Misskilningur um fiskveiðilög

Frá ársfundinum.
Frá ársfundinum. mbl.is/Hanna

Misskilnings gætir í umræðunni um fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaga, að sögn Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún sagði á ársfundi samtakanna sem hún er í forsvari fyrir, að sumir túlki greinina á þá leið að það sé sjálfstætt markmið sjávarútvegs að tryggja byggð í landinu.

Fram kemur í umræddri grein að „markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“

Heiðrún Lind sagði að orðalagið væri mikilvægt. Meginmarkmið laganna sé verndun og nýting nytjastofna. Afleiðing þess tryggi trausta atvinnu og byggð í landinu. „Það er ekki sjálfstætt markmið. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til sjávarútvegsins að hann einn og óstuddur tryggi og treysti byggð í landinu. Og þykir það sanngjörn krafa til sjávarútvegsins að hann eigi að tryggja nákvæmlega sama fjölda starfsmanna í sama byggðarhlutanum um aldur á ævi? Þá fyrst erum við komin í ógöngur. Það er ekki markmið laganna,“ sagði hún.

mbl.is/Hanna

Viðtekin mýta

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði á fundinum að það sé viðtekin mýta að það sé ekki annað hægt en að hagnast á sjávarútvegi. Hið rétta sé að íslenskur sjávarútvegur hafi ekki orðið arðbær fyrr en á 21. öldinni. Hagnaðurinn sé algerlega háður núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, frjálsu framsali aflaheimilda og frjálsri ráðstöfun aflans.

Hann sagði sömuleiðis að það væri mýta að samþjöppun í sjávarútvegi megi alfarið rekja til kvótakerfisins og það hafi komið landsbyggðinni á kaldan klaka.

Ásgeir sagði að betur rekin sjávarútvegsfyrirtæki hafi keypt út hin lakari og fiskvinnsla hafi þjappast saman í iðnaðarkjörnum. „Það er áfall fyrir einstakar byggðir að missa frá sér aflaheimildir en samkeppnishæfur sjávarútvegur er þó forsenda fyrir samkeppnishæfum lífskjörum úti á landi. Einu hálaunastörfin á landsbyggðinni eru einmitt í sjávarútvegi,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »