Seldi frosið hvalkjöt fyrir rúman milljarð

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Engar veiðar voru stundaðar í sumar. …
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Engar veiðar voru stundaðar í sumar. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Hvalur hf. hagnaðist um tæpa tvo milljarða króna á síðasta fjárhagsári sínu, eða frá 1. október 2015 til 30. september 2016. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi félagsins sem skilað var til Ríkisskattstjóra í síðustu viku.

Af honum má þá einnig ráða að félagið hafi selt frosið hvalkjöt fyrir rúman milljarð króna á tímabilinu, eða fyrir kr. 1.007.500.000.

Eng­ar hval­veiðar voru á veg­um Hvals hf. í sum­ar.

Sterkt gengi krónu hefur áhrif á veiðar

Kristján Lofts­son­, fram­kvæmda­stjóri Hvals, sagði í samtali við mbl.is fyrr í sumar að helstu ástæður þessa væru enda­laus­ar hindr­an­ir í Jap­an við inn­flutn­ing á hvala­af­urðum, en Jap­an er helsta markaðslandið fyr­ir hvala­af­urðir.

Þá sagði hann sterkt gengi ís­lensku krón­unn­ar hafa líka áhrif í þess­um efn­um. Minna fá­ist nú fyr­ir út­flutn­ing en ella.

Eng­ar hval­veiðar voru heldur stundaðar af hálfu fyr­ir­tæk­is­ins síðasta sum­ar en sum­arið 2015 veiddu hval­veiðibát­arn­ir 155 langreyðar á vertíðinni. Unnu þá um 150 manns við hval­veiðar og vinnslu afurða hjá félaginu.

Winter Bay komið hálfa leið til Japans

Greint var frá því á mbl.is fyrir þremur vikum að flutningaskipið Winter Bay hefði farið frá Hafnarfirði þann 17. ágúst með um 1.400 tonn af hvalaafurðum áleiðis til Osaka í Japan.

Reiknað er með að það komi á áfangastað í kring­um 17. sept­em­ber.

„Þetta er kjöt, spik, rengi, tunga og fleira,“ sagði Kristján af því tilefni. Held­ur hefði þá dregið úr eft­ir­spurn eft­ir hvala­af­urðum í Jap­an.

„Við vor­um bún­ir að fram­leiða þetta fyr­ir Jap­an. Það var ekk­ert annað að gera en að koma þessu þangað. Svo sjá­um við til hvernig spil­ast úr markaðnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »