57 milljarða fjárfesting

Laxeldiskví í Mjóafirði.
Laxeldiskví í Mjóafirði. Þorkell Þorkelsson

Stöðugur uppgangur hefur verið á Austfjörðum undanfarin ár og nemur heildarfjárfesting í helstu atvinnuvegum Austfjarða um 57 milljörðum króna síðastliðin fimm ár.

Sjávarútvegsfyrirtækin hafa fjárfest mest, en samanlögð heildarfjárfesting Síldarvinnslunnar, Loðnuvinnslunnar og Eskju í Fjarðabyggð nemur rúmum 48 milljörðum undanfarin fimm ár. Þessu til viðbótar má nefna að frá aldamótum hafa HB Grandi og Skinney-Þinganes lagt fjármagn í mikla uppbyggingu á Vopnafirði og Höfn í Hornafirði.

Alcoa Fjarðaál hefur síðustu fimm ár fjárfest fyrir rúma 6,5 milljarða á Reyðarfirði og áætlar fjárfestingu fyrir rúman milljarð í ár. Þá hefur laxeldisfyrirtækið Laxar nú þegar fjárfest fyrir um 700 milljónir króna í uppbyggingu á starfsemi sinni á Austfjörðum og áformar að heildarfjárfesting sín muni nema um þremur milljörðum króna áður en fyrstu tekjur koma, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fjárfestingar þessar í Morgunblaðinu í dag.

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 19.2.18 218,36 kr/kg
Þorskur, slægður 19.2.18 260,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.2.18 205,84 kr/kg
Ýsa, slægð 19.2.18 212,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.2.18 61,09 kr/kg
Ufsi, slægður 18.2.18 111,63 kr/kg
Djúpkarfi 7.2.18 104,00 kr/kg
Gullkarfi 18.2.18 171,90 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.2.18 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 1.082 kg
Samtals 1.082 kg
19.2.18 Hannes Andrésson SH-737 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 379 kg
Samtals 379 kg
19.2.18 Málmey SK-001 Botnvarpa
Þorskur 140.725 kg
Ufsi 40.167 kg
Ýsa 20.727 kg
Karfi / Gullkarfi 4.588 kg
Hlýri 400 kg
Steinbítur 295 kg
Langa 132 kg
Keila 13 kg
Tindaskata 4 kg
Samtals 207.051 kg
19.2.18 Fannar SK-011 Landbeitt lína
Þorskur 3.106 kg
Ýsa 418 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.531 kg

Skoða allar landanir »