Grindvíkingar gleðjast með hetjum sínum

Horft yfir Grindavíkurhöfn. Mynd fengin af vef Grindavíkurbæjar.
Horft yfir Grindavíkurhöfn. Mynd fengin af vef Grindavíkurbæjar.

„Að vanda er fjölbreytt dagskrá á Sjóaranum síkáta og sjómannadeginum. Dagskráin ætti að passa öllum aldurshópum og mikil áhersla er lögð á barnadagskrá, leiktæki, andlitsmálun, skemmtiatriði og svo gerum við ráð fyrir að veðrið verði gott og þá er fátt betra en að spóka sig í Grindavík,“ segir Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Sjómennska hefur frá örófi alda verið snar þáttur í lífi bæjarbúa og því þarf ekki að koma á óvart þótt vel sé í lagt þegar sjómannadagurinn rennur upp. Það kemur líka á daginn að það er sérstaklega mikið um að vera hjá Grindvíkingum og greinilegt að þeir taka þennan dag alvarlega – en þó með bros á vör.

„Bjarni töframaður, Skoppa og Skrítla, Sirkus Íslands, Solla stirða og Siggi sæti ásamt Íþróttaálfinum heimsækja okkur og svo kemur heimsmeistarinn í töfrabrögðum ásamt Einari Mikael í heimsókn og boðið verður upp á töfranámskeið fyrir krakka,“ útskýrir Björg.

„Á föstudagskvöldið verður hið fræga bryggjuball þar sem íbúar Grindavíkur sameinast við Kvikuna og skemmta sér saman. Hverfin í bænum hafa hvert sinn lit og íbúarnir keppast við að skreyta hús sín og mæta í litskrúðugum göllum í gönguna og á ballið.

Ingó Veðurguð verður með brekkusöng, heimsmeistarinn í töfrabrögðum sýnir snilli sína, fulltrúar hverfanna stíga á stokk og í lok balls mæta Veðurguðirnir með Ingó í fararbroddi. Áður en að því kemur stígur á svið hópur vaskra Grindvíkinga sem ætlar að halda uppi fjörinu. Margir hæfileikaríkir tónlistarmenn búa í Grindavík og hér sameinast þeir á sviðinu og skemmta vinum og nágrönnum,“ bætir hún við.

Frá Grindavíkurhöfn.
Frá Grindavíkurhöfn. mbl.is/Ómar

Forseti Íslands heiðursgestur

Á sjómannadaginn byrja Grindvíkingar á hjólreiðakeppni þar sem unglingar fara stutta en hraða braut um hafnarsvæðið. Keppnin sterkasti maður á Íslandi fer fram á hafnarsvæðinu bæði laugardag og sunnudag með trukkadrætti og alls kyns aflraunum.

„Sjómannamessa verður haldin í kirkjunni og svo tekur við hátíðardagskrá á hafnarsvæðinu þar sem sjómenn verða heiðraðir og skemmtiatriði flutt,“ bætir Björg við.

„Forseti Íslands verður heiðursgestur hátíðarinnar og erum við einkar spennt fyrir heimsókn hans. Fjölmörg atriði verða fyrir börn og fullorðna á hátíðarsvæðinu, hoppukastalar og leiktæki um allan bæ og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sjómannadeginum lýkur svo á rokktónleikum í íþróttahúsinu þar sem Grindvíkingar og gestir þeirra stíga á svið og flytja gestum alvöru rokktónleika.“

Íbúarnir sameinast í undir-búningi og taka virkan þátt

Gamlar hefðir og nýir viðburðir blandast saman í hátíðahöldum sjómannadagsins í Grindavík, eins og Björg segir frá.

„Hverfaskiptingin og litir hverfanna, þátttaka þeirra í bryggjuballinu og samvinna innan hverfanna hefur fylgt hátíðinni frá byrjun. Íbúarnir sameinast þannig í undirbúningi og eru virkir þátttakendur í hinum ýmsu viðburðum. Leitast er við að ná til allra aldurshópa og taka ungir og eldri þátt í fótboltamótum og hinum ýmsu viðburðum.“

Af nýjum viðburðum nefnir hún til dæmis ballið í íþróttahúsinu á sunnudag. „Þar erum við að reyna að virkja heimamenn og gefa gestum okkar kost á að njóta þeirra frábæru krafta sem hér eru.“

Landað úr Gulltoppi í Grindavíkurhöfn.
Landað úr Gulltoppi í Grindavíkurhöfn. mbl.is/Golli

Að sögn Bjargar er þátttaka bæjarbúa mikil og almenn í hátíðahöldum sjómannadagsins.

„Já, við viljum meina að það sé þverskurðurinn sem tekur þátt, við merkjum mun á milli hverfanna sem getur meðal annars átt sér rót í aldursdreifingu innan hverfa. Nýju og barnmörgu hverfin iða af lífi þar sem þeir eldri og rótgrónari nálgast gleðina af ögn meiri yfirvegun,“ útskýrir hún. „En litagleðin og sköpunargleðin fá að njóta sín sérstaklega á föstudeginum í göngunni og svo á bryggjuballinu.“

Meðvituð um fórnir sjómanna

Björg bendir á að eitt og annað gerir sjómannadaginn sérstakan í huga Grindvíkinga.

„Grindavík byggir á sterkum sjávarútvegi og hefur gert í áranna rás. Sjómenn eru okkur kærir og við erum meðvituð um þær fórnir sem færðar hafa verið til þess að við getum lifað góðu lífi. Konur og karlar hafa í gegnum árin barist við náttúruöflin og sjóinn og sambýlið hefur verið ljúfsárt en á degi sem þessum fögnum við og gleðjumst með þessum hetjum okkar sem eru okkur svo mikilvægar,“ segir Björg Erlingsdóttir að endingu. jonagnar@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.23 437,34 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.23 586,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.23 373,16 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.23 368,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.23 246,70 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.23 332,81 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 19.3.23 329,14 kr/kg
Litli karfi 19.3.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.23 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 34.738 kg
Ufsi 17.664 kg
Samtals 52.402 kg
20.3.23 Fjölnir GK-157 Lína
Karfi 5.897 kg
Samtals 5.897 kg
19.3.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Steinbítur 253 kg
Skarkoli 166 kg
Þorskur 50 kg
Hlýri 37 kg
Ýsa 14 kg
Samtals 520 kg
19.3.23 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Skarkoli 86 kg
Ýsa 20 kg
Keila 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 115 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.3.23 437,34 kr/kg
Þorskur, slægður 19.3.23 586,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.3.23 373,16 kr/kg
Ýsa, slægð 19.3.23 368,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.3.23 246,70 kr/kg
Ufsi, slægður 19.3.23 332,81 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 19.3.23 329,14 kr/kg
Litli karfi 19.3.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.3.23 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 34.738 kg
Ufsi 17.664 kg
Samtals 52.402 kg
20.3.23 Fjölnir GK-157 Lína
Karfi 5.897 kg
Samtals 5.897 kg
19.3.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Steinbítur 253 kg
Skarkoli 166 kg
Þorskur 50 kg
Hlýri 37 kg
Ýsa 14 kg
Samtals 520 kg
19.3.23 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Skarkoli 86 kg
Ýsa 20 kg
Keila 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 115 kg

Skoða allar landanir »