Konur eru líka í sjávarútvegi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra, til vinstri, ræðir við konur í ...
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra, til vinstri, ræðir við konur í sjávarútvegi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eitt af því fyrsta sem við ákváðum var að það væri mikilvægt fyrir félagið að draga saman myndina um aðkomu kvenna í sjávarútveginum. Við vildum skilja betur hvar konur eru í sjávarútvegi, hvaða störfum þær sinna, hvernig þeirra aðkoma er og viðhorf.“

Þetta segir Nótt Thorberg, stjórnarmaður og einn stofnenda Félags kvenna í sjávarútvegi (KÍS), sem var stofnað fyrir rúmum fjórum árum. „Við erum að kynna rannsókn sem við framkvæmdum í framhaldinu og kynna niðurstöðuna í fyrsta sinn. Umræðan þarf að fara úr skýjunum og verða fagleg til þess að það sé hægt að byrja umræðu um það til dæmis hvað fáar konur eru stjórnendur í sjávarútvegi á Íslandi eða aðeins fimmtán prósent,“ heldur Nótt áfram.

„Tilgangurinn er að gera konur sýnilegar innan geirans. Við erum að horfa á sjávarútveginn vítt, það er ekki aðeins út frá veiðum og vinnslu heldur líka út frá afleiddum greinum. Rannsóknir hafa sýnt að þar sem er jafnvægi á milli karla og kvenna við stjórnun, það eru best reknu fyrirtækin. Þannig viljum við sjá sjávarútveginn, því þar sem er jafnvægi, þar gerum við hlutina best,“ segir Freyja Önundardóttir, formaður félagsins.

„Það er í takt við alþjóðlega þróun í sjávarútvegi sl. tíu ár, við erum að byrja að horfa á virðiskeðjuna í heild sinni. Það kallar á að greinin laði til sín besta fólkið, með fjölbreytileika, til framdráttar fyrir greinina,“ segir Nótt.

Ný alþjóðasamtök

„Alþjóðasamtök kvenna í sjávarútvegi (e. International Association For Women In The Seafood Industry) eru ný samtök, sem voru stofnuð í desember 2016.

Stofnendur eru konur úr sjávarútvegi og ýmsir sérfræðingar,“ segir Marie Christine Monfort, forseti og einn af stofnendum samtakanna, sem kynna starfsemi sína á sýningunni í Kópavogi. Marie Christine ólst upp í frönsku sjávarþorpi og lærði sjávarútvegshagfræði í Noregi.

„Markmiðið er að vekja athygli á tilvist og framlagi kvenna til sjávarútvegsins. Annar af hverjum tveimur sérfræðingum í greininni í heiminum er kona, en það er erfitt að gera sér grein fyrir því þar sem afar fáar konur eru í því hlutverki að taka ákvarðanir í sjávarútvegi,“ segir Marie Christine og bætir við að aðeins eitt prósent forstjóra í sjávarútvegi í heiminum sé konur en 90% starfsmanna sem vinna störfin á gólfinu, t.d. við að pilla rækjur, séu konur.

Sýnileiki skiptir máli

„Það skiptir miklu máli að konur verði sýnilegri í atvinnugreininni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.

„Konur í sjávarútvegi (KIS) hafa talað um hvað það skipti miklu máli að hafa konur í atvinnugreininni, m.a. út frá hagrænu sjónarmiði og virðisauka. Sjávarútvegurinn er að eflast, en ég tel að við munum ná ennþá lengra með því að gera konur sýnilegri og sterkari í öllum störfum hans.

Aðspurð hvernig sé að vera fyrsta konan í stól sjávarútvegsráðherra á Íslandi segir Þorgerður Katrín að það séu forréttindi og skipti máli upp á sýnileika kvenna í greininni. Til að mynda séu sjávarútvegsráðherrar Spánar og Portúgals líka konur. Mestu máli skipti þó að hafa umgjörð sjávarútvegsins þannig að hann nái að blómstra.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.19 309,31 kr/kg
Þorskur, slægður 19.7.19 364,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.19 309,01 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.19 126,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.19 108,88 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.19 144,08 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 19.7.19 294,49 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.7.19 Friðrik Sigurðsson ÁR-017 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 10.344 kg
Samtals 10.344 kg
21.7.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Keila 293 kg
Ýsa 288 kg
Þorskur 207 kg
Hlýri 28 kg
Steinbítur 16 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 850 kg
21.7.19 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Steinbítur 2.459 kg
Ýsa 1.177 kg
Þorskur 474 kg
Skarkoli 127 kg
Samtals 4.237 kg

Skoða allar landanir »