Veiddu 630 tonn af makríl í nót

Ljósmynd/Hálfdan Hálfdanarson / Síldarvinnslan

Tímamót urðu á dögunum þegar Börkur NK notaði nót við makrílveiðar í Síldarsmugunni en íslensk fiskiskip hafa ekki ekki beitt þeirri aðferð við veiðar á makríl frá því að þær hófust fyrir alvöru fyrir um áratug síðan. Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar en aflinn fékkst um 280 mílur austur af landinu rétt við færeysku lögsöguna. Börkur NK er nú á heimleið með 630 tonn af makríl sem fékkst í tveimur köstum.

„Við vitum ekki betur en að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskt skip veiðir makríl í nót frá því að makrílveiðitímabilið hér við land hófst. Makríllinn hefur verið veiddur í flotvörpu hingað til. Á áttunda áratug síðustu aldar fengu einhver íslensk síldarskip makríl í nót þegar þau voru að veiðum í Norðursjó og einhvern tímann síðar voru gerðar árangurslitlar tilraunir til makrílveiða í nót í færeyskri lögsögu. Það má því segja að þessi veiðiferð okkar marki viss tímamót. Fullyrt er að nótamakríll sé mun betra hráefni en makríll veiddur í flotvörpu enda er beðið eftir hráefninu í fiskiðjuverinu í Neskaupstað með miklum spenningi. Ég veit að japanskir kaupendur hafa til dæmis greitt hærra verð fyrir nótamakrílinn,“ er haft eftir Hálfdan Hálfdanarsyni, skipstjóra á Berki NK, á vefsíðunni.

Hálfdan segir þó að snúið sé að eiga við makrílinn þegar veitt sé í nót. „Við búmmuðum þrisvar áður en við fengum afla. Fiskurinn er svo sprettharður og erfiður viðureignar að það þarf allt að ganga upp svo árangur náist. Menn þurfa að læra á þetta eins og allt annað. Þegar þrengt er að fiskinum í nótinni hefst heldur betur fjör. Hann stendur nánast upp á endann og einungis sporðurinn í sjónum. Það heyrist hávært skvamp og mikil læti enda er makríllinn kraftmeiri og öflugri en aðrir uppsjávarfiskar.“

Börkur NK er væntanlegur til Neskaupstaðar á milli klukkan átta og níu í kvöld og er gert ráð fyrir að vinnsla á nótamakrílnum hefjist þá fljótlega. Beitir NK kom í nótt til Neskaupstaðar með tæplega 700 tonn af fallegri síld sem fékkst í Norðfjarðardýpi og utan kantsins útaf Norðfjarðardýpi. Haft er eftir Tómasi Kárasyni skipstjóra að mikið hafi verið af síld á þessum slóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »