„Á að hengja bakara fyrir smið“

Aflanum landað. Mynd úr safni.
Aflanum landað. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ekki er eðlilegt að notast sé við tveggja ára gamlar upplýsingar þegar álagning veiðigjalda er reiknuð, og að í útreikningunum séu í einum potti afkoma landvinnslu, frystitogara, uppsjávarskipa, ísfisktogara, báta og smábáta.

Þetta er niðurstaða aðalfundar Eldingar, félags smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum, sem haldinn var á Ísafirði í lok september. Veiðigjöldin voru þar rædd af miklum þunga, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda, og var krafa fundarins að afkoma smábáta yrði reiknuð sér.

„Sannast alveg kristaltært“

Var að lokum samþykkt eftirfarandi ályktun:

„Aðalfundur Eldingar mótmælir álagningu veiðigjalda eins og þau eru lögð á í dag. Það er ekki eðlilegt að notaðar séu tveggja ára tölur við útreikninga á gjaldinu. Inn í útreikningana eru sett í einn pott afkoma landvinnslu, frystitogara, uppsjávarskipa, ísfiskstogara, báta og smábáta. Það er krafa fundarinns að afkoma smábáta verði reiknuð sér.

Það getur ekki talist eðlilegt, eins og staðan er í dag, með mjög lágu fiskverði, sem ætti að koma landvinnslunni vel að þá hækki veiðigjald á smábáta. Í þessari gjaldtöku sannast alveg kristaltært að það á að hengja bakara fyrir smið.“

Að auki var samþykkt krafa um að hluti veiðigjaldanna verði eftir í þeirri höfn þar sem fiskinum er landað.

Stjórn Eldingar var endurkjörin en hana skipa þeir Ketill Elíasson, formaður, Kristján Andri Guðjónsson, Þórður Sigurvinsson, Karl Kjartansson og Páll Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »