„Síldin var of sein að koma sér út“

Þúsundir tonna á fjörum Kolgrafafjarðar.
Þúsundir tonna á fjörum Kolgrafafjarðar. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Bygging brúar og vegfyllingar yfir Kolgrafafjörð hafði að öllum líkindum lítil áhrif á þann mikla síldardauða sem þar varð veturinn 2012-2013. Orsökina má heldur rekja til þriggja ólíkra þátta sem saman mynduðu mjög erfiðar aðstæður fyrir síldina.

Þetta er niðurstaða sameiginlegrar rannsóknar Hafrannsóknastofnunar og Háskólans á Akureyri, en Steingrímur Jónsson, prófessor við auðlindadeild háskólans og haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, kynnti niðurstöðurnar á fundi í húsakynnum stofnunarinnar í dag.

Talið er að 30 þúsund tonn af síld hafi drepist vegna súrefnisskorts 14. desember 2012 og 22 þúsund tonn til viðbótar aðeins rúmum mánuði síðar, 1. febrúar 2013. Alls hafi þá verið um að ræða 175 milljón síldir, eða 12% af hrygningarstofninum, og var útflutningsverðmæti metið á 33 milljónir bandaríkjadala.

Dauð síld í Kolgrafafirði. Sjófuglar á höttunum eftir æti.
Dauð síld í Kolgrafafirði. Sjófuglar á höttunum eftir æti. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Sjávarhæð og vatnsskipti lítið breyst

Árið 2004 hafði verið byggð brú ásamt vegfyllingu í mynni fjarðarins og var fljótt talið að tilkoma hennar, með tilheyrandi þrengingu á mynninu, hefði átt hlut að máli með því að takmarka vatnsskipti við sjóinn úti fyrir firðinum.

Ítarleg umfjöllun mbl.is: Síld í Kolgrafafirði

Steingrímur sagði að til að kanna þetta hefði verið ráðist í umfangsmiklar mælingar á straumum, sjávarhæð og ástandi sjávar í firðinum auk ýmissa veðurþátta í samvinnu við Vegagerðina.

Niðurstöður þeirra mælinga hefðu sýnt að sjávarhæð og vatnsskipti hefðu breyst lítið sem ekkert eftir að fjörðurinn var þveraður.

Til að komast að orsök síldardauðans hefðu rannsakendur því farið nánar ofan í kjölinn og bakreiknað sig að tímabilinu í kringum umrædda tvo daga.

„Það hefur varla snjóað korn hér í vetur og nú …
„Það hefur varla snjóað korn hér í vetur og nú eru öll snjómoksturstækin komin í síldarmokstur,“ sagði Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi á Eiði í Kolgrafafirði, í samtali við mbl.is þennan vetur. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Mikil stilla og lækkandi hitastig

Í ljós kom að í fyrra tilvikinu var stórstreymt og því mikið vatn að flæða undir brúna og inn í fjörðinn. Í seinna tilvikinu var einnig að flæða að, og nær því að vera stórstreymi en smástreymi.

En sú skýring ein og sér dugði ekki til. Voru þá einnig skoðuð veðurfarsgögn sem reyndust gefa skýrari mynd af sögunni.

Við athugun á veðurfari þessa daga mátti sjá að dagana á undan hafði verið mikil stilla og hitastigið sjávarins fallið hratt. Ís er því talinn hafa myndast á firðinum og lokað fyrir möguleika síldarinnar til að ná sér í súrefni úr andrúmsloftinu.

„Og þá var hún sennilega bara of sein að koma sér út,“ sagði Steingrímur. Benti hann aðspurður á að brúin gæti þá hafa haft áhrif á flóttaleiðina. „Það er minna svæði til að synda út um og meiri straumur til að synda á móti,“ bætti hann við.

Erfitt væri að sannreyna þá tilgátu, þó eflaust myndu tvær brýr í stað einnar yfir fjörðinn eflaust auðvelda hringstreymið.

Síldinni smalað með hvellhettum í Kolgrafafirði.
Síldinni smalað með hvellhettum í Kolgrafafirði. mbl.is/Árni Sæberg

Engar haffræðilegar mælingar gerðar fyrir byggingu brúarinnar

Fram kom einnig í máli Steingríms að engar haffræðilegar mælingar hefðu verið gerðar fyrir byggingu brúarinnar og vatnsskipti fjarðarins ekki mæld með beinum hætti. Þess í stað hefði einfalt tvívítt líkan verið notað til að meta vatnsskiptin og brúin hönnuð á þann veg að vatnsskiptin yrðu áfram með svipuðu lagi eftir byggingu hennar.

Steingrímur sagði að ýmsan lærdóm mætti draga af því þegar ákvarðanir eru teknar um þverun annarra fjarða.

„Það hefði þurft að mæla strauma og aðrar aðstæður í firðinum áður en brúin var byggð. Þá hefði verið hægt að sannreyna tvívíða líkanið, sem lýsti ekki aðstæðum í firðinum eftir þverunina í samræmi við mælingar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.22 415,17 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.22 497,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.22 420,92 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.22 435,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.22 223,37 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.22 240,18 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.22 349,09 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.1.22 189,00 kr/kg
Blálanga, slægð 20.1.22 345,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.22 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Gullkarfi 16.126 kg
Steinbítur 10.932 kg
Samtals 27.058 kg
21.1.22 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Þorskur 4.094 kg
Gullkarfi 2.637 kg
Ufsi 1.151 kg
Samtals 7.882 kg
20.1.22 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 1.597 kg
Ýsa 1.014 kg
Keila 70 kg
Hlýri 62 kg
Gullkarfi 6 kg
Samtals 2.749 kg
20.1.22 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 1.638 kg
Þorskur 1.123 kg
Samtals 2.761 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.22 415,17 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.22 497,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.22 420,92 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.22 435,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.22 223,37 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.22 240,18 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.22 349,09 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.1.22 189,00 kr/kg
Blálanga, slægð 20.1.22 345,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.22 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Gullkarfi 16.126 kg
Steinbítur 10.932 kg
Samtals 27.058 kg
21.1.22 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Þorskur 4.094 kg
Gullkarfi 2.637 kg
Ufsi 1.151 kg
Samtals 7.882 kg
20.1.22 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 1.597 kg
Ýsa 1.014 kg
Keila 70 kg
Hlýri 62 kg
Gullkarfi 6 kg
Samtals 2.749 kg
20.1.22 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 1.638 kg
Þorskur 1.123 kg
Samtals 2.761 kg

Skoða allar landanir »