Stór hluti til hrognaframleiðslu

HB Grandi er með 18% kvótans.
HB Grandi er með 18% kvótans. Ljósmynd/HB Grandi

Af þeim 299 þúsund tonna loðnukvóta, sem sjávarútvegsráðherra ákvarðaði fyrr í dag, koma 33.423 tonn í hlut skipa HB Granda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Útgerðin er með um 18% kvótans en þar sem 5,3%, eða ríflega tíu þúsund tonnum, er úthlutað sérstaklega, fær hún meira en sem því nemur.

„Þetta er mun hærri kvóti en Hafrannsóknastofnun hafði áður lagt til fyrir vertíðina og er þess skemmst að minnast að þann 25. janúar sl. var lagður til heildarkvóti upp á 57 þúsund tonn,“ segir í tilkynningunni.

Vitað hafi verið að mælingin, sem gerð var í fyrri hluta janúarmánaðar, hafi verið óviss meðal annars vegna slæms veðurs og hafíss yfir hluta leitarsvæðisins og því ákveðið að ráðast í nýja mælingu dagana 3. til 11. febrúar.

„Niðurstöður þeirrar mælingar gáfu til kynna að stofnstærð kynþroska loðnu væri 815 þúsund tonn. Mæliskekkja (CV) var metin 0,18. Samkvæmt gildandi aflareglu á að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum. Umrædd aflaregla tekur tillit til óvissumats í mælingunum auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið. Í ljósi þessa lagði Hafrannsóknastofnun til heildarkvóta upp á 299 þúsund tonn,“ segir þá í tilkynningunni.

„Hér er hins vegar sjómannaverkfall“

Haft er eftir Garðari Svavarssyni, framkvæmdastjóra uppsjávarsviðs HB Granda, að gert sé ráð fyrir að stór hluti úthlutaðs kvóta fari til hrognaframleiðslu sem hefst yfirleitt um mánaðamótin febrúar/mars.

„Hér er hins vegar sjómannaverkfall sem staðið hefur yfir í tvo mánuði og eins og staðan er nú þá sér ekki fyrir endann á því. Burtséð frá því eru markaðsaðstæður fyrir loðnu mjög mismunandi eftir einstökum afurðum,“ segir Garðar.

„Verð á mjöli og lýsi hefur lækkað síðustu mánuði og sala á frystum hæng inn á markaði í Austur-Evrópu er erfið vegna lokunar Rússlandsmarkaðar. Það er hins vegar góð spurn eftir hrognafullri loðnu á Japansmarkaði og hrognaverð er hátt þar sem litlar birgðir eru til á markaðnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg
27.3.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 2.299 kg
Þorskur 251 kg
Rauðmagi 20 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.576 kg

Skoða allar landanir »