Seldi frosið hvalkjöt fyrir rúman milljarð

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Engar veiðar voru stundaðar í sumar. ...
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Engar veiðar voru stundaðar í sumar. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Hvalur hf. hagnaðist um tæpa tvo milljarða króna á síðasta fjárhagsári sínu, eða frá 1. október 2015 til 30. september 2016. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi félagsins sem skilað var til Ríkisskattstjóra í síðustu viku.

Af honum má þá einnig ráða að félagið hafi selt frosið hvalkjöt fyrir rúman milljarð króna á tímabilinu, eða fyrir kr. 1.007.500.000.

Eng­ar hval­veiðar voru á veg­um Hvals hf. í sum­ar.

Sterkt gengi krónu hefur áhrif á veiðar

Kristján Lofts­son­, fram­kvæmda­stjóri Hvals, sagði í samtali við mbl.is fyrr í sumar að helstu ástæður þessa væru enda­laus­ar hindr­an­ir í Jap­an við inn­flutn­ing á hvala­af­urðum, en Jap­an er helsta markaðslandið fyr­ir hvala­af­urðir.

Þá sagði hann sterkt gengi ís­lensku krón­unn­ar hafa líka áhrif í þess­um efn­um. Minna fá­ist nú fyr­ir út­flutn­ing en ella.

Eng­ar hval­veiðar voru heldur stundaðar af hálfu fyr­ir­tæk­is­ins síðasta sum­ar en sum­arið 2015 veiddu hval­veiðibát­arn­ir 155 langreyðar á vertíðinni. Unnu þá um 150 manns við hval­veiðar og vinnslu afurða hjá félaginu.

Winter Bay komið hálfa leið til Japans

Greint var frá því á mbl.is fyrir þremur vikum að flutningaskipið Winter Bay hefði farið frá Hafnarfirði þann 17. ágúst með um 1.400 tonn af hvalaafurðum áleiðis til Osaka í Japan.

Reiknað er með að það komi á áfangastað í kring­um 17. sept­em­ber.

„Þetta er kjöt, spik, rengi, tunga og fleira,“ sagði Kristján af því tilefni. Held­ur hefði þá dregið úr eft­ir­spurn eft­ir hvala­af­urðum í Jap­an.

„Við vor­um bún­ir að fram­leiða þetta fyr­ir Jap­an. Það var ekk­ert annað að gera en að koma þessu þangað. Svo sjá­um við til hvernig spil­ast úr markaðnum.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.18 297,59 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.18 352,34 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.18 206,49 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.18 232,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.18 101,23 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.18 124,18 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.18 262,44 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.10.18 249,86 kr/kg
Blálanga, slægð 15.10.18 231,78 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.18 Berti G ÍS-727 Landbeitt lína
Þorskur 2.699 kg
Ýsa 1.531 kg
Skarkoli 32 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 4.275 kg
15.10.18 Helga Sigmars NS-006 Landbeitt lína
Þorskur 353 kg
Ýsa 181 kg
Samtals 534 kg
15.10.18 Straumnes ÍS-240 Landbeitt lína
Þorskur 2.007 kg
Ýsa 1.230 kg
Skarkoli 81 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 3.365 kg
15.10.18 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 2.024 kg
Samtals 2.024 kg

Skoða allar landanir »