Fiskeldið bjargvætturinn í atvinnumálum

Starfsmenn Fiskeldis Austfjarða gengu frá nýrri sjókví, áður en brunnbáturinn …
Starfsmenn Fiskeldis Austfjarða gengu frá nýrri sjókví, áður en brunnbáturinn kom með fullfermi af seiðum og dældi í kvína. Fiskeldi Austfjarða framleiðir seiðin í Þorlákshöfn, á helmingshlut í seiðaeldisstöð þar mbl.is/Helgi Bjarnason

„Það hafa orðið umskipti í atvinnulífinu, sérstaklega síðustu misserin. Hér er að byggjast upp samfélag með fjölbreyttari atvinnutækifærum en áður,“ segir Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, um stöðuna í atvinnumálum staðarins. Hann nefnir uppbyggingu í ferðaþjónustu, sérstaklega í dreifbýlinu, og nokkur störf í opinberri þjónustu.

Stærstu breytingarnar tengjast þó uppbyggingu fiskeldis og endurreisn Búlandstinds. Andrés segir mikilvægt að þriðja tilraun til fiskeldis í Berufirði mistakist ekki og heitir á viðeigandi stofnanir að sinna eftirlitshlutverki sínu.

Gauti Jóhannesson sveitarstjóri vill halda því til haga að á árinu 2015 hafi 90% af öllum aflaheimildum Djúpavogs verið færð í burtu. Hann tekur einnig fram að þótt tekist hafi að halda í horfinu með endurreisn Búlandstinds og sérstökum byggðakvóta verði að hafa í huga að áður en áfallið dundi yfir hafi stefnt í aukin umsvif í atvinnulífinu. Staðurinn hafi misst af þeim möguleika. Fiskeldið hafi átt að skapa aukningu en ekki aðeins að vera sárabót. Hann segir að áfram þurfi að horfa til uppbyggingar og aukningar.

Búlandstindur fékk 800 tonna sértækan byggðakvóta þar sem eldisfiskur var metinn sem mótframlag. Kvótinn var hins vegar ekki gefinn út nema til þriggja ára, með möguleikum á framlengingu í tvö ár. Gauti bendir á að til þess að slíkar aðgerðir komi að fullum notum þurfi að úthluta kvótanum til lengri tíma.

„Það var aðeins tjaldað til einnar nætur,“ segir sveitarstjórinn og bætir því við að ekki sé hægt að ætlast til þess að fyrirtæki byggi sig upp með fjárfestingu í dýrum tækjum þegar hráefnisöflunin sé ekki tryggari en þetta.

Regnbogasilungurinn er slægður og afhausaður áður en hann er hraðfrystur. …
Regnbogasilungurinn er slægður og afhausaður áður en hann er hraðfrystur. Honum er raðað snyrtilega á grindur fyrir frystinguna. mbl.is/Helgi Bjarnason

Viðvarandi húsnæðisskortur

Staðan er orðin sú á Djúpavogi að starfsfólk vantar á nokkra vinnustaði. Sem dæmi má nefna að langt er síðan jafn fáir sóttu um störf hjá sveitarfélaginu. Þá er húsnæðisskortur viðvarandi. Á Djúpavogi og víðar um land er sú staða að þótt skortur sé á húsnæði leggur fólk ekki í að byggja íbúðarhús vegna áhættunnar sem því fylgir.

Mikill munur er á fasteignaverði og byggingarkostnaði og ef fólk þarf að flytja annað gæti það þurft að selja húsið með tapi eða sitja uppi með það. Þar fyrir utan er erfitt að fjármagna byggingu húsnæðis, þar sem lánastofnanir telja hús á landsbyggðinni ekki góð veð.

Ný staðsetning sjókvía Fiskeldis Austfjarða er utar í firðinum en …
Ný staðsetning sjókvía Fiskeldis Austfjarða er utar í firðinum en sú gamla. Búlandstindur gnæfir yfir. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Grunnurinn að húsnæðisvandamálunum liggur í því að atvinnuástandið er ekki nógu tryggt. Byggðakvótanum er úthlutað til bráðabirgða. Er hægt að ætlast til að fólk flytji hingað og komi sér upp húsnæði þegar staðan er þannig?“ segir Gauti.

Sveitarfélagið býður lóðir án endurgjalds en það virðist ekki duga til. Andrés segir að fiskeldið og aðrir stórir vinnuveitendur verði að byggja hús fyrir starfsfólk sitt. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á verbúðir eða íbúðagáma.

„Ég er bjartsýnn á framtíðina. Djúpivogur hefur allt til að bera til að vaxa. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að möguleikarnir séu mestir þegar atvinnutækifærin eru fjölbreytt. Það verður að skapa grundvöll til þess að fá fólkið til baka,“ segir Andrés.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.23 475,94 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.23 557,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.23 437,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.23 417,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.23 255,79 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.23 313,54 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.23 339,72 kr/kg
Litli karfi 26.3.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.23 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 8.563 kg
Ýsa 459 kg
Langa 269 kg
Samtals 9.291 kg
25.3.23 Þura AK-079 Handfæri
Þorskur 1.114 kg
Samtals 1.114 kg
25.3.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Steinbítur 279 kg
Ýsa 176 kg
Þorskur 128 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 594 kg
25.3.23 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 15.562 kg
Langa 1.375 kg
Ýsa 437 kg
Samtals 17.374 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.23 475,94 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.23 557,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.23 437,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.23 417,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.23 255,79 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.23 313,54 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.3.23 213,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.23 339,72 kr/kg
Litli karfi 26.3.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.23 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 8.563 kg
Ýsa 459 kg
Langa 269 kg
Samtals 9.291 kg
25.3.23 Þura AK-079 Handfæri
Þorskur 1.114 kg
Samtals 1.114 kg
25.3.23 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Steinbítur 279 kg
Ýsa 176 kg
Þorskur 128 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 594 kg
25.3.23 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 15.562 kg
Langa 1.375 kg
Ýsa 437 kg
Samtals 17.374 kg

Skoða allar landanir »