Unnið á þrískiptum vöktum í Neskaupstað

Í höfn í Neskaupstað.
Í höfn í Neskaupstað. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Vinnsla á makríl og síld hefur verið samfelld í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað undanfarnar tvær vikur. Unnið hefur verið á þrískiptum vöktum en vaktafyrirkomulaginu verður nú breytt þegar skólafólk hverfur frá störfum.

Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Segir þar að þrjú skip sjái um að afla verinu hráefnis, Beitir NK, Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK. Veiðarnar hafi gengið vel að undanförnu og algengt sé að hvert skip liggi í höfn í sólarhring að lokinni löndun, svo tryggt sé að hráefnið sem berst til vinnslu sé sem ferskast.

„Þá er í sama tilgangi lögð áhersla á að skipin komi einungis með 600-800 tonn að landi úr hverri veiðiferð. Mikilvægt er að veiðunum sé stýrt svo þær séu í sem bestum takti við vinnsluna og afurðirnar nái sem mestum gæðum,“ segir á vef vinnslunnar.

Enn mun verið að bæta við tækjabúnað fiskiðjuversins í þeim tilgangi að auka afköst þess, en um þessar mundir er verið að taka í notkun enn eina vinnslulínuna og tvo nýja frystiskápa.

Haft er eftir Jóni Gunnari Sigurjónssyni, yfirverkstjóra í fiskiðjuverinu, að framleiðslan gangi vel.

Makríllinn sem berst að landi sé að jafnaði stærri en á fyrri vertíðum og segja megi að smámakríl vanti nánast algjörlega í aflann. Þá sé síldin sem veiðist einnig stór og góð. Jón segir að veruleg áta hafi oft verið í makrílnum hingað til og það hafi áhrif á vinnsluna.

Lokið var við að landa 670 tonnum af makríl úr Berki NK í morgun og þá hófst löndun úr Bjarna Ólafssyni AK sem er með rúmlega 600 tonn. Börkur liggur nú í höfn og bíður þess að fá að hefja veiðar á ný. Beitir NK er á miðunum og er gert ráð fyrir að hann komi til löndunar um hádegi á morgun.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 16.1.18 329,41 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.18 341,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.18 410,30 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.18 344,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.18 74,98 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.18 112,80 kr/kg
Djúpkarfi 29.12.17 131,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.18 200,32 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.18 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 9.696 kg
Ýsa 3.819 kg
Langa 242 kg
Keila 17 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 13.782 kg
16.1.18 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Ýsa 952 kg
Þorskur 57 kg
Langa 28 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 1.055 kg
16.1.18 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Þorskur 7.029 kg
Ufsi 1.448 kg
Karfi / Gullkarfi 839 kg
Ýsa 119 kg
Samtals 9.435 kg

Skoða allar landanir »