Gefur út bók um sjávarútveg

Ágúst Einarsson prófessor.
Ágúst Einarsson prófessor. mbl.is/Golli

Út er komin bókin „Fagur fiskur í sjó“ eftir Ágúst Einarsson prófessor. Bókin er ætluð jafnt skólum sem almenningi og er sögð henta vel fyrir framhaldsskóla og áhugafólk um sjávarútveg.

Útgefandi bókarinnar er Háskólinn á Bifröst en í tilkynningu frá útgáfuþjónustunni Úu, sem sér um dreifingu bókarinnar, segir að víða sé leitað fanga og að bókin sé ríkulega skreytt ljósmyndum og skýringarmyndum, á tæplega 300 síðum.

„Sjávarútvegur hefur staðið undir mikilli breytingu lífskjara hér á landi í rúma öld og getið af sér margar stoð- og þjónustugreinar,“ segir í tilkynningunni. Niðurstöður bókarinnar séu þá meðal annarra eftirfarandi:

Forsíða bókarinnar.
Forsíða bókarinnar.
  • Framlag sjávarútvegs og tengdra greina til landsframleiðslu er um 20% og gerir það sjávarútveg að einni mikilvægustu atvinnugrein hérlendis.
  • Afköst hafa aukist mikið í sjávarútvegi síðustu rúm 30 ár.
  • Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað mikil verðmæti.
  • Það er réttnefni hér á landi að kalla 20. öldina öld sjávarútvegsins.Opna úr bókinni, sem telur nær 300 blaðsíður.
Opna úr bókinni, sem telur nær 300 blaðsíður.
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 15.1.18 320,49 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.18 331,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.18 308,31 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.18 333,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.1.18 77,23 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.18 111,19 kr/kg
Djúpkarfi 29.12.17 131,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.18 197,22 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.1.18 Anna EA-305 Lína
Keila 1.485 kg
Karfi / Gullkarfi 592 kg
Hlýri 387 kg
Samtals 2.464 kg
15.1.18 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 1.518 kg
Samtals 1.518 kg
15.1.18 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 1.706 kg
Samtals 1.706 kg
15.1.18 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 2.251 kg
Ýsa 309 kg
Skarkoli 159 kg
Karfi / Gullkarfi 153 kg
Ufsi 127 kg
Langa 20 kg
Rauðmagi 17 kg
Samtals 3.036 kg

Skoða allar landanir »