómenn slitu samningaviðræðum

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafa undirritað nýjan kjarasamning, sem mun gilda til ársloka 2018.

Verkfall sjómanna á fiskiskipaflotanum skall á klukkan 23 í gærkvöldi. Fiskiskipin hættu þá þegar veiðum, hífðu veiðarfæri og sigldu áleiðis til hafnar. Þau skip sem eiga lengstu leiðina voru í Barentshafi og tekur heimsiglingin um vikutíma.

Verkfallið mun hafa mikil áhrif í sjávarútveginum og smám saman í þjóðfélaginu öllu. Um 2.500 sjómenn eru í þeim félögum sem boðuðu verkfallið. Með þeim er á sjó fjöldi skipstjórnarmanna sem samþykktu kjarasamning á dögunum þegar undirmenn og vélstjórar felldu. Þeir eru einnig verkefnalausir meðan á verkfalli stendur. Þá verður fiskverkafólk verkefnalaust þegar hráefnið í fiskiðjunum klárast.

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að áhrifin á fyrirtækin ráðist af því hversu langt verkfallið verður. Það komi illa við alla greinina en þó verst við þá sem vinna að útflutningi á ferskum fiski. Stórir mánuðir séu framundan í sölu á ferskum fiski fyrir jólin.

Ríkissáttasemjari tilkynnti að hann myndi heyra í samningsaðilum undir lok næstu viku og meta hvort ástæða væri til að boða til samningafundar.


 
„Að kvöldi 10. nóvember sleit samninganefnd sjómanna viðræðum við SFS. Viðræðum hafði miðað vel fram liðna daga og sjómönnum hafði mikil sanngirni verið sýnd þegar kom að einstökum kröfum þeirra. Fiskverðsmálefni, sem hafa verið ágreiningsefni um árabil, höfðu verið leidd í jörð, samhljómur var orðinn um aukinn orlofsrétt og auknar greiðslur vegna hlífðarfatnaðar, auk þess sem aðilar höfðu komist að samkomulagi um að láta framkvæma óháða athugun á öryggis- og hvíldarmálum sjómanna. Það er sameiginlegt hagsmunamál bæði sjómanna og útgerða að reglur þessa efnis séu virtar í hvívetna.
 
Þá skal þess getið að kominn var samhljómur um að þak yrði sett á gildistíma nýsmíðaákvæðis. Við svo búið hefði mátt ætla að aðilar næðu saman um ásættanlegan kjarasamning. Svo var hins vegar ekki og síðdegis gerðu sjómenn það meðal annars að ófrávíkjanlegri kröfu að matsveini á uppsjávarskipum yrði óheimilt að ganga í starf háseta og því yrði fjölgað um einn háseta á uppsjávarskipum. Þessu var hafnað. Mönnun skipa er öryggismál. Ef misbrestur er á mönnun uppsjávarskipa, þá má ætla að hin óháða athugun hefði leitt hann í ljós.
 
Kjarasamningur SFS og VM er í samræmi við það sem rætt hafði verið við sjómenn. Það er fagnaðarefni að aðilar hafi náð saman um kjaramál. Það er hins vegar miður að til verkfalls hafi þurft að koma vegna afstöðu sjómanna,“ segir í fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.19 320,60 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.19 355,94 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.19 283,08 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.19 284,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.19 105,18 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.19 153,73 kr/kg
Djúpkarfi 25.3.19 161,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.19 199,28 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.19 Sóley ÞH-028 Grásleppunet
Grásleppa 1.156 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.164 kg
26.3.19 Agnar BA-125 Línutrekt
Þorskur 1.606 kg
Steinbítur 193 kg
Samtals 1.799 kg
26.3.19 Júlía SI-062 Grásleppunet
Grásleppa 1.648 kg
Þorskur 624 kg
Ýsa 40 kg
Samtals 2.312 kg
26.3.19 Auðbjörg NS-200 Handfæri
Þorskur 1.708 kg
Samtals 1.708 kg
26.3.19 Fanney EA-082 Grásleppunet
Grásleppa 1.490 kg
Þorskur 502 kg
Samtals 1.992 kg

Skoða allar landanir »