Handtóku skipstjóra á Vestfjörðum

Frá Bolungarvík. Mynd úr safni.
Frá Bolungarvík. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

Skipstjóri fiskibáts á Vestfjörðum var handtekinn aðfaranótt síðastliðins mánudags, vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru í áhöfn bátsins þegar hann kom til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist lögskráningu ábótavant, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Segir þar að skipstjóranum hafi verið sleppt lausum að sýnatöku lokinni, en málið sé til rannsóknar.

Tókst að einangra eldinn

Einnig er vikið að eldi þeim sem laus varð í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS-41 við löndun að morgni miðvikudags, en slökkviliði gekk greiðlega að slökkva eldinn eftir að skipverjum hafði tekist að einangra hann. Tildrög eldsins munu vera til rannsóknar hjá lögreglu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.3.18 210,42 kr/kg
Þorskur, slægður 16.3.18 262,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.3.18 235,40 kr/kg
Ýsa, slægð 16.3.18 239,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.3.18 75,81 kr/kg
Ufsi, slægður 16.3.18 39,57 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.18 33,00 kr/kg
Gullkarfi 16.3.18 165,92 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 9.3.18 326,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.18 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Ýsa 236 kg
Grásleppa 95 kg
Steinbítur 35 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 9 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 383 kg
17.3.18 Fríða Dagmar ÍS-103 Landbeitt lína
Þorskur 243 kg
Ýsa 26 kg
Hlýri 4 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 276 kg
17.3.18 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Þorskur 4.495 kg
Steinbítur 293 kg
Samtals 4.788 kg
17.3.18 Sæli BA-333 Landbeitt lína
Skarkoli 16 kg
Ýsa 15 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 37 kg

Skoða allar landanir »