Vill skapa sátt um sjávarútveginn

„Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með …
„Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með því að láta þau gjöld sem tekin voru af fiskeldinu ekki skila sér í meira mæli til þeirra sveitarfélaga þar sem fiskeldið fer fram,“ segir Þorgerður Katrín sjávarútvegsráðherra.

Tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Á þeim tíma hefur hún látið hendur standa fram úr ermum enda þarf að takast á við við margar áskoranir á kjörtímabilinu.

Þorgerður segist una sér vel í nýja starfinu.

„Þetta er að mínu mati eitt áhugaverðasta ráðuneytið en að mörgu leyti standa bæði sjávarútvegur og landbúnaður á tímamótum. Sjávarútvegurinn hefur tekið stórstígum framförum og eflst gríaðrlega á undanförnum 25-30 árum, og ákveðnar breytingar að eiga sér stað í landbúnaði sem ég held að muni verða til þess að greinin muni fljótlega standa frammi fyrir svipuðum tækifærum og sjávarútvegurinn. Matvælageirinn almennt hefur ýmis sóknarfæri.“

Móta þurfi stefnu fyrir fiskeldi

Hvað sjávarútveginn snertir vill Þorgerður leggja áherslu á þrjú meginatriði.

„Stóra málið er að skapa sátt um sjávarútveginn og þær greiðslur sem atvinnugreinin reiðir af hendi fyrir aðganginn að auðlindinni. Mikið er í húfi og markmið mitt að fyrir næstu kosningar verði hvorki sjávarútvegur né landbúnaður bitbein stjórnmálaflokkanna, og að umræðan snúist um hvernig megi byggja þessar atvinnugreinar upp í stað þess að rífast um umgjörð og skipulag,“ segir Þorgerður.

„Í öðru lagi þarf að móta stefnu fyrir fiskeldi svo að atvinnugreinin geti vaxið á skynsamlegan hátt, í sátt við náttúruna og samfélögin þar sem uppbyggingin mun eiga sér stað. Í þriðja lagi hef ég mikinn áhuga á að skoða betur markaðsmál sjávarútvegsins og hvernig styrkja má Ísland enn frekar sem framleiðsluland gæðamatvæla.“

Þorgerður Katrín kynnir skýrslu um kostnað við verkfall sjómanna fyrr …
Þorgerður Katrín kynnir skýrslu um kostnað við verkfall sjómanna fyrr á árinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nóg komið af átökum

Þorgerðar bíður því ærinn starfi enda hefur það verið eitt helsta áhugamál landsmanna undanfarna áratugi að karpa um fiskveiðistjórnunarkerfið. Segir Þorgerður nóg komið af átökum og tími til kominn fyrir alla að leggja frá sér vopnin og leita frekar sátta.

„Ég held að fólk sé ekki óánægt með sjálfa fiskveiðistjórnunina heldur snýr gagnrýnin aðallega að því hver á að fá meiri eða minni hlutdeild að aflanum, hvort fyrirkomulag strandveiða á að vera á þennan eða hinn veginn, og hvort sanngjarnt gjald sé greitt fyrir aðganginn að þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar,“ útskýrir ráðherra.

„Ég held að lykillinn að því að skapa sátt sé að útgerðin greiði aukið gjald í sameiginlega sjóði samfélagsins.“

Miskunnarlaus samkeppni nágrannalanda

Vill Þorgerður skoða svokallaða markaðsleið, en útfæra veiðigjöld um leið með þeim hætti að skapi öryggi og stöðugleika í sjávarútveginum. Gæti reynst ágætis málamiðlun, ef veiðileyfagjaldið er hækkað, að beina hluta af gjaldinu beint í markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir.

„Okkar helstu samkeppnisþjóðir og nágrannalönd, s.s. Noregur og Færeyjar, eru orðin mjög sókndjörf á erlendum mörkuðum og er samkeppnin miskunnarlaus. Mætti hugsanlega fjármagna öflugt markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir með því að eyrnamerkja hluta af veiðigjaldinu, með ákveðinum skilyrðum, markaðsátaki eða markaðsskrifstofu fyrir íslenskan fisk. Þessa hugmynd er vert að skoða og útfæra betur. “

„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá …
„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá skýrari sýn á framtíð fiskeldis á Íslandi,“ segir ráðherrann. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Ábyrgur vöxtur fiskeldis

Vöxtur íslensks fiskeldis hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið. Fiskeldisfyrirtækin, sem áður virtust oft eiga í miklu basli, dafna núna vel og líta út fyrir að vera í stakk búin til að stækka hratt. „Ég ræddi nýlega við mann úr norska fiskeldisgeiranum og benti hann mér á að þar í landi hefði greinin farið af stað snemma á 8. áratugnum og þurfti nokkur gjaldþrot áður en þeim tókst að ná góðum tökum á fiskeldinu. Ég held því að þroskaferli íslensks fiskeldis sé ekki óvenjulegt,“ segir Þorgerður.

„Eins og staðan er í dag þurfum við að fá skýrari sýn á framtíð fiskeldis á Íslandi. Gera þarf mjög ítarlegar kröfur um umhverfisvernd og ábyrgan vöxt. Fiskeldið má ekki skaða lífríkið í fjörðunum og alls ekki skemma villta stofna, auk þess að eðlilegt er að gera kröfu um auðlindagjald í einhverju formi.“

Þurfum ekki að finna upp hjólið

Hvað varðar gjaldtöku af fiskeldi segir Þorgerður að æskilegt sé að gjaldið renni að miklu eða öllu leyti til þeirar sveitarfélaga þar sem fiskeldið er rekið. „Norðmenn líta svo á að þeir hafi gert mistök með því að láta þau gjöld sem tekin voru af fiskeldinu ekki skila sér í meira mæli til þeirra sveitarfélaga þar sem fiskeldið fer fram.“

Vill Þorgerður að fiskeldið stækki á réttum hraða. „Ég hef hvatt fiskeldisfyirrtækin til að kunna sér hóf. Það þarf að byggja greinina upp á ábyrgan hátt og ekki líta á vöxtinn sem kapphlaup. Ef skynsemin ræður ferðinni, reglurnar eru skýrar og ekki vaðið fram, þá höfum við alla burði til að gera Ísland að mjög öflugri fiskeldisþjóð. Við þurfum ekki að finna upp hjólið og getum lært mikið af Norðmönnum og þeim stífu reglum og ströngu kröfum um aðbúnað í fiskeldi sem þar gilda.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.23 424,23 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.23 433,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.23 512,02 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.23 434,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.23 247,23 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.23 292,71 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.1.23 317,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.23 470,37 kr/kg
Litli karfi 27.1.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.23 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Gullkarfi 2.702 kg
Samtals 2.702 kg
31.1.23 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Ýsa 37.709 kg
Þorskur 23.294 kg
Samtals 61.003 kg
31.1.23 Grettir BA-039 Þaraplógur
Hrossaþari 183.920 kg
Samtals 183.920 kg
31.1.23 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Þorskur 15.366 kg
Ýsa 7.678 kg
Gullkarfi 352 kg
Samtals 23.396 kg
31.1.23 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Grálúða 988 kg
Gullkarfi 988 kg
Samtals 1.976 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.23 424,23 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.23 433,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.23 512,02 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.23 434,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.23 247,23 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.23 292,71 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.1.23 317,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.23 470,37 kr/kg
Litli karfi 27.1.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.23 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Gullkarfi 2.702 kg
Samtals 2.702 kg
31.1.23 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Ýsa 37.709 kg
Þorskur 23.294 kg
Samtals 61.003 kg
31.1.23 Grettir BA-039 Þaraplógur
Hrossaþari 183.920 kg
Samtals 183.920 kg
31.1.23 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Þorskur 15.366 kg
Ýsa 7.678 kg
Gullkarfi 352 kg
Samtals 23.396 kg
31.1.23 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Grálúða 988 kg
Gullkarfi 988 kg
Samtals 1.976 kg

Skoða allar landanir »