Ákærður fyrir að stela og selja kvóta án leyfis

Héraðssaksóknari ákærði í málinu.
Héraðssaksóknari ákærði í málinu. mbl.is/Ófeigur

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér í fjórum tilvikum 0,010246% af krókaaflahlutdeild í þorski og selt án heimildar fyrir tæplega 27 milljónir auk sölulauna og færslugjalds. Maðurinn er löggiltur skipasali og eigandi skipasölu.

Í ákærunni segir að maðurinn hafi komist yfir verðmætin þegar hann hafði umsýslu með krókaaflahlutdeild í eigu útgerðar og að hann hafi nýtt fjármunina sem komu til vegna sölunnar í eigin þágu og í þágu eigin skipasölu.

Meint brot áttu sér stað á árunum 2013 til 2014, en maðurinn seldi krókaaflahlutdeild til fjögurra útgerða og skrifaði undir umsókn til Fiskistofu. Segir í ákæru að maðurinn hafi skrifað undir með nafni eiganda þeirrar útgerðar sem hann hafði umsýslu með án heimildar eigandans.

Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem skipasali með því að hafa í þremur tilfellum leigt samtals 7.000 kíló af krókaaflamarki og dregið sér endurgjald leigunnar, samtals 1,2 milljónir, þegar hann leigði kvóta fyrrnefndrar útgerðar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.1.18 282,02 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.18 322,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.18 328,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.18 244,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.18 92,88 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.18 122,40 kr/kg
Djúpkarfi 29.12.17 131,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.18 211,53 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.18 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Þorskur 53.476 kg
Karfi / Gullkarfi 15.958 kg
Steinbítur 3.823 kg
Ufsi 1.261 kg
Samtals 74.518 kg
23.1.18 Hvanney SF-051 Þorskfisknet
Ýsa 125 kg
Langa 42 kg
Ufsi 29 kg
Skötuselur 3 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 202 kg
23.1.18 Dögg SU-229 Landbeitt lína
Þorskur 1.064 kg
Ýsa 52 kg
Samtals 1.116 kg

Skoða allar landanir »