„Við höfum varað við þessu“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Mér sýnist fljótt á litið að þessi skýrsla styðji það sem við höfum sagt og vöruðum við fyrir rúmlega ári síðan,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við mbl.is. 

Tekj­ur í sjáv­ar­út­vegi dróg­ust sam­an um 25 millj­arða króna árið 2016, eða um níu pró­sent. All­ar lík­ur eru á að af­koma fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi versni enn nokkuð á yf­ir­stand­andi rekstr­ar­ári. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt Deloitte á rekstri sjáv­ar­út­vegs­fé­laga, sem gerð var að beiðni at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins.

Hún segir að SFS hafi talað um að styrking krónu myndi leiða til þess að verulega drægi saman í sjávarútvegi. „Við bentum meðal annars á að staðan gæti orðið þannig að EBITDA í sjávarútvegi yrði áþekk því sem hún var árin 2008-2009 þegar allt var í járnum í hruninu,“ segir Heiðrún og bætir við þessu til stuðnings að EBITDA í sjávarútvegi árið 2016 hafi verið lægri en hún var árið 2008.

Mestar áhyggjur af minnstu fyrirtækjunum

Hún telur líklegra en ekki að tekjurnar dragist meira saman með sama áframhaldi. „Við erum ekki að sjá verðhækkanir á mörkuðum og það er ólíklegt að við sjáum miklar breytingar á gengi krónu. Laun hafa jafnframt hækkað verulega í landi. Allt þetta leggst á eitt og leiðir til þessarar niðurstöðu.“

Heiðrún segir að áhrifavaldar í þessu samhengi séu tveir; fyrirtækin í sjávarútvegi og stjórnvöld. Fyrirtækin þurfi að takast á við þessar áskoranir og líklega þurfi að hagræða í rekstrinum.

„Sá jákvæði punktur er þó í stöðunni að sjávarútvegur er að öllum líkindum betur í stakk búinn til að takast á við dýpri dali en áður vegna góðs gengis síðustu ára, lækkunar skulda og fjárfestinga í greininni,“ segir Heiðrún en hún bendir þó á að mikill fjöldi aðila starfi í sjávarútvegi og rekstrarleg staða þeirra sé mjög misjöfn.

„Ég hef verulega áhyggjur af stöðunni hjá þeim aðilum sem, þrátt fyrir góð skilyrði liðinna ára, hafa ekki náð að byggja upp nægilega sterka fjárhagslega stöðu til að takast á við erfitt árferði,“ segir Heiðrún.

„Stjórnvöld verða líka að gera það sem þau geta til að tryggja þessa grunnstoð atvinnulífs og að hér sé góður jarðvegur fyrir rekstur þessara fyrirtækja, að hann sé hagfelldur og þau fái þrifist, þannig að ábatinn verði samfélagsins alls. Í því samhengi þurfum við meðal annars að horfa til gjaldtökunnar; að hún sé bæði hófleg og sanngjörn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Ufsi 1.297 kg
Skarkoli 1.198 kg
Karfi 226 kg
Ýsa 210 kg
Langa 136 kg
Þykkvalúra 79 kg
Þorskur 74 kg
Sandkoli 16 kg
Steinbítur 13 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 3.257 kg
23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Ufsi 1.297 kg
Skarkoli 1.198 kg
Karfi 226 kg
Ýsa 210 kg
Langa 136 kg
Þykkvalúra 79 kg
Þorskur 74 kg
Sandkoli 16 kg
Steinbítur 13 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 3.257 kg
23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg

Skoða allar landanir »