Uppsagnirnar ekkert einsdæmi

Verkfall sjómanna hefur nú staðið síðan 14. desember og hefur …
Verkfall sjómanna hefur nú staðið síðan 14. desember og hefur hráefnisskortur gert vart við sig í fiskvinnslum víða um land. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er ekkert einsdæmi. Fyrirtæki út um allt land hafa verið að tilkynna okkur um fyrirvaralausa uppsögn og rekstrarstöðvun vegna hráefnisskorts,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. mbl.is greindi frá því fyrr í dag að tæplega 100 manns hafi verið sagt upp á Vestfjörðum vegna hráefnisskorts sem hefur myndast vegna verkfalls sjómanna.  

Frétt mbl.is - Tæplega 100 sagt upp á Vestfjörðum

Verkfall sjómanna hefur nú staðið síðan 14. desember og hefur hráefnisskortur gert vart við sig í fiskvinnslum víða um land. Þann 19. desember sendi Vinnumálastofnun frá sér tilkynningu þar sem kynntar voru þær leiðir sem fyrirtæki geta valið til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin.

Leiðirnar eru eftirfarandi:

  1. Tilkynna lokun samkvæmt lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks, númer 51/1995.Í lögunum er heimild til Vinnumálastofnunar um að fjölga dögum sem greitt er fyrir vegna hráefnisskorts sem stafar af verkföllum og/eða verkbönnum.
  2. Tilkynna um rekstrarstöðvun samkvæmt lögum um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, númer 19/1979.
Gissur gengur út frá því að þegar verkfallinu ljúki og …
Gissur gengur út frá því að þegar verkfallinu ljúki og hráefnisskortur ekki lengur fyrir hendi muni fólk ganga aftur til sinna hefðbundnu starfa. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Óska eftir því að fyrirtæki nýti leið númer eitt 

Gissur segir Vinnumálastofnun hafa óskað eftir því að fyrirtæki nýti sér frekar leið númer eitt ef þau hafi tök á því. Fyrirtækin Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri nýttu sér hins vegar leið númer tvö við uppsagnir sínar. 

Spurður um hvaða reglur gildi um réttindi og bætur þess fólks sem sagt hefur verið upp störfum segir Gissur það ráðast af mati á aðstæðum hvers og eins. „Rétturinn til bóta getur verið misjafn eftir aðstæðum hvers og eins. Það eru jafnvel dæmi þess að menn hafi engan bótarétt þar sem þeir hafa ekki áunnið sér nein réttindi, til dæmis ef fólk er búið að vinna stutt á íslenskum vinnumarkaði. Í þessum tilfellum er verið að nýta persónubundin réttindi sem að einstaklingurinn hefur verið að ávinna sér,“ segir Gissur.

Hann gengur þó út frá því að þegar verkfallinu ljúki og hráefnisskortur ekki lengur fyrir hendi muni þetta fólk ganga aftur til sinna hefðbundnu starfa. „Við höfum verið á því að það sé æskilegra að fyrirtæki nýti sér fyrri leiðina ef þau hafa tök á því og haldi fólki á launum og fái í staðinn greidd mótframlög úr Atvinnuleysistryggingasjóði, það er hagfelldast að okkar mati fyrir fiskvinnslufólkið. Það tryggir betur réttindi þeirra þar sem margir eru ekki búnir að starfa nægilega lengi til að öðlast rétt á bótum við uppsögn.“

Það eru fyrirtækin sjálf sem taka rekstrarlega ákvörðun um hvaða leið er farin en svo virðist vera sem leið númer tvö verði oftar fyrir valinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.23 584,84 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.23 339,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.23 350,73 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.23 274,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.23 302,69 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.23 291,34 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.23 416,30 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.9.23 139,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.9.23 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.829 kg
Ýsa 742 kg
Ufsi 586 kg
Karfi 51 kg
Samtals 4.208 kg
27.9.23 Bergur VE 44 Botnvarpa
Karfi 38.254 kg
Samtals 38.254 kg
27.9.23 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 158.713 kg
Grálúða 2.958 kg
Hlýri 243 kg
Karfi 31 kg
Samtals 161.945 kg
27.9.23 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 196 kg
Samtals 196 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.23 584,84 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.23 339,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.23 350,73 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.23 274,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.23 302,69 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.23 291,34 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.23 416,30 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.9.23 139,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.9.23 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.829 kg
Ýsa 742 kg
Ufsi 586 kg
Karfi 51 kg
Samtals 4.208 kg
27.9.23 Bergur VE 44 Botnvarpa
Karfi 38.254 kg
Samtals 38.254 kg
27.9.23 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 158.713 kg
Grálúða 2.958 kg
Hlýri 243 kg
Karfi 31 kg
Samtals 161.945 kg
27.9.23 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 196 kg
Samtals 196 kg

Skoða allar landanir »