Fara þarf vel með verðmætan afla

Trillukarlar koma með afla að landi í smábátahöfninni í Sandgerðisbót.
Trillukarlar koma með afla að landi í smábátahöfninni í Sandgerðisbót. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Afurðir íslenskra smábátaveiða geta staðist samanburð við sjávarfang hvaðanæva úr heiminum. Sjálfbærni veiðanna er nærri óviðjafnanleg og ferskleikinn er mikill, enda aflanum landað samdægurs. Nokkur rotin epli úr röðum sjómanna geta þó kastað rýrð á atvinnugreinina og skaðað ímynd hennar.

Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Jónasar R. Viðarssonar, faglegs leiðtoga Matís á sviði öruggrar virðiskeðju matvæla, á Heimsráðstefnunni um sjávarfang, World Seafood Congress, sem fram fór í Hörpu í síðustu viku.

Sagði Jónas að sjálfbærni í umhverfislegu, samfélagslegu og efnahagslegu tilliti, allt frá veiðum aflans og þar til afurðin kemur á borð neytandans, væri það sem allir vildu.

„Og það eru margir sem fullyrða að þeir séu að framleiða sjálfbærar sjávarafurðir,“ bætti hann við og benti á að sérstakar umhverfisvottanir væru nú nauðsynlegar fyrir afurðir til að komast inn á kröfuharða og dýra markaði.

„Umhverfisvottanir einblína jafnan á sjálfbærni viðkomandi fiskistofns. En hvað með aðra þætti sjálfbærni?“ spurði Jónas og sagði í kjölfarið að aðeins fáir matvælaframleiðendur gætu sagst vera jafn sjálfbærir og smábátasjómenn í Norður-Atlantshafi.

Makríll borinn á land. Mynd úr safni.
Makríll borinn á land. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons Finsson

Fiskinum slátrað fljótt

„Fiskistofnarnir eru heilbrigðir. Flotinn notast við veiðibúnað sem lágmarkar áhrif á sjávarbotninn og eldsneytiseyðsla miðað við afla er með því minnsta sem þekkist í heiminum,“ sagði hann og hélt áfram að taka dæmi:

„Aukaafli þekkist nánast ekki. Velferð dýra er meiri en í öðrum sjávarútvegi, þar sem fiskinum er slátrað fljótt eftir að honum er náð. Atvinnugreinin er virkilega mikilvæg fyrir þróun viðkomandi svæða og þá er hún sú eina í sjávarútvegi sem gefur tækifæri fyrir nýliðun.“

Tók hann sérstaklega fram að margir neytendur stæðu í þeirri trú að fiskveiðar hefðu mjög neikvæð áhrif á sjávarbotninn og lífríkið þar í heild, hvort sem það væri rétt eður ei. Togaraveiðum væri þá stundum líkt við skógarhögg, nema aðeins neðansjávar, og aukaafli og brottkast afla væru af einhverjum talin mikið vandamál.

„Smábátaveiðar í Norður-Atlantshafi glíma ekki við þennan vanda.“

Jónas lagði áherslu á að smábátaveiðar hefðu ótrúlega mikil áhrif á byggðaþróun í löndum eins og Noregi og Íslandi. Mörg lítil sjávarþorp reiddu sig á veiðarnar til að lifa af.

„Í smábátaveiðunum felst þessi frábæra saga, og sagan á bak við matvælin er að verða sífellt mikilvægari hluti af markaðssetningu á kröfuhörðustu mörkuðunum.“

Þar að auki sé aflanum landað samdægurs veiðum, sem geri það að verkum að afurðirnar hafi möguleikann á að vera þær ferskustu og bestu sem völ er á.

Jónas segir lokaafurð smábátasjómanna stundum ekki nógu góða.
Jónas segir lokaafurð smábátasjómanna stundum ekki nógu góða.

Rotin epli skemma fyrir

Þá kom Jónas að vandanum sem hann segir liggja fyrir í greininni, en það eru gæði fisksins.

„Það eru nærri þúsund bátar í smáveiðum á Íslandi og yfir fimm þúsund í Noregi, og það eru rotin epli þarna inni á milli,“ sagði hann. „Eðli veiðanna hefur það í för með sér að reynt er að ná eins miklum afla og hægt er, á eins litlum tíma og hægt er. Sumir þessara sjómanna fara ekki eins vel með aflann og hann á skilið, sem veldur því að lokaafurðin nær stundum ekki að uppfylla þær væntingar og kröfur sem til hennar eru gerðar,“ sagði Jónas og bætti við:

„Þetta er mikill vandi fyrir atvinnugreinina, þar sem tiltölulega fáir sjómenn geta skaðað ímynd allra smábátaveiðanna.“

Af þessum sökum hafi Matís, í samstarfi við samtök smábátasjómanna á Norðurlöndum og fleiri, lagst í starf til að kynna fyrir sjómönnum hvers vegna mikilvægt sé að meðhöndla aflann rétt.

„Afurðir smábátaveiða úr Norður-Atlantshafi eru einhverjar þær sjálfbærustu sem þú getur fundið og hafa möguleikann til að vera betri en aðrar sjávarafurðir þegar kemur að ferskleika og gæðum. En það er sjómannanna að tryggja það að fiskurinn standi undir þessum væntingum og fullnýti möguleikana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 439,94 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 210,06 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 117,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 169,31 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,82 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,96 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.558 kg
Samtals 1.558 kg
24.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 899 kg
Þorskur 88 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.003 kg
24.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 290 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 33 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 371 kg
24.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Ufsi 71 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 973 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 439,94 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 210,06 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 117,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 169,31 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,82 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,96 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.558 kg
Samtals 1.558 kg
24.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 899 kg
Þorskur 88 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.003 kg
24.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 290 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 33 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 371 kg
24.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 866 kg
Ufsi 71 kg
Þorskur 36 kg
Samtals 973 kg

Skoða allar landanir »